Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 15. ágúst 1992 - DAGUR - 19 Popp Mognús Geir Guðmundsson Gei mstei nsútgáfa Plötur Bjartmars og Áhafnarinnar á Halastjörnunni, Engisprettufaraldur og Meira salt, sem komnar eru út hjá Geimsteini. Síðustu misseri og ár hafa Stein- ar/ps músík og Skífan/Platonic records verið þau útgáfufyrirtæki sem mest ber á og hafa haft bróðurpartinn af markaðinum á sinni könnu. En það er eitt fyrirtæki til við- bótar sem starfað hefur um langt árabil, sem einnig baslar við að gefa út íslenska tónlist, en það er fyrirtæki Rúnars Júlíussonar, Geimsteinn í Keflavík. Auk þess að hafa gefið út tónlist Rúnars sjálfs og eiginkonu hans Maríu Baldursdóttur, hafa margir góðir tónlistarmenn og hljómsveitir verið á snærum Geimsteins; meðal annarra Gylfi Ægisson, Bjartmar Guðlaugsson, Pandóra o.fl. Þeir tveir fyrrnefndu eiga nú einmitt tvo nýútgefna geisladiska á vegum Geimsteins, sem eru þó af ólíkum toga. Er í tilfelli Gylfa um að ræða endurútgáfu á hinni gríðarlega vinsælu plötu hans og Áhafnarinnar á Halastjörnunni, Meira salt, sem fyrst kom út fyrir einum tólf árum. Þarf ekki annað en að rifja upp lög eins og „Stolt siglir fleyið rnitt", „Elsku hjartans anginn rninn", og „Ég hvísla yfir hafið“ af plötunni sem dæmi um vinsældir hennar, en þessi lög m.a. hljómuðu títt í útvarpsþátt- um og gera jafnvel enn. Hjá Bjartmari Guðlaugssyni er hins vegar um að ræða glænýja ellefu laga frumsmíð, þar sem hann nýtur aðstoðar góðra manna við undirleikinn. Eru þar á ferð þeir Tryggvi Hubner, sem auk þesa að spila á gítar að venju, leikur á hljómborð og bassa o.fl. Rúnar Júl., sem einn- ig plokkar bassa á stöku stað ásamt því að vera upptökumaður og Matthías Hemstock á trommum. Um upptökustjórn sá svo Tryggvi líka, en hljóð- blöndunin var í höndum Óskars Páls Sveinssonar. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir Bjartmari síðustu eitt til tvö árin, en eins og margir muna hefur hann sent frá sér mörg lög sem náð hafa vinsældum s.s. eins og „Sumarliði erfullur", „Sextán ára í sambúö" og braginn um mömmu og pabba sem eru að fara á ball. Frá Geimsteini mun svo einnig vera komin út EP disk- ur/plata þar sem María Baldurs- dóttir syngur mörg af sínum þekktustu lögum. Ur ýmsum áttum ~\ AKUREYRARBÆR AFNOT AF ÍBÚÐ í DAVÍÐSHÚSI, AKUREYRI Eins og áður hefur komið fram, þá gefst fræðimönnum og listamönnum kostur á að sækja um 1-6 mánaða dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi, til að vinna að fræðum sínum eða listum. Ákveðið hefur verið að frestur til að skila umsókn- um um afnot af íbúðinni árið 1993 renni út 15. september nk. Umsóknir ber að senda til: Akureyrarbær, c/o Ingólfur Ármannsson, menningarfulltrúi, Strand- götu 19 b, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar á skrifstofu menningarmála, sími 27245. Menningarfulltrúi. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREVRI Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarstjórnunarstaða og staða hjúkrunarfræð- ings við heimahjúkrun á Heilsugæslustöðinni á Akureyri er laus til umsóknar frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Hjúkrun í heimahúsum er sjálfstætt, gefandi og þakklátt starf. Unnið er á dagvinnutíma en helgar- vinna er um það bil um fjórðu hverja helgi. Ef þú ert hraustur, glaðlyndur hjúkrunarfræðingur munt þú falla vel inn í hópinn sem fyrir er. Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér málið betur. Nýja platan hans Prince, sem skýrt var frá hér í Poppi að væri væntanleg bráðlega, mun nú að öllu forfallalausu koma út sjöunda september. Var upphaf- lega gert ráð fyrir að hún kæmi út nú í sumar, en vegna þeirrar ákvörðunar poppkóngsins að fá leikkonuna Kirsty Alley (úr Staupasteini m.a.) til að koma fram á henni, varð ekkert af því. Hlutverk Alley á plötunni er þó ekki að syngja eða spila, heldur að rabba við Prince, Svona til að „brúa bilið" milli laga. Fer hans konuglega ótukt þarna sínar eig- in leiðir eins og svo oft áður. Auk nýju plötunnar, sem