Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 18. ágúst 1992 154. tölublað Útscilca Útsala Útsala Útsala tJtscalca V_______ HERRADEILD Ciránutéiagsgötu 4 Akuroyri • Sími 23599^ Akureyri: Hass fannst í bflaleigubíl - stöðvaður vegna hraðaksturs Lögreglumenn á Akureyri þurftu að stöðva átta ökumenn um helgina vegna hraðaksturs. í einu tilvikanna fannst hass í bifreið. í bókum lögreglunnar kemur fram að af þeim átta ökumönnum sem teknir voru vegna hrað- aksturs þá hafi tveir misst öku- leyfið. Annar mældist á hundrað þrjátíu og þriggja kílómetra hraða og hinn á 137. „Á Ólafsfjarðarvegi var bifreið stöðvuð vegna hraðaksturs. Um bílaleigubifreið var að ræða og í ljós kom að ökumaður hafði tek- ið hraðamæli úr sambandi til að svfkja eiganda um kílómetra- gjaldið. Við frekari athugun fundust fíkniefni í bílnum þ.e. 2 til 3 grömm af hassi. Leigutakar voru tveir sunnanmenn og stúlka héðan að norðan. Fólkið var flutt á lögreglustöðina á Akureyri til yfirheyrslu. Málið er upplýst að fullu og fer til meðferðar hjá ákæruvaldinu", sagði talsmaður rannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri. ój Jökull hf. á Raufarhöfn: Tilfæringar á Rauðanúpi - skipstjórinn sagði upp vegna ágreinings Skipstjórinn á Rauðanúpi ÞH, togara Jökuls hf. á Raufar- höfn, hefur sagt upp störfum og gengið í land og fímm skip- verjar að auki eru hættir. Nýir menn voru ráðnir í stað þeirra sem hættu áður en togarinn fór út á ný. í það hefur verið látið skína að þarna sé samhengi á milli sem tengist ágreiningi skipstjórans fyrrverandi við útgerðarstjóra Jökuls. stjóra. Síðan var einfaldlega nýr skipstjóri ráðinn. Pað er rétt að fimm skipverjar hættu en hluti af þessum mannskap var að fara í skóla og því var vitað að þessir menn yrðu ekki lengur á togaran- um. Það má vera að hinir hafi fylgt skipstjóranum fyrrverandi að málum en hvað sem því líður þá er ekkert vandræðaástand hér enda næg ásókn í laus togara- pláss,“ sagði Guðmundur. SS Annar sportbíllinn er ónýtur en hinn mikið skemmdur. Mynd: Goiii Akureyri: Harður árekstur ofau Torfunefsbryggju Rólegt var hjá lögreglunni á Akureyri yfír helgina. Bækur lögreglunnar greina frá hörð- um árekstri ofan Torfunefs- bryggju. Að sögn rannsóknarlögreglu- manns barst lögreglu tilkynning um harðan árekstur á mótum Kaupvangsstrætis og Glerárgötu kl. 1.48 aðfaranótt sunnudags. Á gatnamótunum eru umferðarljós og bílarnir sem skullu saman voru báðir veglegir sportbílar. Annar bíllinn er nú ónýtur en hinn mikið skemmdur. í bílunum voru fjórir menn er allir voru fluttir til sjúkrahúss. Mennirnir voru nokkuð skornir og gera þurfti að axlarbroti og handar- broti. Málið er til meðferðar hjá rannsóknarlögreglu. ój Samningur ríkis og bænda um mjólkurframleiðslu: Neytendur ættu að verða varir við verðlækkun eftir áramót - segir Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda Ekki náðist í Þorstein Sigurðs- son, framkvæmdastjóra Jökuls og Fiskiðju Raufarhafnar, í gær þar sem hann var í fríi. Uppsagn- irnar voru bornar undir Guð- mund Guðmundsson, sveitar- stjóra, og hann sagði að það væri alrangt sem fram hefði komið í útvarpsfréttum að skipstjórinn og skipverjarnir hefðu allir sagt upp störfum vegna ágreinings og að „skálmöld" ríkti á Raufarhöfn af þessum sökum. „Skipstjórinn sagði upp fyrir einhverjum vikum og bar við ósamkomulagi við útgerðar- „Svæðið er víðfemt og loðnu- torfurnar smáar og dreifðar um allan sjó. Við erum á leið frá Raufarhöfn eftir löndun á 790 tonnum,“ sagði Kristinn Snæbjörnsson, fyrsti stýrimað- ur á Súlunni EA 300 frá Akur- eyri, um miðjan dag í gær. Að sögn Kristins hóf Súlan EA loðnuveiðar fyrir tíu dögum. Síð- an hafur verið landað tvisvar á Raufarhöfn. „Veiðar hófust í síðasta túr 200 mílur út af Sléttu og við fylltum skipið í 130 mílunum. Þetta er barningur hinn mesti. Skipin eru nú öll að leita og útlitið er ekki nægilega gott. Lítið