Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 4. júlí 1992 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Laugardagur 4. júlí 17.00 íþróttaþátturinn. í þættinum verður meðal annars fjallað um íslensku knattspymuna og kl. 17.55 verður farið yfir úrslit dagsins. 18.00 Múmínálfarnir (38). 18.25 Ævintýri frá ýmsum löndum (9). (We All Have Tales.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Draumasteinninn (8). (The Dream Stone.) 19.20 Kóngur í ríki sínu (8). (The Brittas Empire.) 19.52 Happó. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fólkið i landinu. Mótun umhverfis. Valgerður Matthíasdóttir sækir heim Guðna Pálsson arkitekt og ræðir við hann um námsárin í Kaupmanna- höfn á tímum blómabarna, spilamennsku í hljómsveit- inni Roof Tops, þróun bygg- ingalistar hér á landi og skipulagningu Kvosarinnar í Reykjavík. 21.05 Hver á ad ráda? (16). (Who's the Boss?) 21.30 Litla hryllingsbúðin. (Little Shop of Horrors) Bandarísk bíómynd frá 1986. Myndin er byggð á söngleik eftir Howard Ashman og Alan Menken, sem Hitt leikhúsið sýndi hér á landi fyrir nokkmm ámm. Hér er sögð sagan af eiganda og starfsfólki blómabúðar þar sem allt er í niðurníðslu. Dag einn kaupir annar starfs- mannanna dularfulla jurt og þá glæðast viðskiptin svo um munar. Aðalhlutverk: Rick Moranis, Ellen Greene og Vincent Gardenia en þeir Steve Martin, James Belushi, John Candy og Christopher Guest koma einnig fram í myndinni. 23.00 Yfirvald í undir- heimum. (Command in Hell) Bandarísk spennumynd frá árinu 1988. Tveir lögreglu- menn em handteknir við innbrot og lögreglukona fær það verkefni að koma á röð og reglu. Þá er lögreglumað- ur myrtur og spennan eykst enn við það. Aðalhlutverk: Suzanne Pleshette. 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 5. júlí 17.50 Sunnudagshugvekja. Séra Halldór S. Gröndal flytur. 18.00 Ævintýri úr konungs- garði(l). (Kingdom Adventure) Bandarískur teiknimynda- flokkur. 18.30 Riki úifsins (1). (I vargens rike) Leikinn myndaflokkur um nokkur börn sem fá að kynn- ast náttúru og dýralífi í Norður-Noregi af eigin raun. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna (7). (Tom and Jerry Kids.) 19.30 Vistaskipti (13). (Different World.) 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Spánskt fyrir sjónir. Norrænu sjónvarpsstöðvam- ar hafa gert hver sinn þátt um Spán, gestgjafa Heims- sýningarinnar og Ólympíu- leikanna 1992. Kristinn R. Ólafsson í Madrid fjallar í fyrsta þættinum um spánsk- ar kvikmyndir en þær endur- spegla þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa frá dauða Francos. 21.10 Gangur lífsins (11). (Life Goes On.) 22.00 Barn Frankensteins. (Frankenstein’s Baby.) Bresk sjónvarpsmynd. Ung- ur maður á uppleið vill eign- ast bam en sambýliskonan er ekki á sama máli. Málið tekur óvænta stefnu þegar dr. Eva Frankenstein fer að hafa afskipti af því. Aðalhlutverk: Nigel Planer og Kate Buffery. 23.15 Listasöfn á Norðurlönd- um (5). Bent Lagerkvist fer í stutta heimsókn í Holmsbursafnið í Noregi og skoðar myndir eft- ir listamanninn Henrik Sörensen. 23.25 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 6. júlí 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (64). (Families.) 19.30 Fólkið í Forsælu (12). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Simpson-fjölskyldan (18). 