Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 18. ágúst 1992 - DAGUR - 15 Minning Sautjándi júní rann upp bjartur og fagur. Langþráðu marki var loksins náð, hvíta kollinum. Þetta var dagurinn okkar og ánægjan skein af öllum. Þennan dag datt engum í hug að rúmun mánuði síðar yrði skarð höggvið í hóp okkar. Unnur var góð stelpa, sannur vinur vina sinna og alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum. Hún útskrif- aðist af myndlistarbraut, en auk myndlistarinnar eyddi hún mikl- um tíma við skátastörf. Hún var náttúruunnandi og vann sem landvörður í Nýjadal í sumar ásamt unnusta sínum. Það verður skrýtið þegar við hittumst aftur. scm eins árs stú- dentar, ári Unnar. Elsku Stebbi og aðrir ástvinir, við vottum ykkur samúð okkar. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálvegis barið, ég hlustaði um stund og tók afkert- inu skarið, ég kallaði fram og golan veitti mér svarið: Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið. (Jón Helgason.) Kveðja frá samstúdentum MA 1992. Háskólinn á Akureyri: Boðið upp á kvöldnámskeið í íslensku á háskólastigi Eins og fram kemur í auglýs- ingu sem birtist í blöðum um þessar mundir hefur Háskólinn á Akureyri ákveðið að bjóða upp á 5 eininga námskeið í íslensku á haustmisseri ef næg þátttaka fæst. Kennt verður fram að jólum á mánudags- og miðvikudagskvöldum milli kl. 18.00 og 19.30 og er fyrsti kennsludagur miðvikudaginn 2. september. Umsjónarmaður námskeiðsins og aðalkennari er Erlingur Sigurðarson, cand. mag. Á umliðnum misserum hefur fólk á Akureyri og í grennd í vax- andi mæli rætt nauðsyn þess að Háskólinn láti almenningsfræðslu til sín taka. Almenningur spyrst auk þess í vaxandi mæli fyrir um möguleika á að sækja einstök reglubundin námskeið innan skólans. Mest eftirspurn er eftir námskeiðum í húmanískum greinum sem skólinn hefur ekki átt mikinn kost á að sinna hingað til. Áhugi hefur einnig komið fram á slíku námi hjá fólki sem hyggst sækja væntanlega kennara- deild við skólann, en vonir standa til að hún geti hafið starf- semi á næsta ári. Til að mæta að nokkru þessum ólíku þörfum hefur Háskólinn ákveðið að ríða á vaðið með því að bjóða upp á ofangreint íslenskunámskeið. I námskeiðinu verður lögð áhersla á hagnýta málnotkun og er miðað við náms- efni 1. árs í háskóla. Meðal markmiða er að þátttakendur a) öðlist víðtæka yfirsýn yfir íslenska málkerfið og staðgóða þekkingu í málfræði, setninga- fræði og hljóðfræði, b) efli virð- ingu sína fyrir tungunni, sögu hennar og gildi. Námskeiðið verður metið að fullu til eininga ef/þegar kennaradeild fer af stað við skólann en einskorðast að öðru leyti alls ekki við væntan- lega kennaranema. Væntanlegir þátttakendur, sem skulu hafa stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun að baki, eru beðnir að innrita sig á skrifstofu Háskólans við Þing- vallastræti, kl. 9.00-12.00, fyrir 25. ágúst n.k. eða hringja í síma 11770 og fá sent umsóknareyðu- blað. Umsókninni skal fylgja venjulegt skólagjald, kr. 23.000, og veitir það einnig aðgang að öllum öðrum námskeiðum við skólann á þessu skólaári, meðan rúm leyfir, þ.á m. tölvunám- skeiði á haustmisseri og frekari kvöldnámskeiðum sem ráðgert er að bjóða frarn á vormisseri ef I skeiðið veitir Kristján Kristjáns- aðsókn verður góð að íslensku- | son í sínta Háskólans, 11770, og námskeiðinu. I Erlingur Sigurðarson kennari, Frekari upplýsingar um nám- j heimasími 25520. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að endurnýja frostskemmda og slitna steypu í stíflu Grímsárvirkjunar í Skriðdal. Útboðsgögn verða afhent á umdæmisskrifstofu RARIK að Þverklettum 2-4 Egilsstöðum og aðalskrif- stofu RARIK að Laugavegi 118, Reykjavík frá og með mánudegi 17. ágúst 1992. Tilboðum skal skila á skrifstofu RARIK að Þverklett- um 2-4 Egilsstöðum, fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 27. ágúst og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi merktu: „RARIK 92007 Grímsárvirkjun-Stífla. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Húsavík skorar hér með á gjald- endur sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. ágúst 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreind- um innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi. Tekjuskattur, eignaskattur, sér- stakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, Iðnlánasjóðs- og iðn- aðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr., I. rir. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðs- gjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bif- reiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanna, þunga- skattur skv. ökumælum, virðisaukaskattur, þ.m.t. viðbótar og aukaálagning virðisaukaskatts vegna fyrri tímabila, og staðgreiðsla opinberra gjalda. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dög- um frá dagsetningu áskorunar þessarar. Húsavík, 17. ágúst 1992, Sýslumaðurinn á Húsavík. Atvinna Atvinna -ISI —| Okkur vantar nú LJ! þegar starfsfólk ISLENSKUR SKINNAIÐNAÐUR HF. á dagvakt Umsóknir og upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21710 (21008-23, beinn sími) milli kl. 10 og 11.30 daglega. r Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum á 90 ára afmæli mínu þann 16. ágúst sl. Bestu kveðjur, GARÐAR SIGURJÓNSSON, Austurbyggð 17, Akureyri. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og hlýhug með kveðjum og heimsóknum á níræðisafmæli mínu 12. ágúst sl. og bættu með því enn einum heiðum sólskinsdegi í langa æfi. STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum. Ástkær kona mín og móðir, HELGA ALICE JÓHANNS, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. ágúst sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Haraldur Pálsson, Katrín Mist Haraldsdóttir. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS FRANKLIN TRYGGVASON, f.v. bifreiðastjóri, Lækjargötu 2 a, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hins látna er bent á að láta líknarstofn- anir njóta þess. Valborg Jonsdottir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI INGJALDSSON frá Birkihlíð, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Baldur Bragason, Karl Bragason, Þórhalla Bragadóttir, Svavar Sigurðsson, Elín Bragadóttir, Kristinn Hólm, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartanlega þökkum við þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför, GUÐRÚNAR GUÐBJÖRNSDÓTTUR, Húsavík. Sérstaklega þökkum við Sigurði Pétri Björnssyni og starfsfólki Bestabæjar fyrir ómetanlega hjálp. Ólöf Österholt, Eiríkur Kuld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.