Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. júlí 1992 - DAGUR - 13
Margrét Jónsdóttir, leirlistamaður:
„Margar leiðir til að
nota tímann“
- bæjarlistamaður Akureyrar tók þá áhættu að
lifa af listinni - og hún stóðst
Ekki alls fyrir löngu var til-
kynnt hverjum heföi hlotnast
sú vegsemd að vera bæjarlista-
maður Akureyrar næsta árið.
Fyrir valinu varð að þessu sinni
Margrét Jónsdóttir leirlista-
maður. Dagur hitti hana að
máli í vinnustofu hennar í
Hamragerði. Þar stóð hún inn-
an um leirmunina sína í miklu
ryki og bauð blaðamanni upp á
Ijúffengt expressókafii.
Vegsemdin bæjarlistamaður
Akureyrar felur í sér að frá og
með 1. ágúst fer Margrét inn á
launaskrá hjá bænum og fær sem
svarar mánaðarlaunum mennta-
skólakennara í eitt ár. „Það er
mælst til þess að maður haldi sýn-
ingu svo kannski held ég sýningu
hér næsta haust. Ég hef þó alveg
frjálsar hendur og get þess vegna
valið t.d. að skreyta einhvern
ákveðinn stað í bænum með
verkum mínurn í einn dag eða
svo,“ segir Margrét.
En hvaða þýðingu hefur þessi
útnefning fyrir hana?
„Mér finnst ánægjulegt að
finna þennan hlýhug. Ég tek
þetta svo að verið sé að þakka
mér fyrir það sem ég hef gert og
biðja niig að halda því áfram.
Þetta er því móralskur stuðning-
ur. Ég vinn mikið eftir pöntun,
en nú hef ég afsökun fyrir því að
taka minna að mér. Yfirleitt ligg-
ur fólki á að fá hlutina mína svo
ég vinn mikið undir pressu. Nú
get ég tekið mér hvíld frá daglegu
amstri og kannað nýjar slóðir.
Það eru margar leiðir til að nota
tímann."
Ákvað að lifa af listinni
Margrét er innfæddur Akureyr-
ingur og nam list sína í Dan-
mörku. Þar dvaldist hún í sex ár
en kom heirn árið 1985 og hefur
búið hér síðan. „Ég hef valið að
vinna eingöngu í leir og þarf því
að taka að mér mjög fjölbreytt
verkcfni til þess að geta lifað af
listinni. Ég ákvað strax að fara
ekki að vinna með listinni eins og
margir hafa gert, t.d. að kenna.
Pað gctur verið mjög andlega erf-
itt að vinna launavinnu með list-
sköpun því hættan er sú að verk-
stæðið verði undir, maður nenni
ekki að skreppa þangað fyrir tvo
tíma að lokinni vinnu."
- En það er nú meira en að
segja það að ákveða að lifa af list-
inni.
„Já, ég tók ákveðna áhættu
sem gekk upp. Fjölskyldan hefur
hjálpað mér mikið, amma mín á
t.d. þetta húsnæði sem ég er í, og
svo er ég barnlaus. En ég held að
það sé betra að ákveða að athuga
hvernig gengur að lifa af listinni,
gefa því einhvern tíma í stað þess
að ákveða fyrirfram að það sé
vonlaust.
Ég hcf líka verið heppin með
að fólk virðist vilja eiga hlutina
sem ég geri. Ég vinn mikið
nytjahluti og tek að mér verkefni
sem vissulega eru misjafnlega
spennandi. En ég reyni alltaf að
gera mér þau eins lifandi og
skemmtileg og ég get. Það er
ntjög misjafnt hversu mótaðar
hugntyndir fólk hefur. Skemmti-
legast er að sjálfsögðu þegar ég
fæ að hafa frjálsar hendur og það
fæ ég oft, því flestir panta vegna
þess að þeim líkar það sem ég er
að gera. Og það er alltaf farsælast
að gera það sem mér finnst
fallegt, að öðrum kosti verða
hlutirnir ekki sannir. Það fann ég
fljótt út.“
Skemmtilegra að
vaska upp
Margrét rekur gallerí í göngugöt-
unni, í mjórri sneið af húsinu sem
skóbúðin M.H. Lyngdal er í. Nú
eru allir myndlistarmenn ýmist
komnir upp í Listagil eða á leið-
inni þangað. Hvað með þig?
