Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 18. ágúst 1992 Akstursíþróttir BF Goodrich torfærukeppni Bflabúðar Benna við Egilsstaði: Heimamaðurinn sigraði í sérútbúna flokknum - Guðmundur Sigvaldason sigraði í flokki götubfla BF Goodrich torfærukeppni Bílabúðar Benna fór fram í Mýnesgrús, við Egilsstaði, laugardaginn 15. ágúst. Keppnin gaf stig til íslands- meistara og var það aksturs- íþróttaklúbburinn Start sem besta skemmtun og gekk greiðlega fyrir sig. Að venju var keppt í tveimur flokkum, flokki götubíla og flokki sérútbúinna bíla. í þeim síðastnefnda voru 14 bílar skráð- ir en 13 mættu til keppni. Árni Stefán Sigurðsson, frá Egils- stöðum, á RC-Skutlunni, með 350 Chevrolet vél, var alla keppnina í slagnum um 1. sætið og hlaut 1517 stig. Stefán ók bíln- um af mikilli hörku og hafnaði í 1. sæti. Stefán Sigurðsson frá Egilsstöðum ók bílnum af mikilli hörku og hafnaði í 1. sæti í flokki sérútbúinna bíla. Mynd: Goiii stóð að keppninni. Torfæru- keppnir á Egilsstöðum eru taldar með skemmtilegri keppnum, sem haldnar eru, og fólk kemur víða að af landinu, til að horfa á keppnina. For- ráðamenn keppninnar virtust hafa reiknað með svo miklum fjölda og varð nokkur óánægja með aðstöðuna sem áhorfend- um var boðið upp á. Spillti þetta nokkuð fyrir því að keppnin var, að öðru leyti, hin Kópsson, á heimasætunni, með 509 Chevrolet vél, tók forustuna strax í upphafi keppninnar. Hann ók af mikilli tilfinningu við mik- inn fögnuð áhorfenda. Árna hef- ur gengið heldur illa framan af sumri en hann virtist vera búinn að ná tökum á Heimasætunni. í fjórðu þraut varð hann fyrir því óhappi að velta bílnum og skemma hann. Árni mætti of seint í næstu þraut og tapaði stigum. Hann varð í 4. sæti. í öðru sæti var Gísli G. Jónsson, á Steranum, með 350 Chevrolet vél og hlaut 1485 stig. Gísli keypti þennan bíl, af Árna Grant í vetur og hefur hann síðan verið að feta sig upp í röð fremstu manna í torfærunni. Reynir Sigurðsson, á Kjúkl- ingnum, með 350 Chevrolet vél, varð í þriðja sæti með 1428 stig. Helgi Schiöth mætti á Greifanum með 401 AMC vél. Skömmu áður en hann var kallaður að rás- marki, í fyrstu þraut bilaði bensíndæla. Helgi missti af þrautinni og náði ekki að blanda sér í baráttuna um verðlaunasæt- in. Einar Gunnlaugsson, á Bleika pardusinum, með 327 Chevrolet vél, fór heldur ekki varhluta af bilunum. Afturdrifskaft losnaði undan í einni þraut, afturöxull brotnaði í annari og að síðustu brotnaði framöxull og liðhús. Aðstoðarmenn Einars höfðu nóg að gera og náði Einar að ljúka keppni. Hann var þó, eins og Helgi, fjarri baráttu um efstu sætin. Þórir Schiöth mætti með nýja 509 kúbika, 800 hestafla Chevro- let vél, í Jaxlinum. Ekki dugði það þó til að skila Þóri upp í verðlaunasæti. í flokki götubíla voru 9 bílar skráðir til keppni. Skilyrði fyrir að fá að keppa í þessum flokki, er að bifreiðin standist skoðun hjá Bifreiðaskoðun íslands, fyrir keppnina. Þetta eru því allt bílar sem gætu verið á götunum þótt margir þeirra séu reyndar sér- smíðaðir til keppni, líkt og bíl- arnir í flokki sérútbúinna bíla. Guðmundur Sigvaldason, frá Reykhólum í Borgarfirði, á Willy’s jeppa með 304 Dodge vél, hafnaði í fyrsta sæti eftir harða keppni með 1596 stig. Ragnar Skúlason, á Jepster með 455 Buick vél, hafnaði í öðru sæti og Steingrímur Bjarnason, íslandsmeistari árið 1991, á Willy’s með 351 Ford vél, hafn- aði í því þriðja. Síðasta þrautin í báðum flokk- um var tímaþraut. Rögnvaldur Ragnarsson, frá Hrafnabjörgum í Jökuldal, ók hana síðastur í flokki götubíla. Rögnvaldur lét bílinn fljúga yfir ójöfnur í braut- inni, náði besta tímanum í götu- bílaflokki og fékk einnig tilþrifa- verðlaun fyrir vikið. Næsta torfærukeppni verður haldin á Akureyri, íaugardaginn 22. ágúst næstkomandi. Bíla- klúbbur Akureyrar stendur fyrir keppninni og gefur hún stig til bikarmeistara. ' .