Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 4. júlí 1992 Rauðaskriða I er í Aðaldal. Bærinn stendur uppi í Skriðu- hverfinu, vestan Fljótsheiðar og rétt austan við neðstu brúna á Skjálfandafljóti. Útsýnið frá bænum er yfir fljótið, víðlend- ar og grónar eyrar, hraunið, hafið og í vestri skarta Kinnar- ljöllin sínu fegursta. Að Rauðu- skriðu búa hjónin Kolbrún Ulfsdóttir og Jóhannes Har- aldsson og síðustu mánuðina hafa þau byggt upp gistihús af mikilli smekkvísi og myndar- skap. Þau byggðu hæð ofan á íbúðarhúsið sitt með sjö tveggja manna herbergjum, tilheyrandi snyrtiaðstöðu og setustofu. Sunnan við húsið kemur síðan myndalegur sól- skáli, sem þjónar í senn sem borðstofa fyrir 20 manns, mót- taka fyrir hótelið, setustofa, og rými fyrir prýði hússins, glæsi- lega smíð, stigann upp á efri hæðina. „Ég veit ekki hvort þetta er bjartsýni eða vitfirring. Það var ekkert annað fyrir okkur að gera þess boðið gistingu í tveimur her- bergjum í íbúð sinni. „Þetta hefur gengið það vel að við þorðum að fara út í að byggja hér upp,“ sagði Jóhannes. „Þetta er mjög fjölbreytt og lifandi starf. Það eru að meirihluta til erlendir ferðamenn sem hingað hafa komið,“ sagði Kolbrún, aðspurð hvernig henni líkaði starfið og hvaðan gestirnir væru sem sæktu þau heim. Það var í fyrravor sem ráðist var í byggingarframkvæmdirnar og efri hæðin gerð fokheld í maí. í haust var hafist handa við bygg- ingu skálans og í mars var byrjað að innrétta hæðina. Hermann Sigurðsson á Hraunkoti var bygg- ingameistari. Nýja gistihúsið var síðan tilbúið til notkunar á þjóð- hátíðardaginn, 17. júní. Einstakt úrval góðra reiðleiða Aðkoman að gistihúsinu er sér- lega björt og skemmtileg. Mat- salur er í skálanum og þar býður Kolbrún upp á morgunverð og kvöldverð. Tvær setustofur eru í Rauðaskriða I. Byggt hefur verið herbergjahæð ofan á húsið og sólstofa nieð afgreiðslu, borðstofu og stiga. Myndir: IM Ferðaþjónusta bænda: Nýtt og glæsílegt gistíheimili að Rauðuskriðu í Aðaldal - „íslendingar héldu jafnvel fyrst að þeir lentu í einhverri kompu með hundi,“segir Jóhannes Haraldsson ef við vildum vera hér áfram,“ sagði Jóhannes. „Það er kannski mest þrjóskan, að vilja vera áfram í þessari sveit,“ sagði Kolbrún, aðspurð hvaða bjart- sýni það væri að reisa slíka sumarhöll upp úr volæðisvælinu sem svo víða setur sitt mark á umræðu um landsbyggðamálin. Erlendir ferðamenn í meirihluta Kolbrún og Jóhannes keyptu Rauðuskriðu 1987 og hafa búið þar með hesta. Jóhannes hefur sótt vinnu til Húsavíkur og Kolbrún verið í hlutastarfi á hreppsskrifstofunni í Aðaldal. Þau hafa verið með ferðaþjón- ustu í tvö ár, hestaleigu og auk gistihúsinu, önnur reyklaus. „Við gerum okkur vonir um það að fólk vilji koma hér utan háannatímans, t.d. hópar frá Akureyri. Hér er hægt að halda minni fundi í góðu næði. Útlendingar hafa sýnt því áhuga að koma hér á veturna. Þó við séum með hestaleigu getur fólk einnig komið hér með sín eigin hross og riðið út en þarf ekki að leigja hesta af okkur. Við bjóðum ferðir á hestum með leiðsögn, frá klukkutíma