Dagur - 10.04.1992, Page 16

Dagur - 10.04.1992, Page 16
Akureyri, föstudagur 10. apríl 1992 Helgarmatseðill Smiðjunnar Hörpuskel í kampavíni með kavíar, kjötseyði (kolbert) með hvítlauksbrauði, piparmyntukrap, eldsteiktur lambavöðvi með grænum pipar og bullion kartöflur, óvænt endalok Verð kr. 2.900 • Matsveinar: Þórhildur og Óli Bjarni Þýskaland: Gott verð fyrir karfa - Hegranes seldi á 130 krónur kílóið Hegranes SK seldi karfa á Þýskalandsmarkaði í gær og fyrradag. í heildina voru seld 140 tonn og fengust fyrir þau 16,2 milljónir króna. Meðal- verð fyrir kflóið var því 116 krónur og segist Gísli Svan Einarsson, útgerðarstjóri Skagfírðings hf. vera mjög ánægður með það verð, því framboð hafí verið mikið. Skagstrendingur hf.: Steftit að áframhaldandi útgerðáAmari Aðalfundur Skagstrendings hf. var haldinn í vikunni og þar kom m.a. fram að stefnt er að áframhaldandi útgerð á Arnari HU 1 eftir að nýr frystitogari kemur til fyrirtækisins í kring- um næstu áramót. Ætlunin var að úrelda Arnar upp í nýja togarann ásamt Sólbaki, en nú hefur verið hætt við það. „Það stóð til að hætta útgerð- inni á Arnari og stofna nýtt útgerðarfélag í eigu Skagstrend- ings, Hólaness og Höfðahrepps til að sjá frystihúsinu fyrir hrá- efni. í dag sjá Hólanes og Höfða- hreppur sér hinsvegar ekki fært að taka þátt í slíku útgerðarfélagi og þá verður náttúrlega að leita annarra leiða til að atvinnan hjá Hólanesi leggist ekki af,“ segir Sveinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf. Frystitogarinn sem Skag- strendingur er að Iáta smíða fyrir sig er um 4800 rúmmetrar að stærð og þarf fyrirtækið að úrelda jafnmarga rúmmetra í öðrum skipum til að mega taka hann í notkun. Að sögn Sveins vantar þá 1600-2000 rúmmetra til að úrelda upp í nýja togarann ef ekkert verður af úreldingu Arnars. „Það er ljóst að nóg er til af skipum, en þetta þýðir viðbótarfé til að fjármagna dæmið. Einn möguleikinn er þó sá að einhver aðili komi með sitt skip, fái hlutabréf upp í það og gerist meðeigandi í fyrirtækinu, gegn því að skipið verði úrelt upp í nýja togarann," segir Sveinn. SBG Á miðvikudag seldi Hegranes- ið um 100 tonn af karfa á fisk- markaði í Bremerhaven og fékk fyrir kílóið að meðaltali 110 krónur. í gærmorgun var afgangurinn af aflanum, um 40 tonn, síðan seldur og meðalverð fyrir hann var 130 kr. kílóið. „Um leið og við vorum að selja þessi 40 tonn í morgun á 130 kr. kílóið, voru mörg önnur skip að selja og t.d. var Guðbjörg ÍS að selja 185 tonn af karfa og meðal- verðið hjá þeim var ekki nema 82 kr. kílóið. Þetta háa verð sem við fáum fyrir karfann, þrátt fyrir mikið framboð á markaðnum, er náttúrlega góð sönnun á hve gæð- in eru mikil hjá okkur,“ sagði Gísli Svan í gær. SBG Á myndinni.er tekin var á nýrri umboðsskrifstofu DAS á Akureyri eru talið frá vinstri. Sigurður Ág. Sigurðsson, forstjóri DAS, Guðmunda Pétursdóttir fv. umboðsmaður, Ásgerður Ágústsdóttir starfsmaður nýja umboðsins, Bergljót Jónsdóttir, formaður kvennadeildar Slysavarnafélagsins á Akureyri, Svala Halldórsdóttir fv. formaður kvennadeildarinnar og Agnar Daníelsson, formaður sjóslysadeildar Slysavarnafélags íslands á Akureyri. Mynd: Golli Kvennadeild Slysavarnafélags íslands á Akureyri: Tekur við umboði Happdrættis DAS - af Guðmundu Pétursdóttur er verið hefur umboðsmaðurí 33 ár „Með nýju happdrættisári DAS kemur inn nýr umboðs- aðili á Akureyri. