Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. ágúst 1992 - DAGUR - 5 Ríkisútvarpið á Akureyri tíu ára: „Ég er ekki ánægður fyrr en sjón varpsmyndin sést jafiivel á öllum heimilum í þessu landi“ - segir Heimir Steinsson, útvarpsstjóri Heimir Steinsson, útvarpsstjóri: „Við erum eina útvarpsstöðin sem sam- kvæmt iögum á að koma skilaboðum til allra landsmanna um stórt oa smátt.“ Á föstudaginn átti Rðdsútvarp- ið á Akureyri tíu ára afmæli. Af því tilefni ræddi Dagur við Heimi Steinsson útvarpsstjóra sem var staddur á Akureyri vegna hátíðarhaldanna. Náin tengsl við fólkið í landinu „Tilkoma landshlutastöðvanna er byggðastefna Ríkisútvarpsins í framkvæmd. Ríkisútvarpið hefur frá upphafi kappkostað að halda sem nánustum tengslum við fólk- ið í landinu með fréttariturum og þátttöku fólks víðs vegar að af landi í áratugi. Með stofnun Ríkisútvarpsins á Akureyri þann 14. ágúst 1982 var stigið tíma- mótaskref því þá var hluti af starfsemi Ríkisútvarpsins í fyrsta skipti fluttur frá Reykjavík út í strjálbýlið. Þá var valinn þessi höfuðstaður fjölmennasta og blómlegasta fjórðungsins en hér á Akureyri Ríkisútvarpið á Akueyri átti tíu ára afmæli á föstudaginn, hinn 14. ágúst. Af því tilefni flutti Heimir Steinsson útvarps- stjóri ræðu fyrir afmælisbarn- ið. Dagur birtir nú ræðuna í heild sinni með góðfúslegu leyfí útvarpsstjóra. „Góðir hátíðargestir og hlustend- ur um Norðurland. Fyrir réttum tíu árum var brot- ið blað í langri og farsælli sögu Ríkisútvarpsins. Þá hófst í fyrsta sinni rekstur er nú stendur rótum í þremur fjórðungum lands, og á upptök sín hér, þar sem hét og heitir Ríkisútvarpið á Akureyri. Aðdragandi þessarar nýlundu var verulegur. Um langt árabil höfðu hljóðritanir á margvíslegu efni farið fram á Akureyri, og nutu bæði fréttastofa og dag- skrárdeildir Ríkisútvarpsins góðs af verkum brautryðjendanna, Gríms Sigurðssonar og Björgvins Júníussonar. Aðstaða til slíkrar starfsemi hafði batnað verulega í desember 1978, þegar Ríkis- útvarpið tók á leigu húsið að Norðurgötu 2b, sem það síðar keypti. Þar var upptökubúnaður fyrir, og eftir nokkrar endurbæt- ur gátu menn allvel við unað, eins og útvarpsverkum á Akur- eyri þá var háttað. Samtímis þessu varð mikil orð- ræða meðal sveitarstjórnarfólks á Norðurlandi og útvarpsmanna um aukin umsvif Ríkisútvarpsins norður hér. í ársbyrjun 1981 skipaði Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra nefnd til að „kanna, hver sé efnislegur og fjárhagslegur grundvöllur þess, að Ríkisútvarpið reki fréttastofu með föstu starfsliði á Norður- landi." Þegar nefndin hafði lokið hafði verið stunduð upptaka margvíslegs efnis áratugum saman. Á eftir komu fjórðungs- stöðvarnar á Egilsstöðum og ísa- firði þannig að nú er kominn eins konar þríhyrningur landshluta- stöðva. Samkvæmt lögum skal stefnt að því að koma upp svæðis- útvarpsstöðvum í öílum kjör- dæmum landsins og nú eru mjög háværar raddir um landshluta- útvarp á Suðurlandi og Vestur- landi. Þessar raddir hafa allt til síns máls og það er næsta mál á dagskrá," sagði Heimir og benti á að aðflutningsgjöld af viðtækjum sem renna eiga í