Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 4. júlí 1992 „Ég vissi i raun og veru voða lítið hvað ég var að fara út í enda hef ég aldrei dregið dul á að ég hef enga reynslu af þessum málum. En einhvern tímann verður allt fyrst og ég vonast til að þetta sumar skili mér gagnlegri reynslu og ég geti um leið lagt eitthvað að mörkuin." N jLm ^ ýlega var ráðinn til starfa ferðamálafulltrúi í Austur- Húnavatnssýslu með aðsetur á Blönduósi. Sá heitir Heiðar Ingi Svansson, ungur Akureyringur og nýútskrifaður rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst. Hann er að stíga sín fyrstu spor á sviði ferðamála, hefur hingað til unnið mest við bókaútgáfu, og segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart að fá starfíð. Fyrir nokkrum árum fluttist hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur en kunni aldrei almennilega við sig í höfuðborginni og andar léttar yfír því að vera kominn aftur út á land. Hann segir hér frá sjálfum sér og ræðir um nýja starfíð sem hann hefur gegnt síðasta mánuð- inn. Heiöar Ingi er fæddur á Akureyri árið 1968, sonur Steinunnar Guðjónsdóttur og Svans Kristjánssonar. Þar bjó hann til 18 ára aldurs en þá fluttu móðir hans og fóst- urfaðir, Björn Eiríksson, til Reykjavíkur með bókaútgáfuna Skjaldborg og Heiðar Ingi fylgdi með. Honum þóttu viðbrigðin mikil og viðurkennir fúslega að honum hafi ekki líkað fyllilega að búa í Reykjavík. „Ætli það sé ekki stærðin og „stressið“ á öllum sköpuðum hlutum. Parna var allt svo miklu ópersónulegra en ég átti að venjast og ég náði aldrei að aðlaga mig borginni nægi- lega vel. Fjarlægðirnar og umferðin eru ósköp þreytandi, ef maður þarf að vera mik- ið á ferðinni er dagurinn búinn áður en maður nær að koma nokkru í verk. Þarna er vissulega margt að gerast og ýmislegt að finna sem maður sækir í en það er eitthvað við staðinn sem ég kann ekki við. Ég hef alltaf sótt mikið út á land, m.a. verið í skóla í Borgarfirði og iðinn við að heimsækja heimastöðvarnar. Lengsti tíminn sem ég hef dvalið samfleytt í Reykjavík er tvö ár og þá var ég búinn að fá yfir mig nóg. Þetta þýðir um leið að mér líkaði lífið vel á Akureyri - þykir ekki öllum vænst um staðinn sem þeir eru fæddir og uppaldir á? Það gerir alltaf þægileg tilfinning vart við sig þegar maður kemur norður og það endar sjálfsagt með að maður flytur einhvern tím- ann aftur til Akureyrar. Það hefur alltaf ver- ið á langtímaáætlun og það er alla vega styttra þangað núna en þegar ég bjó í Reykjavík.“ Heiðar Ingi viðurkennir þó að Akureyri sé ekki gallalaus fremur en aðrir staðir. „Ég er sammála þeim sem segja að maður sjái hlutina í öðru ljósi við að fjarlægjast þá og maður verður gagnrýnni. Það er t.d. talað um að Akureyringar séu góðir með sig og ég er ekki frá því að eitthvað sé til í því - án þess að það sé endilega eitthvað verra. Ég get nefnt sem dæmi að margir Akureyringar eru að eigin sögn mun betri bílstjórar í snjó en gengur og gerist og þá kannski sérstak- lega í samanburði við Reykvíkinga. Það er einnig talað um að Akureyringar séu svolít- ið lokaðir og ég er heldur ekki frá því að það sé rétt. Þeir eru yfirleitt varkárir í sam- skiptum sínum við ókunnuga og ekki alveg tilbúnir að hleypa þeim fyrirvaralaust inn á sig. Svo er eitt enn sem má nefna meðan verið er að tala um Akureyri og það eru kjafta- sögurnar. Ég segi kannski ekki að þær séu einkenni á bænum en það er svolítið merki- legt hvað þær „grassera“ þegar haft er í huga hvað bærinn er stór. Það er eðlilegt að fólk hafi skoðanir á málum en ef einhver fellur ekki inn í venjulegt munstur að öllu leyti þarf alltaf að finna einhverjar skýringar á því og þær jafnvel búnar til ef þannig stendur á. Það er ekki vel séð að menn séu „öðruvísi" á Akureyri.