Dagur - 02.06.1992, Qupperneq 5
Þriðjudagur 2. júní 1992 - DAGUR - 5
Helga Magnúsdóttir:
Böm og trjárækt
- hvernig má tengja þessa tvo vaxtarbrodda saman?
Undanfarin misseri hafa augu
okkar opnast æ betur fyrir því, að
vellíðan mannsins byggist að
miklu leyti á hreinu og gróður-
ríku umhverfi.
Síðastliðið vor tóku fóstrur á
Akureyri upp þá nýbreytni, að
fara með börn elsta árgangs
skóladagheimilanna og leikskól-
anna í útskriftarferðalag sem vert
er að minnast.
Ferðinni var heitið inn í Kjarna-
skóg til þess að gróðursetja tré og
njóta okkar góða útivistarsvæðis
um leið og börnin voru í þann
mund að kveðja skóladagheimil-
ið eða leikskólann sinn. Haft var
samráð við starfsmenn Skógrækt-
arfclags Eyfirðinga sem tóku
mjög vel á móti okkur. Bæði fyrir
og eftir hádegi kom full rúta af
börnum og nokkrar fóstrur og
allir fengu plöntur og verkfæri til
gróðursetningar. Var nú haldið
meðfram niðandi læknum eftir
gönguslóða gegn um skóginn að
áfangastað.
Eftirvænting og gleði ljómaði
af hverju barni, það var svo gam-
an að vera í skóginum og mark-
miðið var líka hátt, það átti að
„sveifla haka og rækta nýjan
Úr útskriftarferðalaginu vorið 1991.
skóg“. Nú er reyndar notað
„prik" í stað haka. Litlu fæturnir
dugðu ekki til þess að koma prik-
inu nógu langt niður í jörðina, en
því natnari voru hendurnar við
að koma plöntunni ofan í holuna
og hlúa vel að henni. Þarna vorum
við líka saman á öllum aldri og
samvinna kynslóðanna er nauð-
synleg þegar ætlunin er að rækta
skóg.
Ein fóstran hafði á orði við
hópinn sinn að þau skyldu tala
vel við plönturnar þcgar þau
væru búin að setja þær niður svo
þær myndu nú dafna vel. Seinna
þegar hún kom að einu barninu
hjá plöntunni sinni, þá varð því
að orði: „Tréð mitt getur ekki
talað svo ég krossaði bara yfir
það.“
Vonandi ber svo ljúfur aðbún-
aður árangur, bæði fyrir íslensk-
an skóg og íslenska æsku. í leik-
skólunum reynum við að auka
skilning ungu kynslóðarinnar á
ntikilvægi ræktunar í landinu og
að halda því hreinu.
I lok ferðarinnar var nesti tek-
ið upp og því gerð góð skil. Farið
var í stóran hringleik og áður en
hoppað var upp í rútuna fengu
börnin öll kveðjuskírteini frá sín-
um leikskóla eða skóladag-
heimili.
Ferðin í Kjarnaskóg tókst svo
vel að ákveðið var að hafa sama
háttinn á nú, þann 4. júní næst-
komandi, þcgar næsti árgangur
kveður leikskólann.
Vertu til er vorid kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig,
sveifla haka og rækta nýjan skóg.
Helga Magnúsdóttir.
Höfundur cr leikskólastjóri í leikskólan-
um Árholti á Akureyri.
Fjórtán reyklausir dagar
Krabbameinsfélag Akureyrar
og nágrennis hefurfarið þess
á leit við Dag að blaðið birti
leiðbeiningar til þeirra sem
hættu að reykja á „Reyklausa
daginn“ svonefnda 1. júní sl.
Leiðbeiningar þessar taka tii
fyrstu 14 daganna. Hér á eftir
fara ráðleggingar sem gilda
fyrir annan daginn, þ.e. þriðju-
daginn 2. júní.
Annar dagur
Nú ertu laus við nikótín úr lík-
amanum en að vísu ekki
afleiðingarnar af reynslu þess.
Nú hefst sá vandi að brjóta á
bak aftur ávanann sem það hef-
ur myndað og nú ferðu að læra
hvernig það er að reykja ekki.
Þú verður trúlega feginn því
að hafa gegnið gegnum tilrauna-
tímabilið. Sá tími dagsins sem
þú gast áður verið án þess að
reykja er nú eins og frímínútur
frá reykingalönguninni. Hún
hverfur skyndilega, og þá oftast
á þeim tímum sem þú varst
vanur að reykja ekki, og vaknar
aftur þegar upp koma aðstæður
sem þú varst áður vanur að fá
þér reyk viö.
Tilraunatímabilið hefur vænt-
anlega líka kennt þér hvernig
þú getur ráðið við skyndilega
löngun í reyk. Sumir borða epli,
aðrir gulrætur og sumir taka sér
bók í hönd eða fara út á göngu.
Einnig er mikil stoð í íþróttum,
hljóðfæraleik, tómstundavinnu
og öðru slíku sem tekur hugann
allan.
Það getur verið erfiðleikum
bundið að einbeita sér á vinnu-
stað eða við heimanám. En
óþægindi þau sem gerðu vart
við sig fyrsta daginn, eins og
magapína, óróleiki og eirðar-
leysi, fara brátt dvínandi. Sértu
mjög taugaóstyrkur ættirðu ekki
að aka bíl.
Þeir sem tekið hafa þátt í
hópum við að hætta að reykja
skýra frá því að hafi menn fyrir-
fram hlaðið sig rækilega af
andúð gegn tóbaki, þá létti
mörgum svo við að vera loksins
hættir að fyrstu tveir til þrír
dagarnir bjóði ekki upp á nein
teljandi vandamál. Að sjálf-
sögðu á þetta ekki viö alla, en
langstærsti hlutinn og þar 'með
taldir stórreykingamenn verða
þess áskynja að annar dagur-
inn verður furðu auðveldur.
Eftirleiðis er ásetningurinn að
hætta að reykja efst í huga
manns og tiltölulega auðvelt að
komast yfir þau fáu andartök
sem löngunin í reyk veldur telj-
andi erfiðleikum.
En umfram allt er sú stað-
reynd ánægjulegust að það
geta liðið margar klukkustundir
án þess að þú munir eftir því að
þú hefir nokkurn tíma á ævinni
snert á sígarettu.
Bændur athugið!
Tek aö mér alla girðingavinnu og ýmis
smáverk.
Vönduð vinna.
Sanngjarnt verð.
Upplýsingar í síma 11575, Jóhannes.
Veiðileyfi
í Hörgá
Sala veiðileyfa í Hörgá
Eyfjörð, sími 22275.
Stjórnin.
er í versluninni
Breyttur
afgreiðslutími
Opnum kl. 10 alla virka daga
Laugardaga opið kl. 10-14
Hrísalundi
Stangveiðifélagið
Flúðir
tilkynnir:
Óseld veiðileyfi í Fnjóská og Laxá á Refasveit
eru til sölu hjá Eyfjörð við Hjalteyrargötu.
Jafnframt viljum við minna þá á sem enn eiga
ógreidda gíróseðla, að greiða þá strax.
Stjórn Fiúða.
Litlir bílar, stórir bílar,
lyftubílar,skutlur
Flytjum allt:
Hvenær sem er og hvert sem er.
Sendibílastöðin s/f
Sími 22133.