Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 18. ágúst 1992 Þriðjudagur 18. ágúst 1992 - DAGUR - 9 ÍÞRÓTTIR Samskipadeildin 14. umferð: Víkingur-Þór 1:4 ÍBV-KR 0:2 KA-ÍA 1:0 UBK-Fram Valur-FH Staðan: ÍA 14 9-3- 2 25:14 30 Þór 14 8-4- 2 21: 9 28 KR 14 8-3- 3 24:13 27 Valur 13 6-4- 3 23:14 22 Fram 13 6-1- 6 20:18 19 FH 13 4-5- 4 19:21 17 Víkingur 14 4-4- 6 20:24 16 KA 14 3-4- 7 15:25 13 UBK 13 2-3- 8 8:19 9 ÍBV 14 2-1-11 13:32 7 Markahæstir: Valdimar Kristófersson, Fram 9 Arnar Gunnlaugsson, IA 9 Atli Einarsson, Víkingi 7 Andri Marteinsson, FH 7 Bjarni Sveinbjörnsson , Þór 7 Gunnar Már Másson, KA 7 1. deild kvenna Úrsllt: Þór-Þróttur N. 2:0 KR-Höttur 3:0 Valur-Höttur 2:0 Staðan: UBK 10 9-1-0 41: 5 28 Valur 11 8-0-3 23: 7 24 ÍA 9 7-1-1 29: 6 22 Stjarnan 8 4-1-3 21: 8 13 KR 11 4-1-6 16:26 13 Þróttur N. 11 4-0-7 19:38 12 Þór 11 2-0-9 7:35 6 Höttur 9 1-0-8 6:35 3 3. deild karla 13. umferð: Tindastóll-Völsungur 2:1 Þróttur N.-Dalvflc 3:2 Magni-Haukar 2:1 Grótta-Ægir mánudag KS-Skallagrímur 1:2 Staðan: Tindastóll 14 13-1-0 45:17 40 Þróttur N. 14 6-4-3 31:25 22 Haukar 14 6-4-4 28:23 22 Grótta 13 6-4-3 18:16 22 Skallagrímur 14 5-3-6 31:27 18 Magni 14 5-3-6 21:17 18 Völsungur 14 4-4-6 18:25 16 Dalvík 14 4-1-9 24:28 13 Ægir 13 3-4-5 14:26 13 KS 14 3-0-14 16:40 9 Markahæstir: Bjarki Pétursson, Tindastóli 16 Sverrir Sverrisson, Tindastóli 12 Kristján Brooks, Gróttu 10 Goran Micic, Þrótti N 9 Kristján Svavarsson, Þrótti N. 9 Guðmundur V. Sigurðsson, Haukum 7 4. deild karla C 10. umferð: Kormákur-Hvöt 1:2 HSÞb-Þrymur 3:1 Neisti-SM 3:1 Lokastaða: Hvöt 10 10-0-0 33: 8 30 Kormákur 10 6-1-3 23: 9 19 Neisti 10 5-0-5 22:17 15 HSÞb 10 6-0-4 24:22 15 SM 10 1-2-7 13:23 5 Þrymur 10 1-1-8 5:40 4 Markahæstir: Sigurður Ágústsson, Hvöt 8 Rúnar Guðmundsson, Kormáki 8 Ásgeir Valgarðsson, Hvöt 8 Albert Jónsson, Kormáki 6 Samskipadeildin, Víkingur-Þór 1:4: Stórsigur Þórs á Víkingum - allt galopið á toppi deildarinnar eftir tap Skagamanna í umferðinni Þórsara drógu á Skagamenn í toppbaráttu Samskipadeildar- innar í knattspyrnu þegar þeir unnu stórsigur á slöppu Yík- ingsliði, 1:4 á sunnudagskvöld. Mörk norðanmann hefðu hæg- lega getað orðið mun fleiri og eru Þórsarar til alls líklegir. Nú munar aðeins tveimur stigum á efstu liðunum þegar fjórar umferðir eru eftir og 12 stig í pottinum. „Ég var mjög ánægður með okkar leik og stigin þrjú. Þeir byrjuðu heldur betur og sóttu svolítið í byrjun. Um leið og við fórum að mæta þeim þá var þetta aldrei spurning,“ sagði Sveinn Pálsson, leikmaður Þórs, eftir leikinn. Þrátt fyrir það að Þórsarar væru mun betra liðið í leiknum í fyrrakvöld þá voru það Víkingar sem byrjuðu betur og fengu fyrsta færi leiksins strax á 3. mín- útu. Atli Einarsson sendi þá fyrir markið og Helgi Sigurðsson skallaði framhjá af markteig. Aftur voru Þórsarar heppnir þeg- ar u.