Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 18. ágúst 1992 ENSKA KNATTSPYRNAN_________________________________________________Þorleifur Ananíasson Enska knattspyrnan: Jólaballið dugði Sheff. Utd. til sigurs - úrvalsdeildin fór vel af stað - óvænt úrslit - mikið af mörkum Deildakeppnin hófst á Englandi um helgina og ekki verður annað sagt en hin nýja úrvals- deild hafi farið af stað með miklum látum. Níu leikir voru leiknir á laugardag og í mörg- um þeirra urðu úrslit á annan veg en búist var við og ekki vantaði mörkin, sem mörg voru skoruð af leikmönnum sem voru að leika sinn fyrsta leik fyrir nýtt félag. En þá er best að vinda sér beint í leikina í úrvalsdeildinni. ■ Lið Sheff. Utd. hefur jafnan byrjað illa á haustin og vermt botnsætin, en bjargað sér með góðum spretti eftir áramótin. Hinn litríki framkvæmdastjóri liðsins Dave Bassett ákvað að sjá við sínum mönnum að þessu sinni og datt það snjallræði í hug að bjóða þeim til jólafagnaðar í síðustu viku, með jólatré, kalkúna- áti og tilheyrandi. Og viti menn, það virkaði er liðið fékk Man. Utd. í heimsókn á laugardag. Fyrirfram var búist við sigri Manchester liðsins sem var veru- lega óheppið að ná ekki meist- aratitlinum í fyrra, en annað kom á daginn. Brian Deane náði for- ystu fyrir Sheff. Utd. strax á 4. mín. með einföldu skallamarki eftir langt innkast Carl Bradshaw og þar með hafði fyrsta mark úrvalsdeildarinnar litið dagsins ljós. Þegar 5 mín. voru liðnar af síðari hálfleik bætti Deane öðru marki sínu við úr vítaspyrnu eftir að Gary Pallister hafði brotið á Alan „gamla“ Cork sem hafði sloppið óvænt í gegnum vörn Utd. Skömmu síðar náði Mark Hughes að laga stöðuna fyrir Utd. eftir langt útspark Peter Schmeichel markvarðar og það sem eftir lifði leiks hafði Man. Utd. undirtökin. En þrátt fyrir oft ágætan samleik tókst liðinu ekki að jafna, en nýi miðherjinn Dion Dublin sem kom inná undir lokin hleypti þó miklu lífi í sókn- arleik liðsins og virðist líklegur til að styrkja liðið í vetur, en hann var nýlega keyptur fyrir £ 1 millj- ón frá Cambridge. ■ Hann var ótrúlegur, leikur Arsenal á heimavelli gegn Norwich. Arsenal er spáð meist- aratitli, en Norwich öruggu falli og eftir fyrri hálfleikinn virtist Úrvalsdeildin Arsenal-Norwich 2:4 Chelsea-Oldham 1:1 Coventry-Middlesbrough 2:1 Crystal Palace-BIackburn 3:3 Everton-Sheffield Wed. 1:1 Ipswich-Aston Villa 1:1 Leeds Utd.-Wimbledon 2:1 Sheffield Utd.-Manchester Utd. 2:1 Southampton-Tottenham 0:0 Nottingham For.-Livcrpool 1:0 Manchester City-Q.P.R. mánud. 1. deild Barnsley-West Ham 0:1 Birmingham-Notts County 1:0 Brentford-Wolves 0:2 Bristol City-Portsmouth 3:3 Charlton-Grimsby 3:1 Leicester-Luton 2:1 Newcastle-Southend 3:2 Oxford-Bristol Rovers 2:1 Peterborough-Derby 1:0 Swindon-Sunderland 1:0 Tranmere-Cambridge 2:0 Watford-Millwall 3:1 Brian Dean gerði bæði mörk Sheff. Wed. gegn Man. Utd. og varð fyrst- ur til að skora í úrvalsdeildinni. sem spádómarnir væru nærri lagi. Steve Bould miðvörður Arsenal skoraði fyrsa markið eftir undir- búning Kevin Campbell og Cambell bætti síðan öðru marki við fyrir hlé, 2:0 yfir í hálfleik og leikmenn Norwich höfðu ekki