Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. ágúst 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Eyjaíjarðarsýsla og S-Þingeyjarsýsla: Tólf sumarbústaðahverfl á skipulagi - auk þess hafa verið byggðir 33 bústaðir eða orlofshús GLANS-SJAMPO FYRIR ÞINN HÁRALIT! Ef miðað er við hina gömlu sýsluskipan eru tólf sumarbú- staðahverfi í tveimur sýslum á Norðurlandi eystra samkvæmt upplýsingum frá Skipulagi ríkisins. I sýslunum tveimur, Eyjafjarðarsýslu og S-Þingeyj- arsýslu, hafa auk þess verið byggðir 33 sumarbústaðir eða orlofshús. Slíkar byggingar eru skráðar eftir sveitarfélögum hjá Skipulagi ríkisins en stofn- unin heyrir undir skipulags- stjórn sem samþykkir sumar- bústaði. Umhverfisráðuneyti fer með yfirstjórn skipulags- mála. Eyjafjarðarsýsla í sex sveitarfélögum Eyjafjarðar- sýslu hinni fornu er gert ráð fyrir byggingu sumarbústaða sam- kvæmt upplýsingum frá Skipulagi ríkisins. Sjö sumarbústaðahverfi eru í sýslunni auk ellefu bústaða hér og þar í sveitarfélögum. í Svarfaðadalshreppi hefur verið samþykkt sumarbústaða- hverfi í jörð Hamars en lítið hef- ur verið byggt af sumarbústöðum þar enn. í Hríseyjarhreppi er einn sumarbústaður sunnan Hafnar- víkur samkvæmt upplýsingum frá Skipulagi ríkisins en sumarbú- staðir eru merktir inn á aðalskipu- lagið. í Árskógshreppi er getið um einn sumarbústað við Lækjar- bakka. Einn bústaður er við Meyjar- hól í Skriðuhreppi en við Staðar- tungu er gert ráð fyrir sumarbú- staðahverfi. Við Ás í Öxnadalshreppi eru tveir sumarbústaðir en auk þess er gert ráð fyrir sumarbústaða- hverfi með átta bústöðum við Hagaskóg í landi Glæsibæjar. í Eyjafjarðarsveit er einn bú- staður við Hraungerði og annar við Grund auk þess sem hverfi sumarbústaða er ráðgert við Stokkahlaðir II. Einnig er sumar- bústaður við Gilsá II og annar við Samkomugerði I. Samkvæmt upp- lýsingum frá Skipulagi ríkisins er hverfi með sex bústöðum ráðgert í landi Hrísa. Við Leifsstaði er sumarbústaðahverfi skipulagt. Við Borgarhól er einn bústaður og við Eyrarland er annar. Nýlega samþykkti skipulags- stjórn að sumarbústaðahverfi yrði við Rauðhús í Eyjafjarðar- sveit. S-Þingeyjarsýsla í fimm sveitarfélögum í S-Ping- eyjarsýslu hinni fornu er gert ráð fyrir fimm sumarbústaðahverfum auk þess sem 22 bústaðir og orlofshús hafa verið byggðir í sýslunni samkvæmt upplýsingum Skipulags ríkisins. í Svalbarðsstrandarhreppi er einn bústaður við Meyjarhól og tveir við Gautastaði. í Grýtubakkahreppi er gert ráð fyrir sumarbústaðahverfi við Skarð auk þess sem einn bústað- ur var nýlega samþykktur í skipu- lagsstjórn sem er stjórnarnefnd Skipulags ríkisins. í Hálshreppi eru tveir bústaðir við Reyki II. Fjögur orlofshús eru við Víðigrund og önnur fimm við Þórðarstaði. Gert er ráð fyrir hverfi orlofshúsa við Belgsá í Fnjóskadal. Annað bústaða- hverfi er ráðgert við Lund í Fnjóskadal. Einn bústaður er við Birkihlið, tveir við Skóga og tveir við Selland. Að lokum má nefna að skipulagsstjórn samþykkti nýlega byggingu sumarbústaðar við Víðifell. í Ljósvatnshreppi hefur skipu- lagsstjórn samþykkt byggingu sumarbústaðar við Fremstafell I. í jörð Einbúa í Bárðardal gerir Skipulag ríkisins ráð fyrir sumar- bústaðahverfi og öðru við Hlíð- arskóg sem einnig er í Bárðdæla- hreppi. GT * Skerpir lit * Gefur glans * Gefurfyllingu Fáanlegt tyrir: Ljóst, brúnt, rautt, skollitt, svart og grátt hár. Litanæring í stíl Kindakjöt til Færeyja: „Viðimandi verð og bændur ánægðir“ „Stjórn Féiags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu fór þess á leit við mig í haust er leið að kanna sölu á kindakjöti á erlendum mörkuðum þar