Dagur - 16.07.1992, Síða 14

Dagur - 16.07.1992, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 16. júlí 1992 MlNNING «4f= Bjöm U PoprlHiir Ottó Kristinsson Fæddur 1. október 1918 - Dáinn 29. júní 1992 Ég tel það gæfu hvers manns að kynnast góðu fólki. Sjálfur hef ég notið þeirrar gæfu að hafa kynnst mörgu góðu fólki og þar í hópi er tengdafaðir minn Björn Ottó Kristinsson. Hann dó 29. júní ÁSTAND VEGA síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Þegar fólk á besta aldri veikist svo mikið að það missir starfsþrek og er síðan undir umsjá ættingja og hjúkrunarfólks árum saman, er hætt við því að það gleymist. Svo var ekki um Bjössa Kristins. Það sýndi sig vel við jarðarför hans þann 3. júlí, því þar var fjölmenni. Það sýndi sig líka á blómum og samúðar- skeytum sem streymdu til fjöl- Condilion of mountain tracks J/eglr á skyggftum svsfium eru lokaöir allri umterö þar tll annaö veröur auglýst Tracks in the shaded areas are dosea.\ tor ali traflic until further notice Published July 16th 1992 Thit rrmp é tha Ust ona m ttnts [Ubísfttd in tha yar 1092 , Thota mho intend to Iraval *> araas that ara ihadad Vögíigofö rfkisins .imi »i. Public Roads Administratipn oram ™ Náttúruverndarráb— Trr89? NaturegonservatíonCouncit j. -"3 Eins og sjá má á þessu hálendisvegakorti Vegagerðarinnar eru allir hálendisvegir landsins nú orðnir færir ef undan er skilinn vegspotti sunnan Langjökuls. Samkvæmt upplýsingum Vegaeftirlitsins er ástand fjallveganna almennt gott, enda voraði snemma þetta árið, og töluverður straumur ferðafólks um hálendisvegina. HRÍSALUNDUR Eldorado nibursoðnir gulrótarteningar 400 g 49 Gulrætur og grænar baunir 400 g 49 kr Nýtt korta- tímabil Allir út ab grilla! Lamba- kótilettur 649 kr.kg Einnota grill 329 kr. Kjúklinga- hlutar 299 kr.kg Sselkeraverslun ú störmarkadsverði skyldunnar eftir andlát hans. Það sýndi sig einnig í þeim hlýhug sem gamlir vinir sýndu fjölskyld- unni á þeirri stundu. Þetta var vegna þess að þetta fólk þekkti Bjössa Kristins og mat hann mikils. Annað var ekki hægt, því hann var góður maður. Margir höfðu í gegnum tíðina leitað til hans í vandræðum sínum með ýmis verk sem þeir réðu ekki við. Það þurfti nefnilega sérstakrar handlagni og útsjónarsemi við. Hana var að finna hjá Bjössa. Sjálfur leitaði ég oft til hans ef ég þurfti á aðstoð að halda. Það var nánast sama hvað það var, Bjössi gat leiðbeint, lagað eða smíðað það sem með þurfti. Alltaf, - undantekningalaust alltaf, - var hann tilbúinn að veita mér aðstoð. Það þurfti stundum að ditta að gömlu Volkswagen-bíl- unum okkar Elsu. „Blessaður kauptu þér Renault, hann bilar aldrei,“ sagði Bjössi og hló dátt eins og honum var einum lagið. Hann var einstakur aðdáandi frönsku Renault-bílanna og átti nokkra slíka um ævina. Það sem mér þótti einkenna Björn Kristinsson allt frá því ég kynntist honum fyrir um tuttugu árum var hversu hlýr hann var og góður og hjálpsemi hans var ein- stök. Ekki má gleyma þeim hæfi- leika hans að sjá björtu hliðarnar á öllum málum. Þetta eru eigin- leikar sem því miður eru of sjald- gæfir í þjóðfélagi okkar. Hann hafði yndi af börnum og af því að umgangast fólk og hann hafði yndi af því að hjálpa öðrum. Ég er viss um að það eiga margir hluti í kringum sig sem voru við- gerðir eða smíðaðir af honum. Dóttir mín 19 ára gömul á ennþá skíðasleða sem afi Bjössi smíðaði handa mömmu hennar þegar