enn hefur ekki verið nafngreind, var sömu- leiðis í bígerð að gefa út þlötu með helstu lögum Prince, en m.a. vegna útgáfu nýju plötunnar verður ekkert af þeirri útgáfu fyrr en í fyrsta lagi í lok ársins. Skoska popphljómsveitin Orange Juice þótti vera með þeim efnilegri frá því landi þegar hún kom fram í byrjun níunda áratugsins. Var reyndar þá þó nokkuð mikill uppgangur í skosku rokki og poppi og komu fram á sjónarsviðið sveitir þaðan eins og Jesus and Mary chain, The Go Beetweens og Aztec Camera auk Orange Juice. Náði hljómsveitin þó aldrei, á þeim um fimm árum sem hún starfaði, að slá rækilega í gegn eins og búist var við og átti aðeins eitt lag sem komst á topp í Bretlandi, Rip it up. En þótt vinsældirnar yrðu ekki of miklar naut Orange Juice mikillar virðingar og skildi hún eftir sig margar perlur að margra mati. Er nú væntanleg í lok mán- aðarins safnplata með Orange Juice sem geyma mun samtals 22 lög þar á meðal áðurnefnt Rip it up og níu önnur lög sem kom- ust á vinsældarlista. Var það söngvarinn Edwyn Collins sem valdi lögin á plötuna. Nú í vikunni bárust enn og aftur frennir um vandræði Nýja platan með Prince á að koma út í september. og læti þar sem Guns N’ Roses á beinan eða óbeinan hlut að máli. Voru það í þetta skipti ólæti sem brutust út í Montreal í Kanada á tónleikum Guns N’ Roses og Metallica þar. Mun allt hafa farið í bál og brand vegna þess að hætta varð tónleikunum fyrr en ætlað varð tónleikunum fyrr en ætlað var þar sem Axl Rose, að sögn, hafði fengið í hálsinn. Var nú vart á bætandi hjá Rose og félögum, því söngvarinn sér fram á réttarhöld yfir sér í októ- ber vegna ólátanna í St. Louis í fyrra og sem rækilega hefur verið fjallað um hér áður. Var Axl Rose á tímabili eftirlýstur og hundeltur vegna þess máls í sumar, síðan loks handtekinn, en látinn laus gegn tryggingu. Er vonandi hans vegna og hljómsveitarinnar að slík eftirmál verði ekki nú, en það á eftir að koma í Ijós. Hinn heittelskaði/hataði rámur Tom Waits sendir frá sér nýja plötu, Bone macine, 7. september næstkomandi. Verður hún væntanlega einhverjum mik- ið fagnaðarefni, því um er að ræða fyrstu hljóðversskífu Waits með frumsömdu efni í heil fimm ár. Smáskífa/diskur þar sem aðallagið verður Goin’ out west kemur út nú á mánudaginn sem forsmekkur af því sem koma skal. Eitt laganna sem verður á Bone macine heitir That feel, en það samdi Waits í félagi við Keith Richards gítarleikara Rolling stones. obby Brown, stráklingurinn þeldökki, sem allt gerði vit- laust með fyrstu plötu sinni fyrir um tveimur árum, er nú rétt búinn að senda frá sér nýtt lag sem kallast Humping around. Er lagið undanfari nýrrar plötu sem nefn- ist einfaldlega Bobby og sem kemur út nú eftir helgina. Geymir hún samtals 14 lög, þar á meðal dúett Brown og Whitney Houston í einu laginu. Munu þau tvö nú vera gift ef poppskrifara skjátlast ekki. Söngkonan Tori Amos, sem marga gladdi með komu sinni hingað til lands í síðasta mánuði, gleður a.m.k. einn aðdáenda sinn sórstaklega með nýjustu smáskífuútgáfu sinni. Hún gefur nefnilega út lagið Sil- ent all these years fyrir beiðni eins aðdáanda síns sem missti af EP plötunni Me & a gun þar sem það var upphaflega að finna. Greinilega góð stúlka og jarðbundin hún Tori Amos. Konny K. Kristjánsdóttir hjúkrunarforstjóri, sími: 96- 22311. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 Innlausnardagur 15. ágúst 1992. 1. flokkur 1989 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000 7.002 50.000 70.024 500.000 700.236 1. flokkur 1990 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 6.182 61.822 618.223 2. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 12.189 100.000 121.892 1.000.000 1.218.915 2. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.330 100.000 113.301 1.000.000 1.133.011 Innlausnarstaður,: Veðdeild Landsbanka Islands Suðurlandsbraut 24. ■■■I OIIUUI líUlUÖUltlUl Í3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-696900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.