Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. ágúst 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Cessnan, eftir og fyrir „óhappið“. Ótrúleg flugferð: Sat á flugvélinni líkt og kúreki á nauti Flugvirkinn Maurie Treweek á Nýja Sjálandi varð fyrir þeirri ógnvekjandi lífsreynslu nýlega að fara í flugferð á fjögurra sæta Cessnu-172 sem hann var að gera við, sitjandi klofvega á henni aftur við stél og flugmaður vissi ekki af honum! Maurie var að lagfæra stélið á Cessnunni sem vinir hans áttu og var vélin höfð í gangi á sand- strönd sem flugmenn lítilla véla nota oft til að æfa flugtök og lendingar. Skyndilega kom sterk vinhviða og þar sem mótorinn var á miklum snúningi skipti það engum togum að vélin fór á loft en þar sem Maurie sat aftast á vélinni tókst flugmanninum ekki að hafa stjórn á henni svo hún fór bæði Upp og niður, út og suður og hafnaði að lokum í hafinu þar sem afturendinn rifnaði af með skelfingu lostnum viðgerðar- manninum á. Þótt ótrúlegt megi virðast slasaðist enginn en Cessn- an fer ekki fleiri flugferðir. Liz Taylor og Larry fara í freyðibað Hér og þar hefur verið svona hér og þar að undanförnu og meðal annars með nefið ofan í hvers manns koppi. í koppnum hennar Liz Taylor segir að hún og hann Larry hennar séu eins og ást- fangnir unglingar. „Larry hefur gert mig að ham- ingjusömustu konu í heimi,“ seg- ir Liz. Hún segir að freyðibað sé þeirra uppáhald. Þau slökkvi ljós baðhebergisins, láti að sjálfsögðu renna í karið og kveiki svo á notalegri tónlist til þess að full- komna stemmninguna. A morgnana fer Larry á fætur klukkan fimm en áður en hann fer í vinnuna færir hann Liz morgunveröinn í rúmið. Hún er yfir sig hrifinn af þessu uppátæki stráksa og segir að eina fólkið sem hafi fært sér morgunverð í rúmið hafi verið þjónustufólk. „Það gerði það vegna þess að þeim var borgað fyrir en Larry gerir þetta vegna ástarinnar,“ segir Liz Taylor. Ástæða er til þess að mæla með freyðibaðinu og morgunverðin- um í rúmið við hvern þann sem hefur áhuga á smá rómantík. Liz og Larry fara stundum sainan í bíó á kvöldin, boröa popp, haldast í hendur, flissa og skríkja eins og ást- fangnir ungl- ingar. Michael Jackson sem útbrunnið skar: Aðgerðir lýtalækna hafa gefið sig Sem komið hefur fram í press- unni í Englandi þá ráðgerir Michael Jackson að höfða mál á hendur blaðinu Daily Mirror vegna myndbirtingar og skrifa blaðamannsins Rick Sky. Blaða- maðurinn segir að söngvarinn sé sem útbrunnið skar af andlits- myndinni að dæma. Sá orðrómur hefur gengið að andlit söngvarans Michael Jack- son sé allt að gjörspillast, en sem kunnugt er hafa fáir verið iðnari við að láta lækna breyta útliti sínu. Á hljómleikum í Munchen í Þýskalandi bræddu sviðsljósin farðann af andliti söngvarans og nakinn sannleikurinn kom í ljós. Ljósmyndarinn , Ken Lennox, er þessa mynd tók, segist kenna til með söngvaranum, því líf hans hljóti í raun að vera hrein martröð. „Andlitið ber vott um aðgerðir lýtalækna, aðgerðir sem hafa gefið sig“. Drottningar línuskautanna Svokallaðir línuskautar hafa heillað landann eins og flestar aðrar nýjungar. Þetta eru hjólaskautar sem ekki eru aðeins notaðir af börnum í leik heldur þykja þeir ágætasta farartæki. Þessar fjórar föngulegu meyjar voru á línuskautum í Innbænum á Akureyri þegar Ijósmyndari Dags var á ferð. Nei, þetta var bara óskhyggja. Þótt dömurnar séu ljóshærðar og glæsilegar eru þær, merki- legt nokk, ekki íslenskar held- ur bandarískar. Blaðamanni Dags tókst að grafa upp nöfnin á þessum lögulegu konum en ekki síma- númer, því miður. Þær heita, f.v.: Bobbie Phillips, Debbie James, Michelle Eveland og Cindy Margolis. Kannist einhver við þátt eða mynd sem heitir „Behind the Screens“ þá komu glæsimeyj- arnar við sögu þar. Og nú er bara að bregða sér á skauta og bíða eftir framhaldinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.