Dagur - 02.06.1992, Síða 13

Dagur - 02.06.1992, Síða 13
Þriðjudagur 2. júní 1992 - DAGUR - 13 Umdæinisstjórn Inner-wheel á íslandi, færði barnadeild FSA, sjónvarp og myndbandstæki að gjöf nýlega. Inner- wheel er félagsskapur eiginkvenna Rotary-manna og eru 8 slíkir klúbbar starfandi í landinu. A myndinni eru f.v. Geir Friðgeirsson, barnalæknir, Vignir Sveinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FSA, Valgerður Valgarðsdóttir, deildarstjóri barnadeildar, Halldóra Ingimarsdóttir, umdæmisstjóri Inner-wheel, Guðrún Helgadóttir, Baldur Jónsson, yfirlæknir barnadeildar og Sólveig Axelsdóttir. Mynd: Golli Tónlist___________________ Fyrsta píanóhátíðin Þá er henni lokið, fyrstu píanó- hátíðinni, sem haldin hefur verið á íslandi. Hún stóð dagana 23. til 25. maí og fór fram í hinu glæsi- lega húsnæði Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju. Akureyrarbær hefur mikið að þakka öllu því góða fólki, sem lagði hönd á plóginn til þess að koma þessari hátíð á. Það hefur unnið mikið starf og óeigin- gjarnt, en þannig vinna þeir, sem hugsjón hafa. Hennar er þörf, GLERÁRGÖTU 36 SÍMI 11500 Á söluskrá: Smárahlíð: Gullfalleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð, ca. 84 fm. Laus (júlí. Smárahlíð: 4ra herb. íbúð á 3. hæð, ca. 94 fm. Eignin er í mjög góðu lagi. Laus eftir samkomulagi. Sólvellir: 4ra herb. efri hæð í tvíbýli, tæpl. 140 fm. Laus eftir samkomulagi. Birkiiundur: 6 herb. einbýlishús ásamt góð- um bílskúr og geymsluplássi, samtals tæpl. 200 fm. Eignin er í mjög góðu lagi. Skipti á 4ra herb. eign á Brekkunni koma til greina. Vestursíða: Raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, samtals ca. 164 fm. Úr- valseign. Laus eftir samkomulagi. Steinahlíð: Mjög fallegt raðhús á tveimur hæðum, 5 herb., ca. 136 fm. Laust (júní. - lokaorð þegar ráðist er í verkefni sem þetta. Enginn má hugsa til fullra launa fyrir framlag sitt. Umbunin felst í starfinu. Slík umbun er meira virði en fé og verður jafn- vel ekki metin til peninga. Fjöldamargir tónleikar voru á píanóhátíðinni. Þar komu fram ýmsir af fremstu píanóleikurum íandsins og einnig mörg þau ung- menni, sem eru að hefja för sína eftir grýttum slóðum listarinnar. Því miður komst undirritaður ekki á tónleika Guðríðar St. Sig- urðardóttur og ekki heldur á flutning Svítu úr íslandsklukk- unni eftir Jón Hlöðver Áskelsson sakir annarra verkefna. Tónleik- ar þeir, sem undirritaður sótti tókust allir vel og ekki síður öll framkvæmd þeirra og skipulagn- ing af hendi aðstandenda. Píanóhátíðin á Akureyri var vel sótt. Það var hins vegar nokk- urt undrunarefni, hve fáir bæjar- búar voru á meðal áheyrenda, sem langflestir voru utanbæjar- menn og margir langt að komnir. Svo virðist, sem Akureyringar hafi ekki gert sér svo ljóst sem skyldi, hve stórkostlegur atburð- ur var að gerast í bænum. Þá daga, sem píanóhátíðin Vinningstölur laugardaginn (i8)(| 30. maí '92 3) - (19) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 a o 2.434741,- 2. 4*5< írr 423.193,- 3. 4af5 80 9.125.- 4. 3af 5 3.110 547,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.289.104.- í Æ & umy upPLÝsiNGAnslMSVARi91 -681511 lukkul!na991002 stóð, var Akureyri miðpunktur tónlistarlífsins í landinu. Hana sóttu mörg helstu tónskáld þjóð- arinnar og margir af fremstu píanóleikurum hennar. Á henni voru frumflutt verk fyrir píanó og hún var fyrsta hátíðin haldin hér á landi, sem helguð er einu hljóð- færi. Því má með réttu segja, að með því að efna til hátíðarinnar hafi Akureyri markað sér sess og, hann ævarandi, í tónlistarsögu þjóðarinnar. Píanóhátíðin verð- ur væntanlega hvati svipaðra atburða, sem helgaðir verða öðr- um hljóðfærum, en upphafið var á