Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. júlí 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Sif;tryggiir Sigtryggsson við stjórnvölinn á svifTlugunni sinni, Björn Einars-
son stendur hjá. Þeir félagar pökkuðu flugunni saman og óku með hana suð-
ur á land þar sem íslandsmeistaramótið hefst í dag. Mynd: gt
íslandsmeistaramót í svifflugi:
Einn Akureyringur
meðal þátttakenda
Einn Akureyringur tekur þátt í
íslandsmeistaramótinu í svif-
flugi sem hefst í dag, laugar-
dag, á Hellu á Rangárvöllum
og stendur fram til 12. júlí. Sá
heitir Sigtryggur Sigtryggsson
og lagöi hann upp í fyrrakvöld
ásamt aðstoðarmanni sínum,
Birni Einarssyni.
Á mótinu verða 13 þátttakend-
ur, flestir frá Svifflugfélagi
íslands sem starfar á höfuðborg-
arsvæðinu, en einnig keppa tveir
eða þrír útlendingar sem gestir,
þeirra á meðal þýski meistarinn í
svifflugi. Keppt verður á hverjum
degi og þurfa keppendur að kom-
ast ákveðna leið sem stjórnendur
ákveða að morgni. Sá fljótasti
fær flest stigin og í lokin eru þau
lögð saman.
Sigtryggur hefur stundað svif-
flug í sjö ár og segist vera háður
því. „Maður er orðinn viðþols-
laus á vorin,“ segir liann. Hann
varð ársmeistari Svifflugfélags
Akureyrar í fyrra og segir að þótt
hér um slóðir séu margir reyndari
en hann en þeir séu hættir að gefa
sér tíma til að taka þátt í mótum
sem þessum, þau taki svo langan
tíma. -ÞH
Sauðárkrókur:
Dregið hefur úr ílutningi
á fiski með bflum
Fiskiðjan á Sauðárkróki hefur
keypt töluvert af fiski í vetur af
bátum sem landað hafa aðal-
lega í Þorlákshöfn og Grinda-
vík og hefur þessi fiskur farið
til vinnslu í frystihúsum Fisk-
iðjunnar á Sauðárkróki og
Hofsósi.
Bílar frá Vöruflutningum
Magnúsar Svavarssonar hafa ver-
ið að flytja fisk að undanförnu til
Fiskiðjunnar frá Stykkishólmi og
Ólafsvík af heimabátum sem þar
hafa landað.
Þegar mest hefur verið flutt af
fiski að sunnan hafa bílar farið
daglega milli Sauðárkróks og
Þorlákshafnar/Grindavíkur, sér-
staklega þegar um flutning á
óslægðum fiski var að ræða en
dregið hefur úr þessum flutning-
um að undanförnu þar sem nær
eingöngu hefur verið unninn afli
úr togurum útgerðarinnar.
Algengt er að þegar fiskvinnsl-
ur kaupa fisk beint af bátum eða
togurum að inni í þeim samning-
um sé seljanda útvegaður kvóti.
Á mánudag var rækju landað
úr rússneskum togara á Hólma-
vík og óstaðfestar fregnir herma
að framhald verði á þeim við-
skiptum og jafnvel sé talað um
kaup á bolfisktegundum. í
minnkandi fiskgengd og þverr-
andi afla hafa Vestmannaeyingar
jafnvel rætt um það að kaupa fisk
frá Englandi, Spáni eða Rúss-
landi og einhverjar umræður hafa
verið á sömu nótum við Eyja-
fjörð. GG
Samstaða um óháð ísland:
Opnar skrifstofu
í Reykjavík
Samstaða um óháð ísland hef-
ur opnað skrifistofu að Lauga-
vegi 3 þriðju hæð í Reykjavík.
Skrifstofan mun fyrst um sinn
vera opin frá kl. 16-18 og sím-
inn er 91-623778.
Samstaða rekur starfsemi sína
eingöngu með sjálfboðavinnu og
frjálsum framlögum. Meðal verk-
efna Samstöðu er undirskrifta-
söfnun þar sem þess er krafist að
þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram
um EES-samninginn áður en
hann verður tekinn til endanlegr-
ar afgreiðslu á Alþingi.
EES-samningurinn er stærsta
mál sem þjóðin hefur staðið
frammi fyrir frá lýðveldisstofnun-
inni og því er eðlilegt að allir
atkvæðisbærir íslendingar fái að
segja álit sitt á honum, eins og
segir í fréttatilkynningu frá Sam-
stöðu. -KK
Akureyrarbær:
Upplýsingar sendar til Atvinnu-
leysistryggingasjóðs eftir helgina
Jón Björnsson, félagsmála-
stjóri Akureyrarbæjar, segir
að í mars hafi bærinn sent
erindi til stjórnar Atvinnuleys-
istryggingasjóðs með beiðni
um að hún nýtti heimild til að
styrkja verkefni sem Akureyr-
arbær væri tilbúinn að setja af
stað fyrirvaralaust.
í erindinu hafi verið tekið fram
að um væri að ræða 1000 stunda
verkefni í Grófargili og fram hafi
komið að því ætti að vera lokið
fyrir miðjan maí. „Það var
kannski bjartsýni að við myndum
fá svar fyrir þann tíma og við
fengum það ekki fyrr en 2. júní
og þá var þessi tími liðinn,“ sagði
Jón.
Eins og fram kom í Degi í gær
óskaði stjórn Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs þá eftir frekari upplýs-
♦
ingum frá Akureyrarbæ og þær
verða sendar til sjóðsins í næstu
viku. Hins vegar kemur stjórnin
ekki aftur saman til fundar fyrr
en um mánaðamótin júlí-ágúst.
„Þó svo við hefðum sent upplýs-
ingarnar strax 3.júní, þá hefði
það engu breytt vegna þess að
stjórn sjóðsins kemur ekki aftur
saman til fundar fyrr en um næstu
mánaðamót,“ sagði Jón. óþh
ISLAND
NORÐUR - AMERÍKA
Forysta í Ameríkuflutningum
Reynsla og forysta EIMSKIPS í vöruflutningum milli íslands og
Ameríku á sér áratuga langa sögu. Félagið siglir nú á tveggja
vikna fresti til 5 hafna í Norður - Ameríku. Tíöni feröa og fjöldi
viðkomuhafna samfara sérþekkingu og reynslu starfsmanna á
skrifstofu félagsins í Norfolk gerir þaö aö verkum aö EIMSKIP er vel
í stakk búiö til aö sinna öllum flutningaþörfum viöskiptavina sinna
- þarfir þeirra eru þarfir okkar!
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