21.00 íþróttahornið. í þættinum verður fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar. 21.25 Úr riki náttúrunnar. Endurunnin paradís. (The Wild South: Out of the Poo.) Heimildamynd um skólp- vinnslustöð við Christ- church á Nýja-Sjálandi en þar hafa menn fundið leið til að vinna skólp með náttúru- legum aðferðum og byggja um leið upp paradís fyrir fugla. 21.50 Beinþynning. Örstutt kynningarmynd frá Gigtarfélagi íslands. 21.55 Felix Knill - játningar glæframanns (4). (Bekenntnisse des Hoch- staplers Felix Krull.) 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Laugardagur 4. júlí 09.00 Morgunstund. 10.00 Halli Palli. 10.25 Kalli kanína og félagar. 10.30 Krakka-Visa. 10.50 Kristófer Kólumbus. 11.15 í sumarbúðum. 11.35 Ráðagóðir krakkar. 12.00 Á slóðum regnguðsins. (The Path of the Rain God.) 12.55 TMO-Mótorsport. 13.25 Visa-Sport. 13.55 Sumarsaga. (A Summer Story) Bresk mynd gerð eftir sög- unni Eplatréð eftir John Galsworthy. Aðalhlutverk: Imogen Stubbs, James Wilby, Susannah York og Jerome Flynn. 15.30 Pabbi. (Daddy) Bobby Bumett er á leið í tónlistarháskóla þegar kær- astan hans verður ófrísk. Til að byrja með heimtar hann að hún fari í fóstureyðingu. Aðalhlutverk: Dermot Mulroney, John Karlen og Tess Harper. 17.00 Glys. 17.50 Svona grillum við. 18.00 Spjallað við Magic Johnson. Einstakt og persónulegt viðtal við þessa miklu körfu- knattleikshetju sem berst við alnæmi. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Falin myndavél. (Beadle's About.) 20.30 Beverly Hills flokkur- inn. (Troop Beverly Hills.) Auðug húsmóðir, sem býr í Beverly Hills, tekur upp á sína arma að stýra skátahópi telpna. Saman lenda þær í margs kyns vandræðum og læra svolítið um sjálfar sig um leið í þessari skemmti- legu gamanmynd. Aðalhlutverk: Shelley Long, Craig T. Nelson, Betty Thomas og Mary Gross. 22.10 Brennur á vörum. (Burning Secret.) Stríðsfangi dvelur á spítala eftir fyrri heimsstyrjöldina til að ná sér eftir stungusár. Hann verður hrifinn af einni hjúkrunarkonunni og til að ná athygli hennar vingast hann við tólf ára son hennar. Aðalhlutverk: Klaus Maria Brandauer, Faye Dunaway og David Eberts. 23.50 Skjálfti. (Tremors) Það er eitthvað óvenjulegt í gangi þegar fólk, bílar og jafnvel hús hverfa sporlaust. Tveir viðvikamenn lenda mitt í ógnvænlegum atburð- um þar sem koma við sögu risavaxnir jarðormar sem af einhverjum dularfullum ástæðum hafa náð gríðar- legri stærð. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Fred Ward, Finn Carter og Michael Gross. Stranglega bönnud börnum. 01.25 Fæddur fjórða júlí. (Born on the 4th of July.) Áhrifamikil Óskarsverð- launamynd um ungan og heilbrigðan mann sem lætur skrá sig í herinn á tímum Víetnamstríðsins. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Willem Dafoe, Raymond J. Barry, Caroline Kava, Bryan Larkin, Frank Whaley og Tom Berenger. Bönnuð börnum. 03.45 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 5. júlí 09.00 Furðuveröld. 09.10 Örn og Ylfa. 09.30 Kormákur. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Soffía og Virginía. (Sophie et Virginie.) 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína og félagar. 11.30 í dýraleit. (Search for the World’s Most Secret Animals.) 12.00 Eðaltónar 12.30 Stuttmynd. 13.10 La Bamba. Það er kvennagullið Lou Diamond Phillips sem fer með hlutverk Ritchie Valens. 14.45 Sá svarti. (E1 Norte) Einstaklega hugljúf og falleg spönsk kvikmynd. 17.00 Listamannaskálinn. (South Bank Show.) 18.00 Falklandseyjastríðið. (The Falklands War.) Þriðji og næstsíðasti hluti þessa fróðlega myndaflokks. 