Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. ágúst 1992 - DAGUR - 9 Lilja Birgisdóttir er 15 ára og fer í 10. bekk í haust. Fyrir rúmum mánuði síðan fór hún í enskuskóla fyrir útlendinga í Folkstone þar sem hún dvaldi í einn mánuð. Ég hitti Lilju stuttu eftir að hún konr heim og forvitnaðist um veru hennar í Englandi. „Þetta hófst allt með því að bróðir pabba sagði mér og frænku minni frá þessum skóla og spurði hvort okkur langaði til að fara. Við höfðum náttúrulega mikinn áhuga fyrir því þannig að hann skrifaði skólanum og sótti um fyr- ir okkur. Skólinn sá síðan um að útvega okkur fjölskyldu til að búa hjá á meðan við værum úti. Fjölskyldan sem ég bjó hjá skrifaði mér bréf þar sem heimil- islífi og fjölskyldunni var lýst. Ég skrifaði þeim bréf í sama stíl og þar með var allt klappað og klárt. Við Helga (frænka Lilju) tlugum svo út þann 5 júlí og hittum tjöl- skyldur okkar seinna um daginn." - Voruð þið ekki hjá sömu fjöl- skyldunni? „Nei, en það var stutt á milli og við hittumst á hverjum degi í skól- anum. Þar sem ég bjó var spænsk stelpa sent varð mjög góð vinkona mín. Ég held að ef við Helga hefðum verið á sama heimili þá Lilja segist aldrei hafa fengið beikon og egg í morgunmat sér til mikillar furðu. Það kom henni líka á óvart hvað Englendingar borða lítið miðað við íslendinga og segist hún eiginlega aldrei hafa verið almennilega södd. hefðum við verið feimnari að tala ensku en við vorum þannig að þetta var ágætt. Með þessu móti fengum við líka tækifæri til að Skósalmn Fyrir tæpu ári síðan opnaði skó- verslunin Bónusskór í verslunar- miðstöðinni Kaupangi. Eigendur eru feðgamir Jón Stefán Einarsson og Einar Ámason. Jón Stefán, sem er 22 ára gamall, hefur unnið í versluninni frá því að hún opnaði og segir að viðskiptin hafi gengið mjög vel frá fyrsta degi. Fyrir skömmu llutti skóhúsið Bónus- skór niður í miðbæ nánar tiltekið í Brekkugötu 1 og þar hitti ég Jón Stefán að máli. - Hver var kveikjan af því að þú lagðir út í jafn stórt dæmi eins og að opna skóverslun? „Systir mín opnaði skóverslun í Rcykjavík fyrir tveimur árum og ég rak búðina fyrsta árið og hafði mjög gantan af. Þarna var gamall drauntur um að vera sjálfs míns herra að rætast en ég var samt ekki nógu ánægður í Reykjavík og ákvað því að koma aftur heim og sjá til með hvað ég myndi gera. Ég var ekki búinn að vera hér nema í nokkrar vikur þegar við pabbi vorum búnir að opna Bón- usskó í Kaupangi. Alveg frá fyrsta degi hefur fyrirtækið gengið mjög vel og það er óhætt að segja að þetta hafi byrjað með sprengju. Jón Stefán er í fullu fjöri þessa dagana enda útsala í fullum gangi. Ástæðan fyrir velgengninni er eflaust sú að við höfum lagt metn- að okkar í það að flytja vöruna inn sjálfir og höfurn því getað haft verðið lægra en gengur og gerist." - Hvað tegund af skóm selst best og hverjir eru það sem kaupa helst? „Klassískir götuskór seljast alltaf vel og það er það sem trygg- ir viðskiptin. Konur og karlar koma jafnt til að kaupa sér skó en það eru helst konur sem kaupa sér dýra og vandaða skó og þær eru líka dyggari tískunni en karlamir.“ - Þarf ekki að auglýsa mikið til að viðskiptin gangi? „Við auglýstum mikið til að byrja með en núna er það ekki eins nauðsynlegt. Þegar við vor- um í Kaupangi þurftum við að minna á okkur vegna þess að þar gekk fólk ekki framhjá og leit inn eins og það gerir hér. Þar gerði fólk sér sérstaka ferð.til að koma og það kom okkur á óvart hvað við þurftum að auglýsa lítið til að fólk kæmi. Eins og ég sagði þá hefur þetta gengið framar björt- ustu vonum frá fyrsta degi.