Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. júlí 1992 - DAGUR - 7
Skúlagarður í Kelduhverfi:
Hagyrðingar og
hollvinir mætast
- Starri í Garði heiðursgestur
Sumarmót hagyrðinga og
hollvina verður haldið að
Skúlagarði í Kelduhverfí 15.
ágúst í sumar. Það eru Þingey-
ingar sem hoða til mótsins að
þessu sinni með vísu eftir Þor-
fínn Jónsson frá Ingveldar-
stöðum:
Vísnagerðin verniir sál
vekur blóðsins funa.
Alltaf gefur íslenskt mál
efni í ferskeytluna.
Sumarmótið í Skúlagarði verð-
ur hið þriðja sem hagyrðingar
halda. Fyrsta mótið var að
Hveravöllum á Kili sumarið '90
og í fyrrasumar var haldið mót að
Laugum í Sælingsdal. „Ég vona
að fólk mæti vel,“ sagði Sigvaldi
Jónsson, hagyröingur á Húsavík,
en hann veitir upplýsingar og tek-
ur við þátttökutilkynningum í
síma 96-41372, til 20. júlí. Einnig
er hægt að hringja í sumarhótelið
að Skúlagarði.
Dagskrá mótsins hcfst með
k\öld\eröi undir stjórn
Björns Ingólfssonar, skólastjóra
á Grenivík. Heiðursgestur móts-
ins verður Þorgrímur Starri
Björgvinsson, hóndi í Garði í
,M\\atnss\eit. Ciesiirertt h\;ittirtil
Þorgríniur Starri Björgvinsson.
að taka tneð sér efni til að gera
dagskrána sem fjölbreyttasta. Að
loknu boröhaldi vcrður stiginn
dans utulir harmoníktispili.
I tenglsum við mótið verður
boðið upp á skoðunarferð í
Ásbyrgi og Hljóðakletta. Gist-
ingu er hægt að fá í Skúlagaröi og
fleiri stöðum í nágrenninu og er
um ýmsa gistikosti að velja. IM
Slysavarnafélag íslands:
Varað við kraft-
miklum vatnsbyssum
- geta valdið alvarlegum slysum
Mikið vatnsbyssuæði hefur grip-
ið um sig í heiminum vegna
nýju SUPER SOAKERS-byss-
unnar. Þessar byssur fást nú
hér á landi og hefur Slysavarna-
félag Islands sent frá sér til-
kynningu, þar sem bent er á að
byssurnar geta valdið alvarleg-
um slysum ef ekki er farið var-
lega.
Byssurnar eru til í þremur
stærðum og sú stærsta og kraft-
mesta sendir vatnsbununa 18
metra. Slysavarnafélagið bendir
á nokkur atriði sem ber sérstak-
lega að varast.
Byssan er mjög kraftmikil og
þess vegna má ekki skjóta í
andlit, það hafa orðið alvarleg
augnslys vegna þessa. Aldrei má
láta aðra vökva á byssurnar.
Dæmi er um að drengur setti klór
á byssu og augu annars drengs
sem varð fyrir bununni sköðustu
alvarlega. Plastdunkurinn sem er
á byssunni hefur venjulegan
skrúfgang, eins og margar gler-
flöskur. Alvarlegt slys varð þegar
drengur skipti og notaði gler-
flösku sem sprakk við þrýsting-
inn.
Þessi slys sem hér að framan
eru nefnd, áttu sér stað erlendis,
í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Yfirvöld í nokkrum löndum hafa
rætt um að banna þetta leikfang.
Ekki er vitað um slys á börnum
hérlendis. Slysavarnafélagið
bendir á að mikilvægt sé að for-
eldrar hugsi um þessi atriði, þar
sem þeir bera ábyrgð á börnum
sínum. -KK
íslandsbanki:
Hagnaður 19 milljónir
fyrstu 4 mánuði ársins
- rekstrarkostnaður lækkar um tæp 9%
íslandsbanki var rckinn með
19 milljón króna hagnaði
fyrstu fjóra mánuði ársins. Það
eru mikil umskipti frá sama
tímabili í fyrra en þá var tap á
rekstrinum að fjárhæð 252
milljónir króna. Samt sem
áður hefur framlag í afskrifta-
reikning verið aukið umtals-
vert frá því í fyrra.
Hagræðingin sem varð í kjölfar
stofnunar íslandsbanka er stöðugt
að skila árangri. Rekstrarkostn-
aður bankans fyrstu fjóra mánuði
ársins var 8,8% lægri en á sama
tíma í fyrra. Lækkunin nemur
108 milljónum króna. Launa-
kostnaður hefur t.d. lækkað á
þessum tíma um 6,3% og annar
rekstrarkostnaður um 15,4%.
Heildareignir íslandsbanka hf.
voru um 59.393 milljónir króna
30. apríl sl. og höfðu aukist um
2.234 milljónir frá áramótum.
Eigið fé bankans er 5.233 millj-
ónir króna. Eiginfjárhlutfall
bankans er nú 10,24%, eða vel
yfir lögboðnu lágmarki um eigin-
fjárhlutfall, sem er 8%. KK
SEMÆTLA
ADÁVAXTA
TÆPA 28 MILUARÐA
TAKA AUÐVITAD
ENGAÁHÆTTU
KJORBOK
LANDSBANKANS
GAF
3,22:5,34%
RAUNAVOXTUN
FYRSTU 6 MÁNUDI
ÁRSINS 1992
Innstæða á yfir 80 þúsund Kjörbókum í Landsbankanum er nú
samtals tæpir28 milljarðar. Kjörbókin erþví sem fyrr langstærsta
spamaðarform í íslenska bankakerfinu. Ástæðan ereinföld:
Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum
sínum háa og örugga ávöxtun.
Ársávöxtun fýrstu 6 mánuði ársins var5,43 - 7,49%.
Raunávöxtun á grunnþrepi var því 3,22%, á 16 mánaða
innstæðu varhún 4,63% ogá 24 mánaða innstæðu var
raunávöxtunin 5,24%.
Kjörbók er einn margra góðra kosta sem bjóðast í RS,
Reglubundnum spamaði Landsbankans.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna