Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. ágúst 1992 - DAGUR - 7 f| 5 Samskipadeildin: „Þetta var hrikalega gott“ - sagði Bjarni Jónsson, fyrirliði KA, eftir 1:0 sigur á Skagamönnum um helgina KA-menn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu IA í annað skiptið á skömmum tíma á sunnudags- kvöldið, að þessu sinni í Sam- skipadeildinni. Leikurinn var jafn allan tímann en var þó nokkuð kaflaskiptur. Bæði lið fengu ágæt færi til þess að skora en Gunnar Már Másson, tryggði KA sigurinn með marki á 70. mínútu leiksins. „Þetta var hrikalega gott,“ sagði fyrirliði KA-manna, Bjarni Jónsson, eftir leikinn. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur. Þeir fengu sín færi en við nýttum okkar. Það gerir gæfumuninn. Við erum vonandi að komast á það skrið sem við hefði mátt búast af okkur í sumar og við höldum ótrauðir áfram,“ sagði Bjarni. Bikarkeppni FRÍ: UFA og USAH upp úr 3. deild Bikarmót Frjálsíþróttasam- bands Islands fór fram um helgina í I 1., 2. og 3. deild og fór keppni í þeirri síðastnefndu fram á Akureyri. Athygli vakti að UFA og USAH komust upp úr þriðju deild og UMSE varð í 3. dæti í þeirri 1. HSÞ varð í 4. sæti í 2. deild. Reynt verður að birta einstök úrslit í einstökum greinum þegar og ef þau berast. Úrslit í deilda- keppninni er eftirfarandi: 1. deild: 1. FH 156,5 st 2. HSK 151,0 st 3. UMSE 122,0 st 4. KR 116,5 st 5. UMSS 85,0 st 6. UMSK 81,0 st UMSS og UMSK falla í 2. deild. 2. deild: 1. ÍR 157,0 st 2. Ármann 146,0 st 3. UMSB 126,0 st 4. HSÞ 126,0 st 5. HSH 97,0 st 6. USÚ 72,0 st ÍR og Ármann fara upp í 1. deild og HSH og USÚ falla í 3. deild. 3. deild: 1. USAH 91 st 2. UFA 67 st 3. HSS 34 st 4. UDN 25 st USAH og deild. UFA fara upp í 2. „Við erum mjög ánægðir með að hafa komist upp og vonumst til þess að fá til okkar fleira fólk héðan af Akureyri þegar við erum komnir í 2. deild,“ sagði Sigurður Magnússon hjá UFA, eftir að ljóst var að liðið kæmist í 2. deild. Hjá USAH voru menn mjög ánægðir með að komast upp úr þriðju deildinni og sögðu stefn- una tekna enn ofar. SV „Við spiluðum ekki vel í dag, fórum illa með færi og menn virk- uðu þungir og áhugalausir,“ sagði Luca Kostic, fyrirliði Skagamanna. „Við vorum kannski ekki betri í leiknum en fengum mun meira af færum og áttum skilið að sigra. Ég óska KA-mönnum til hamingju með sigurinn en við ætlum okkur að halda áfram og munum reyna að vinna titilinn.“ Leikurinn var rólegur lengst af, einkenndist af nokkurri bar- áttu, og það voru gestirnir sem voru atkvæðameiri í fyrri hálf- leik. Þórður Guðjónsson fékk færi einn á móti markmanni á 6. mínútu leiksins en Haukur Bragason, markvörður KA, gerði mjög vel og varði skot hans. Stuttu síðar var Arnar Gunnlaugsson tvívegis hættuleg- ur upp við markið. Fyrst átti hann skot utan úr teig sem var rétt framhjá en síðan kom hættu- legasta færi hálfleiksins. Arnar var þá með boltann utan við vítateig KA-manna og snéri baki í markið. Hann náði þó að snúa sér við og skjóta og hafnaði bolt- inn í stöng KA-marksins. KA- ntenn fengu eitt færi rétt undir lok hálfleiksins en þá átti Ormarr Örlygsson skot utan úr teig en rétt framhjá. Staðan í leikhléi var 0:0. I síðari hálfleiknum voru heimamenn sterkari aðilinn í leiknum og fengu dauðafæri á 57. mínútu. Gunnar Már stakk þá boltanum inn á Árna Þór Frey- steinsson