Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 15. ágúst 1992 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Laugardagur 15. ágúst 13.00 Bikarkeppnin í frjálsum íþróttum. Bein útsending frá bikar- keppni FRÍ þar sem mætast sex félög úr fyrstu deild og jafnmörg í annarri. 17.00 íþróttaþátturinn. 18.00 Múmínálfarnir (43). 18.25 Bangsi besta skinn (4). 18.50 Táknmál8fréttir. 18.55 Draumasteinninn (11). 19.20 Kóngur í ríki sínu (11). 19.52 Happó. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Blóm dagsins - músareyra (cerastium alp- inum). 20.45 Fólkið í landinu, „Þetta verður að vera skemmtilegt". Sonja B. Jónsdóttir ræðir við Ásgeir Eiíasson þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. 21.10 Hver á að ráða? (20). (Who’s the Boss?) 21.35 Peningar. (Geld.) Þýsk gamanmynd fra 1988. í myndinni segir frá öivænt- ingarfuilri húsmóður, sem hefur lifað um efni fram, og bregður á það ráð að ræna bankastjóra. Leikstjóri: Doris Dörrie. Aðalhlutverk: Billie Zöckler, Uwe Ochsenknecht, Sunnyi Meilers og August Zirner. 23.15 Valin bráð. (Prime Target.) Bandarísk spennumynd frá 1989 um lögreglukonu sem falið er að hafa upp á morð- ingja tveggja stallsystra sinna. Aðalhlutverk: Angie Dickin- son, Charles Duming, Yap- het Kotto, Joe Bologna og David Soul. Myndin er bönnuð börnum. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 16. ágúst 13.00 Bikarkeppnin í frjálsum íþróttum. Bein útsending frá keppni í fyrstu og annarri deild í bikarkeppninni í frjálsum íþróttum. 17.00 Hlé. 17.50 Sunnnudagshugvekja. 18.00 Ævintýri úr konungs- garði (7). 18.30 Ríki úlfsins (7). (I vargens rike) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna (9). 19.30 Vistaskipti (21). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Sjö borgir - fyrsti þáttur: Amsterdam. Hér fer af stað ný þáttaröð þar sem sjónvarpsmenn bregða sér í ferð til nokkurra merka borga og ræða við íslendinga sem kunnugir eru á hverjum stað. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. ' 21.10 Gangur lífsins (17). (Life Goes On.) 22.00 Yfir sig ástfangin. (Amoureux Fou) Kanadísk sjónvarpsmynd frá 1991.1 myndinni segir frá mamii og konu sem verða ástfangin hvort af öðm, mökum þeirra beggja til mikillar armæðu. Aðalhlutverk: Rémy Girard, Jean Rochefort, Nathalie Gascon og Danielle Proulx. 23.40 Útvarpsfróttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 17. ágúst 13.25 Alþingi sett. Bein útsending frá guðs- þjónustu í Dómkirkjunni og setningu Alþingis að henni lokinni 15.00 Hlé. 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (76). (Families) 19.30 Fólkið í Forsælu (16). (Evening Shade). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Úr ríki náttúmnnar. Hringfuglinn á Hegraey. (Silver Eyes in Paradise). Nýsjálensk heimildamynd þar sem lýst er lífsháttum hringfuglsins og fleiri fugla á Hegraey undan strönd Ástralíu. 21.00 íþróttahornid. Umsjón: Kristrún Heimis- dóttir. 21.30 Stundardans (2). Breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Melvyn Bragg um ástarsamband miðaldra manns og ungrar stúlku. Það er 36 ára aldurs- munur á þeim og samband þeirra kemur róti á bæjarlífið og ógnar tilveru þeirra beggja. Aðalhlutverk: Ronald Pickup og Dervla Kirwan. 22.30 Bráðamóttaka (3). (Bellevue Emergency Hospital). Fyrsti þáttur af sex sem sýna líf og störf á Bellevue- sjúkrahúsinu í New York en þar er tekið á móti öllum sem þangað leita í neyð. Atriði í þættinum em ekki við hæfi barna. 