Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 4. júlí 1992 UTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON. SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Brenglað siðferði í nýrri úttekt Þjóðhagsstofnunar má lesa að launamunur, þ.e. mis- munur hæstu og lægstu launa, hefur farið hraðvaxandi hér á landi undanfarin ár og er nú mun meiri en flestir höfðu gert sér grein fyrir. Hálaunafólk fær æ stærri sneið af kökunni, á kostn- að þeirra lægstlaunuðu. Ef til vill má flokka það undir kaldhæðni örlaganna að úttekt Þjóðhagsstofnunar leit dagsins ljós nánast sama dag og Kjara- dómur ákvað að hækka laun hæstlaunuðu ríkisstarfsmann- anna um tugir þúsunda króna. Ríkisstjórnin guggnaði á því að kalla Alþingi saman án tafar til að setja lög sem ógiltu úrskurð Kjaradóms. Þess í stað hyggst hún kalla þingið saman einhvern tímann í ágúst en lofar engu um að niðurstaðan verði sú að hinar tröllvöxnu kjarabætur verði dregnar til baka. í Morgunblað- inu á fimmtudag var svo haft eft- ir fjármálaráðherra að launa- greiðslur til embættismanna í æðstu stjórnsýslu ríkisins, sem ekki fá laun ákveðin af Kjara- dómi, verði tekin til endur- skoðunar í framhaldi af úrskurði Kjaradóms. Á alþýðumáli merkir þetta að laun þeirra sem næstir koma „toppunum" verða hækk- uð á næstunni til samræmis við laun yfirboðaranna. Sprengingin í efstu þrepunum hefur sem sagt áhrif eitthvað niður eftir launa- stiganum. Óbreyttir ríkisstarfs- menn, sem bundnir eru af kjara- samningum, geta á hinn bóginn ekki gert sér minnstu vonir um að laun þeirra verði hækkuð umfram þá smáaura sem þegar hafa komið til greiðslu. Enn einu sinni hafa verið færð- ar sönnur á hve brenglað siðferði yfirstéttarinnar í landinu er. Hún bætir kjör sín jafnt og þétt á kostnað almennings og telur sjálfsagt að skara eld að köku sinni hvernig sem árar. Stjórn- völd styðja yfirstéttina í orði og verki, enda teljast flestir æðstu embættismenn ríkisins til hennar. Stjórnvöld hafa marg- sýnt að þau víla ekki fyrir sér að setja bráðabirgðalög á kjara- samninga þeirra lægstlaunuðu. En eftir því sem ofar kemur í launastigann verður tregða þeirra til að koma í veg fyrir kauphækkanir augljósari. Þau telja ógerlegt að ógilda úrskurð Kjaradóms, þótt allir viti að nauð- synlegt sé að það verði gert. Tíu þúsund manna útifundur í Reykjavík á fimmtudaginn talar sínu máli um afstöðu almenn- ings. Verði úrskurður Kjaradóms ekki ógiltur með lagasetningu hefur yfirstéttin í landinu þar með skorað almenning á hólm. Þá hefst harðvítugri kjarabarátta úti í þjóðfélaginu en dæmi eru um til þessa. Að henni lokinni stæði enginn uppi sem sigurveg- ari. Hins vegar myndi ýmsum atvinnurekstri vafalaust blæða til ólífis og efnahagslífið yrði rjúk- andi rúst. Almenningur veit að það er aðeins ein leið út úr þeim ógöng- um sem við blasa. Hann veit að yfirstéttin verður að láta af ósvífni sinni og óhóflegri græðgi og skila til baka nýfengnum, himinháum launahækkunum. Ef ríkisstjórnin skynjar ekki þessa skilyrðislausu kröfu almennings og fylgir henni eftir án tafar, er henni eins gott að segja af sér strax. BB. Dýraríki íslands Fuglar 1. þáttur Fuglategundir heimsins eru tald- ar vera á bilinu 8.600 til 9.016 í dag. Þær skiptast í tæplega 30 ættbálka, og þeir svo í um 150 ættir. Spörfuglar eru langstærsti ætt- bálkur fugla. Til þeirra teljast um 5100 tegundir, eða 60% af öllum fuglategundum heims. Á íslandi hafa sést eitthvað rúmlega 330 fuglategundir, sem er töluvert minna en á megin- landi Evrópu, eins og á Norður- löndunum t.d., þar sem víða eru þekktar á bilinu 400-500 tegund- ir, og á Bretlandseyjum, þar sem hafa sést yfir 500 tegundir. Og séu aðeins taldir varpfugl- ar, er þessi munur ennþá meiri. Hér á landi verpa að staðaldri um 70 tegundir, í Bretlandi rúmlega 200, og í Svíþjóð um 260, að eitthvað sé nefnt. Fjölskrúðugastir hér á landi eru sjófuglar (23 tegundir), þá andfuglar (um 20 tegundir), svo vaðfuglar (11 tegundir), en vegna skógleysis er aftur á móti fremur lítið um spörfugla (9 tegundir); þeir eru einungis um 17% íslenskra varptegunda. Þegar haustar, og vindar taka að blása, hrekjast oft margar fuglategundir hingað með djúp- um lægðum. Sumir fuglanna lifa af veturinn, einkum hinir stærri, en aðrir deyja í fyrstu