sem búið var að yfírlýsa að útflutn- ingi yrði með öllu hætt nú í haust. Ég gekk í málið og samningar hafa tekist um sölu kjöts til Færeyja,“ sagði Guð- mundur G. Halldórsson, heild- sali á Húsavík. Að sögn Guðmundar er meðal- verð kjötsins, er fer á Færeyjar, 370 krónur, sem er viðunandi þegar litið er til þess að í fyrra var flutt út á krónur 180 til 200. Aðflutningsgjöld (33%) eru í Færeyjum, er kallast fjáröflunar- tollur. Tollur þessi verður feldur Drengjalandsliðið í körfu: Norðlensku strák- amir stóðu sig vel - ísland vann Belgíu, 71:53 íslenska drengjalandsliðið í mennina stíft. Pað gekk upp og körfubolta gerði sér lítið fyrir og sigraði það belgíska, 71:53 í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í fyrrakvöld. Norðlendingarnir Omar Örn Sigmarsson, Tindastóli, og Hafsteinn Lúðvíksson, Þór, stóðu sig mjög vel í leiknum. íslenska liðið spilaði svæðis- vörn og pressaði belgísku leik- eins og áður sagði vann ísland með 71 stigi gegn 53. Ef liðið hefur unnið leik sem átti að vera í gærkvöldi hefur það tryggt sér sæti í milliriðli. Stigahæstur íslenska liðsins var Helgi Guðfinnsson, UMFG, með 25 stig en Ómar Örn Sigmarsson skoraði 17 stig og Hafsteinn Lúvíksson 13. Hafsteinn tók 15 fráköst í leiknum. SV Ljósmyndamaraþon á Akureyri í dag Ljósmyndamaraþon Ahuga- Ijósmyndaraklúbbs Akureyrar fer fram í dag og stendur frá kl. 10.00 til 22.00 eða í samtals 12 klst. Alls hafa um 50 þátttak- endur skráð sig til leiks og má búast við skemmtilegri keppni. Pátttakendur fá 12 mynda Kodakfilmu í upphafi keppninn- ar og þrjú úrlausnarverkefni sem þeir leysa á þremur klst. Fá þá önnur þrjú verkefni sem þeir leysa á sama tíma og síðan koll af kolli, þar til 12 verkefni eru að baki. Rétt er að benda áhugasömum á að hægt að skrá sig til leiks fram að upphafspunkti keppninnar sem hefst við verslun Pedrómynda við Skipagötu. Þátttökugjald er kr. 500 og er filma og framköllun innifalin. Samhliða keppninni verður ýmislegt í boði og má þar nefna goskynningu frá Egils í Hamri, matartilboð á Greifanum og fleira. -KK niður í lok ársins. „Eg get ekki gefið upp að svo stöddu hvert magnið verður. Þetta er ekki stórt stökk, en er þó í áttina. Menn sjá hvernig búið er að bændum. Útrýmingarherferð er í fullum gangi af hendi stjórn- valda og þessi viðleitni ætti að hjálpa eitthvað. Að minnsta kosti eru bændur hér um sveitir ánægð- ir og við erum að vinna að sölu í fleiri löndum en Færeyjum,“ sagði Guðmundur G. Halldórs- son. ój Gistiheimilið Engimýri Heimafólk - Ferðamenn Hvemig væri aö fara í helgarkaffi á laugardag eöa sunnudag á kr. 500 og ef til vill á hestbak eöa upp að Hraunsvatni meö silungastöngina í leiöinni? Góöar viötökur, fagurt umhverfi. Gistiheimilið Engimýri í Öxnadal Kodacolor 24 MYNDA FILMA FYLGIR HVERRI FRAMKÖLLUN 20P 24 mynda filma er innifalin i verðinu. - /// *■/& GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Óskum eftir filmumóttökustöðum utan Akureyrar. Uppl. í síma 96-27422 RECNBOG FRAMKÖLLUN Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti 106, Akureyri. Sími: 27422. Filmumóttökustaðir: Esso-nesti Tryggvabraut, Veganesti v/Hörgárbraut, KEA Byggöavegi 98, Brynja Aðalstræti 3, Radíóvinnustofan Kaupangi, Esja Noröurgötu 8, Rafland Sunnuhlíö, Síöa Kjalarsíöu 1, Sæland Móasíðu 1. KEA verslun Ólafsfirði. Sólrún, verslun, Öldugötu 18 Árskógssandi._ OKEYPIS SKEMMTUN I SVEITINNI Kynntu þér ágústtilboð Ferðaþjónustu bænda Allar upplýsingar gefur skrifstofa Ferðaþjónustu bænda Bændahöllinni v/Hagatorg, símar 91-623640 og 91-623643, fax 91-623644

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.