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands hér í bæ tekur við umboðinu úr höndum Guðmundu Péturs- dóttur er starfað hefur sem umboðsmaður í 33 ár,“ sagði Sigurður Ag. Sigurðsson, for- stjóri DAS á blaðamannafundi í gær að Strandgötu 11, en þar mun umboðið starfa fyrst um sinn. Guðmunda Pétursdóttir og maður hennar Finnur Daníelsson tóku við umboði Happdrættis DAS árið 1959. „Við vorum bæði í þessu í fyrstu en síðan hef ég séð um þetta ein. Þessi vinna hef- ur veitt mér mikla ánægju og ég hef kynnst fjölmörgu góðu fólki, ekki aðeins meðal þeirra sem eru með í happdrættinu heldur einnig meðal starfsfólksins í höfuð- stöðvum DAS í Reykjavík," sagði Guðmunda Pétursdóttir. Sem þakklætisvott fyrir heilla- drjúgt starf var Guðmundu færð að gjöf forkunnarfögur brjóstnæla úr gulli og silfri og Sigurður for- stjóri DAS bauð nýja umboðsað- ila velkomna til starfa. Um nýtt happdrættisár sagði Sigurður: „Nú þegar nýtt happ- drættisár hefst hjá Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna förum við af stað með nýjung. í einum og sama happ- drættismiðanum eru í raun tvö happdrætti. Það gamla góða sem við þekkjum af 38 ára sögu og við hlið þess „DAS 80“, nýtt sjóðs- happdrætti sem dregið er í fjórða hvern mánuð. í „DAS 80“ verður í fyrsta sinn dregið í ágúst nk. þar sem Nissan Patrol jeppi er í aðal- vinning. Þá verða einnig 85 ferðavinningar og að m.k. 250 húsbúnaðarvinningar dregnir út og húsbúnaðarvinningunum fjölgar eftir því sem fleiri eiga miða.“ En hvaðan koma peningarnir í sjóð „DAS 80“. Um það sagði Sigurður: „Galdurinn er að af hverjum seldum happdrættis- miða á krónur 600 fara krónur 100 í sjóð „DAS 80“. Gera má ráð fyrir að í pottinum verði 10 milljónir. Þar af fara átta milljón- ir í vinninga. Og hver einasta króna af þessum átta milljónum skilar sér til viðskiptamanna DAS Happdrættisins. Hér er ein- göngu dregið úr seldum miðum. Þetta gerir enginn nema DAS!“ Sveinn Sæmundsson, fv. blaða- fulltrú Flugleiða, rithöfundur og sjómaður til margra ára, tók næstur til máls. Sveinn fjallaði um markmið með rekstri Happ- drættis DAS og kom víða við. Lokorð Sveins voru: „Ég held að ekki hafi komið nægilega vel til skila að á Hrafnistu er fólk víðs vegar að af landinu og úr öllum starfsstéttum. Menn skulu ekki ímynda sér að Hrafnistuheimilin séu eingöngu fyrir aldraða sjó- menn og sjómannskonur af höfuðborgarsvæðinu. Happ- drætti DAS á því erindi til allra landsmanna hvar svo sem þeir búa.