þ.b. 16 mínútur voru liðnar af leiknum en þá ætlaði Júlíus Tryggvason að senda á Lárus Sig- urðsson, markvörð, en sendingin fór yfir hann og framhjá mark- inu. Þar sluppu Þórsarar með skrekkinn. Eftir miðjan fyrri hálfleikinn náðu Þórsarar undirtökunum í leiknum og skoruðu mark á 26. mínútu. Hlynur Birgisson prjón- aði sig þá upp kantinn hægra megin, framhjá þremur varnar- mönnum Víkings, sendi góðan bolta fyrir og Bjarni Sveinbjörns- son þrumaði í netið af stuttu færi. Hvort lið fékk tækifæri til þess að koma tuðrunni í netið en það tókst ekki fyrir leikhlé. Staðan því 0:1 þegar menn gengu til bún- ingsherbergja. Síðari hálfleikurinn var nokk- uð fjörugur og byrjaði með því að Arni Þór Árnason átti hörku- skot að marki Víkings en það fór yfir. Síðan bættu Þórsarar við sínu öðru marki á 59. mínútu. Sveinbjörn Hákonarson átti þá þrumuskot að marki sem Guð- mundur Hreiðarsson í markinum réð ekki við. Glæsilegt mark hjá Sveinbirni. Eftir markið fóru gestirnir að bakka talsvert og hleyptu Víkingum fullmikið inn í leikinn og var talsverð pressa á Þór um tíma. Þeir síðarnefndu voru þó ekki lengi að hrista af sér slenið og virtust ekki sjá neina ástæðu til þess að láta þar við sitja sem komið var heldur bættu við þriðja markinu á 82. mínútu og síðan því fjórða rétt í lok leiksins eftir að heimamenn höfðu minnkað muninn úr vítaspyrnu. Fyrra markið gerði Halldór Sveinbjörn Hákonarson hefur leikiö mjög vel fyrir Þór í Hér lætur hann ríða af gegn ÍBV á dögunum. sumar og heldur betur veriö á skotskónum að undanförnu. Mynd: Golli Knattspyrna, 4. deild: Hvöt tapaði ekki stigi í sumar - síðasta umferðin var leikin um helgina HSÞb sigraði Þrym „Sigur þeirra var sanngjarn en með smá heppni hefðum við Síðasta umferð riðlakeppni 4. deildarinnar í knattspyrnu fór fram um helgina og fara Hvat- armenn nú að snúa sér að úr- slitunum eftir að hafa komist taplausir í gegnum mótið. Þeir unnu Kormák um helgina, 1:2 á Hvammstanga, Neisti vann SM 3:1 á Hofsósi og HSÞb sigraði Þrym 3:1. „Það var jafnræði með liðun- um í fyrri hálfleik en eftir 15 mínútur í þeim seinni náðum við undirtökunum og vorum sterkari það sem eftir lifði,“ sagði Páll Brynjarsson, leikmaður Neista. „Við fengum fullt af færum til þess að gera út um þetta en nýtt- um þau ekki. Við vorum alls ekki sáttir við dómgæsluna og ég tel hana hafa haft of mikil áhrif á úrslitin,“ sagði Sigurbjöm Viðars- son, þjálfari SM. SM náði forystunni eftir um 15 mínútna leik með marki Sævars Þorsteinssonar en Sören Larsen jafnaði fljótlega fyrir heima- menn. Eftir miðjan síðari hálf- leikinn komust Neistamenn yfir með marki Odds Jónssonar og svo Magnús Jóhannesson bætti þriðja markinu við fyrir leikslok. Hvöt tapaði ekki stigi Hvöt hélt tímabilið út án þess svo