Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. ágúst 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Samningur um mjólkurframleiðslu undirritaður: Beinar greiðslnr taka við af niðurgreiðslum um áramót Fulltrúar ríkisstjórnar íslands og Stéttarsambands bænda undirrituðu um helgina samn- ing um stjórnun mjólkurfram- leiðslu. Þessi samningur er byggður á búvörusamningnum sem undirritaður var 11. mars 1991 og er nánari útfærsla á 7 gr. hans. Með samningnum er ætlunin að laga mjólkurfram- leiðsluna að markaðinum, eins og glögglega kemur fram í upphafi samningsins sjálfs þar sem segir að heildargreiðslu- mark mjólkur skuli ákveðið þremur mánuðum fyrir upphaf verðlagsárs og þá byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafi um afurðastöð undanfarandi tólf mánaða tímabil. Verði sala mjólkur- afurða undir heildargreiðslu- marki ársins, iækkar heildar- greiðslumark næsta árs en verði það yfir vegna aukinnar sölu, hækkar greiðslumarks ársins á eftir. Heildargreiðslu- mark næsta verðlagsárs hefur verið ákveðið 100 milljónir lítra. Teknar verða upp beinar greiðslur til mjólkurframleiðenda í stað niðurgreiðslna sem verið hafa. Þær skulu svara til 47,1% af framleiðslukostnaði mjólkur samkvæmt verðlagsgrundvelli á innleggsdegi. Beinu greiðslurnar hefjast 1. janúar næstkomandi og þá falla niðurgreiðslur niður, nema ekki hafi tekist að ná niður birgðum og halda niðurgreiðslur á heildsölustigi þá áfram þar til birgðir hafa verið seldar upp. Ríkissjóður ábyrgist með samningnum að birgðir mjólkur- vara þann 1. september næst- komandi verði ekki umfram ígildi 16 milljóna lítra nrjólkur. Niðurgreiðslur koma þá á mjólk- urvörur fram til áramóta og eftir það, verði birgðirnar ekki upp- urnar. Þá segir í samningnum að landbúnaðarráðherra geti, verði urn óæskilega birgðasöfnun að ræða eða ef markaðsaðstæður krefjast, ákveðið að taka verð- jöfnunargjald af afurðaverði til bænda til að standa straum af sölustarfsemi eða afsetningu birgða. Sá kafli samningsins sem fjallar um afurðaverð er veigamikill. Þar segir að taka skuli verðlagn- ingarkerfi mjólkurafurða til endurskoðunar og því verði lokið fyrir árslok 1994. A árunum 1992 til 1994 skuli færa niður fram- reiknaðan verðlagsgrundvöll mjólkur þannig að á árinu 1992 verði gerð 1% framleiðnikrafa sem skuli þó ekki leiða til lækk- unar á sama ári. Það sem eftir kunni að standa af framleiðni- kröfunni skuli flytjast til 1993 en árin 1993 og 1994 skuli fram- reiknaður verðlagsgrundvöllur eins og hann var 1. mars 1992, einnig færður niður um 2% hvort ár. Á árununi 1993 og 1994 skuli þetta framkvæmt þannig að ekki komi til verðlækkunar vegna framleiðnikrafna fyrr en við síð- ustu verðlagningu ársins 1993 og þá því aðeins að tilefni sé til að minnsta kosti 0,6% verðlækkun- ar, ella bætist mismunurinn við framleiðnikröfu ársins 1994. Þá segir: „Ekki skal koma til verð- hækkana árið 1993 nema tilefnið sé að minnsta kosti 0,6%.“ JÓH Bókanir með samningi um mjólkurframleiðslu: Samhliða hagræðingarkröfti á bændur verði samið nm hagræðingu hjá vinnslnnni Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 6.661.447,- 2. 4af5>? f 5 145.976.- 3. 4af5 216 5.828,- 4. 3af5 5.892 498.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.584.391.- UPPLÝSINGAH: SlMSVARl91-681511 LUKKULiN*991002 GLANS-SJAMPO FYRIR ÞINN HÁRALIT! Gefur (yllingu Fjöldi bókana fylgdi samningi um stjómun mjólkurframleiðsl- unnar sem undirritaður var í Reykjavík um helgina. Þar lýsa samningsaðilar, þ.e. ríki og Stéttarsamband bænda, m.a. yfir að forsenda hagræð- ingarkröfu sem mjólkurfram- leiðendur taki á sig með samn- ingnum sé að jafnhliða verði gerður samningur við Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði um hagræðingarmarkmið fyrir mjólkuriðnaðinn. í þeim samningi skuli jafnframt kveð- ið á um ráðstöfun fjármagns úr verðmiðlunarsjóði til