vetrar- hörkum. Oft fer þetta eftir því, á hvernig fæðu þeir lifa. Minnstu fuglarnir, sem oftast eru skor- dýraætur eingöngu og jafnframt litlir á búkinn, eiga litla mögu- leika í landi, þar sem fannalög hylja jörð og gróður mestan part ársins. Yfirlit Af þeim 330 fuglategundum, sem á íslandi hafa sést, að því er menn telja, er mestur parturinn svona flækingar eða hraknings- fuglar. Helstu flækingagöngurnar eru frá Norðurlöndunum, og mest er um þær um mánaðamót september-október ár hvert. Al- gengustu flækingarnir eru af söngvaraættinni (Sylviidae), en það eru litlir, kvikir, mjónefjaðir fuglar, er lifa á skordýrum. Smæð þeirra er einmitt ástæðan fyrir því, hversu algengir þeir eru, þ.e.a.s. þeir eru hinum djúpu lægðum auðveld bráð, ef svo má að orði komast. í þessum hópi eru t.d. garðsöngvari, laufsöngv- ari, gransöngvari, og hettusöngv- ari. Þá er glóbrystingur, sem er af þrastaætt, býsna algengur. Að auki eru hér nokkrar fugla- tegundir, sem hafa viðkomu á ís- landi vor og haust, á leið til og frá varpstöðvum sínum. Þær eru kallaðar fargestir, eða umferða- farfuglar. Sem dæmi um þá má nefna rauðbrysting, sanderlu, tildru, blesgæs, helsingja og margæs. Þá gista hér á landi nokkrar tegundir yfir vetrarmánuðina, koma á haustin og fara á vorin. Eru þeir fuglar kallaðir vetrar- gestir. Mætti nefna bjartmáf, sem dvelur hér oft í stórum hópum, og er meira að segja á ensku kenndur við landið og nefndur Iceland gull, þótt ekki sé hann varpfugl. í þessum flokki er líka haftyrðill, sem að vísu á heim- kynni sín í Grímsey árið um kring, en einungis nokkur pör. Megnið af vetrarfuglunum kemur hins vegar frá Spitsbergen eða þar í kring. Þá eru svartþröstur, gráþröstur, vepja, fjöruspói, gráhegri, og æðarkóngur algengir fuglar hér á vetrum. Og fleiri mætti nefna. Reyndar má sjá merki þessara breytinga á líðandi öld, ef grannt er skoðað, því nýir landnemar í hópi fugla eru orðnir þónokkrir talsins. Skúfönd tók ekki að verpa hér fyrr en um aldamótin 1900, hettumáfur eftir 1910, silf- urmáfur og sílamáfur eftir 1920, stari um 1940, og stormmáfurinn eftir 1955. Þá hafa ýmsar fleiri tegundir reynt varp hér, og sum- ar komið ungum á legg, en geta þó var]a, enn sem komið er, talist í hópi íslenskra varpfugla. Til þess vantar meiri stöðugleika. Mætti nefna hér gráþröst, svartþröst, helsingja, bæjasvölu, landsvölu, skutulönd, bleshænu, vepju, flóastelk, fjallafinku, fjöruspóa, kolþernu, og gráspör. Danski yfirkennarinn H.C. Mortensen tók upp á því, árið 1899, að merkja fugla, með því að setja léttan málmhring um annan fót þeirra. Á hringnum var raðnúmer, og heimilisfang þess, sem merkti, svo hægt væri að skila merkinu til hans, ef fuglinn náðist lifandi eða fannst dauður. Hér á landi hófust slíkar merk- ingar árið 1921, og stóð danskur maður að nafni P. Skovgaard fyr- ir þeim. Um áratug síðar tók Náttúrugripasafnið í Reykjavík að sér merkingarnar. í dag eru þær alfarið í hönduin Náttúru- fræðistofnunar íslands, sem hefur, með dyggri aðstoð áhuga- manna um land allt, síðan reynt að halda uppi þessu starfi í þágu vísindanna. Þessar merkingar hafa í gegn- um tíðina svipt hulunni af mörg- um leyndardómnum, sem áður var erfitt að fá botn í. Má hér nefna spurningar eins og: Hvar dvelja farfuglarnir á vetrum? Hvað verða þeir gamlir? Hversu langt geta þeir flogið? Og á hve löngum tíma? Koma sömu fuglar á nákvæmlega sömu varpstaði ár eftir ár? Og svona mætti lengi telja áfram. Á næstu mánuðum verður reynt, hér á síðum Dags, að birta lesendum einhvern fróðleik um íslenska fugla, eftir því sem kost- ur er. Síðan er ráðgert að halda áfram og fjalla um land- og sjáv- arspendýrin. Líklegt er, að fuglalíf á íslandi hafi verið mun fjölbreyttara, er það var ungt land og vaxið heit- um skógi, og nær Evrópu og N- Ameríku en nú er. ísöld hefur þurrkað út kulvísar tegundir, en hinar sterkari lifað af hinn langa og þunga vetur. En margt bendir til, að veðurfar fari hlýnandi, svo að á næstu áratugum má búast við streymi nýrra fuglategunda upp til þessa litla eylands í norðri. Enda gnægð matar til sjós og lands, en fæð rándýra. Svartþröstur, fullorðinn karlfugl. Mjög algengur flækingur hér á landi. (Bliki. Tímarit um fugla. Nr. 6. -júní 1988).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.