18.50 Áfangar. Glæsibær og Lögmanns- hlíð. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Heima er best. (Homefront.) 21.15 Arsenio Hall. Þessir vinsælu og hressilegu spjallþættir hefja nú göngu sína að nýju hér á Stöð 2. 22.00 Grafarþögn. (Silence Like Glass.) Framavonir ungrar konu verða að engu þegar hún fær krabbamein og leggst inn á sjúkrahús. Dansinn hafði verið hennar líf og yndi en nú taka við endalausar lyfja- gjafir og meðferð. Hún kynn- ist annarri konu, sem á við sama vandamál að etja, og saman takast þær á við sjúk- dóma sína. Aðalhlutverk: Jami Gertz, Rip Torn og Martha Plimpton. 23.35 Dauðinn hefur slæmt orð á sér. (Death Has A Bad Reputation.) Spennumynd sem gerð er eftir samnefndri smásögu metsölurithöfundarins Fredricks Forsythe. Bönnuð börnum. 01.15 Daaskrárlok. Kvikmyndarýni Jón H|altason SpÓI SPRETTUR Banvæn blekking Borgarbíó sýnir: Banvæna blekkingu (Final Analysis) Leikstjóri: Phil Joanou Aðalhlutverk: Kichard Gere, Kim Basinger og Uma Thurman Warner Bros 1992 Fyrirsjáanleg, er fyrsta orðið sem kemur í hugann. Af hverju? Jú, sumar bíómyndir eru með þeim ósköpum gerðar að í þeim er ekkert hom, enginn skuggi, engir steinar er þarf að velta við. Bíófarinn veit einfaldlega hvað er hinum megin við hornið, hvað ieynist í skugganum og hvað er undir steini löngu áður en leik- stjórinn hefur náð að forma plott- ið. Setjið ykkur fyrir hugskotssjónir, svo ég taki nú dæmi, parið Richard Gere og Kim Basinger klífa upp í gamlan vita. Þau eru glöð, gantast og sólin skín. Það brestur í gömlum utaná liggjandi svölum efst í vitanum þegar þau ganga þar út á. Gere grípur Basinger og saman hraða þau sér niður stigann aftur. Einhver óhugnaður er þó í kon- unni. Þetta á víst að heita dular- fullt, spennuaukandi, kryddið sem á eftir að svíða tunguna - svolítið í anda Hitchcock-stælsins. En hvað segir þetta bíófaranum í raun? Ekkert annað en að þama eiga spor söguhetjanna eftir að liggja aftur og þá við verri og hættulegri kringumstæður. Líklega munu þær mæta þar örlögum sínum. Banvæn blekking er öll í þess- um dúr hins fyrirsjáanlega. Gere er sálfræðingurinn, Thurman sjúklingurinn og Basinger systirin. Snörur eru lagðar og vissulega er samsærið djúphugsað en þó ein- hvem veginn þannig að það verður hægur vandi að sjá í gegn- um það. Ekki bætir úr skák að söguþráðurinn er heldur þung- lamalegur, rétt eins og hundrað metra hlaupari sem reynir að ná góðu starti með 100 kg lóð bundið við mittið. Gallinn er bara sá að Blekkingin þarf að burðast með þennan þunga nær allan tímann og undir lokin. þegar kílóin slitna loks frá, verður í hæsta máta afkáraleg framsetning smáatriða (takið til dæmis eftir bryggju- hlaupi Geres og hversu langan tíma það tekur viðstadda að taka eftir honum) og vafasöm kvikmyndataka til að eyðileggja það sem átti vafalaust að verða rúsínan í pylsuendanum eða öllu heldur stórfenglegt niðurlag stór- brotinnar kvikmyndar. Ekki skal það lastað þó kvikmyndatöku- menn reyni að ná góðum sjón- arhomum og óvenjulegum en þeir verða að gæta hófs annars eiga þeir á hættu að verk þeirra um- vefjist hættulegum óraunveruleik og verði eins og falsmyndir í augum kvikmyndagestsins. Banvæn blekking er ansi nærri því að fá þennan hættulega gervi- glans. © Buus ■V NyMT"*- <2B33 (TTTTTp) Gamla myndin Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasat'nió á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.