fæst fyrir loðnuna. Fjögur þúsund og tvö hundruð krónur á tonnið er sama verð og 1988. í fyrra fengum við 4600 krónur fyrir tonnið fram í janúar, þannig að verðið nú er vart viðunandi. Nei, ekki hef ég heyrt minnst á Krossanes sem „Við erum nokkurn veginn ánægðir og ég tel að við hefð- um ekki getað náð lengra mið- að við þær aðstæður sem við búum við. Auðvitað vilja löndunarstað. Þeir verða að hækka verðið til að fá skipin til sín,“ sagði Kristinn Snæbjörns- son. ój Kennararáðningum á Norður- landi vestra fyrir komandi skólaár er að mestu lokið að sögn Guðmundar I. Leifssonar fræðslustjóra umdæmisins. Eftir er að fínna út hlutfall réttindakennara af heildar- ráðningum og því ekki hægt að segja til um hvort það hafí auk- ist milli ára. Kennarastöðum hefur fækkað og það breytir myndinni. Að sögn Guðmundar vantar menn ná lengra en aðalatriðið fyrir bændur í þessum samn- ingi er að binda stuðningshlut- fallið við 47,1% af framleiðslu- kostnaði mjólkur. Það stendur upp úr í þessum samningi,“ segir Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, um samning ríkis- valds og bænda um fyrirkomu- lag mjólkurframleiðslu, en samningurinn var undirritaður um helgina. Af hálfu ríkisins skrifuðu landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra undir enn kennara í eina eða tvær stöð- ur og einnig sérkennara þar sem það á við og eftir er að ganga frá ráðningum stundakennara. Guð- mundur sagði að venjulega hefði vantað í 8-10 stöður á þessum tíma sumars og í þær hefðu verið ráðnir kennarar án réttinda. Nú hefði hins vegar verið skorið nið- ur um álíka margar stöður sem fækkaði að öllum líkindum ráðningum réttindalausra. Guðmundur telur líklegt að samninginn með fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis en formaður Stéttar- sambands bænda skrifaði und- ir með fyrirvara um samþykki aðalfundar Stéttarsambands- ins. Guðmundur Lárusson segir að niðurstaðan hafi orðið að fram- leiðnikrafan á mjólkurfram- leiðendur sé mildari en gert hafi verið ráð fyrir í áliti sjömanna- nefndar frá í vor, en það var not- að sem grundvöllur fyrir samn- ingnum. „í þriðja lagi ætti verð til neyt- hlutfall réttindakennara sé hærra en í fyrra, en vildi annars ekki tjá sig um málið, eftir væri að telja saman og það ætti að verða ljóst um næstu mánaðamót. Taldi Guðmundur að eftirspurn eftir kennarastöðum hefði byrjað fyrr og mikið hefði borist af umsókn- um réttindakennara, en ljóst væri að þeir hefðu almennt sótt um á mörgum stöðum og oft í fleiru en einu umdæmi og því segði það ekki alla söguna. sþ enda að lækka mun meira en sjö- mannanefndarálitið gerði ráð fyrir vegna þess að um áramót verður hætt að taka verðmiðlun- argjald. Með lækkun á verði til framleiðenda, lækkun á vinnslu- og dreifingarkostnaði og lækkun verðmiðlunargjalda ætti það að þýða mun hagstæðari innkaup fyrir neytendur. Lækkun ætti að skila sér strax eftir næstu áramót vegna verðmiðlunargjaldanna en síðan kemur verðlækkunin á næstu tveimur árum. Síðan feng- um við þarna inn nokkra trygg- ingu fyrir því að við eigum ekki að tapa á því þótt ríkið vildi halda því til streitu að hætta niðurgreiðslum á virðisauka- skatti," sagði Guðmundur. „Það lakasta við þennan samn- ing er að hann sýnir aðstæðurnar sem við búum við og við hvað við verðum að berjast í framtíð- inni. Það er ekki skemmtilegt að samþykkja samning sem felur í sér minnkun framleiðsluheimilda og tekjuskerðingu fyrir fram- leiðendur." Aðspurður sagðist hann spá því að á næstu árum muni margir mjólkurframleiðendur hætta framleiðslu vegna þess að þeir treysti sér ekki til að takast á við hana í breyttu umhverfi. Búast megi við að þessir bændur verði úr eldri kantinum í stéttinni. JÓH Súlan EA á loðnumiðumim: „Er bammgur hinn mesti“ Norðurland vestra: Kennararáðningum að mestu lokið - kennarastöðum hefur fækkað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.