♦ • Gísli G. Jónson á Steranum varð í öðru sæti í flokki sérútbúinna bíla og hlaut tilþrifaverðlaun. Mynd: Goiii Hestaíþróttir ____ íslandsmót í hestaíþróttum: Knapar af Norðurlandi gerðu góða ferð til Reykjavíkur Að aflokinni keppni í Víðidal. Stubbur og Erlendur A. Óskarsson, íslandsmeistari í tölti í flokki unglinga. Mynd: ÓE Islandsmót í hestaíþróttum var haldið í Víðidalnum í Reykja- vík um helgina. Alls voru skráningar 434 og mættu flest allir knaparnir til keppni. Knaparnir voru frá átján íþróttadeildum úr öllum lands- fjórðungum. Af Norðurlandi mættu færri keppendur en búast mátti við, en að flytja hesta til Reykjavíkur og allt umstang er kostnaðarsamt sem dró úr mönnum þrátt fyrir að hestakostur hafi sjaldan verið betri í bæjum og sveitum norð- an heiða. Knapar af Norðurlandi stóðu sig með ágætum þá sérstaklega í unglingakeppninni. íslandsmeist- ari í flokki unglinga í tölti varð Erlendur A. Óskarsson frá Létti á Akureyri. Hestur Erlendar er Stubbur sem hestaáhugafólk á Norðurlandi kannast vel við. í fjórum gangtegundum hafði Erlendur afgerandi forustu þar til hestur hans fældist. Búið spil og ekkert hægt að gera. Erlendur stóð sig einnig vel í fimmgangi en þar varð hann í fimmta sæti á hryssunni Svölu. Skagfirðingurinn Eyþór Ein- arsson á hestinum Rauðskjóna varð í öðru sæti í tölti unglinga og húnvetningurinn ísólfur L. Þóris- son fimmti á hestinum Móra. ísólfur og Móri stóðu efstir í flokki unglinga í fjórum gangteg- undum og Eyþór Einarsson og Rauðskjóni hrepptu annað sæti. í hindrunarstökki í flokki unglinga gerðu Eyþór og Rauðskjóni enn betur þar sem fyrsta sætið varð þeirra. í fjórum gangtegundum ungmenna varð Skagfirðingurinn Hilmar Símonarson á Gjafari í fimmta sæti. Sé litið til knapa af Norður- landi í flokki fullorðinna þá voru þeir í verðlaunasætum. Elvar Einarsson úr Skagafirði hafnaði í öðru sæti í gæðingaskeiði á hryss- unni Fiðlu. Sigurvegari varð Sig- urbjörn Bárðarson á Höfða frá Húsavík. Baldvin A. Guðlaugsson frá Létti á Akureyri, á hryssunni Hrafntinnu, varð í þriðja sæti í flokki fullorðinna í fimm gang- tegundum og Eyjólfur ísólfsson úr Skagafirði í fimmta sæti í flokki fullorðinna í fjórum gang- tegundum. Hestur Eyjólfs var Dropi. Magnús Lárusson frá Hólum í Hjaltadal varð f þriðja sæti í hlýðnikeppni á hryssunni Brönu sem og í hindrunarstökki. Sigurbjörn Bárðarson frá Reykjavík var maður mótsins sem oft áður á mótum hesta- manna. Sigurbjörn hampaði sjö gullverðlaunum, meðal annars sigraði hann í töltkeppninni í þriðja skipti fyrstur íslendinga og í tíunda skipti í fimmgangi. Hest- ur Sigurbjarnar í töltinu var Odd- ur ættaður frá Blönduósi, en þennan hest eignaðist Sigurbjörn á Akureyri. Fimmgangshestur Sigurbjarnar var Höfði, lands- þekktur gæðingur frá Húsavík. Veðurguðirnir voru hesta- mönnum ekki hliðhollir um helg- ina. Hnika þurfti til dagskrár- atriðum, en með hörku og út- sjónarsemi var hægt að ljúka keppni svo vel fór á. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.