mikið að tapa einu stigi og það voru Kormáksmenn sem lentu í þeim um helgina. Að sögn Ragn- ars Guðjónssonar, leikmanns Hvatar, var leikið við mjög erfið- ar aðstæður, rok og rigningu og malarvöllurinn á Hvammstanga eitt forarsvað. Hvöt var sterkari og hélt jöfnu á móti vindinum í fyrri hálfleik en skoraði strax í byrjun þess síðari. Þar var að verki Hallsteinn Traustason. Skömmu síðar jafnaði Axel Rún- ar Guðmundsson en Ásgeir Val- garðsson tryggði Hvatarmönnum stigin þrjú með marki undir lokin. Ragnar Guðjónsson sagði að það væri kominn tími á að þeir Hvatarmenn færu alla leið. „Við erum alltaf í úrslitum en höfum ekki komist upp ennþá. Menn eru ákveðnir í að standa sig í þetta skipti," sagði Ragnar. alveg getað tekið annað stigið úr leiknum," sagði Þórhallur Jónsson, leikmaður Þryms. „Þetta var daufur leikur, menn áhugalausir en sigurinn hlýtur að teljast sanngjarn," sagði Hörður Benonýsson, þjálfari HSÞb. Fyrsta mark leiksins skoraði Guðmundur Sigmarsson fyrir HSÞb á 10. mínútu og var staðan 1:0 í leikhléi. Skúli Hallgrímsson bætti öðru við um miðjan síðari hálfleik og Ögmundur Arnarson minnkaði muninn fyrir Þrym. Þórir Þórisson innsiglaði sigurinn fyrir HSÞb. Birgir Valgarðsson, markvörð- ur Þryms varði vítaspyrnu í leikn- um og HSÞb fékk aðra spyrnu síðar í leiknum og fór hún framhjá. Keppni í fjórðu deild er nú lokið og einungis úrslitin hjá Hvöt eftir. Að sögn leikmanna og þjálfara flestra liðanna eru einhver héraðsmót eftir en eftir það fara menn í frí. SV Áskelsson eftir að Árni Þór Árnason hafði unnið boltann á miðjunni, leikið upp völlinnn, inn í teig og skotið á markið. Guðmundur Hreiðarsson varði en hélt ekki boltanum. Halldór var þá réttur maður á réttumistað og sendi boltann í netið, !3:0. Helgi Sigurðsson fiskaði víta- spyrnu á 85. mínútu og skoraði örugglega úr henni sjálfur en það var svo Birgir Þór Karlsson, sem kom inná sem varamaður, fór beint í sóknina og skoraði með skalla úr sinni fyrstu snertingu eftir hornspyrnu frá Sveinbirni Hákonarsyni. Þórsliðið er á fljúgandi ferð þessa dagana og áttu Víkingar aldrei séns í leiknum. Með sigri KA á í A hefur allt opnast upp á gátt á toppnum og enginn skyldi afskrifa Þórsliðið í baráttunni um deildarbikarinn. HB/SV Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Atli Helga- son, Þorsteinn Þorsteinsson, Janez Zilnik, Helgi Björgvinsson, Guðmundur I. Magnússon, Atli Einarsson (Ólafur Árnason á 72. mín.), Guðmundur Steins- son Marteinn Guðgeirsson á 77. mín.), Helgi Sigurðsson, Helgi Bjarnason. Lið Þórs: Lárus Sigurðsson, Júlíus Tryggvason, Hlynur Birgisson, Þórir Áskelsson, Sveinbjörn Hákonarson, Lár- us Orri Sigurðsson (Birgir Þór Karlsson), Sveinn Pálsson, Árni Þór Árnason, Ásmundur Arnarson, Halldór Áskels- son, Bjarni Sveinbjörnsson. Norðurlandsmótið í