Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 15.08.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 15. ágúst 1992 Kí KENNARASAMBAND ÍSLANDS Umsóknir um námslaun Stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóös Kennara- sambands íslands auglýsir eftir umsóknum um námslaun til kennara sem hyggjast stunda fram- haldsnám skólaáriö 1993-1994. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í allt aö 12 mánuöi eftir lengd náms. Hlutfall launagreiðslna veröur í samræmi viö umfang námsins. Umsóknum ber aö skila á skrifstofu Kennarasam- bands íslands, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Eyöublöö liggja frammi á skrifstofu KÍ, skrifstofu BKNE á Akureyri, fræðsluskrifstofum og hjá trúnað- armönnum í skólum. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 10. september 1992. Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands íslands Íþróttir Knattspyrna, 2. deild: Leifturssigur gegn Selfossi „Ég er mjög ánægður með stigin þrjú þrátt fyrir að leikur- inn hafi kannski ekki verið neitt sérstakur,“ sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Leifturs, eft- ir að menn hans höfðu lagt Selfyssinga að velli, 4:1. Hann 2. deild karla 13. umferð: Grindavík-Fylkir 1:1 Stjarnan Víðir 1:1 Leiftur-Selfoss 4:1 ÍR-Þróttur 1:3 ÍBK-BÍ Staðan: Fylkir 13 10-1-2 29:12 31 ÍBK 12 8-3-1 25:11 27 Þróttur R. 13 7-1-5 21:21 22 Grindavík 13 6-2-5 24:18 20 Leiftur 13 5-3-5 23:16 18 Stjarnan 13 4-4-5 18:17 18 ÍR 13 3-5-5 13:21 14 BÍ 12 3-4-5 16:25 13 Víðir 13 2-5-6 12:17 11 Selfoss 13 0-4-9 11:36 4 Markahæstir: Þorlákur Árnason Leiftri 13 Óli Þór Magnússon, ÍBK 11 Kristinn Tómasson, Fylki 9 Þórður B. Bogason, Grindavík 9 Indriði Einarsson, Fylki 8 sagði liðið eiga erfiðan leik fyr- ir höndum þar sem það á að leika við Fylki á útivelli á þriðjudag og sá leikur yrði að vinnast. „Við verðum að hefna ófaranna frá því í bikarnum og leiknum í fyrri umferðinni,“ sagði Marteinn. Leikurinn var fremur daufur, völlurinn blautur og þungur. Heimamenn komust yfir með tveimur mörkum Péturs Hafliða Marteinssonar, sem skoraði sín fyrstu mörk fyrir Leiftur og lék mjög vel í þessum leik. Staðan í leikhléi var 2:0. Seinni hálfleikurinn byrjaði af krafti og strax á 48. mínútu bætti Pétur B. Jónsson þriðja markinu við eftir góðan undirbúning Þor- láks Árnasonar. Gunnar Garð- arsson minnkaði muninn eftir 65 mínútna leik en Mark Duffield innsiglaði sigurinn með þrumu- skoti utan við teig í stöng og inn á 72. mínútu. Sanngjarn sigur Leifturs í höfn og virðist sem Selfossliðið sé búið að sætta sig við fall í þriðju deild. Bestur Leiftursmanna var Pétur Hafliði Marteinsson, sem lék mun framar á vellinum en venju- lega. KH/SV Kvennaknattspyrna, 2. deild B: Tveir leikir í vikimni Tveir leikir voru í 2. deild kvenna í knattspyrnu í vik- unni. KA vann sinn 6. sigur í röð þegar liðið vann Tindastól, 4:1 og Dalvík vann Leiftur, 0:1. Mörk KA skoruðu Elsa Jóhannsdóttir, Ingibjörg H. Ólafsdóttir, Vaka Óttarsdóttir og Bryndís Sigurðardóttir. Ekki fékkst nafn markaskorara Tinda- stóls. Fyrir Dalvík skoraði Áslaug Hólm Þorsteinsdóttir. SV Úrslit: KA-Tindastóll 4:1 Leiftur-Dalvík 0:1 KA 6 6-0-0 38:3 17 KS 6 3-1-2 11: 7 10 Dalvík 6 3-0-3 6: 7 9 Tindastóll 6 2-1-3 9:13 4 Leiftur 6 0-0-6 2:36 0 Safnahúsið á Húsavík: Þorgerður sýnir grafíkverk Hér er Þorgerður (lengst til vinstri) þegar hún hélt sýningu á verkum sínum í garðinum heima í Kópavogi. á alls konar golfvörum Golfbúð Davíðs laðri ■ Sími 23846 í dag, laugardaginn 15. ágúst, opnar Þorgerður Sigurðardótt- ir myndlistarmaður sýningu á 40 grafíkverkum í Safnahúsinu á Húsavík. Myndirnar, sem eru landslagsbrot, segir Þor- gerður að séu eins konar óður til sköpunarverksins og skapara himins og jarðar. Þorgerður er fædd á Grenjarð- arstað í Suður-Þingeyjarsýslu og dvaldi þar sín unglingsár. Telur hún að liti og form myndanna megi að nokkru rekja til upp- vaxtarára sinna meðal brúnna og grænna heiða Norðurlands. Þorgerður lauk prófi frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskól- ans 1989. Þetta er fjórða einka- sýning hennar en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis. í tengslum við sýninguna verð- ur dagskrá í Safnahúsinu kl. 17 laugardaginn 22. ágúst. Þar mun Margrét Bóasdóttir sópransöng- kona syngja nokkur lög og lesið verður upp úr nýútkominni ljóðabók Sigurðar Ingólfssonar, Heim til þín. Sýningin stendur til þriðju- dagsins 25. ágúst og er opin á opnunartíma safnsins alla daga kl. 10-12 og 14-17. SS Fjölskyldudagur í Kjarnalundi Náttúrulækningafélag Akur- eyrar verður með fjölskyldu- dag í Kjarnalundi við Akureyri í dag, laugardaginn 15. ágúst. Dagskráin verður milli kl. 14.30 og 17. Til sölu verða vöfflur og kaffi, flóamarkaðurinn opinn og ýmsar uppákomur á staðnum s.s. spá- kona og fleira. Þá verður seldur Brynjuís milli k. 15 og 16.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.