haft roð við hinum frægu leik- mönnum Arsenal. Síðari hálf- leikurinn sem virtist aðeins formsatriði fór rólega af stað, en þá setti Norwich inná Mark Rob- ins sem liðið keypti af Man. Utd. í vikunni og 10 mín. síðar lagaði hann stöðuna með marki úr auka- spyrnu og leikur Arsenal liðsins hrundi. David Phillips jafnaði og Ruel Fox kom Norwich yfir í 3:2. Robins skoraði síðan fjórða mark Norwich eftir mistök Tony Adams í vörn Arsenal og óvænt- ur sigur Norwich var í höfn. Öll fjögur mörk liðsins komu á 15 mfn. kafla og hefðu fáir búist við slíku af Norwich sem seldi sinn helsta markaskorara Robert Fleck til Chelsea í fyrri viku. ■ Meistarar Leeds Utd. sigruðu Wimbledon á Elland Road og getur liðið þakkað það hinum trausta miðherja sínum Lee Chapman sem skoraði þrennu gegn Wimbledon í fyrra og hefði hæglega getað leikið það eftir nú. Hann átti skot naumlega framhjá áður en hann náði forystu fyrir Leeds Utd. í fyrri hálfleik eftir undirbúning Gary McAllister og Rodney Wallace. Hann átti einnig skot í stöng í fyrri hálfleik, auk þess sem Hans Segers markvörð- ur Wimbledon varði frá honum úr góðu færi. Þrátt fyrir mikla yfirburði Leeds Utd. í leiknum náði Warren Barton að jafna fyr- ir Wimbledon í síðari hálfleik með skoti af löngu færi sem fór yfir John Lukic í marki Leeds Utd. og svo virtist sem sigurinn væri genginn meisturunum úr greipum. En 4 mín. fyrir leikslok kom Champman liðinu til bjargar og skoraði sigurmarkið eftir góð- an undirbúning Eric Cantona. Cantona stal senunni í góðgerða- leiknum á Wembley gegn Liver- pool um síðustu helgi með mörk- in sín þrjú, en nú var það Chapman sem sýndi hvers hann er megnugur. ■ Sheffield Wed. með Chris Waddle nýkeyptan frá Marseille í broddi fylkingar náði forystu á útivelli gegn Everton með marki Nigel Pearson. Pað var síðan Barry Horne mikið hörkutól sem Everton keypti af Southampton í sumar sem jafnaði fyrir Everton rétt fyrir hlé og þannig lauk leiknum með jafntefli 1:1. Tals- verðar vonir eru bundnar við Sheff. Wed. í vetur, en Everton liðið er stórt spurningarmerki þrátt fyrir að Neville Southall hinn snjalli markvörður hafi ákveðið að vera um kyrrt hjá félaginu. ■ Coventry og Middlesbrough eru lið sem spáð er erfiðum vetri og Middlesbrough sem er nýliði í deildinni varð að þola tap er liðið sótti Coventry heim. John Willi- ams sem keyptur var frá Swansea í sumar kom Coventry yfir í fyrri hálfleik og í þeim síðari bætti David Smith við öðru marki Coventry. Paul Wilkinson lagaði aðeins stöðuna fyrir Middles- brough með marki undir lokin, en það dugði skammt. ■ Það var magnaður leikur hjá Crystal Palace á heimavelli gegn nýliðum Blackburn og þegar yfir lauk höfðu Iiðin skipt með sér sex mörkum og jöfnunarmark Palace skoraði varamaðurinn Simon Osborn á síðustu sek. leiksins. Blackburn hefur keypt nýja leik- menn að undanförnu fyrir gífur- legar fjárhæðir, þar á meðal dýr- asta leikmann Englands, Alan Nottingham For. fékk Liver- I pool í heimsókn á sunnudaginn og Liverpool sem spáð er góðu gengi í vetur fór að dæmi stór- [ Alan Shearer, dýrasti leikmaður Englands, skorðaði tvö mörk í sín- um fyrsta leik með Blackburn. Shearer