Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 4 júlí 1992 Matarkrókurinn Guðbrandur Siglaugsson: ítalskir réttir og fíkjur Guðbrandur Siglaugsson tók áskorun Hallgríms Ingólfs- sonar, starfsfélaga síns á Stíl, um að vera í matarkróknum. Guðbrandur er listhneigður maður sem m.a. er þekktur fyrir Ijóð sín og leik með ýms- um hljómsveitum en afrek hans í eldhúsinu eru síður kunn. Að eigin sögn er hann þó liðtækur þar þegar hann hefur tíma og nennu. Guðbrandur gefur hér upp- skriftir að heimatilbúnu pasta og tveimur sósum með, auk þess sem hann vi!l hafa ferskar fíkjur í eftirrétt og gefur leið- beiningar um neyslu þeirra. Hann mælir eindregið með uppskriftunum og segir útkom- una ofsalega. „Pastað er sér- staklega gott, það er ekkert pappabragð af því. Uppskrift- irnar að sósunum eru að hluta til frumsamdar, ekki ósvipað og rokklögin.“ Pasta (uppskriftin gefur um 350 g) 200 g hveiti 'A tsk. salt 2 stór egg (ekki beint úr ísskáp) 1 msk. ólífuolía 1-2 msk. vatn Hveiti og salt sett í hrærivél. Léttpískuðum eggjum hellt út á og þetta látið blandast vel. Olí- an látin renna rólega útí og vatnið látið dropa í. Þetta er hrært vel og síðan tekið upp úr og hnoðað í deig. Olía borin utan á og deigið látið bíða í hálftíma. Pað er síðan skorið í u.þ.b. fimm hluta og þeir flattir út þangað til hægt er að lesa Dag í gegn um þá. Rúllað upp og skorið í cm bita og þeir síðan losaðir í sundur þannig að úr verða litlir strimlar sem hengdir eru á míkrófónstatíf eða annað þvíumlíkt til þurrk- unar. Mikið vatn (4-5 lítrar) sett í stóran pott og suðu hleypt upp. Þá er góðri hrúgu af salti bætt útí og pastanu stungið í. Lok sett á pottinn og pastað er til- búið eftir tvær mínútur. Olíu- og hvítlaukssósa 8 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk. nýrifin steinselja salt pipar Olían hituð og hvítlaukurinn marinn og settur útí. Þetta er saltað, steinseljunni bætt í og látið malla í u.þ.b. þrjár mínút- ur. Þá er sósunni hellt yfir past- að og blandað vel saman við. Piprað eftir smekk, blandað betur og borið fram án umsvifa. Gráðostasósa 100 g gráðostur 100 g kotasœla marið hvítlauksrif 1 msk. sýrður rjómi lítill sellerístöngull, saxaður salt pipar basil Þetta er allt saman sett í blandara og látið blandast þar til það er orðið mjúkt og fínt. Ef sósan verður of þykk er hún þynnt með mjólk. Henni er síð- an blandað saman við pastað líkt og fyrri sósunni. Það fer vel saman við báðar uppskriftirnar að setja parmes- an út á og borða hvítt snittu- brauð með. Ferskar fíkjur „Hin fágaða aðferð við neyslu fíkjunnar í félagsskap er að halda um stilkinn og fletta fíkjunni sundur svo hún líkist fjórblaða bleiku blómi.“ Nartað í þetta kurteislega en „rudda- lega aðferðin er að halda um stilkinn, bíta gat á hýðið og sjúga.“ (Það sem er innan gæsalappa kemur frá D. H. Lawrence). Guðbrandur skorar á Halldór Kristinsson, starfsfélaga sinn á Stíl, að koma með uppskriftir í næsta matarkrók. „Við ætlum að sjá um þetta eitthvað fram á haustið," sagði Guðbrandur. JHB VÍSNAÞÁTTUR Jón Bjarnason fró Garðsvík Öldruð kona rétti að mér þessar vísur og eru sumar all- gamlar. Maður kom að kotbæ: Hér er ljótt og lítið bú, langt á milli bæja. Drukkinn bóndi, digur frú, drullug börn, o jæja. Skafti Stefánsson kvað er kona kvartaði undan karli sínum leiðinlegum: Praut er að eiga þessa kalla en þvíernú bara skrambans ver að ég hef þann gamla galla aðgeta ekki fullnægt sjálfri mér. Vísa eftir Egil Jónasson: Ef að glatast eigið traust ekkert bjargað getur, manni sýnist sólskinslaust sumar bæði og vetur. Pá koma heimagerðar vísur. Á krossgötum Efþér leiðir opnast þrjár og enn er fært til baka þú veist aldrei upp á hár hvað á til bragðs að taka. „Atómljóðin“: Atómljóðin aldrei ná alþýðunnar hylli. Petta rugl er flótti frá feðra vorra snilli. Mannalæti: Læt ég ekkert andann buga ófrjótt iíf þótt búi við. Gleðstsem barn ef falleg fluga flögrar inn í herbergið. Bragi Björnsson frá Surts- stöðum kvað næstu vísur. Ekki eru