Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 4. júlí 1992
Laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna
hjá Akureyrarbæ:
Beðið ákvörðunar Alþingis
ognýs úrskurðar Kjaradóms
Breytingar á launum bæjarfull-
trúa og nefndarmanna á veg-
um Akureyrarbæjar hafa tekid
mið af breytingum á þingfarar-
kaupi og samkvæmt úrskurði
Kjaradóms á dögunum hefðu
þau því átt að hækka um 37%.
A fundi bæjarráðs Akureyrar
sl. fimmtudag var hins vegar
samþykkt að fresta öllum
launabreytingum þar til fyrir
lægi hver niðurstaða Alþingis
um málið yrði.
Sigurður J. Sigurðsson, for-
maður bæjarráðs Akureyrar,
sagði að bæjarráð hefði talið eðli-
legast að hreyfa ekki við launa-
liðnum fyrr en Alþingi hefði
komið saman og Kjaradómur
kveðið upp nýjan úrskurð. Þessi
leið hafi verið talin rökréttari en
sú leið sem borgarstjórn Reykja-
víkur ákvað að fara, að hækka
laun borgarfulltrúa og borgar-
stjóra um 1,7% samkvæmt miðl-
unartillögu ríkissáttasemjara.
óþh
Dalvík:
Bíll fór í höfnina
Bíll fór í höfnina á Dalvík í
fyrrakvöld en ökumaður slapp
óskaddaður. Sama kvöld var bfl
ekið út af veginum norðan við
Sól og sæla
Veðurstofan spáir sunnan-
átt, bjartviðri og allt að 20
stiga hita á Norðurlandi á
morgun og er veðurútlit gott
fyrir komandi viku.
Fram eftir degi í dag er spáð
hægri breytilegri átt og skýj-
uðu á köflum en á morgun
snýst vindur til suðurs, Norð-
lendingum eflaust til mikillar
gleði. Það þýðir sól á flestum
stöðum og 20 stiga hita þar
sem heitast verður. „Við sjá-
um ekki fram á neitt annað en
mjög gott veður á Norðurlandi
í næstu viku,“ sagði talsmaður
Veðurstofunnar í gær. JHB
Fulltrúar sýslumanna:
Ekkert varð af
sairniingafundi
Svo virðist sem dágóður tími
geti liðið þar til löglærðir
fulltrúar sýslumanna mæta
til vinnu. Engar viðræður
hafa farið fram milli stéttar-
félags þeirra og ríkisins þar
sem fjármálaráðuneytið tel-
ur aðgerðir fulltrúanna
ólögiegar.
A fimmtudaginn var fyrir-
hugaður samningafundur milli
Stéttarfélags lögfræðinga í
ríkisþjónustu og samninga-
nefndar ríkisins en fjármála-
ráðuneytið kom í veg fyrir að
hann færi fram af fyrrgreindri
ástæðu. Fulltrúi sem Dagur
ræddi við í gær sagði fátt
benda til að deilan leystist á
næstunni og því ekki útlit fyrir
að fulltrúarnir mættu til vinnu
í bráð.
Ekki náðist í Birgi Guðjóns-
son, skrifstofustjóra starfs-
mannaskrifstofu ríkisins,
vegna fundahalda í gær. Þá
neitaði Vala Valtýsdóttir, for-
maður Stéttarfélags lögfræð-
inga í ríkisþjónustu, að svara
símtölum þriðja daginn í röð.
JHB
Hofsós og skarst ökumaður í
andliti. Hann var ekki í örygg-
isbelti.
Á 10. tímanum á fimmtudags-
kvöldið missti ökumaður stjórn á
bíl sínum þegar hann var að
bakka á syðri hafnarbakkanum á
Dalvík og hafnaði bíllinn í
sjónum. Töluvert flæddi inn í bíl-
inn en hann skemmdist furðu lít-
ið að öðru leyti.
Lögreglan á Blönduósi hefur
tekið saman yfirlit yfir umferðar-
óhöpp í lögsagnarumdæminu í
júní og þar kemur fram að enginn
árekstur varð né heldur slys á
fólki sem telst gott í júní. Aðeins
einn útafakstur varð í mánuðin-
um og fjórum sinnum var ekið á
búfé, einu sinni á hest og þrisvar
á sauðfé. JHB
í gær var verið að tappa vatni á flöskur hjá Akva hf. á Akureyri en vatnið fer á markað í Bandaríkjunum. Mynd: gt
Vatni tappað á ílöskur hjá Akva hf. á Akureyri:
Fyrstu sendingamar famar
á markað í Bandaríkjunum
Nýi vatnstöppunarbúnaður-
inn sem Akva hf. á Akureyri
keypti í byrjun ársins, hefur
verið settur upp og er þegar
byrjað að tappa vatni á flöskur
en þó einungis í litlum mæli.
Að sögn Júlíusar Kristjánsson-
ar hjá Akva, er búið að senda
þrjá 40 feta gáma til Banda-
ríkjanna, sem innihalda 18-20
tonn hver og í gær var verið að,
pakka í fjórða gáminn.
„Átöppunin sjálf hefur gengið
vel en það er um hálfur mánuöur
síðan við fórum að keyra vélina
af einhverjum krafti,“ sagði
Júlíus í samtali við Dag.
