Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 04.07.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. júlí 1992 - DAGUR - 15 Akureyrarkirkja: Guðsþjónusta verður nk. sunnudag kl. 11 f.h. Sálmar: 213, 585, 181, 348, 345. Þ.H. Suniartónleikar verða í kirkjunni sama daga kl. 5 e.h. Akureyrarkirkja. uriuó 5í: Glerárkirkja. Guðsþjónusta sunnudagskvöld kl. 21.00. Ath. breyttan messutíma. Verð í sumarleyfi júlí og fvrri hluta ágúst. Sr. Hannes Örn Blandon þjónar fyrir mig. Sími hans er 31348. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. ÉFyrirhuguð er ferð á veg- um Sjálfsbjargar frá Akureyri til Hofsóss, laugardaginn 11. júlí. Gist verður á Hofsósi eina nótt. Nánari upplýsirigar og skráning hjá Baldri, fyrir kl. 16.00 8. júlí. Sjálfsbjörg og Iþróttafélagið Akur. HVÍTASUMfíUmiíJAri v/SMwsmiÐ Fimmtud. 2. júlí til sunnud. 5. júlí verða tjaldsamkomur á skólalóðinni við Glerárskóla. Samkomurnar hefjast kl. 20.00 öll kvöldin. Ræðumaður verður Wynne Goss frá Wales. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Wynne Goss verður með námskeið í lofgjörð og tilbeiðslu í hvítasunnu- kirkjunni. Námskeiðsgjald er kr. 500,00. Náttúrugripasafnið, Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið alla daga nema laugardaga frá kl. 13-16. Hjálpariínan, sími 12122 - 12122. Minningarspjöld Sambands íslenskra kristniboðsfélaga fást hjá: Pedromyndum Hafnarstræti 98, Hönnu Stefánsdóttur Víðilundi 24 og Guðrúnu Hörgdal Skarðshlíð 17. Minningarkort Björgunarsveitar- innar Ægis, Grenivík, fást í Bók- vali, Útibúi KEA Grenivík og hjá Pétri Axelssyni, Grenimel, Greni- vík. Minningarkort Sjálfsbjargar Akur- eyri fást hjá eftirtöldum aðilum: Bókabúð Jónasar, Bókvali, Akri, Kaupangi, Blómahúsinu Glerárgötu 28 og Sjálfsbjörgu Bugðusíðu 1. Minningarspjöld Náttúrulækninga- félagsins á Akureyri fást í Bókvali, Amaró og Blómabúðinni Akri í Kaupangi. Vinarhöndin, Styrktarsjóður Sól- borgar, selur minningarspjöld til stuðnings málefna þroskaheftra. Spjöldin fást í: Bókvali, Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu í Súnnuhlíð og Blómahúsinu við Glerárgötu. Minningarkort Glerárkirkju fást á eftirtöldum stöðum: Hjá Ásrúnu Pálsdóttur Skarðshlíð 16a, Guð- rúnu Sigurðardóttur Langholti 13 (Rammagerðinni), Judith Sveins- dóttur Langholti 14, í Skóbúð M. H. Lyngdal Sunnuhlíð og verslun- inni Bókval. Jón Guðmundsson sveitarstjóri á Hofsósi: Erum ekki verr settir en aðrir - gott hljóð í fólki þrátt fyrir að vinna sé með minna móti Ekki er langt síðan allar fréttir sem bárust frá Hofsósi fjölluðu um bágan fjárhags hreppsins sem var kominn í gjörgæslu í félagsmálaráöuncytinu. El'tir að sá söngur hljóðnaði hefur ekki farið mörgum sögum af staðnum í fjölmiðlum. En hvernig er ástandið á Hofsósi núna, Jón Guðmundsson sveitarstjóri? „Það er ágætt, nema hvað vinna mætti vera heldur meiri. Fjárhagur hreppsins er viðunandi og fólki fækkar ekki. Við finnum vissulega fyrir þeim samdrætti sem orðið hefur í landbúnaði og sjávarútvegi en erum ekki verr settir en aðrir íbúar landsbyggð- arinnar. Það er gott hljóð í fólki og mannlífið hér er gott.