Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 20

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 20
O HELGARVEÐRIÐ Um fjögur hundruð km suð- vestur af Reykjanesi er vax- andi 984 millibara lægð sem þokast norðnorðaustur. Veð- urstofa íslands segir veður fara hlýnandi í bili - einkum norðan- og austanlands. Sunnankaldi verður og skúrir með morgninum á Norður- landi vestra en bjartara verður norðaustanlands. Á morgun og mánudag verður breytileg eða suðvestlæg átt; einhver raki verður vestantil en að mestu þurrt austantil á Norðurlandi. Hiti verður víðast á bilinu 8-12 stig á Celsíus. Smáiðnaður á landsbyggðinni: Nýsköpun nýtur aðstoðar - iðnaðarráðuneyti ráðstafar 10,7 milljónum af Qárlögum Aðilar sem vilja stofna til nýjunga í smáiðnaði og stofna ný iðnfyrirtæki á landsbyggð- inni geta fengið aðstoð frá iðn- aðarráðuneyti eftir að fé var veitt til þessa á fjárlögum. Einkum verður veitt aðstoð þeim sem hafa skýr áform og leggja í nýsköpunina eigið áhættufé. Jón Gunnarsson, ráðgjafi á vegum iðnaðarráðuneytis, aðstoð- Ný bensínstöð í Ólafsfirði: í notkun á vori komanda Þessa dagana er verið að ganga frá endanlegum tillögum og teikningum að nýrri bensín- stöð Skeljungs hf. í nágrenni Hótels Olafsfjarðar sem einnig er rekið og í eigu Skeljungs. Skipulagsnefnd Ólafsfjarðar- bæjar hefur samþykkt staðsetn- ingu og frumteikningar að stöðinni en að sögn Þóris Har- aldssonar framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Skeljungs hefjast framkvæmdir á komandi haust- dögum. Samkvæmt áætlun er stefnt að því að taka stöðina í notkun næsta vor til að mæta sumarum- ferðinni en reynt verður að gera hana aðlaðandi en hagkvæma fyrir félagið. Núverandi stöð verður lögð niður við opnun þeirrar nýju enda höfðu borist til- mæli um flutning á henni af skipulagsástæðum. Einnig verður reynt að samhæfa reksturinn rekstri hótelsins því að þótt rekstur þess hafi gengið þokka- lega í sumar hefur gisting verið þar minni en vonir stóðu til. Þórir segir að auðvitað muni Skeljung- ur líta til Ólafsfjarðar með nám- skeið eða annað ef þátttakenda- fjöldi henti gistirými hótelsins og stuðla þannig að sem bestri nýt- ingu þess. Hótelið hefur verið með áætlanir í samráði og sam- starfi við Ólafsfjarðarbæ um auglýsingaátak til að kynna Ólafsfjörð sem ferðamannabæ og mun afrakstur þess koma í ljós á vetrarmánuðum. GG Samningar undirritaðir um sölu á hrossakjöti til Japans: Framboð miiuia en japanski markaðurinn viil kaupa A undanförnum vikum hafa staðið yfir viðræður við Japana um sölu á hrossakjöti og að sögn Jóhanns Steinssonar hjá Goða hf. voru líkur á að samn- ingar yrðu undirritaðir á föstu- dag en hér er um verulegt magn að ræða og reyndar hafa Japanar sóst eftir fleiri hross- um en markaðurinn getur annað. Goði hf. er brautryðjandi í útflutoingi á hrossakjöti og hófst hann fyrir allmörgum árum með útflutningi til Noregs, en þegar sá markaður lokaðist var farið út í sláturhross til Belgíu og Frakk- lands og á sama tíma var farið að fikra sig inn á Japansmarkað. Þær þreifingar hafa leitt til þess Heysalan til Skandinavíu: Enn beðið viðbragða Svía - líklegt að Búnaðarsamband Austurlands selji til Noregs Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur engin viðbrögð enn feng- ið við heysýni sem sent var til Svíþjóðar fyrir hálfum mán- uði. Óvissa ríkir því enn um hvort af heysölunni verður en gengið verður eftir svari í næstu viku. Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, segir að nú fyrir helgina hafi verið send orð- sending til Svíþjóðar en svar hafði ekki borist í gær. Norskir aðilar voru í sambandi við Búnaðarfélag Austurlands fyrr í sumar vegna sömu hug- mynda. Eftir langvarandi þurrka í Noregi byrjaði að rigna og grænkuðu þá tún og í framhaldi af því fékk Búnaðarsamband Austurlands tilkynningu um að bændasamtökin í Noregi kæmu ekki til með að standa fyrir hey- kaupum frá íslandi. Hins vegar væri ekki loku fyrir það skotið að einkaaðilar leituðu eftir hey- kaupum. Samkvæmt upplýsing- um frá Búnaðarsambandi Aust- urlands í gær er líklegt að af sölu á 200 tonnum af heyi veröi og þá til norskra hestamanna en almennir bændur í Noregi gera sér vonir um að geta heyjað eitthvað í haust en bætt sér hey- leysið upp að öðru leyti með hálmi. JÓH að nú er Goði hf. að gera stóra sölusamninga til Japans og aðrir feta reyndar í þau fótspor. Hross- unum verður slátrað víða en kaupendur munu senda hingað til lands menn til að úrbeina kjötið og ganga frá því til flutnings að einhverju leyti, en á síðasta ári var það sent út í heilum stykkjum. Áður fyrr var hérlendis mikið framboð af