hún var barn. Vopnfirðingar eiga sumir bæjarhlið sem hann smíð- aði fyrir þá. Þetta er aðeins lítið af því sem hægt væri að telja upp. Það var nefnilega hægt að leita til þessa manns. Það var því engin lilviljun að leitað var til hans þeg- ar ákveðið var að stofna deild Vélskóla íslands á Akureyri. Við ótrúlega erfið og frumstæð skil- yrði og aðstæður kom hann á fót vélskóladeildinni og þar var hann við stjórn þar til hún var samein- uð hinum nýja Verkmenntaskóla á Akureyri. Ég minnist þess að Bjössa var það mikið mál að þessi deild kæmist á og fengi að dafna. Hann þurfti oft að eiga við kerfiskarla í ráðuneytum í Reykjavík sem unnu hægara en honum þótti eðlilegt. En með seiglu og þolinmæði, - sem mér þótti einstök, - höfðust málin í gegn. Það þýddi lítið að bjóða skólafólki í dag þau húsakynni sem Vélskólinn crg nemendur hans þurftu að búa við fyrstu árin á Akureyri. En Bjössi vissi að það var ekki hægt að fá allt upp í hendurnar strax í byrjun. Því var betra að þrauka um stund. Hann bar alltaf hlýjan hug til æskustöðva sinna, hvort sem það voru Fljótin, - þar sem hann var fæddur, - Ólafsfjörður eða Hrís- ey þar sem hann bjó með foreldr- um sínum og systkinum. Sérstak- ar taugar hafði hann alltaf til Hríseyjar og sagði okkur margar skemmtilegar sögur þaðan. Eftir fullnaðarpróf úr Hrísey og nám í Laugaskóla hóf hann nám í vél- virkjun á Akureyri og tók sveinspróf í iðninni 1944. Skömmu áður kynntist hann eftirlifandi konu sinni Halldóru Gunnlaugsdóttur frá Vopnafirði og giftust þau 6. júlí 1946. Þau eignuðust þrjú börn sem eru Gunnlaugur sem er deildarstjóri við Verkmenntaskólann á Akur- eyri, Elsa hárgreiðslumeistari og Björn Kristinn offsetljósmynd- ari. Þessi fjölskylda bjó í litlu, fallegu einbýlishúsi að Hríseyj- argötu 20 á Akureyri. Þó húsið væri ekki stórt var gestkvæmt hjá Birni og Dóru og voru allir alltaf velkomnir og fengu mat og gist- ingu meðan pláss var í húsinu. Þarna bjó fjölskyldan þar til börnin fluttu að heiman og stofn- uðu sín heimili. í byrjun árs 1990 voru veikindi Björns orðin það alvarleg að hann gat ekki lengur dvalið heima og fékk því skjól á Dvalarheimilinu Hlíð. Dóra kona hans býr nú ein í litla hús- inu við Hríseyjargötu. Það er með mikilli virðingu sem ég kveð þennan góða mann sem var fæddur frostaveturinn mikla 1918. Björn Ottó Kristins- son hafði þá híýju til að bera sem brætt gæti stóran íslenskan jökul. Kveðja frá tengdasyni, Gestur Einar Jónasson. Húsavík-Reykjahlíð-Akureyri: Þrír Danir á sumar- tónleikum um helgina Suniartónlcikar á Norðurlandi halda þriðju tónleikaröð sína helgina 17. til 19. júlí. Það verða dönsku sópransöngkon- urnar Bodil Kvaran og Birgittc Rutkær Ewerlöf ásamt Lasse Ewerlöf, orgelleikara, sem halda tónleika í Húsavíkur- kirkju föstudaginn 17. júlí kl. 20.30, Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 18. júlí kl. 20.30 og í Akureyrarkirkju sunnu- daginn 19. júlí kl. 17. Tónlistarmennirnir eru allir starfandi í Kaupmannahöfn. Bodil Kvaran í Konunglega leikhúsinu og einnig er Birgitte R. Ewerlöf í óperukórnum í sama leikhúsi. Lasse Ewerlöf er organisti í Kastelkirkjunni og dósent við Konunglega Tónlistar- háskólann. A efnisskránni verða m.a. dönsk þjóðlög, negrasálmar, verk eftir H. Purcell, C. Nielsen, P. E. Lange-Möller og T. Kingo. Aðgangur er ókeypis á alla sumartónleikana.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.