framkvæmda- sjóð Ríkisútvarpsins hafa verið látin renna beint í ríkissjóð undanfarin ár. Markaðsútvarp þjónar þéttbýli vel „Grundvallarhlutverk Ríkis- útvarpsins er óbreytt þótt allt í störfum, óx þeirri hugmynd ásmegin að hefja bæri stóraukna starfsemi á Akureyri og að nauð- synleg forsenda þess væri viðun- andi jiúsnæði til frambúðar fyrir starfsemi Ríkisútvarpsins á Norðurlandi. Því var ákveðið að ráðast í hvort tveggja, reglu- bundnar útsendingar og fjárfest- ingu í húsi því að Fjölnisgötu 3a, sem síðar var breytt á ýmsa vegu og í dag geymir Ríkisútvarpið á Akureyri. Vorið 1982 fól Andrés Björns- son útvarpsstjóri Jónasi Jónas- syni að annast stjórn hinnar nýju deildar. Jónas tók þegar til við að móta og skipuleggja starfið, og gætti þar ríkulegrar reynslu hans, hugkvæmni og elju. Laugardag- inn 14. ágúst 1982 var Ríkis- útvarpið á Akureyri formlega opnað að viðstöddum mennta- málaráðherra og fleiri góðum gestum. Auk deildarstjórans, Jónasar Jónassonar, voru í upphafi tveir starfsmenn fastráðnir við Ríkis- útvarpið á Akureyri og tveir að auki í hlutastörfum. Skjótt og skörulega kvað að fjórðungs- útvarpinu nýja. Setti það mikinn svip á dagskrá Ríkisútvarpsins strax á fyrsta vetri og lagði þá þegar til 12 fasta þætti í viku, alls 7 klukkustundir af dagskrárefni, auk þess sem starfsmenn Ríkis- útvarpsins á Akureyri komu vikulega fram í beinni útsend- ingu. Einnig annaðist deildin hljóðritanir fjöld þátta, sem gerðir voru á Norðurlandi á veg- um annarra deilda Ríkisútvarps- ins. Starfi því, er hófst með svo miklum tilþrifum, var fram hald- ið af sama glæsibrag á næstu árum. 17. nóvember 1984 var nýja útvarpshúsið á Akureyri mannlegu félagi breytist frá kyn- slóð til kynslóðar og Island sé ekki það sem það var árið 1930 þegar Ríkisútvarpið hóf göngu sína - skyldur Ríkisútvarpsins og þarfir þjóðarinnar hafa ekkert breyst. Þar nægir að nefna mjög einfalda hluti eins og öryggissjón- armiðið; við erum eina útvarps- stöðin sem samkvæmt lögum á að koma skilaboðum til allra landsmanna um stórt og smátt. Við erum einnig eina útvarps- stöðin sem samkvæmt lögum á að halda uppi, efla og styrkja dreifi- kerfi í þessu skyni um land allt. Það er alveg ljóst að ef mark- aðsútvarp eitt væri í landinu myndi það sinna vel þéttbýlis- svæðum en óhjákvæmilega myndi það verja minni peningum í að styrkja dreifikerfi til strjálbýlis vegna þess að sú þjón- usta myndi ekki skila sér í auglýs- ingum. Myndu hluthafarnir í markaðsútvarpi fallast á að verja peningum í að endurnýja dreifi- tekið í notkun. Vorið 1985 byrj- aði Ríkisútvarpið á Akureyri til- raunir með svæðisútvarp, og var það endanlega grundvallað þá um haustið. Með þeim hætti var fullsmíðuð sú stofnun, er í dag fagnar tíu ára afmæli sínu. Ekki gat það komið neinum á óvart, að Norðurland yrði fyrir valinu - og höfuðstaður þess, Akureyri - þegar Ríkisútvarpið tók til viö að færa út kvíarnar með framangreindum hætti. Norðurland hefur í níu aldir not- ið ríkulegrar sérstöðu eða allt frá því er fjórðungurinn fékk eigin biskupsstól á Hólum og haslaði sér með þeim hætti völl um aðra landshluta fram. Á nýöld