“ Rómað félagslíf á Bifröst heillaði Árið 1985 hóf Heiðar Ingi nám í Samvinnu- skólanum á Bifröst í Borgarfirði og tók það- an stúdentspróf 1988. „Þar leið mér ákaf- lega vel og ég held að þessi dvöl sé eitt af því sem hefur þroskað og mótað mann hvað mest. Ég hafði heyrt að þetta væri góður skóli o£ félagslífið, sem var rómað, heillaði mig. Eg hef alltaf verið hálfgert „félags- málafrík" og gat því varla lent á betri stað en Bifröst. Ég verð að viðurkenna að félags- málin voru í fyrsta sæti þessi ár en námið kom þar á eftir. Þarna eignaðist ég mikið af vinum og kunningjum sem ég held sam- bandi við og hugsa að ef ég færi hringveginn ætti ég heimboð á flestum viðkomustöðum eftir árin á Bifröst. Árið eftir að Heiðar Ingi tók stúdentspróf frá Bifröst var Samvinnuháskólinn settur á stofn og nokkrir af skólafélögunum gengu beint inn í hann. Heiðar Ingi tók sér hins vegar tveggja ára hlé, fór til Reykjavíkur og vann í bókaútgáfunni hjá fósturföður sínum áður en hann hóf nám í rekstrarfræði í Sam- vinnuháskólanum. Hann segir námsáhuga hafa verið á þrotum í bili, nauðsynlcgt hafi verið að hlaða batteríin upp á nýtt, en fleira kom til. „Ég sé alls ekki eftir að hafa tekið mér hlé og ef eitthvað er hefði ég frekar átt að vinna lengur og prófa meira áður en ég hélt áfram að læra. Rekstrarfræðinámið er svo „praktískt" að það hefði nýst mér mun verr ef ég hefði haldið beint áfram eftir stúdentsprófið. Það er byggt upp fyrir fólk með einhverja reynslu af rekstri og ég var með bókaútgáfuna og ýmis úrlausnarefni tengd henni í höfðinu allan námstímann. Þetta hlýtur að vera af hinu góða því það getur varla gefið góða raun að slíta í sundur nám og atvinnulíf. Þú lærir ekki að verða tannlæknir eða smiður án þess að taka eitt- hvert verknám og af hverju skyldu menn verða viðskipta- eða rekstrarfræðingar án þess að gera slíkt hið sama? Ég held að það sé alltof algengt að langskólagengið fólk þurfi að taka eitt til tvö ár í að sjá hvernig hlutirnir ganga í raun fyrir sig utan skóla- stofunnar. Að fenginni einhverri reynslu getur það kannski kallast sérfræðingar í sínu fagi en varla fyrr.“ Heiðar útilokar ekki að framhald verði á náminu og rennir hýru auga til Háskólans á Akureyri. „Ég hef fylgst vel með honum og því sem þar er að gerast. Ég er búinn að heyra af fleiri hugmyndum að tveggja ára framhaldsnámi fyrir rekstrarfræðinga en gæðastjórnunarbrautinni og finnst það áhugavert. Mig langar til að næla mér í mastersgráðu í rekstrarfræði og einn mögu- leiki á því er að taka t.d. eitt ár á Akureyri og eitt erlendis. Hins vegar er ljóst að eitthvað þarf að breytast í námslánakerfinu til að af frekara námi geti orðið.“ Tónlistarsigur á Bifröst Heiðar Ingi afrekaði það í vetur að sigra í árlegri sönglagakeppni á Bifröst, hinni svokölluðu Bifrovision. Hann segir sín áhugamál í gegnum tíðina aðallega hafa tengst tónlist á einhvern hátt. „Ég hef svo sem ekki unnið nein stórkost- leg afrek á tónlistarsviðinu en verið í ýmsum skólahljómsveitum og ýmsu stússi tengdu tónlist. Þegar ég vann Bifrovision lýsti ég því yfir að þetta væri hátindurinn á mínum ferli og ég rnyndi ekki syngja opinberlega framar. Ég er auðvitað strax búinn að svíkja það oftar en einu sinni en ætla mér alls ekki meiri frama á þessu sviði. Ég held að það þurfi töluvert meira af tónlistarhæfileikum en ég hef til að það geti talist ráðlegt." - Áttu fleiri áhugamál? „Ég veit ekki hvort á að kalla bókaútgáf- una áhugamál en hún hefur verið svo ná- tengd mér frá blautu barnsbeini að ég kemst varla hjá því að nefna hana. Það má kannski