Sem fyrr segir fer vatnið á
markað í Bandaríkjunum og
sagði Júlíus að nú væri að bíða og
sjá hvernig viðtökur það fengi
þar. „Þetta tekur allt einhvern
tíma og því er ómögulegt á þess-
ari stundu að segja til um fram-
haldið.“
Til þessa hefur vatn frá Akva
hf. verið selt til Bandaríkjanna á
fernum en forsvarsmenn fyrir-
tækisins vonast til þess að aukn-
ing verði á sölunni nú þegar
breytt hefur verið um umbúðir og
vatnið sett á tvær stærðir af
flöskum. -KK
Akureyri:
Skóverksmiðjan Strikið gjaldþrota
- 4-5% félaga í Iðju, félagi verksmiðjufólks, missa atvinnuna
Rúmlega fjögurra ára sögu
Skóverksmiðjunnar Striksins á
Akureyri er lokið. Fyrirtækið
var úrskurðað gjaldþrota hjá
Héraðsdómi Norðurlands eystra
í gær, en rekstur þess hefur
gengið illa undanfarin misseri.
Þorsteinn Hjaltason, héraðs-
dómslögmaður á Akureyri hef-
ur verið skipaður bústjóri þrota-
búsins. Haukur Armannsson,
framkvæmdastjóri Striksins,
segir að úr því sem komið er
hafi ekkert annað verið fært í
stöðunni, en hins vegar hafi
ekki þurft mikla fyrirgreiðslu
til að koma fyrirtækinu á rétt-
an kjöl. Skuldir Striksins nema
á bilinu 70-80 milljónum króna.
Fyrirtækið var í eigu sjö ein-
staklinga og hafði 37 manns á
Iaunaskrá.
Starfsmönnum Striksins var
sagt upp störfum um mánaða-
mótin apríl-maí vegna óvissu og
erfiðleika í rekstri og síðan hófst
fimm vikna sumarleyfi þeirra um
síðustu helgi. Þegar síðan ekki
reyndist unnt að greiða út laun
starfsfólks fyrir júlí ákvað stjórn
Striksins að óska eftir að fyrir-
tækið yrði tekið til gjaldþrota-
skipta. Beiðni var lögð fram sl.
fimmtudag og í gær var fyrirtækið
úrskurðað gjaldþrota.
í um eitt ár hefur verið unnið
að því að auka hlutafé fyrirtækis-
ins og var 40-50 aðilum boðið að
kaupa hlut, en áætlanir miðuðust
við að auka hlutafé um 15 millj-
ónir króna. Ríflega 20 aðilar
höfðu ákveðið að taka þátt í
hlutafjáraukningunni, þ.ám.
Byggðastofnun með 5 milljóna
króna hlut. Þessir fjármunir feng-
ust hins vegar aldrei, en að þeim
fengnum, sem og öðrum þeim
fjármunum sem loforð voru fyrir,
hefði Strikið fengið 27 milljóna
króna afurðalán frá viðskipta-
banka sínum, en fyrirtækið fékk
aldrei afurðalán í þau rúmu fjög-
ur ár sem það starfaði. Það eitt
setti stórt strik í rekstur fyrir-
tækisins, að sögn Hauks
Ármannssonar, framkvæmda-
stjóra.
Á launaskrá voru 37 manns,
þar af um 10 karlmenn. Sumir
starfsmanna voru í hálfsdagsstöð-
um. Fyrir um tveimur árum voru
starfsmenn 52 að tölu, en ekki
hefur verið ráðið í þær stöður
sem losnuðu.
„Þrátt fyrir þetta tel ég að slík-
ur rekstur eigi að geta gengið, en
hins vegar ber enginn rekstur
40% vaxtastig, hvort sem það er
rekstur skóverksmiðju eða ein-
hver annar rekstur. Við fengum
aldrei fyrirgreiðslu sem var í lagi.
Eina sem við fengum voru
skammtímalán, víxlar, yfirdrátt-
arheimild og eitthvað í þeim
dúr,“ sagði Haukur. „Við höfum
borgað um 20 milljónir á ári í
vexti og 5 milljónir á ári í húsa-
leigu, eða 400 þúsund krónur á
mánuði," bætti hann við, en
Strikið var í um 1000 fermetra
húsnæði í eigu fslensks skinna-
iðnaðar hf. Eigendur fyrirtækis-
ins keyptu vélarnar á sínum tíma
og fengu bæjarábyrgð frá Akur-
eyrarbæ með veði í þeim.
Kristín Hjálmarsdóttir, for-
maður Iðju, félags verksmiðju-
fólks, sagði að þetta væru afar
slæm tíðindi og þarna hefðu 4-
5% af öllum félagsmönnum Iðju
á Akureyri misst vinnuna. Kristín
sagði að staða starfsfólksins væri
afar erfið þar sem það átti inni
hálfs mánaðar laun auk orlofs.
flún sagði að gjaldþrot Striksins
hafi ekki komið sér beint á óvart,
en hins vegar hefði henni þótt
eolilegt að verkalýðsfélagið hefði
varið látið vita áður en ákvörðun
um gjaldþrotaskipti var tekin.
„Því miður sé ég engan mögu-
leika á því að þetta fólk fái vinnu
hér í bænum við núverandi
aðstæður. Mér þykir dapurlegt ef
sú verkþekking sem þarna var til
staðar glatast,“ sagði Kristín.
óþh
Reykjahlíðarskóli
í Mývatnssveit:
Samið við Fjalar
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps
samþykkti á fundi sínum sl.
fimmtudag að ganga til samn-
inga við Fjalar hf. á Húsavík
um sjötta áfanga við byggingu
Reykjahlíðarskóla.
Tvö tilboð bárust í verkið. Til-
boð Fjalars nam um 41,9 milljón-
um en tilboð Sniðils hf. í Mý-
vatnssveit nam 47,1 milljón.
Kostnaðaráætlun nam um 48,7
milljónum. Verklok eru miðuð
við 15. ágúst 1993.
Sveitarstjórnarmenn voru á
einu máli um, að munur á tilboð-
unum væri meiri en svo að rétt-
lætanlegt væri að horfa fram hjá
honum, þó slæmt sé að svo mikil
vinna færist út úr sveitarfélaginu.
IM