Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. júlí 1992 - DAGUR - 5 Vaxandi vinsældir kennarastarfsins Nú þegar bilið milli hinna ríku og fátæku breikkar hraðar en nokkru sinni fyrr vegna allt að 100% kauphækkunar hinna hæstlaunuðu á sama tíma og sauðsvartur almúginn hefur sætt sig við smánarkaupphækkun er Ijóst að efna- hagssamdráttur mun verða í kjölfar afla- niðurskurðar þrátt fyrir tilburði Afla- kaupabankans til að hvetja til veiða á vannýttum tegundum. Grátkór útgerð- armanna mun ríða á vaðið og krefjast fyrirgreiðslu ríkissjóðs í stað þess að hagræða í eigin ranni en við launþegar munum sitja hjá því okkur er talin trú um að með því verði verðbólgan engin, vextirnir lækki og kaupmáttur aukist. Svo verðum við að gæta okkar á því að lesa ekki fréttir um hið gagnstæða til þess að trúin bili ekki. Undirstaða velferðar er atvinna öllum til handa og fjölgun starfa í íslensku atvinnulífi er verkefni sem lýkur ekki meðan þjóðinni fjölgar. Þrátt fyrir það hefur störfum í iðnaði fækkað um 6% á einu ári vegna gjaldþrota og ann- arrar óáranar. Straumurinn hefur líka legið í þjónustustörf enda er það töfra- lausnin nú líkt og loðdýrarækt og fiskeldi á sínum tíma. Samkeppnisiðnaðinn þarf að vernda með hömlum á innflutning þó það samrýmist ekki kröfum um valfrelsi enda kaupir neytandinn aðeins íslenska iðnaðarvöru að hún standist verð og gæði. Ég græt það heldur ekki þótt stresstöskuheildsölum fækki ef það fjölgar atvinnutækifærum í iðnaði enda hafa þeir nærst á kaupgleði og nýjunga- girni almennings eins og púkinn á fjós- loftinu. Aðsókn kennaramenntaðs fólks sem unnið hefur önnur betur launuð störf á undanförnum árum í kennara- starfið á ný segir meira en mörg orð um það ástand sem er að skapast á vinnu- markaðnum því kennarastarfið hefur ekki verið eftirsóknarvert þegar litið er ofan í launaumslagið. Það ástand er hins vegar vandamál kennarastéttarinn- ar að hluta því stór hópur innan hennar kennir aðeins í hlutastarfi og vill ekki taka þátt í raunverulegri kjarabaráttu þar sem laun þess hóps eru því aukaatriði en þörfin að vera á vinnumarkaðnum aðalatriði. Atvinnutækifæri hérlendis munu um ókomna tíð tengjast fiskveið- um og fiskvinnslu en það er fleira en fisk- ur í sjónum. Islendingar hafa of lengi hlustað á hræðsluáróður svokallaðra friðunarsinna og eiga að hefja hrefnu-, sela- og hvalaveiðar sem fyrst enda er stofnstærð þessara tegunda í engri hættu þó leyfðar verði skynsamlegar veiðar enda eru þessir sjávarspendýr í harðri samkeppni við mannskepnuna um fiskinn í sjónum og það hefur alltaf verið talið heilladrjúgt í veiðimannaþjóð- félagi að nýta veiðihjarðirnar. Fréttagetraun 1. í hvaða norðlenskum togara verður skipt um aðalvél í haust? 2. Á hvaða bæ í Fljótum dvaldi norski ólympíumeistarinn Vegard Ulvang í síð- ustu viku? 3. Fyrir hvaða upphæð voru húseignir Létt- steypunnar í Mývatnssveit slegnar Iðn- lánasjóði? 4. Hvaða félagsskapur afhenti Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri nýlega veglega tækjagjöf? 5. Á Sauðárkróki fer fram forarðsemis- athugun á eldi hlýsjávarfiska og þar nefnd til sérstaklega ein tegund. Hvað heitir hún? 6. Hvaða eyfirska kirkja heldur upp á 90 ára vígsluafmæli nk. sunnudag? 