segja að lífið hafi lengi framan af verið bókaútgáfa - eðá kannski bókaburður. Ég vann alltaf í Skjaldborg fyrir norðan þegar ég var í fríum frá skólanum og fyrst í stað var starfið aðallega fólgið í bókaburði en síðar fór ég í reksturinn með fósturföður mínum. Ég fylgist enn vel með og er í góðu sambandi við fyrirtækið, veit hvað það er að gefa út og svoleiðis. Ég er ekki búinn að ákveða hvert framtíðarstarfið verður en það er alveg hugsanlegt að það tengist bóka- útgáfu á einhvern hátt. Mig langaði hins vegar að reyna eitthvað annað og ferðamál- Laugardagur 4. júlí 1992 - DAGUR - 11 in heilluðu mig, það má kannski segja að þau séu nýfengið áhugamál." Vissi lítið hvað ég var að fara út í í vetur sótti Heiðar um nýtt starf ferðamála- fulltrúa í Austur-Húnavatnssýslu og segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart að hann skyldi fá jákvætt svar. „Ég vissi í raun og veru voða lítið hvað ég var að fara út í enda hef ég aldrei dregið dul á að ég hef enga reynslu af þessum málum. En einhvern tímann verður allt fyrst og ég vonast til að þetta sumar skili mér gagnlegri reynslu og ég geti um leið lagt eitthvað að mörkum.“ Heiðar Ingi vinnur hjá félagsskap sem heitir Ferðamálafélag Austur-Húnvetninga og er áhugamannafélag um ferðamál í sýsl- unni en slík félög eru nú orðin til mjög víða á landinu. Að baki félaginu standa einstakl- ingar og hagsmunaaðilar í sýslunni. „Starfið er eiginlega tvískipt, annars veg- ar sé ég um upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn hérna á Blönduósi, veiti ferðamönn- um upplýsingar um flest milli himins og jarðar og hef að auki umsjón með tjaldstæð- inu. Hinn hlutinn er starf ferðamálafulltrú- ans sem er nýtt. í því felst að skipuleggja og koma í framkvæmd ýmsu fyrir þá aðila sem standa að baki félaginu. Markmiðið er vit- anlega að fá hingað fleiri ferðamenn og byggja upp betri þjónustu við þá. Ég hef aðeins verið um einn mánuð í starfi og enn er lítil reynsla komin á þennan hluta en menn hér eru uppfullir af hugmyndum. Það þarf bara að koma þeim í framkvæmd. Það er reyndar mín skoðun að þetta starf þurfi að einhverju leyti að fara fram yfir vetrar- tímann og hugmyndir um slíkt eru nú í athugun." Ýmsir ónýttir möguleikar - Maður hefur á tilfinningunni að ferðafólk stoppi ekki mikið á Blönduósi eða í ná- grenni. Renni bara í gegn á leið eitthvað annað. „Ég held að það sé eitthvað til í þessu. Hér er ýmislegt upp á að bjóða en margur ferðamaðurinn veit hreinlega ekki af því og það hefur vantað að koma héraðinu og möguleikum þess á framfæri. Það er t.d. ekki til neinn bæklingur um héraðið og úr því þarf að bæta. Hér er grundvallarþjón- usta eins og gisting, veitingasala og annað slíkt til staðar en meira vantar af skipulagðri afþreyingu svo eitthvað sé nefnt. Mögu- leikarnir eru fyrir hendi og nú stendur til að fara að nýta þá. Sl. haust hófst vinna við stefnumótunar- verkefni í ferðamálum sem stýrt er af Karli Friðrikssyni hjá Iðntæknistofnun. Til- gangurinn er að reyna að átta sig á hvernig staðan er í héraðinu, hvað það er sem ferða- maðurinn vill sækja hingað og hrinda síðan af stað framkvæmdum í samræmi við niður- stöðurnar. Einn liður í þessu er umfangs- mikil viðhorfskönnun meðal ferðamanna sem hingað koma í sumar. Það eru miklar vonir bundnar við þetta verkefni. Það er búið að vinna eitt slíkt í Stykkishólmi og þar skilaði það góðum árangri. Þar settust aðilar niður og eru nú sameinaðir að vinna í hlutunum sem hlýtur að vera vænlegast til árangurs. Það er einnig verið að vinna slíkt verkefni austur á landi og einu er nýlokið á Vestfjörðum. Annað sem er á döfinni er Vestnorden ráðstefnan sem verður haldin á Akureyri í haust. Þar kynna aðilar frá íslandi, Færeyj- „Hef alltaf sótt mikið út á land“ - segir Heiöar íngi Suansson nýráöinn feröa- málafulltrúi í Austur- Húnauatns- sýslu Myndir og texti: Jón Haukur Brynjólfsson Leyndardómar héraðsins útskýrðir fyrir dönskum ferðamanni. um og Grænlandi þjónustu sína og vonast er til að þarna komi aðilar víðs vegar að úr heiminum til að leita eftir samstarfi, fjár- festa í ferðum og annað slíkt. Við ætlum okkur að taka þátt í ráðstefnunni og erum að skipuleggja núna með hvaða hætti það verður.