Akureyri. Slíkt er ekki mark- leysa, heldur ber þess vitni, að hér starfar fólk, sem hefur til að bera þann anda og það þor, sem til þarf til þess að brjóta upp á gagnlegum nýjungum og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Að hátíðinni lokinni er næst að horfa til framtíðar. Sú reynsla, sem hefur fengist af píanóhátíð- inni, er verðmæt og hún er nú orð- in til í Akureyrarbæ. Almanna- rómur þeirra, sem sóttu hátíðina, virtist vera sá, að vel hafi tekist og veglega í alla staði. Með reynsluna í farteskinu og góða róma gesta til hvatningar er sjálfsagt að stefna hiklaust að næstu hátíð. Það er gleðiefni, að einmitt það virðist vera ætlunin af orðum Valgerðar Hrólfsdótt- ur, formanns skólanefndar Tón- listarskólans á Akureyri að dæma, en starfsliði hans á ýmsum sviðum ber væntanlega stærsti hluti lofs fyrir góðan framgang hátíðarinnar. í lokaorðum sínum við slit fyrstu píanóhátíðarinnar sagði Valgerður: „Áfram skal haldið.“ Þessi orð gætu verið einkunnar- orð allra þeirra, sem vilja veg Akureyrar sem mestan og þá ekki síst þeirra, sem vilja sjá Akureyri sem þann menningar- bæ, sem hann gjarnan er kallaður á hátíðarstundum. Látum þau verða að áhrínisorðum í tónlist- arefnum og á sem flestum öðrum sviðum. Haukur Ágústsson. FASTÐGNA& fj skipasalaSSI NORÐURLANDS íl Glerárgötu 36, sími 11500 Opið virka daga kl. 13-17 og á morgnana eftir samkomulagi. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, GUÐRÚNAR SNORRADÓTTUR, frá Vestaralandi ( Öxarfirði, Smárahlíð 12 d, Akureyri. Aðstandendur. Skólastjórastaða Skófastjórastaða við Grunnskólann í Skútu- staðahreppi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Upplýsingar veitir formaður skólanefndar, Stefán Þórhallsson í síma 96-44285 og 96-44181, vinnusími. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða sérfræðings við Röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október 1992 eða eftir sam- komulagi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1992. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Inga Björnssyni. Nánari upplýsingar veitir Pedro Riba, yfirlæknir, í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Söngvarar Leikfélag Akureyrar auglýsir eftir söngvurum vegna fyrirhugaðrar uppfærslu á óperettunni Leðurblökunni næsta vor. Reiknað er með að leikæfingar hefjist 1. feb. 1993 og frumsýning verði 26. mars. Kóræfingar gætu haf- ist fyrr. Auglýst er bæði eftir söngvurum í kór og ein- söngshlutverk. Prufusöngur verður í Samkomuhús- inu laugardaginn 13. júní. Nánari upplýsingar veita Signý Pálsdóttir, leikhús- stjóri, (s. 25073) og Roar Kvam, hljómsveitarstjóri, (s. 24769). Leikfélag Akureyrar.. Sölu- og markaðsstjóri Óskum að ráða sölu- og markaðsstjóra til starfa hjá útflutningsfyrirtæki á Norðurlandi. Fyrirtækið var stofnað 1987. Starfsemi fyrirtækisins samanstendur af rekstri uppboðsmarkaðar og útflutningi á ferskum og unnum sjávarafurðum. Starfssvið sölustjóra: ★ Dagleg stjórnun, skipulagning og framkvæmd sölu. ★ Markaðsathuganir og gerð áætlana um markaðs- setningu. ★ Þátttaka í vöruþróun og gæðastjórnun. ★ Skipulagning og þátttaka í vörusýningum. Efla tengsl við núverandi viðskiptavini og afla nýrra. ★ Sölu- og markaðsstjóri er staðgengill fram- kvæmdastjóra. Við leitum að manni með reynslu af sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum. Þekking á sölu- og markaðsmálum nauðsynleg. Þekking á sjávarútvegi og fiskvinnslu æskileg. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðn- ingarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Sölu- og markaðsstjóri 200“ fyrir 13. júní nk. Hagva ngurhf Grensásvegi 13 Reykjavík 1 Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.