7. „Hefur engin áhrif hér.“ Hvaða embættis- maður mælti svo og af hvaða tilefni? 8. Hver skoraði mark Völsungs gegn Gróttu í jafnteflisleik liðanna sl. miðvikudag 1:1? 9. Sumartónleikar á Norðurlandi er sam- heiti tónleika í norðlenskum kirkjum. í hvaða kirkju verða tónleikarnir í kvöld, laugardag? 10. Söguspurning: Hver var fyrstur lútherskra biskupa á Hólum? GG Vdklæddur ^ • íolum fra lltrrabvjln SSSneíwnduraf^* segjast neyta áfenj mismikJu mdi 24 stiga hiti á .CosU dei Raufaxhöfn“ í gær 69SI-ZSS1 bjj uosEj|BfH JnjB|Q oi }13ASSU}BaXj^ i nf>|j!}|jBQ}mBf>|X3-y j •(, uossuijjSsy ujofqupAS '8 Brujnnj EjQjæiSo| iuoa -JEfj BuSOA BSuiU}3AnH jnQEiun|sXs Sjaqsj uof ■/_ |BpjB -QBJJBAS 1 Bf>|JI>(BQjpi '9 1JB}JB/V 'g dsQ uuunqqni^nssauon -p j>| punsncj 009 '£ qiSjBUJBfg y ujoqjBjnBg H4 idnuBQnEg j | :H0AS Tennisnámskeið Dagana 8.-11. júlí veröur haldið tennisnámskeiö bæöi fyrir börn og fullorðna. Námskeiöið hefst miðvikudaginn 8. júlí kl. 14.00 fyrir börn 8-13 ára, en kl. 17.00 fyrir 13 ára og eldri (í íþróttahöllinni). Kennari verður Ólafur Sveinsson, íslandsmeist- ari í tennis. Skráning fer fram í KA-heimilinu. Námskeiðsgjald fyrir börn er kr. 1.000,- og fyrir fullorðna kr. 2.000,- Ford jeppar, vinnubílar og fólksbilar! BSAhf. sýningarsalur Laufásgötu 9, Akureyri, sími 26300. Styrkur til háskóla- náms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa ís- lendingi til rannsóknanáms í háskóla í Japan háskólaárið 1993-94. Ætlast er til aö styrkþegi hafi lokiö háskólaprófi og sé yngri en 35 ára, miö- aö viö 1. apríl 1993. Þar sem kennsla viö jap- anska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætl- ast aö styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaöa skeið. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meömælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 31. júlí nk. Sérstök umsóknareyðublöö fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 2. júlí 1992. Til sölu eru eftirtaldir notaðir bílar á Bifrv. Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5, 603 Akureyri Sími 96-22520 - Eftir kl. 19 96-21765 Tegund Árg. Km Litur Ásett Stgr. verð verð Land Rover 1988 27 þ. Blár/Grár 1.400.000 1.200.000 Nissan Pulsar 1988 84 þ. Liósblár 680.000 580.000 Toyota Tersel 4x4 1987 104 þ. Rauður 750.000 650.000 Toyota Corolla 4x4 1989 72 þ. Blár 950.000 850.000 Suzuki Fox 4x4 1988 67 þ. Blár 700.000 560.000 Subaru Legacy b 4x4 1990 35 þ. Brúnsans. 1.356.600 1.250.000 Subaru Turbo 4x4 1985 110 þ. Ljósgrænn 780.000 680.000 Subaru st. at. 4x4 1987 96 þ. Grænn 850.000 660.000 Subaru st. at. 4x4 1987 65 þ. Vinrauður 850.000 660.000 Subaru st. b. 4x4 1988 86 þ. Ljósgrár 1.050.000 850.000 Subaru st. at. 4x4 1988 77 þ. Blár 1.050.000 850.000 Subaru Leg. at. sed. 1990 20 þ. Brúnsans. 1.356.600 1.250.000 Hægt er að fá alla þessa bíla á mjög góðum greiðslukjörum. Toyota Tersel 4x4 Suzuki Fox 4x4 Land Rover Tilboð 1987 104 þ. Rauður 600.000 1988 67 þ. Blár 500.000 1988 27 þ. Blár 1.000.000 BSV Bifreidaverkstæði Sigurðar Valdimarssonár Óseyri 5 - Sími 2252C - Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.