23.00 Ellefufréttir 23.10 Þingsjá. 23.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 15. ágúst 09.00 Morgunstund. 10.00 Með björn í fóstri. 10.30 Krakka-Visa. 10.50 Brakúla greifi. 11.15 Ein af strákunum. (Reporter Blues) Nýr myndaflokkur um unga stúlku sem á sér þann draum heitastan að vinna sem blaðakona. 11.35 Mánaskífan. (Moondial) Einstaklega vandaður leik- inn spennumyndaflokku: sem gerður er eftir sam- uefndri sögu bama- og ungl- ingahöfundarins þekkta, Helen Cresswell. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.55 Bílasport. 13.25 Visa-Sport. 13.55 Myrkármálið. (Incident at Dark River) Átakanleg mynd um verkamann sem yfirtekur rafhlöðuverksmiðju eftir að dóttir hans veikist alvarlega af völdum eiturúrgangs. 15.30 Kærastinn er kominn. (My Boyfriend’s Back) Létt og skemmtileg mynd um þrjár konur sem hittast og syngja saman eftir 25 ára þögn. 17.00 Glys. 17.50 Svona grillum við. 18.00 Nýmeti. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Falin myndavél. (Beadle’s About.) 20.30 Á tónleikum með Tinu Turner og Súsönnu Hoffs. Hér gefur að líta myndskeið frá tónleikaferðum þeirra á síðastliðnu ári. 21.30 Stórviðskipti. (Big Business) Það verður uppi fótur og fit þegar forríkar og mjög ólíkar tvíburasystur, sem reka risa- fyrirtæki, fá heimsókn frá alveg eins tvíburasystmm. Hvað er hægt að gera í mistökum á fæðingardeild- inni áratugum eftir að þau eiga sér stað? Aðalhlutverk: Bette Midler, Lili Tomlin, Fred Ward. 23.05 Havana. Sannkölluð stórmynd með stórleikurum. Sögusviðið er Kúba árið 1958. Landið er í sámm vegna uppreisnar Castrós og skæmliða hans. Fjárhættuspilari (Robert Redford) kemur til Kúbu til að spila, en kynnist konu eins hæst setta uppreisnar- mannsins og heillast af henni, sem ekki kann góðri lukku að stýra. Aðaihlutverk: Robert Redford, Lena Olin, Raul Julia. Stranglega bönnuð börnum. 01.25 Feigðarflan. (Curiosity Kills) Ljósmyndari nokkur kemst að því að nágranni hans hef- ur að öllum líkindum þann leiða starfa að myrða fólk gegn vænum fjárhæðum. Stranglega bönnuð börnum. 02.50 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 16. ágúst 09.00 Kærleiksbirnirnir. 09.20 Örn og Ylfa. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína og félagar. 11.30 í dýraleit. (Search for the World's Most Secret Animals.) 12.00 Eðaltónar. 12.30 Sayonara. Það em þeir Marlon Brando, James Garner og Red Buttons sem fara með aðal- hlutverkin í þessari sígildu Óskarsverðlaunamynd um ástir og örlög þriggja her- manna í seinni heimsstyrj- öldinni. 14.50 Ruglukollar. (Crazy People) Gamanmynd með Dudley Moore í hlutverki auglýs- ingamanns sem stendur í skilnaði við konuna og það er svo mikið að gera í vinn- unni að hann er að kikna. 16.20 Hættur á hálendinu. Tilgangurinn með þessum fróðlega þætti er að kynna fyrir fólki hvernig sé best að bera sig að þegar fara á yfir straumvötn. 17.00 Listamannaskálinn. (Yuri Bashmet) Fiðlusnillingurinn Yuri Bashmet er án efa einn besti fiðluleikari heims og hið dökka yfirbragð hans og síða hárið hefur orðið til þess að hann er oft kallaður Paganini nútímans. 18.00 Petrov-málið. (Petrov Affair) 18.50 Áfangar. Björn G. Bjömsson mun að þessu sinni skoða kirkjuna á Gmnd í Eyjafirði en hún er talin eitt fegursta guðshús á íslandi hvað varðar skreyt- ingu alla, hið ytra sem innra. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. 20.25 Root fer á flakk. (Root into Europe) 21.20 Arsenio Hall. 22.05 Samskipadeildin. 