ferðum og upp í dagsferðir. Hér er einstakt úrval góðra reiðleiða, út í Aðaldalshraun, fram í Foss- sels- og Ystafellsskóg, suður að Goðafossi, út og suður með fljót- inu eða að Byggðasafninu á Grenjaðarstað," sagði Kolbrún. íslendingar nota ferða- þjónustuna í vaxandi mæli - Eruð þið bjartsýn á að rekstur- inn gangi, Jóhannes? „Já, ég held það hljóti að verða mjög vaxandi straumur erlendra ferðamanna til landsins. Einnig er mjög vaxandi að íslendingar noti ferðaþjónustu bænda. Ég held að menn hafi verið eitthvað hálffeimnir við þetta framanaf, jafnvel haldið að þeir lentu í ein- hverri kompu með hundi. Þetta þarf allt sinn tíma til kynningar, það getur tekið 5-6 ár. Ellilífeyrisþegar fá afslátt af gistingu og morgunverði hjá okk- ur og einnig erum við með sér- Hundaáhugafólk athugið Gullfiskabúðin verður með kynningu á Bento hundafóðrinu og öllu sem hundurinn þarfnast, á hundasýningu HRFÍ í íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 5. júlí HUNDAMATUR PAKKNINGAR í HENTUGUM STÆRÐUM Póstsendum um allt land, sími 91-11757 og símfax 91-26111. Hvolpar til sölu Einnig verða til sölu ættbókarfærðir enskir Springer Spaniel hvolpar undan Champion tíkinni Contessu og verðlaunahundinum Feorlig Shooting Star, sem verður á sýningunni. stök vikutilboð í gangi. Byggingarefni sem ég notaði í nýbygginguna, s.s. eldvarnar- hurðir, er gert til að standast mun meiri kröfur en nú eru gerðar til húsnæðis með slíka þjónustu. Þó kröfurnar verði hertar verulega ætti þessi bygging að standast þær.“ Vinir, kunningjar og starfsfélagar pöntuðu 50-60 gistinætur - Er gaman að vinna við ferða- þjónustu, Kolbrún? „Já, enda ætti enginn að fara út í þetta nema hafa verulega gam- an af að þjóna öðrum, því það þarf virkilega þjónustulund til. Gestirnir koma heldur ekki aftur nema þeim líki að dveljast á staðnum. Það eru að koma hing- að Þjóðverjar um mánaðamótin sem voru hjá okkur fyrir tveimur árum, og vinir, kunningjar og starfsfélagar þeirra hafa pantað 50-60 gistinætur á næsta sumri. Það komu hérna þýsk hjón og ætluðu að hafa skamma viðdvöl en það endaði með því að þau voru hér í fimm daga og keyptu eitt hross. Þau eru að koma aftur í sumar til að vera hér í tvær vikur. Þannig getur þetta smám saman undið upp á sig og rniklu skiptir að gestirnir séu ánægðir með þjónustuna. Það hafa fleiri gestir komið hér oftar en einu sinni og einnig sent okkur bréf, eða pakka og kveðjur. Það er ákaflega ánægjulegt að fá kveðj- ur frá ánægðum gestum." Auglýsingabæklingar og rit þar sem Ferðaþjónusta bænda kynnir starfsemi sína voru í prentun í vetur þegar nýja gistiheimilið á Rauðuskriðu var í byggingu. Því þótti ekki hættandi á að auglýsa það, ef byggingaframkvæmdirnar stæðust ekki áætlun. Það er því engan veginn fullbókað sumar hjá Kolbrúnu og Jóhannesi, en þau eru bjartsýn og horfa til framtíð- ar sem vonandi reynist þeim björt. IM Jóhannes Haraldsson og Kolbrún Ulfsdóttir, Rauðuskriðu I, í einu herbergj- anna og... ...í setustofunni á efri hæð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.