“ - Hvað er það helst sem héraðið hefur upp á að bjóða? „Það er ýmislegt og má þar fyrst nefna mikla náttúrufegurð. Það er stutt upp á há- lendið og það eru ýmsir ónýttir möguleikar í tengslum við það. Ég veit ekki um annað hérað á landinu sem hefur upp á jafn marga og fjölbreytilega veiðimöguleika að bjóða og þetta. Laxveiðiárnar eru landsþekktar og þar er Laxá í Ásum þekktust en einnig má nefna Laxá í Refasveit, Blöndu og Vatns- dalsá. Til viðbótar eru fjölmörg vötn af öll- um stærðum og gerðum, t.d. Laxárvatn og Svínavatn. Hér eru flestir smápollar fullir af fiski. Margir merkir staðir eru þess virði að vera skoðaðir, Vatnsdalshólar, Borgarvirki, Þingeyrarkirkja, Kálfshamarsvík og svona mætti lengi telja. Þá er hér að finna merki- legt heitnilisiðnaðarsafn, tvo golfvelli, sund- laug og margt fleira.“ Ekki mikið fyrir „rútínuna“ Þrátt fyrir að ferðamálafélagið sé áhuga- mannafélagsskapur nýtur það styrkja frá Blönduósbæ og hreppunum í kring en er að öðru leyti fjármagnað með framlögum frá einstaklingum og hagsmunaaðilum. Heiðar Ingi segist telja að fleiri aðilar eigi erindi inn í félagið því afar margir eigi hagsmuna að gæta þegar ferðamannaþjónusta sé annars vegar. „Blönduós og nágrenni hefur að mestu leyti byggst upp á landbúnaði og þjónustu í kringum hann og þegar sífellt er verið að skera niður þar, hvað er þá vænlegast að byggja upp í staðinn? Það geta auðvitað ekki allir rokið til og farið í ferðamanna- þjónustu en það eru tvímælalaust vaxtar- möguleikar í greininni. En það kostar tíma, fyrirhöfn og peninga að byggja hana upp og það getur liðið nokkur tími þar til árangur fer að sjást. Meiri líkur eru til þess að árang- ur náist ef uppbyggingin er ígrunduð nægi- lega vel. Það er betra að rjúka ekki til held- ur byrja smátt og stækka síðan við sig. Það sem hér hefur þegar verið gert er góður grunnur til að byggja á.“ Heiðar Ingi ræðir enn um sinn um ferða- mannaþjónustu og ferðamál og liggur mikið á hjarta. Hann segir ferðamannastrauminn hafa farið ágætlega af stað en kuídakastið síðustu daga hafi eðlilega dregið nokkuð úr honum og hafi verið rólegt á tjaldstæðinu meðan á því stóð. Hins vegar sé aðalferða- mannatíminn að hefjast núna og ekkert bendi til annars en að sumarið verði gott. Aðspurður um fyrsta mánuðinn í nýja starfinu segir Heiðar Ingi hann hafa verið skemmtilegan og æði fjölbreyttan. „Ég er búinn að gera ýmislegt og má segja að engir tveir dagar hafi verið eins hjá mér. Ég hef haft margt að sýsla, m.a. vann ég á loft- pressu og lagði stund á smíðar þegar verið var að koma upp húsnæði fyrir upplýsinga- miðstöðina. Þar kom ég sjálfum mér veru- lega á óvart þar sem ég hef aldrei talist handverksmaður góður. En án gamans þá er starfið mjög fjölbreytt og ég hef alltaf heillast af slíku. Ég hef aldrei verið mikið fyrir „rútínuna.“ Ég kann líka vel við mig á Blönduósi og það er aldrei að vita hvað maður verður hér lengi. Ég vil meina að það þurfi að vera maður í þessu starfi allt árið, hvort sem það verður ég eða einhver annar. Það kemur bara í ljós í haust.“ JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.