22.15 Ein og yfirgefin. (The Last To Go) Örlög Slattery fjölskyldunn- ar er viðfangsefni þessarar vönduðu sjónvarpsmyndar. í upphafi er hin hamingju- sama Slatter fjölskylda að flytja inn í hús drauma sinna í Connecticut en tímamir líða og er síðustu ungarnir em að fljúta úr hreiðrinu finna hjónin að þau eiga kannski ekki svo ýkja margt sameiginlegt og maðurinn fær að auki vott af gráa firð- ingnum. Aðalhlutverk: Tyne Daly, Terry O’Quinn, Annabeth Gish. 23.45 Ógnir eyðimerkurinnar. (High Desert Kill) Hér er á ferðinni hörku- spennandi vísindaskáld- saga. í óbyggðum Nýju- Mexíkó er eitthvað á sveimi sem virðist yfirtaka líkama og sálir fólks. Aðalhlutverk: Chuck Connors, Anthony Geary og Marc Singer. Bönnuð börnum. 01.15 Dagskrárlok. Gamla myndin: Nafnaleitin ber mjög góðan árangur Frá því Dagur og Minjasafnið á Akureyri hófu samstarf um að birta gamlar Ijósmyndir úr safni Hallgríms Einarssonar og sona og óska eftir að lesendur nafngreindu fólkið á myndun- um hafa 80 Ijósmyndir birst og heimturnar eru nákvæmlega 75%. Hörður Geirsson hjá Ijósmyndadeild Minjasafnsins er himinlifandi með þennan árangur og vill koma á fram- færi þakklæti til lesenda Dags fyrir hönd safnsins. Hér koma svo nöfn þeirra sem hafa verið greindir á síðustu myndum. Árangurinn er sem fyrr góður en þó hafa engar upplýs- ingar borist um mynd nr. M3- 1500 sem birtist 18. júlí. Þetta er greinilega mjög gömul mynd en vonast er til að fólk þekki ein- hvern úr þessum 17 manna hópi. Mynd nr. M3-838 birtist 27. júní. Þetta munu vera skólafélag- ar í gagnfræðaskóla í kringum 1926. 1. Baldvin B. Skaftfell. 2. Sigfús Jóelsson. 3. Jóhannes Egilsson. 4. Steingrímur Pálsson. 5. Guðmundur Guðmundsson. 6. Garðar Þorsteinsson. 7. Bryn- hildur Baldvinsdóttir. 8. Hanna Kristín Baldvinsdóttir. 9. Ingi- björg Stefánsdóttir. 10. Ingólfur Guðmundsson. Mynd nr. M3-474 birtist 4. júlí. Þetta er fjölskylda frá Siglufirði og hafa nöfnin þegar verið birt en við rifjum þau upp aftur. 1. Hall- dór Gestsson. 2. Lára Thorsen. 3. Kristín Gestsdóttir. 4. Gestur Guðmundsson. Mynd nr. M3-328 birtist í helg- arblaðinu 11. júlí. Hún sýnir sex drengi með reiðhjól og hafa þrír þeirra verið nafngreindir. 1. Jón Norðmann. 5. Jakob Sigurðsson Kvaran. 6. Steinþór Árdal. Mynd nr. M3-448 birtist 25. júlí. Þetta er fjölskyldan á Vestra-Hóli í Flókadal í Fljótum og er myndin tekin í kringum 1930. 1. Guðrún Sigmundsdóttir. 2. Sveinn Sigmundsson. 3. Indí- ana Sigmundsdóttir. 4. Jóhann Sævaldur Sigurðsson. 5. Jón Sig- mundsson. 6. Sigmundur Jóns- son. 7. Halldóra Baldvinsdóttir. Mynd nr. M3-417 birtist 1. ágúst. Hún sýnir hjón og ættingja á Akureyri 1926. 1. Sigmar Benjamínsson. 2. Steinfríður Tryggvadóttir. 3. Ingibjörn Guðnason. 4. Jóhannes Jónsson, kaupmaður. 5. Guðbjörg Sig- valdadóttir. 6. Sigrún Sigvalda- dóttir, húsmóðir. Loks er það mynd nr. M3-463 sem birtist 8. ágúst. Þetta eru mæðgin og er myndin tekin í kringum 1940. 1. Guðjón Þórir Tómasson. 2. Sigrún Kristins- dóttir. 3. Sveinbjörn Tómasson. SS Sundnámskeið 10 daga sundnámskeið hefst í Sundlaug Akureyrar, miðvikudaginn 19. ágúst. Námskeiöiö er ætlað 6-7 ára börnum og einnig veröa sértímar fyrir eldri grunnskólabörn. Skráning ferfram í Sundlauginni í síma 23260. Námskeiðsgjald er 2000 kr. og greiðist í fyrsta tíma. Forstöðumaður. Spói sprettur Gamla myndin Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeint upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda lesendunt að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.