golfi um sl. helgi: Öm og Jónína sigmðu í meistaraflokkunum Jónína Pálsdóttir varð Norðurlandsmeistari þriðja árið í röð. Mynd: SV Norðurlandsmót í golfi fór fram að Jaðri um helgina og það var Golfklúbbur Ólafs- Sigurvegarar á Norðurlandsmótinu í golfi 1992. Á myndina vantar Örn Arnarson, sigurvegara í mfl. karla. Mynd: sv Knattspyrna, 3. deild: Tindastóll kominn í 2. deild Heil umferð var leikin í þriðju deild knattspyrnunnar um helg- ina. Tindastóll tryggði sér Is- landsmeistaratitil þriðju deild- ar og um leið sæti í 2. deild að ári. Liðið vann Völsung á Króknum, 2:1. Magnamenn unnu Hauka 2:1 á Grenivík í miklum baráttuleik. KS tapaði fyrir Skallagrími, 1:3 á Siglu- firði og Dalvík beið lægri hlut gegn Þrótti N. í Neskaupstað. Leikur Gróttu og Ægis átti að fara fram í gærkvöld, en hon- um var frestað vegna veðurs um helgina. „Við erum eðlilega mjög ánægðir með að vera komnir upp í 2. deild. Þetta er búið að vera nokkuð sérstakt sumar því geng- ið hefur verið gott og við höfum liðið nokkuð auðveldlega í gegn- um þetta,“ sagði Guðbjörn Tryggvason, þjálfari Tindastóls, eftir að liðið tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á Völsungi. Að sögn Guðbjörns var leikurinn nokkuð slakur af þeirra hálfu. „Við fórum ekki í gangifyrr en eftir að þeir náðu að skora og þá gerðum við út um þetta á skömmum tíma. „Við lékum nokkuð vel.í leikn- um en náðum ekki að klára dæm- ið í upplögðum marktækifærum og því fór sem fór,“ sagði Sigmar Hreiðarsson, liðsstjóri Völsungs. „Við erum í vondum málum þarna í botnbaráttunni en ætlum að klára okkur út úr því.“ Ekkert var skorað í fyrri hálf- leik en Jónas Baldursson byrjaði á því að skora fyrir Völsung. Stuttu síðar fengu Völsungar upplagt færi, maður á móti mark- manni en markmaðurinn varði, Stólarnir brunuðu upp og skor- uðu. Markið gerði Sverrir Sverr- isson. Eftir þetta voru heima- menn mun sterkari og Bjarki Pét- ursson skoraði annað mark Stól- anna þegar um 10 mínútur voru til leiksloka og tryggði heima- mönnum sigurinn. KS í erfiðleikum KS-ingar færðust nær 4. deildinni með tapinu gegn Skallagrími, 1:2, um helgina. „Þetta var ósanngjarnt því leikurinn var mjög jafn og sigur- inn gat lent hvorum megin sem var,“ sagði Hafþór Kolbeinsson, leikmaður KS. Valdimar Sigurðsson kom gest- unum yfir á 35. mínútu og Sigurður Benonýsson jafnaði og var staðan 1:1 í leikhléi. Finnur Blóðtaka hjá Þór Knattspyrnulið Þórs hefur orð- ið fyrir blóðtöku þar sem Árni Þór Árnason leikur ekki meira með liðinu í sumar. Einnig get- ur Sveinn Pálsson ekki klárað tímabilið með Þór. Sveinn Pálsson hefur stundað nám í Bandaríkjunum undan- farin ár og þarf að fara út núna áður en tímabilinu lýkur hér heima. Hann missir af tveimur leikjum Þórs. Árni Þór Árnason er einnig að fara til Kanada í nám og mun hann