Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 4. júlí 1992 - DAGUR - 19 Ugly Kid Joe hefur átt skjótum frama aö fagna að undanförnu. krakkinn Jói“ slær „Ljóti Líkt og Seattlehljómsveitirnar Nirvana og Pearl Jam læddust bakdyramegin inn hjá frægöinni, öllum aö óvörum, með plötunum sínum Nevermind og Ten, viröist fimm manna hljómsveit frá Kaliforníu Ugly Kid Joe, vera aö leika sama leik meö sínu fyrsta sköpunarverki, EP plötunni As Ugly as They Wanna be. Hefur hún á undanfömum vikum verið ein söluhæsta rokkplatan í Ameríku og í Bretlandi náði hún í áttunda sæti yfir söluhæstu plöturnar. Þá hefur lagiö Every- thing About You aldeilis gert þaö gott í Bretlandi og náöi alla leiö í fjóröa sæti. Eins og með Nirvana og Pearl Jam, þá er Ugly Kid Joe ekki beint sú uppskrift af hljómsveit sem líkleg þætti til heimsathygli. Ertónlist hljómsveitarinnar rokk í anda sveita á borö viö Guns N’ Roses og Mötley Crue, eins kon- ar glamúrrokk, en þó á vissan hátt kraftmeira og hrárra. En með breyttum viðhorfum nútímans á nú æ fjölskrúðugri tónlist, og þá ekki hvað síst sú sem er á ein- hvern hátt á skjön viö vinsælda- poppið hefðbundna, upp á pall- borðiö, sem Ugly Kid Joe og hin- ar tvær áðurnefndu sveitirnar njóta góös af í ríkum mæli. igegn Þaö sem þó hefur spilað stærstan þátt í þessari skjót- fengnu velgengni Ugly Kid Joe og kom boltanum upphaflega til aö rúlla, var að hljómsveitinni bauðst aö leggjatil lag í myndina Wayne’s World, sem notiö hefur síöan mikilla vinsælda. Var lagið sem varö fyrir valinu einmitt Everything About You. Innan ekki langs tíma mun vera von á fyrstu plötu Ugly Kid Joe í fullri lengd og er hennar beöiö meö nokkurri eftirvæntingu. Þykir spennandi að sjá hvernig henni muni vegna í kjölfar EP plötunn- ar, en hún hefur nú selst í yfir milljón eintökum. Ur ýmsum áttum Prince, sem ásamt hljómsveit sinni The New Power Gen- eration hefur lokiö vinnu viö nýja plötu, notaöi tækifærið á sínum átta tónleikum í London um dag- inn (á milli 15. og 24. júní) til að kynna plötuna og þaö á nokkuð sérstakan hátt. Var hvert og eitt lag plötunnartilvonandi nefnilega spilað fyrir hverja tónleika og nafn hvers lags birt á tjaldi yfir sviðinu í hvert sinn. Þannig aö ef einhverjir eldheitir aödáendur Prince hafa nælt sér í miða á alla tónleikana, þá hafa þeir jafnframt fengið aö heyra alla nýju plötuna í kaupbæti. Er ekki hægt að segja annað en aö hér sé á ferö- inni góð og frumleg auglýsinga- mennska. Ekki er kunnugt um nafn nýju plötunnar ennþá, en hennar mun að vænta einhvern tímann seinna í sumar. Nánari um þaö síðar. Prince kynnti væntanlega nýja plötu sína á skemmtilegan hátt á tónleik- um sínum I London um daginn. Danstríóiö Dee-Lite komiö meö nýja afurð. Red Hot Chilli Peppers hafa fundiö gítarleikara í stað John Frusciante, sem eins og kom fram hér í Poppi sagöi skilið viö hljómsveitina á tónleikaferða- lagi í Japan í maí. Heitir sá nýi Arik Marshalls og kemur hann úr vinahópi hljómsveitarinnar. Var hann valinn úr hópi fjögurra kandidata, en meöal hinna þriggja sem komu til greina var fyrrum gítarleikari Jane’s Addic- tion Dave Navarro. Kemur Marshalls frá austurhluta Los Angeles eins og Frusciante og er hann tiltölulega óreyndur. Dansþopphljómsveitin Dee- Lite sem mikla lukku gerði áriö 1990 með plötunni World Clique og laginu Groove is in the heart, sem kosið var besta smá- skífulag ársins hjá Melody Maker, er nú búin aö senda frá sér nýjan hljóðversgrip sem nefnist Infinity within. Af henni hefur verið gefin út tvöföld A-hlið- ar smáskífa meö lögunum Run- away og Rubber love. Veröur væntanlega mikiö dansaö eftir þessum nýju lögum Dee-Lite á næstunni. Gróðrarstöðin Réttarhóll Svalbarðseyri, sími 11660 Opið virka daga frá kl. 20-22, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-18. AKUREYRARB/ÍR Akureyrarbær auglýsir eftir verkefnisstjóra til þess að vinna að gerð námsskrár, námsefnis og kennsluleiðbeininga fyrir starfsnám. Þar er um að ræða samningsbundin námskeið fyrir ófaglærða starfsmenn á leikskólum og öðrum dag- vistum barna og starfsmenn í öldrunarþjónustu. Menntun og reynsla á sviði félagsvísinda og/eða fræðslumála er áskilin. Verkefnið er tímabundið. Vinnufyrirkomulag og starfstími er samkvæmt nán- ara samkomulagi. Umsóknum um starfið ber að skila fyrir 20. júlí nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr- arbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, sími 96-21000. Upplýsingar um starfið veita félagsmálastjóri í síma 96-25880 og fræðslufulltrúi í síma 96-21000. Starfsmannastjóri. Starfskraftur óskast Starfskraftur óskast til skrifstofustarfa (50-75%) hjá iðnfyrirtæki á Akureyri. Starfið felst m.a. í fjármála- umsjón, innheimtu og tölvuvinnslu. Menntun og/eða starfsreynsla er nauðsynleg. Umsóknir sendist í afgreiðslu Dags merktar „G-5708“ fyrir 10. júlí n.k. Sálfræðingur/félagsráðgjafi á Norðurlandi eystra í tengslum við starfsemi vistheimilis að Árbót auglýs- ir Unglingaheimili ríkisins eftir sálfræðingi/félagsráð- gjafa. Starfssvið: - Ráðgjöf og handleiðsla við starfsfólk vistheimilis- ins að Arbót. - Göngudeildarþjónusta fyrir unglinga. Viðkomandi mun hafa aðsetur á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra á Akureyri. Laun skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 26. júlí nk. Nánari upplýsingar veita forstjóri og deildarstjóri í Unglingaráðgjöf í síma 91-689270. Forstjóri. Eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI BJARNARSON, bókaútgefandi, Lyngholti 14 c, Akureyri, lést mánudaginn 29. júní. Jarðsungið verður frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 6. júli kl. 13.30. Þeim er vildu minnast hans er bent á Náttúrulækningafélag Akureyrar. Gerður Sigmarsdóttir, Ásdís Árnadóttir, Helga Árnadóttir, Hörður Árnason, Haraldur Árnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.