“ - En hvernig stóð þá á því að þið fluttuð ykkur í miðbæinn fyrst allt gekk svona vel í Kaupangi? „Það var alltaf draumurinn að komast í miðbæinn. Það er ntun líflegra hér og fólk lítur miklu frekar inn. Ástæðan fyrir því að við fluttum í þetta húsnæði var sú að mágur minn í Reykjavík keypti það við fengum það til leigu. Ég er alsæll héma í miðbænum og verð alveg örugglega hér áfram." - Heldur þú að þú verðir skó- sali í framtíðinni? „Mínir draumar bindast ekki endilega við að vera skósali en ég kann ágætlega við mig í því hlut- verki. Við skulum bara segja að ég verði skósali þangað til annað kemur i' ljós." kynnast fleirum." - Hvemig var fólkið sem þú bjóst hjá? „Þau voru mjög almennileg og það var allt mjög skipulagt hjá þeint. Það voru til dæmis allar reglur sem við þurftum að fara eftir hengdar upp á fataskápinn okkar og það var mjög þægilegt. Helga hafði ekki neinar sér- stakar reglur til að fara eftir og því var oft erfitt fyrir hana að vita hvenær þau borðuðu og annað. Við borðuðum alltaf á sama tíma og höfðum vissar skyldur innan heimilisins. Þetta stóð allt á reglu- blaðinu og því var aldrei vafi á því til hvers var ætlast af okkur. Það voru líka reglur sem skólinn setti um útisvistatíma og þau fóru algjörlega eftir þeint. Hjónin segjast hafa ntjög gam- an af því að hafa krakka eins og okkur hjá sér og það hlýtur að vera rétt vegna þess að þau hafa haft krakka allan ársins hring í 9 ár. I rauninni er þetta vinna kon- unnar og ég held að þau fái mjög vel borgað fyrir þetta." - Varstu ánægð nteð skólann? „Já, mér fannst hann skemmti- legur. Þetta var skóli fyrir 13-17 ára erlenda unglinga þannig að ég var langt frá því að vera yngst. Ég var í bekk með krökkunt frá ótrú- legustu löndum og það var sér- staklega garnan að kynnast þeim. Við vorum í skólanum alla virka daga frá klukkan 9 til 4. Við vor- um í bóklegu námi þar sem við lærðum málfræði, lásum sögur og fleira, leiklistartímum sem voru rnjög skemmtilegir og að lokum í íþróttum. Iþróttatímamir voru ekki eins og þeir eru hér heldur vorunt við á hestbaki, sundi, báts- ferðum og Beiru. Mér fannst nijög gaman í skólanum og lærði mikið og þá sérstaklega að tala." - Gátuð þið gert eitthvað skemmtilegt á kvöldin og um helgar? „Já, við vorunt eiginlega alltaf einhversstaðar að þvælast. Við fórum í bíó, á ströndina eða á diskótek og það var alltaf diskótek í skólanum á fimmtudagskvöld- um. Á sunnudögum var farið í skylduferðir með skólanum en á laugardögum var boðið upp á feröir sem við þurftum að borga sjálf. Ég fór tvisvar til London og fannst alveg meiriháttar en ég lét það nægja vegna þess að ferðima voru svolítið dýrar." - Værir þú til í að fara aftur? „Já, mig langar aftur og ætla að reyna að komast aftur. Ég hefði viljað vera í 6 vikur í staðinn fyrir 4 þó þetta hafi verið mjög góður tími. Ég held að allir krakkar hefðu gott af því að fara svona í burtu frá heimilinu þó það þurfi ekki endilega að vera svona langt vegna þess að þá lærir maður að standa á eigin fóturn og bjarga sér." Fjölskyldan sem Lilja bjó hjá í Folkstone.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.