hrossakjöti sem ekki nýttist og bændur fengu illa og seint greiðslu fyrir en nú hefur orðið algjör uppstokkun í sölu- málum á hrossakjöti, þó sérstak- lega á eldri hrossum því kaup- endur eru að leita eftir fitu- sprengdu kjöti og að hrossin sé sæmilega stór og ekki yngri en 4- 5 vetra. Hrossakjöts er fyrst og fremst neytt í Japan að vetrinum og er matreitt þannig að vöðvarnir eru vel snyrtir og síðan er kjötið skorið í þunnar skífur og loks í litla bita og borið fram hrátt en bitunum er dýft í soyjasósu. Skráð verð hjá Framleiðsluráði Iandbúnaðarins á sams konar hrossakjöti og Japanar eru að kaupa er frá kr. 84,53 til 105,66 pr. kg. til framleiðenda án hupps og hluta af síðu en frá kr. 76,48 til 95,60 með hupp og síðu og er verið að tala um samninga á þeim nótum eða ívfð hærra verð, en fyrst og fremst hafa viðræðurnar snúist um framkvæmdaatriði. GG ar umsækjendur við frágang umsókna sem eiga að hafa borist fyrir 1. október nk. Að sögn Jóns eru undirtektir góðar og hafa þegar borist fjölmargar umsóknir - m.a. frá aðilum á Norðurlandi. Á fjárlögum ársins 1992 eru liðnum Smáiðnaður í dreifbýli ætlaðar 10,7 milljónir króna. Iðn- aðarráðuneytið mun í samstarfi við Iðntæknistofnun íslands, Byggðastofnun og atvinnuráð- gjafa út um land nota fjárveitingu Alþingis til að „veita aðstdð þeim sem hyggjast stofna til nýjunga í smáiðnaði eða stofna ný iðnfyrir- tæki, einkum á landsbyggðinni," eins og segir í auglýsingu ráðu- neytisins þar að lútandi. Aðstoðin er fyrst og fremst ætl- uð til að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, stofnsetn- ingu og markaðssetningu nýrrar framleiðslu en Jón Gunnarsson ráðgjafi fylgir umsóknum eftir og sér til þess að nauðsynlegar upp- lýsingar komi fram. Aðstoð fjárveitingavaldsins er að sögn Iðnaðarráðuneytis sér- staklega ætluð þeim sem þegar hafa skýrt mótuð áform um að hefja slíka starfsemi og vilja leggja í hana eigið áhættufé. GT í vikunni hófust framkvæmdir við að reka niður fyrstu stálskúffurnar í 70 m löngum viðlegukanti norðan við Sverrisbryggju á Oddeyrartanga á Akur- eyri. Á næstu vikum verður lokið við að reka stálþilið niður, staga það af og fylla að því en síðan verður frekari framkvæmdum við viðlegukantinn frest- að fram á næsta sumar. Mynd: Goiii Áframhaldandi rekstur skóverksmiðju á Akureyri: Ahugasamir aðilar þurfa að koma fram á sjónarsviðið „Iðnþróunarfélagið hefur ver- ið að kanna grundvöll fyrir rekstri skóverksmiðju og eina sem Akureyrarbær hefur kom- ið inn í þá mynd er að miðað við tryggingar sem við eigum í vélum og tækjum þá erum við væntanlega eigendur þeirra. Iðnþróunarfélagið hefur gert okkur grein fyrir sinni vinnu í þessu máli en þankagangur um að Akureyrarbær ætli að fara að reka skóvérksmiðju er mjög léttvægur,“ segir Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjar- ráðs Akureyrar, um möguleika á að Akureyrarbær verði þátt- takandi í mögulegri stofnun nýs fyrirtækis um rekstur skó- verksmiðju á Akureyri. Eins og kom fram í blaðinu í gær er skiptameðferð í þrotabúi skóverksmiðjunnar Striksins komin skammt á veg en skipta- stjóri mun láta reyna á hvort ein- hverjir aðilar hafa áhuga á að hefja á ný rekstur skóverksmiðju í bænum. Sigurður segir að á bæjarráðs- fundi í fyrrakvöld hafi aðeins ver- ið lögð fram skrifleg greinargerð frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, sem vinnur nú að athugun á möguleikum áframhaldandi rekstrar verksmiðjunnar. Sigurð- ur segir að framhaldið sé alger- lega í höndum Iðnþróunarfélags- ins en gagnvart bænum standi málið fyrst og fremst þannig að bærinn eigi veð í tækjabúnaðin- um og spurningin er því sú hvort hann leysir tækin til sín eða ekki. „Málið er fyrst og fremst alvar- legt gagnvart því fólki sem þarna hefur unnið, framtíð þess og atvinnumöguleikum, en það þurfa að koma fram á sjónarsvið- ið aðilar sem sýna þessu verkefni þann áhuga að eitthvað fari að gerast,“ sagði Sigurður J. Sig- urðsson. JÓH Kaupir Akur- eyrarhöfti fast- eignir Odda? Slippstööin á Akureyri liefur sent hafnarstjórn erindi þar sem sem Akureyrarhöfn er boðið að kaupa fasteignir Vél- smiðjunnar Odda á Oddeyrar- tanga. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur verið gerður samningur um samein- ingu Slippstöðvarinnar og Odda, sem enn á þó eftir að staðfesta. Hafnarstjórn fjallaði um erind- ið á fundi sínum í gær og var sam- þykkt að fela hafnarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta fund. Síðustu ár hefur Akureyrar- höfn verið að kaupa fasteignir til niðurrifs á Oddeyrartanga vegna uppbyggingar vöruhafnar. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.