“ Þegar sveitarfélag á borð við Hofsós lendir í kröggum má Ný stjóm Mál- ræktarsjóðs Fyrsti aðalfundur fulltrúaráðs Málræktarsjóðs var haldinn á Hótel Sögu 15. júní sl. Á fundin- um voru kosnir tveir menn í stjórn til eins árs, Baldur Jónsson og Heimir Pálsson, og tveir til vara. Af hálfu íslenskrar mál- nefndar höfðu þrír menn áður verið tilnefndir í stjórnina. Hún er nú þannig skipuð: Baldur Jónsson prófessor, for- maður, Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarritstjóri, Heimir Páls- son cand. mag., Kristján Árna- son prófessor, Sigrún Helgadóttir tölfræðingur. Varamenn voru kjörnir Bergur Jónsson rafmagnseftirlitsstjóri og Ólöf Kr. Pétursdóttir þýðandi. Kæru vinir og samferðafólk Ég er orðinn fótafúinn farið þrekið, sjónin snúin gamall þulur gleði rúinn gistinóttum fækkar senn. Víst hef ég lifað tvenna tíma tæknibylting Pósts og síma. Þrásinnis mig lagt í líma landinu að þjóna vel. Unnið títt með orfi og haka oft varð löng og sár sú vaka. Nú er engu af að taka allt mitt ráð ég Guði fel. Áður grjót úr túnum tíndi töðuvelli stoltur sýndi út í sorta og ófærð rýndi ískraði frost við sleðameið. Svogræddi ég skóg við gönguleið. Núna er ég stend við steininn starir á mig laufguð greinin vildi ég glaður bera beinin í birkilaut við gróinn mel. Því mér yljar inn að beini ekki því ég nokkurn leyni að þið skylduð ennþá muna eftir skari líku mér. Og ég þakka ykkur skeytin óskirnar og fyrirheitin gjafirnar og gleðiteitin. Hafið mínar hjartans þakkir. Heilsist ykkur öllum vel. í Guðs friði, Daníel Pálmason, Gnúpufelli. undantekningarlaust rekja það til einhverra ófara í atvinnulífi. Nokkrar skipulagsbreytingar voru gerðar í atvinnulífi staðar- ins, frystihúsið var gert að útibúi Fiskiðju Sauðárkróks og nú er enginn togari gerður út frá Hofs- ósi. Pess í stað er fiski ekið þang- að til vinnslu frá Sauðárkróki. „Þessi breyting hafði í för með sér nokkra fækkun starfa en vinn- an er hins vegar mun stöðugri en var. í bili er lítið verkað í saltfisk vegna þess hvernig ástandið er á mörkuðunum og fyrir vikið er vinnan heldur með minna móti á staðnum. Frá Hofsósi eru nú gerðir út nokkrir smábátar og einn drag- nótabátur. Að sögn Jóns hefur veiði á Skagafirði verið heldur dræm ef frá er talin nokkur fiski- gengd sem varð á Málmeyjar- sundi í vor. „Það er óvanalegt að fiskur gangi á sundið en því mið- ur var hann hreinsaður upp af dragnótabátum á nokkrum dögum. Okkur er illa við drag- nótina enda er kolinn sem henni var ætlað að veiða þegar hún var leyfð löngu horfinn. Flestir þess- ara dragnótabáta voru úr Eyja- firðinum en við viljum að smá- bátarnir fái einir að veiða á Á fundi sínum 30. maí sl. fjallaði stjórn og fulltrúaráð Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna um málefni Menn- ingarsjóðs og Launasjóðs rit- höfunda. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: „Menningarsjóður hefur á undanförnum árum gegnt mikil- vægu hlutverki. Á vegum sjóðs- ins hafa verið gefin út fjölmörg vönduð fræðirit sem haft hafa verulegt menningarlegt gildi. Hér ber að minna á hinn mikla árang- ur við útgáfu vandaðra rita er fjalla um land og sögu, náttúru og menningu og náð hafa augum alls almennings. Einnig hefur Menningarsjóður gefið út ýmis verk sem höfða til minni lesenda- hópa en eru engu að síður mikil- Jónasarlundur í Öxnadal: í landi Steins- staða en ekki Þverár Vegna fréttar í Degi sl. fímmtu- dag um framkvæmdir vegna áningarstaðar ferðamanna í Jónasaralundi í Öxnadal segir að vegarlagning hafí farið fram um Jónasarlund við Þverá í Öxnadal