úrelding- ar mjólkurbúa, til styrkja vegna hagræðingar og önnur þau atriði sem varði starfsum- hverfi mjólkuriðnaðarins. Fylgibókanirnar varða ýmis önnur mál, s.s. lagabreytingar sem nauðsynlegar eru vegna samningsins, afleysingar í sveit- um, tryggingargjald, Bjargráða- sjóð og úreldingu á framleiðslu- aðstöðu mjólkurbúa. Um afleysingamál segir í bók- un III að aðilar séu sammála um að á næsta ári greiði ríkissjóður 10 milljónir króna til að koma á fót og styrkja afleysingar hjá kúa- bændum vegna töku orlofs og frídaga. í sama tilgangi verði greiddar 12,5 milljónir árið 1994 og 15 milljónir árið 1995. Greiðsl- urnar taki mið af almennum verðbreytingum í landinu. Lögum um Bjargráðasjóð verður væntanlega breytt í fram- haldi af samningnum en í bókun segir 'að aðilar séu sammmála um endurskoðun með það að mark- miðið að kostnaður við trygging- ar í landbúnaði geti lækkað. Samkvæmt sjöundu bókun með samhingnum hafa mjólkur- framleiðendur á jörðum sem liggja fjarri afurðastöð eða eru úrleiðis, möguleika á framlagi úr verðmiðlunarsjóði vegna úreld- ingar framleiðsluaðstöðú. Þá verður heimilt að véita bændum styrk til úreldingar framleiðni- aðstöðu sé það talin forsenda þess að ná fram hagræðingu í rekstri mjólkurbúa. JÓH Fáanlegt fyrir: Ljóst, brúnt, rautt, skollitt, svart og grátt hár. Litanæring í stíl Beinar greiðslur til mjólkurframleiðenda teknar upp um áramót: Forsenda hagræðingarkröfu sem mjólkurframleiðendur taki á sig með samn- ingnum sé að jafnhliða verði gerður samningur við Samtök afurðastöðva um hagræðingarmarkmið fyrir mjólkuriðnaðinn. Vopnafjörður Ríkissjóður leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir lögreglustöð og umboðsskrifstofu sýslumanns á Vopnafirði, um 150-160 m2 að stærð. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 24. ágúst 1992. Fjármálaráðuneytið, 14. ágúst 1992. Skulu svara til 47,1% af framleiðslukostnaði mjólkur Frá 1. janúar næstkomandi munu mjólkurframleiðendur fá úr ríkissjóði beingreiðslur sem svara til 47,1% af fram- leiðsiukostnaði mjólkur sam- kvæmt verðlagsgrundvelli. Með samningi um mjólkur- framleiðslu, sem undirritaður var um helgina, var ákveðið hvernig dreifing beinu greiðslnanna skuli verða frá 1. janúar til 31. ágúst næstkom- andi en síðan verði endurskoð- að fyrir upphaf hvers verðlags- árs hvernig greiðslutilhögun og fráviksmörk skuli vera. í fylgiskjali sem Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, og Haukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, undirrituðu með mjólkurfram- leiðslusamningnum er tilgreint hvernig beingreiðslum skuli háttað. Eins og áður segir nema þær 47,1% af framleiðslukostn- aði og skiptast þannig: „20% skal greiða óháð fram- leiðslu að því tilskildu að fram- leiðsla lögbýlis sé a.m.k. 70% greiðslumarks. Greiðslan sé innt af hendi þannig að hinn 1. hvers mánaðar sé greiddur '/12 hluti, fyrsta greiðsla 1. janúar 1993. Að minnsta kosti 23,1% skal greiða eftir framleiðslu. Greiðsl- an sé innt af hendi þannig að hinn 1. hvers mánaðar sé greitt fyrr innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn greitt 1. mars 1993. Allt að 4% skal greiða þannig að þau stuðli að æskilegri dreif- ingu innleggs hjá hverju mjólk- ursamlagi. Landbúnaðarráðherra setur reglugerð ár hvert um fram- kvæmdina að fengnu áliti fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Greiðslan skal innt af hendi þannig að hinn 1. hvers mánaðar skal greitt vegna innleggs næst- síðasta mánaðar. Þessar greiðslur eru ótengdar framleiðslustjórn- un, greiðslumarki og fráviks- heimildum,“ segir í fylgiskjalinu. JÓH Torfœrufundur Fundur verður haldinn hjá Bílaklúbbi Akureyr- ar, þriðjudagskvöldið 18. ágúst kl. 20.00. Rœtt verður um torfœrukeppni sem haldin verður laug- ardaginn 22. ágúst í landi Glerár. Kaffiveitingar. BÍLAKLÚBBUR AKUREYRAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.