Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 18. ágúst 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR, RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sairaiingur ran mjólkurframleiðslu Nýr búvörusamningur var undirritaður síðastliðið sunnudagskvöld með fyrirvara af hálfu Stéttar- sambands bænda um samþykki aðalfundar sam- bandsins og af hálfu ríkisstjórnar um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis. Samningurinn lýtur að stjórnun mjólkurframleiðslu og byggir á búvöru- samningnum sem undirritaður var 11. mars 1991. Með undirritun þessa samnings er stórum áfanga náð og þungu fargi létt af samningsaðilum, þótt vissulega sjái þeir bæði kosti og galla á niður- stöðunum. Búvörusamningurinn er að mestu í samræmi við tillögur sjömannanefndar sem kynntar voru fyrr á árinu. Heildargreiðslumark mjólkur lækkar úr 104,5 milljónum lítra í 100 milljónir lítra verðlagsárið 1992-1993. Greiðslumarkið endurskoðast árlega með hliðsjón af neyslu innlendra mjólkurvara. Frá 1. september nk. eru kaup og sala greiðslumarks heimil. í stað niðurgreiðslna á mjólk og mjólkur- afurðum koma beinar greiðslur úr ríkissjóði til fram- leiðenda, samkvæmt nánari ákvæðum þar um, svo gripið sé niður í samninginn. í búvörusamningnum er gerð minni krafa um framleiðniaukningu til bænda en sjömannanefnd hafði lagt til. Samkvæmt samningnum er á árinu 1992 gerð 1 % framleiðnikrafa sem skal þó ekki leiða til verðlækkunar á árinu. Það sem eftir kann að standa af framleiðnikröfu ársins mun flytjast til árs- ins 1993. Árin 1993 og 1994 skal framreiknaður verðlagsgrundvöllur færður niður um 2% hvort ár. í heild er þetta 1 % minni raunverðslækkun en tillög- ur sjömannanefndar gerðu ráð fyrir. Samningnum fylgja bókanir, viðauki og fylgiskjal. í fyrstu bókuninni er fjallað um hagræðingu á vinnslustigi. Samningsaðilar telja að forsenda fyrir þeirri hagræðingarkröfu sem mjólkurframleiðendur taka á sig sé að jafnhliða verði gerður samningur við Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði um hag- ræðingarmarkmið. í þeim samningi skal kveðið á um ráðstöfun fjármagns úr verðmiðlunarsjóði til úreldingar mjólkurbúa, til styrkja vegna hag- ræðingar og önnur þau atriði er varða starfs- umhverfi mjólkuriðnaðarins. í stuttu máli sagt snýst þessi nýi samningur eink- um um hagræðingu og verðlækkun og ljóst er að margir mjólkurframleiðendur þurfa að leita nýrra leiða til að mæta skerðingu á fullvirðisrétti. Ótta við yfirvofandi atvinnuleysi meðal bænda má lesa út úr bókunum, sem reyndar eru fyllilega tímabærar, og lúta að orlofi bænda og atvinnuleysisbótum. Samningsaðilar eru sammála um að á árinu 1993 greiði ríkissjóður 10 milljónir króna, 12,5 milljónir 1994 og 15 milljónir 1995 til að koma á fót og styrkja afleysingar hjá kúabændum vegna töku orlofs og frídaga. Þá eru aðilar sammála um að skilgreina beri rétt bænda til atvinnuleysisbóta og launa- tryggingar vegna gjaldþrota í samræmi við álagt tryggingagjald. - Þetta eru sjálfsögð mannréttindi. SS Vinningshafar í Ljósmyndamaraþoninu, sem er það fyrsta sinnar gerðar hér á landi. Ljósmyndamaraþonkeppnin á Akureyri: Þátttaka umfram björtustu vonir - keppendur á aldrinum 11 til 66 ára Þátttaka í Ljósmyndamara- þonkeppninn sem haldin var á Akureyri um helgina fór fram úr björtustu vonum aðstand- cnda. Alls skráðu 75 manns sig til leiks, sá yngsti 11 ára en elsti 66 ára og luku allir keppni. Mörg verðlaun voru veitt en aðal verðlaun keppn- innar hlaut María Pálsdóttir fyrir bestu fdmu eða heild keppninnar og þá hlaut lista- maðurinn Örn Ingi verðlaun fyrir bestu mynd keppninnar. Það var Ahugaljósmyndara- klúbbur Akureyrar sem stóð fyrir keppninni í samvinnu við Kodak umboðið Hans Petersen og Pedrómyndir á Akureyri. Keppnisveðrið var hið ákjós- anlegasta, sól og sunnan gola en sjálf keppnin fór þannig fram að við rásmark fengu keppendur 12 mynda litfilmu og þrjú verkefni eða myndefni. A þriggja tíma fresti næstu tólf tímana urðu þeir að mæta á ýmsum stöðum víðs vegar um bænn og fá fleiri við- fangsefni. Mátti einungis taka eina mynd af hverju verkefni. Tólf tímum eftir að fyrstu verkefnin voru afhent komu keppendur í mark á Ráðhústorgi og skiluðu filmunum sínum. Þær voru síðan framkallaðar og stækkaðar með hraði næstu nótt þannig að dómnefnd gat hafið störf á sunnudagsmorgni daginn eftir. í dómnefnd var Hildur Petersen frá Kodak umboðinu, Gunnar V. Andrésson blaðaljós- myndari og Guðmundur Ármann myndlistarmaður. Síðar þennan dag hófst svo sýning á um 900 myndum keppninnar og kom mikill fjöldi fólks að skoða þær. Verkefnin voru mismunandi en þeir sem fengu verðlaun fyrir bestu mynd hvers verkefnis voru, Haukur Hauksson fyrir „Hvar er filmupakkinn minn?“, Flosi Jóns- son fyrir „Bakhlið“, Baldur Eiríksson fyrir „í dagsins önn“, Hilmar Harðarson fyrr „Rautt og gult“, Hólmar Svansson fyrir „Hvað gerir lífið örlítið grænna?“, Halldór Kristinsson fyrir „Gamall maður“, Haukur Hauksson fyrir „Neyðarúrræði“, Jón Hrói Finnsson fyrir „Hámark letinnar", Valdimar Sverrisson fyrir „Næring“, Skúli Jóhannes- son fyrir „Uppbygging“, Brian Fitzgibbon fyrir „Ætli bæjarstjór- inn viti af þessu?“ og Jón Ingi Cesarsson fyrir „Hvert er rás- númerið þitt?“. Aðstandendur keppninnar segja fjölda keppenda og sýning- argesta bera vott um almennan áhuga á þessu keppnisformi og segja þeir undirtekir hiklaust mæla með því að önnur keppni verði haldin að ári. VG Gamall maður. Mynd af fílmu Maríu Pálsdóttur sem fékk heildarviðurkenn- ingu. Mynd Arnar Inga sem sigraði í keppninni en hún var ur flokknum, Næring.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.