en hið rétta er að minningarlundurinn er í landi Steinsstaða í Öxnadal. Fjölnismaðurinn Jónas Hall- grímsson skáld og náttúru- fræðingur er uppi var 1807-1845 var að verulegu leyti alinn upp að Steinsstöðum og hafði af þeim sökum alla tíð sterkar taugar til þess staðar. GG Jón Guðmundsson sveitarstjóri á HofsÓSÍ. Mynd: -t>H grunnslóðinni. Við viljum að fiskurinn fái að stoppa dálítið þegar hann gengur í fjörðinn, það er eina vonin um líf í firðin- um. Önnur fyrirtæki ganga sinn gang. Fánagerðin hefur verið á uppleið, en þarf að koma sér bet- væg. Vönduð fræðirit efla ís- lcnska tungu og menningu ekkert síður en góð skáldverk. Nú þegar flest bendir til þess að bókaútgáfu á vegum Menningarsjóðs verði hætt er mikilvægt að leita leiða til að tryggja að hagur fræðiritaút- gáfu verði ekki fyrir borð borinn. Stjórn og fulltrúaráð Hagþenk- is lýsa einnig áhyggjum sínum vegna annarra opinberra aðgerða sem orðið geta til þess að rýra enn starfsskilyrði fræðiritahöf- unda. Höfundar fræðirita hafa löngum átt erfitt uppdráttar hjá Launasjóði rithöfunda. Með breytingum á lögum um sjóðinn, m.a. með því að fella hann undir lög um listamannalaun, er þeim gert enn erfiðara um vik, þótt í lögum séu skýr ákvæði um rétt ur á framfæri. Þetta er eini fram- leiðandi íslenska fánans hér á landi og okkur finnst það að sjálf- sögðu reginhneyksli að menn skuli vera að flytja hann inn frá öðrum löndurn." Fyrir tveimur árum voru þrír hreppar við austan- og utanverð- ' an Skagafjörð sameinaðir í einn og segir Jón að sú sameining hafi ekki haft nein vandamál í för með sér, enda hafi raunar verið búið að sameina flest nema hreppsnefndirnar áður en til hinnar formlegu sameiningar kom. Þannig höfðu skólamálin verið undir einum hatti allar göt- ur frá árinu 1973. En hvernig leið Hofsósbúum að vera stöðugt í fjölmiðlunum með svo neikvæðum hætti sem raun bar vitni? „Auðvitað hafði það slæm áhrif á fólk og raunar allt sam- félagið, atvinnulífið og annað. Það náði heldur ekki nokkurri átt hvernig fjölmiðlarnir létu. Við vorum í raun ekki verr settir en margir aðrir svo okkur fannst eins og verið væri að nota okkur sem víti til varnaðar. Nú er þetta hret liðið hjá og bjartsýnin að aukast," sagði Jón Guðmundsson sveitarstjóri á Hofsósi. -ÞH höfunda fræðirita til starfslauna. Félaginu er kunnugt um að við úthlutun í ár var nokkrum af fremstu fræðiritahöfundum þjóð- arinnar synjað um starfslaun. Stjórn og fulltrúaráð Hagþenk- is vara við þeirri háskastöðu sem er að skapast á þessum vettvangi. Fræðigreinar þróast ört og áhrif erlendra tungumála á íslenskt málsamfélag aukast stöðugt. Hér verður að spyrna við fótum. Öflug útgáfa vandaðra íslenskra fræðirita og kennslubóka er ntikilvæg forsenda þess að þjóðin haldi áfram að nota tungu sína. Stjórn og fulltrúaráð Hagþenkis beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að þau tryggi öflugan stuðning við ritun og útgáfu vandaöra fræðirita." Fyrir skömmu héldu þcssar þrjár ungu stúlkur tombólu til styrktar barna- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og söfnuðust kr. 2.044. Stúlkumar heita Anna Árnadóttir, Bryndís Birgisdóttir og Katrín Helgadóttir. Mynd: kk „MMvægt að leita leiða til að tryggja hag fræðiritaútgáfti“ - segir í ályktun frá höfundafélaginu Hagþenki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.