“ ój Sala íslenskra skinna á uppboði x í Kaupmannahöfn: Islensk minkaskiim hækkuðu í verði - þrátt fyrir lækkun markaðsverðs Þrátt fyrir lækkun á heims- markaðsverði skinna á upp- boðsmarkaði í Kaupmanna- höfn fyrr í vikunni hækkaði verð á íslenskum minkaskinn- um um 4 kr. danskar á meðan markaðsverðið lækkaði um 5 kr. danskar. Hér er um að ræða viðmiðun við síðasta skinnauppboð sem haldið var í febrúar. Arvid Kro, fram- kvæmdastjóri Sambands íslcnskra loðdýraræktenda, segir að loðdýraræktendur geti því vel við þetta unað hvað minkinn varðar en lækkun Skautavertíðinni lokið á Akureyri: Þokkalegur vetur þrátt fyrir hitann í janúar - 11-12 þúsund manns sóttu svellið og áhuginn hefur vaxið Skautafélag Akureyrar Iokaði vélfrysta skautasvellinu um síðustu helgi vegna hækkandi sólar og minnkandi aðsóknar, svo sem venja er þegar komið er fram á vor. Skautavertíðinni er þannig lokið og að sögn Baldvins Grétarssonar, rekstr- arstjóra, sóttu um 11-12 þús- und manns skautasvellið í vetur. „Þetta var alveg þokkalegur vetur þrátt fyrir hitann í janúar. Við misstum tæpan mánuð úr vegna veðurs enda ekki hægt að hafa svell í sunnan 10 vindstigum og 17 stiga hita. Við erum mjög ánægðir með árangur íshokkí- liðsins sem kom með bikarinn norður og við eignuðumst líka tvo íslandsmeistara í listhlaupi á skautum,“ sagði Baldvin. Hann sagði að áhugi fólks á skautaíþróttinni hefði farið vax- andi. Góð aðsókn var að skauta- skóla sem var undir stjórn Pekka, finnska þjálfarans hjá Skautafé- lagi Akureyrar, og mikill íshokkí- áhugi braust út. Vonast er til að Pekka komi aftur til Akureyrar næsta haust. Áhugi fullorðinna fyrir skauta- íþróttinni hefur ekki verið eins mikill og hjá börnum en Baldvin sagði að þetta væri tilvalin almenningsíþrótt fyrir fjölskyld- ur. Hann sagði að vissulega þyrfti að bæta aðstöðuna til að viðhalda þeim áhuga sem kviknað hefði og efla hann enn frekar. „Það er enn á dagskrá hjá okk- ur að byggja yfir svellið og koma upp betri búningaaðstöðu. Við erum ekki að tala um neina höll heldur yfirbyggingu svo hægt verði að hafa svellið opið án tillits til veðurs. Snjómokstur hefur kostað félagið mikið og veðrið hefur sett strik í reikninginn. Þetta myndi lagast með yfirbygg- ingunni og við erum bjartsýnir á að í hana verði ráðist á árinu 1995,“ sagði Baldvin. SS varð hins vegar á verði íslensku refaskinnanna í takt við lækkun markaðsverðs. „Það eru tveir litlir sólargeislar sem skína í gegnum þetta uppboð," sagði Arvid í gær þegar hann var spurður um verð íslensku skinnanna. Hann segir að útkoma íslensku minkaskinn- anna þýði að munurinn á meðal- verði þeirra og meðalverði allra seldra minkaskinna í uppboðs- húsinu minnki. Fyrir íslensku skinnin fengust nú 113 danskar krónur en 109 kr. á uppboði í febrúar. Annað atriði segir Arvid já- kvætt við sölu íslensku skinnana nú. Það sé að í sumum tegundum minkaskinna hafi þriðjungur þeirra komist í besta gæðaflokk og slíkt hafi ekki sést í sölu á íslenskum skinnum fyrr. „Þetta sýnir að gæði okkar eru að auk- ast. Það er jákvætt og segir að þeir sem eftir eru í greininni leggja sig fram um að senda frá sér eins góð skinn og mögulegt er,“ sagði Arvid. Alls voru seld 27.500 íslensk minkaskinn, eða 95% þess sem í boði var. Þá seldust 5000 refa- skinn en verð þeirra lækkaði um tæplega 20 danskar krónur. Framundan eru uppboð í júní og september en 100 jiúsund minka- skinn eru til hér á landi og um 8000 refaskinn. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.