sem gerði vel og kom boltanum fyrir þar sem Gunnar Már var mættur aftur og skallaði framhjá af markteig. Gott færi og íslenska drengjalandsliðið í körfubolta komst í milliriðil í Undankeppni Evrópumótsins sem haldið var í Belgíu nú á dögunum. íslensku strákarnir lentu í öðru sæti í sínum riðli og þóttu standa sig mjög vel. Leikur íslands og Englands var mjög jafn og spennandi og var íslenska liðið yfir nánast allan leikinn þótt Englendingarnir kæmust yfir og væru yfir, 70:73 þegar 5 sekúndur voru til leiks- loka. Ómar Örn Sigmarsson, UMFT, fékk þá boltann og skor- aði þriggja stiga körfu áður en tíminn rann út. íslendingarnir unnu síðan eftir framlenginguna, 80:78. í Síðasta leiknum unnu íslend- ingar lið Kýpur, 78:65. í þeim leik átti Helgi Guðfinnsson, UMFG, einn stórleikinn af mörg- óheppni að ekki skyldi nást að skora. Liðin fengu eitt ágætt færi hvort áður en Gunnar Már Más- son skoraði sigurmark KA. Það var á 70. mínútu að KA-menn léku vel saman og komust inn í teig. Gunnar Már lenti í baráttu við varnarmenn Skagamanna en hafði betur og skoraði. Það sem eftir lifði leiks voru gestirnir mun ágengari og mun- aði minnstu að þeir jöfnuðu met- in þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Haukur Bragason varði þá vel skot frá sóknarmanni Skagamanna frá markteig. Athygli vakti hvað leikmenn IA voru pirraðir og áhugalausir og er makalaust að sjá hvernig margreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður eins og Sigurður Jónsson getur látið. KA-liðið átti allt góðan dag, barðist vel og ætlaði sér sigur. Einna helst mætti geta frammi- stöðu Hauks Bragasonar í mark- inu. Vörnin var traust, menn unnu vel vel á miðjunni og sókn- in stóð fyrir sínu. SV Lið KA: Haukur Bragason, Örn Viðar Arnarson, Steingrímur Birgisson, Gunn- ar Gíslason, Bjarni Jónsson, Páll Gísla- son, Pavel Vandas, Árni Þór Freysteins- son, ívar Bjarklind (70. mín.), Ormarr Örlygsson, Árni Hermannsson, Gunnar Már Másson (Gauti Laxdal á 77. mín.). Lið IA: Kristján Finnbogason, Luca Kostic, Theódór Hervarsson, Alexander Högnason, Ólafur Adolfsson, Þórður Guðjónsson, Brandur Sigurjónsson (Haraldur Hinriksson á 77 mín.), Sigur- steinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson (Bjarki Gunnlaugsson á 49. mín.), Sigurður Jónsson. Dómari: Kári Gunnlaugsson, hefur lík- lega ckki verið í stuði. Línuverðir: Pétur Sigurðsson og Svan- laugur Þorsteinsson. um í mótinu, skoraði 25 stig og var valinn besti maður mótsins. Hafsteinn Lúðvíksson, Þór, skor- aði 33 stig á mótinu og Ómar Örn Sigmarsson, UMFT, 39 stig. ísland tekur þátt í milliriðlum sem fara fram í aprfl á næsta ári. Þjálfari liðsins er Axel Nikulás- son. Urslitin úr leikjum íslands á mótinu og staðan í riðlinum eru eftirfarandi: SV Staðan: Litháen-ísland 93:65 Ísland-Belgía 71:53 Ísland-England 80:78 Ísland-Kýpur 78:65 1. Litháen 8 st 2. ísland 6 st 3. Belgía 4 st 4. England 2 st 5. Kýpur 0 st Körfubolti: Drengjalandsliðið komst í milliriðil - lenti í öðru sæti í riðlinum Gunnar Már Másson skoraði svona gegn ÍA „Hei, dómari, hann hcldur mér.“ „Úff, ég losnaði í bili.“ „ög þá er bara að setja hann í netið með einu góðu karatesparki.“ Markvörðurinn liggur og Gunnar Már bíður og vonar. Næsta skref var að fagna innilega. Myndír: Goiii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.