ekki leika meira með liðinu í sumar. Báðir hafa þeir félagar verið í byrjunarliði Þórs í sumar og þarf ekki að fjölyrða hversu slæmt er að missa þá nú á lokasprettinum. SV Thorlacíus skoraði sigurmark Skallagríms þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Dalvík á hættusvæði Dalvíkingar urðu að sætta sig við tap gegn Þrótti í Neskaupstað um helgina. Að sögn Valdimars Páls- sonar, leikmanns Dalvíkur, var leikurinn illa leikinn af báðum liðum. „Þeir höfðu allt með sér í dag, gerðu tvö ódýr mörk og það var eini munurinn á liðunum að þessu sinni. Við erum á slæmum stað í deildinni en ætlum okkur að hanga uppi,“ sagði Valdimar. Mörk Dalvíkur skoruðu Garðar Níelsson og Jón Örvarr Eiríks- son. Kristján Svavarsson gerði tvö fyrir Þrótt og Guðbjartur Magnason, 1. Magnamenn hólpnir? Magni vann góðan sigur á Hauk- um þegar liðin mættust á Greni- vík. Það var mikið líf og fjör í leiknum, Valdimar Freysson, dómari, hafði í nógu að snúast og sýndi fimm leikmönnum gult spjald og tveimur rautt. Aðstæður voru mjög slæmar, rok og rigning og stóð vindurinn á annað markið. Heimamenn, sem léku undan veðrinu í fyrri hálfleik, náðu fljótlega forystu með marki Hreins Hringssonar og þrátt fyrir að Haukamenn hafi virst eiga í fullu tréi við Magna- menn náðu þeir ekki að skora og var staðan í leikhléi 1:0. Haukar sóttu mun meira í seinn hálfleiknum og Sævar Pét- ursson jafnaði fljótlega. Magni fékk nokkrar ágætar skyndisókn- ir og skoraði úr einni slíkri undir lok leiksins. Maðurinn á bak við það var Reimar Helgason, en hann vann boltann í vörninni, gaf út á kantinn og var svo sjálfur mættur fyrir framan markið til þess að skora þegar boltinn kom fyrir. Með sigrinum hafa vonir Magnamanna, á því að halda sæti sínu í deildinni, glæðst verulega og má segja að þeir séu sloppnir fyrir horn. fjarðar sem sá um mótið. Það fór mjög vel fram, þrátt fyrir að talsverður vindur setti mark sitt á það á laugardeginum. Örn Arnarson varð hlutskarp- astur í meistaraflokki karla og Jónína Pálsdóttir vann meist- araflokk kvenna, þriðja árið í röð. Keppendur voru 136 og léku 36 holur. „Ég átti ekki von á því að vinna þetta árið. Ég er búin að vinna bikarinn tvisvar áður og hef ekki verið að spila neitt sér- lega vel undanfarið," sagði Jónína Pálsdóttir og bætti því við að þær stelpurnar hefðu ekki spilað vel á laugardeginum en ágætlega á sunnudaginn. Úrslit í meistara- flokki kvenna eru eftirfarandi: Án forgjafar: Heildarskor 1. Jónína Pálsdóttir, GA 180 2. Erla Adólfsdóttir, GA 188 3. Bergljót Borg, GA 188 4. Anný B. Pálmadóttir, GH 195 5. Árný L. Árnadóttir, GA 197 Ekki náðist í sigurvegara meistaraflokks karla, Örn Arnar- son, þar eð hann þurfti að fara af verðlaunaafhendingu vegn þess að hann er á förum til Skotlands til að keppa fyrir íslands hönd í golfi