„Nei, ekki í bili a.m.k. Það
stendur nú til að rífa þetta hús
sem búöin ntín er í, en ég hef lof-
orð unt að fá aö vera þar þangað
til að því kemur. Ég hef staðið í
því að byggja yfir mig og vinnu-
stofuna annars staðar og treysti
mér ekki til að standa í frekari
framkvæmdum. Hins vegar er
nauðsynlegt fyrir mig að hafa
sölubúð í miðbænum því fólk
sent er á ferðinni ratar ekki hing-
að upp eftir."
- Kaupa ferðamenn af þér?
„Þcir íslensku já, en síður
útlendingarnir því það er svo erf-
itt að ferðast með svona brot-
hætta hluti. Margir eru bara með
bakpoka og eiga eftir stóran
hluta af hringnum. En þó er
ótrúlcgt hvað sumir leggja á sig í
þessum efnum. Hins vegar sel ég
líka í Gallerí List í Reykjavík og
þar kaupa ferðamenn frekar dýr-
ari og stærri hluti."
- Þú gerir bæði nytjahluti og
listmuni, hvort selst betur?
„Mér virðist fólk frekar kaupa
nytjahluti handa sjálfu sér og fyr-
ir heimiliö, en þegar það kaupir
til gjafa leyfir það sér frekar að
kaupa hluti sem jaðra við að vera
skúlptúr. Það lætur síður eftir
sér að kaupa listmuni handa
sjálfu sér. Það er hins vegar að
aukast að fólk vilji hafa nytja-
hlutina fallega og borða af falleg-
um diskum. Þá er líka miklu
skemmtilegra að vaska upp.“
Yil vera út af fyrir mig
- Þú sagðist standa í framkvæmd-
um, hverjar eru þær?
„Ég er að endurreisa gamalt
samkomuhús á Svalbarðseyri þar
sem ég ætla mér að búa og starfa
í framtíðinni. Það tekur sinn
tírna og af því að ég vil ekki fara
á hausinn þá gengur þetta frekar
hægt. Þaö líöa einhver ár þangað
til ég fer að vinna þarna því það
þarf að byggja við húsið yfir ofn-
ana. Ég vil helst vera utan við
bæinn því það fylgir brennslunni
töluverður reykur sem liggur hér
yfir hverfinu þegar ég er að
brenna. Þess vegna vil ég frekar
vera út af fyrir mig. Ekki vegna
þess að nágrannarnir hafi klagað,
þeir eru mjög umburðarlyndir.
Þeir hafa ekki heldur kvartað yfir
því að það liggur alltaf eftir mig
hvít slóð þegar ég fer hér milli
húsa. Þetta er hálfgerð drullu-
vinna," segir Margrét og lítur í
kringum sig.
Hún segist ætla að breyta út af
þeim vana sínum að vera alltaf á
íslandi á sumrin. Hún fékk nefni-
lega annan styrk í vor til að sækja
mánaðarlangt námskeið í flísa-
gerð í Haystack í Maine-fylki í
Bandaríkjunum. Sá styrkur er úr
sjóði sem fyrrum sendiherrafrú
Bandaríkjanna á íslandi, Pamela
Sanders, stofnaði til styrktar
íslenskum listamönnum.
Og hér verður að setja amen
eftir efninu því þegar Margrét
var að segja blaðamanni frá nám-
skeiðinu birtist kona sem vildi fá
hana til að búa til matarstell fyrir
sig. Ég skildi við þær í hrókasam-
ræðum um liti og áferð. -ÞH
Margrét Jónsdóttir, bæjarlistamaður Akureyrar 1992, á vinnustofu sinni.
Mynd: GT
TVÖFALDUR
1. VINNINGUR