þær nákvæmlega samstæðar. Aðgát: Af hinu og öðru hættur stafa hæpinn er menn þræða stig. VJssara mun vera að hafa vaðið fyrir neðan sig. Leikni krefst eflangt skal ná lífs í hörðum brýnum til að hafa taumhald á tilfinningum sínum. Vita skaltu vinur minn, vex að sönnu gildi sá sem varðar veginn sinn vináttu og mildi. Við lindina: Birst þér getur meitluð mynd mannlífs inn til dala hlustir þú á læk og lind léttum rómi hjala. Lindin faðmi lækjar vefst, lækinn ána dreymir, úthafinu áin gefst, eilíf hringrás streymir. Eyfirðingurinn Friðjón Ólafs- son kvað háaldraður: Yndisstundir, æviélin, allt sem kemur fer. Bleikur fákur bryður mélin, bíður eftir mér. Og enn kvað Friðjón: Árin líða ört ég finn, engu kvíði meðan úti bíður Bleikur minn. Bráðum ríð ég héðan. Næsta vísa er eftir Bjarna Thorarensen: Sem vitni stendur himins her og heldur vörð um þig. Æ, gleymdu því sem gengið er og gakktu trúr þinn stig. Valdemar Benonýsson kvað sem farþegi í flugferð: Hreyfill glymur laus við land loftsins brimar voga. Fjaðurlima fleytt er gand fram á himinboga. Næsta vísa Gísla Ólafssonar bendir Iítt til glaðværðar: Fárra hylli hlotnast mér, hygg á spilling vísa. Eg er að villast veginn hér sem vatn á milli ísa. Þorsteinn Guðmundsson lauk þannig sendibréfi: Lestu þetta litla blað. lærðu vísubrotið, láttu eldinn eiga það eftir að þess er notið. Þorsteinn Jóhannsson, Svína- felli, kann að hafa kveðið þessa við skál: Kveðum saman lipurt Ijóð, lífgum sálarblóma svo að ylji andans glóð út í fingurgóma. Áður hef ég birt vísur eftir Guðrúnu Árnadóttur frá Oddsstöðum. Hér koma tvær: Pegar andinn vegavilltum vonin þrýtur yndislega vil ég hörðustrengjum stilltum strjúka burtu hjartans trega. Pótt ég finni fyrir löngu fullin tæmd úr lífsins brunni, fylgir mér á grafargöngu gamalt ljóð sem ein ég kunni. Steindór Sigurðsson kvað: Oftast var mér vinafátt, var því gjarnt að hrasa,- Lengst af hef ég aðeins átt angan tæmdra glasa. Pó mig ávallt uppi ber eftir næturþjarkið, næsta morgun að ég er aftur til í slarkið. Hestamaður einhver orti svo um fák sinn: Söðladreki sérlegur sýndu þrekið nóga. Burðafrekur, framþykkur, faxið lék um bóga. Gísli Björgvinsson, Þrasta- hlíð kvað næstu vísu: Allir þeir sem elska Frón einróma því heiti að aldrei framar eignist Jón okkar ráðuneyti. Þegar rætt var um að fækka bændum: Háðu stríð við eld og ís, unnu sigra stóra. Nú er þjóðarvoði vís verði þeim leyft að tóra. Um bílaval framámanna: Efþú stefnir í embætti hæst og almenningshylli vilt njóta kauptu þá dýrasta fólksbíl sem fæst en forðastu að stíga upp í Skoda. Flosi Ólafsson kvað er hann ók hjá Ystafelli í Köldukinn: Ó, hve hér er unaðslegt á allar lundir. Sveinar heilla hringagrundir, hér var það sem S.Í.S. kom undir. Ekki veit ég höf. næstu vísu: Pó að blási móti margt, meyjar felli sveina aldrei skyldi verða vart vonaskorts hjá Steina. Guðmundur Jónasson bíl- stjóri kvað: Hjartanlega heilsar mér heiður Skagafjörður. Jafnvel heilsa ég vil þér Jónas brúarvörður. Næstu vísu var skotið að framsóknarmanni er Jónas Jónsson flutti ræðu á Alþingi: Ef að Jónas er þér kær ætti þú hann að kyrra. Hann er að verða elliær ofan á þetta fyrra. Konráð Vilhjálmsson þá bóndi á Hafralæk lá fótbrot- inn í Aðaldalshrauni lengi dags. Þegar hann fannst kvað hann: Bíð ég hér með brotinn fót bæði sár og leiður, undirsængin eintómt grjót, ekki er vegur greiður. Kristján Jónsson Fjallaskáld heyrði skólabræður sína gaspra um stúlkur og einn þeirra kvað: Kristín mín er kát í lund, kyssti ég hana marga stund. Kristján botnaði: Hlytir þú þá gullhlaðs grund góður biti færi í hund. Næturgestur varð þess var að í næsta herbergi svaf heima- sætan. Hann lét eftir miða með vísu: Millibilið fáein fet faðmlög skilur tveggja. Gegnum þilið framí flet finn ég ylinn leggja. Líklega er næsta vísa hús- gangur sem enginn veit hver orti: Kvenmannslaus í kulda og trekki kúri ég volandi. Petta er ekki ekki ekki ekki þolandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.