hefur Norðurland forystu í íslensku strjálbýli og Akureyri hið sama. Hér reis fyrsti menntaskólinn utan Reykjavíkur og háskólinn nú nýverið. Hér hlutu menn að leggja hornsteininn, þegar hafizt var handa um að reisa Rfkisút- varpið á landsbyggðinni, fjarri höfuðborginni við Faxaflóa. Hér varð því til fyrirmyndin og frjó- anginn annarra fjórðungsstöðva, er síðar spruttu upp á Egilsstöð- um og ísafirði. Ríkisútvarpið stendur um margt á tímamótum hin síðustu misserin. Ljóst er að ekkert verð- ur þessu einkabarni allra lands- manna til frekari eflingar en náin tengsl við fólkið frá yztu nesjum til efstu dala. Þau tengsl verða að vera gagnkvæm og eru það. Þar leggja fáir þyngri lóð á vogarskál- ar en fjórðungsstöðvarnar vestra, eystra og nyrðra. Þess vegna var stofnun Ríkisútvarpsins á Akur- eyri stórt skref, er vissi á veginn fram. Þess vegna árnum við Ríkisútvarpinu á Akureyri heilla í dag og biðjum því velfarnaðar á vit ókomnum árum.“ kerfi sem nær til allra lands- manna? Þjóðvarp og markaðsútvarp Ég held að framtíðin verði sú í þessu landi eins og annars staðar að hér verði annars vegar útvarp í almenningsþjónustu - sem mér hefur dottið í hug að kalla þjóð- varp - og hins vegar markaðs- útvarp. Þjóðvarpið birtist okkur í mynd Ríkisútvarpsins sem er stofnun sem hefur skyldur við alþjóð - hvar sem menn búa. Markaðsútvarp beinir hins vegar sérstaklega máli sínu til þéttbýlis- j ins og á fullkomlega rétt á sér en því má þó ekki rugla saman við þjóðvarp. Loftvog menningarinnar Dreifikerfið er mér löngum efst í huga þegar spurt er hvort Ríkis- útvarpið hafi náð markmiðum | sínum. Ég er ekki ánægður fyrr en sjónvarpsmyndin sést jafn- skýrt á öllum heimilum í þessu landi; ég er ekki ánægður fyrr en tónlist og talað mál heyrast jafn- skýrt á öllum heimilum. Ríkisútvarpið hefur verið eins konar loftvog menningarinnar í landinu á hverjum tíma sem einn þýðingarmesti aðilinn varðandi menningarþróun almennings. Því er Ríkisútvarpið sameign allra Islendinga og það er sameiginlegt hagsmunamál þessarar þjóðar að halda því við í þeirri mynd sem nú er sem lengst og sem best. Að lokum vil ég gjarnan óska Ríkisútvarpinu á Akureyri til hamingju með tíu ára afmælið um leið og ég árna heilla öllum deildum Ríkisútvarpsins og ég vil biðja þessari 62ja ára gömlu stofnun blessunar. Norðlending- um vil ég óska til hamingju með Ríkisútvarpið á Akureyri." GT Bújörð til sölu Til sölu er jörðin Öndólfsstaðir í Reykjadal. Blandað bú, vel í sveit sett, í fullum rekstri. Góðar samgöngur, stutt í skóla. Hitaveita. Laxveiðihlunn- indi. Frekari upplýsingar veitir Stefán í síma 96-43563. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram þriðji útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1991 Koma þessi bréf til innlausnar 15. okt. 1992. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og upplýsingar liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANOSBRAUT 24 108 REVKJAVÍK SÍMI 696900 Frjóangiim annarra flórðungsstöðva - ræða Heimis Steinssonar útvarpsstjóra á 10 ára afmæli Ríkisútvarpsins á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.