á Doug Sanders mótinu. Keppnin var mun jafnari en í kvennaflokki og var lengi tvísynt um hver myndi standa uppi sem sigurvegari. Úrslit í meistara- flokki karla eru eftirfarandi: 1. Örn Arnarson, GA 149 2. Sigurður H. Ringsted, GA 153 3. Þórhallur Pálsson, GA 154 4. Ólafur A. Gylfason, GA 154 5. Viðar Þorsteinsson, GA 161 1. flokkur kvcnna: 1. Fjóla Þ. Stefánsdóttir, GA 197 2. Karóltna Guðmundsdóttir, GA 200 3. Guðný Óskarsdóttir, GA 202 4. Sigríður B. Ólafsdóttir, GA 202 5. Rósa Gunnarsdóttir, GA 203 1. flokkur karla: 1. Haraldur Júlíusson, GA 161 2. Jóhann P. Andersen, GA 163 3. Guðmundur Finnsson, GA 164 4. Kjartan H. Bragason, GA 164 5. Guðjón B. Gunnarsson, GA 165 2. flokkur karla: 1. Gunnar A. Gunnarsson, GSS 176 2. Fylkir Guðmundsson, GÓ 177 3. Sigurður St. Haraldsson, GA 179 4. Gunnar Jakobsson, GA 182 5. Bjarni Ásmundsson, GH 183 3. flokkur karla: 1. Sigvaldi Torfason, GA 193 2. Adólf Berndsen, GSK 196 3. Sigurður Sigfússon, GA 198 4. Guðmundur Pétursson, GA 200 5. Kristbjörn Arngrímsson, GHD 204 Unglingaflokkur: 1. Gunnlaugur B. Ólafsson, GA 166 2. Ingvar R. Guðmundsson, GA 171 3. Axel Árnason, GA 175 4. Bjarni G. Bjarnason, GA 177 5. Ásgeir Blöndal, GÓS 189 Oldungar - með forgjöf: 1. Ragnar Steinbergsson, GA 139 2. Karl Berndsen, GSK 150 3. Friðrik J. Friðriksson, GSS 157 4. Árni Ingimundarson, GA 157 5. Árni B. Árnason, GA 157 Öldungar - án forgjafar: 1. Ragnar Steinbergsson, GA 171 2. Hilmar Gíslason, GA 188 3. Stefán B. Pedersen, GSS 192 4. Árni B. Árnason, GA 197 5. Karl Berndsen, GSK 198 SV Kvennaknattspyrna: Þór nældi í þrjú góð stig er að sjá hvort stúlkurnar ná ekki að tryggja sér þau stig sem uppá - vann Þrótt N. 2:0 á Þórsvelli um helgina Þórsstúlkur unnu mikilvægan sigur um helgina þegar þær skelltu Þrótturum, 2:0. Þór er nú í næstneðsta sæti 1. deildar en á enn raunhæfa möguleika á að forða sér frá falli. „Þetta var nokkuð jafnt en við vorum heldur sterkari og sigurinn því sanngjarn," sagði Valgerður Jóhannsdóttir, fyrirliói Þórs og bætti við að þær þyrftu nauðsyn- lega á sex stigum að halda til þess að forða sér frá falli í 2. deild og að þær myndu gera allt til þess að láta það takast. Þór sótti talsvert meira framan af og hefði hæglega getað verið búið að skora eitt til tvö mörk fyrir leikhlé. Það gekk þó ekki og komust Þróttarstúlkur meira inn í leikinn þegar fór að líða á en engu að síður var staðan 0:0 í leikhléi. í síðari hálfleik voru heima- stúlkur mun sterkari og Ellen Óskarsdóttir tryggði þeim sigur- inn með tveimur góðum mörkum áður en flautað ver til leiksloka. Sanngjarn sigur Þórs í höfn og nú vantar til þess að halda sæti sínu í 1. deild. SV Þórunn Sigurðardóttir og stöllur hennar hjá Þór unnu góðan sigur á Þrótti um helgina. MynU JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.