frá Southampton fyrir £ 3,6 milljónir. Aðaleigandi liðsins, Jack Walker, hefur stóra og djúpa vasa, fulla af peningum og Kenny Dalglish stjóri félagsins er óhræddur við að nota þá. Stu- art Ripley sem kostaði £1,3 mill- jónir frá Middlesbrough jafnaði 1:1 eftir að Mark Bright hafði komið Palace í 1:0. Gareth South- gate kom Palace yfir að nýju, en þá var komið að Shearer sem jafnaði fyrir Blackburn og bætti síðan öðru við sem virtist ætla að duga til sigurs þar til Osborn náði að jafna í lokin. liðanna Arsenal og Man. Utd. og tapaði sínum fyrsta úrvals- deildarleik. En þessi lið trúa því kannske að fall sé farar- ■ Chelsea gerði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Oldham og það var raunar Nick Henry sem náði forystunni fyrir Oldham í leikn- um. Gamla kempan Mick Harford sem Chelsea keypti nýlega af Luton jafnaði fyrir Chelsea, en bæði mörkin komu undir lok leiksins. ■ Gavin Johnson náði forystu fyrir nýliða Ipswich í fyrri hálf- leik á heimavelli gegn Aston Villa. Það var síðan Dalian Atkinson sem tryggði Villa jafn- teflið með marki í síðari hálfleik gegn sínum gömlu félögum í Ipswich. ■ Eini markalausi leikurinn var leikur Southampton gegn Totten- ham. Liði Southampton er spáð í fallbaráttu, en Tottenham liðið er mjög breytt frá í fyrra og óútreiknanlegt. Þó hefur liðið séð á bak þriggja bestu leikmanna sinna, þeirra Gary Lineker, Paul Stewart og Paul Gascoigne. Keyptir hafa verið margir snjallir leikmenn, en skörð þeirra þriggja verða vandfyllt. 1. deild ■ Robbie Dennison og Steve Bull tryggðu Wolves góðan úti- sigur gegn Brentford. ■ Guy Whittingham skoraði þrennu fyrir Portsmouth í jafn- teflinu gegn Bristol City. ■ Derby er spáð sigri í deildinni, en liðið varð að játa sig sigrað gegn Peterborough þar sem Ken Charlery gerði eina markið. ■ Glenn Hoddle stjóri Swindon gerði sigurmark liðsins gegn Sunderland. ■ Bæði Leicester og Newcastle eru talin eiga góða möguleika á úrvalsdeildarsæti að ári og þau sigruðu á heimavelli í leikjum gegn Luton og Southend. heill. Teddy Sheringham skoraði eina mark leiksins fyrir Forest með góðu skoti úr þröngu færi á 29. mín. Leikurinn var ekki mik- ið fyrir augað og Sheringham sem Tottenham hefur hug á að kaupa misnotaði tvö betri færi í leikn- um, en það sem hann skoraði úr. Liverpool átti góðan sprett í upp- hafi síðari hálfleiks, en átti að öðru leyti undir högg að sækja í leiknum. Undir lokin urðu áhangendur Forest liðsins æfir er dómarinn sleppti vítaspyrnu á David James markvörð Liverpool er hann felldi Roy Keane í víta- teignum. Þorvaldur Örlygsson var ekki í leikmannahópi Forest, enda nýkominn til liðsins eftir sumarfrí. ■ Tveir 1. deilarleikir fóru fram á sunnudag þar sem tvö af þeim liðum sem féllu í fyrra léku á úti- velli. West Ham sigraði Barnsley, en Notts County varð að þola tap gegn Birmingham. ■ Bruce Grobbelaar markvörð- ur Liverpool lék landsleik fyrir Zimbabwe á sama tíma og félag- ar hans mættu Forest og honum gekk betur þar sem landar hans sigruðu Suður-Afríku 4:1. ■ Tveir af leikmönnum S-Afríku fljúga til Englands í vikunni þar sem þeir verða til reynslu hjá Everton. Þar er um að ræða sóknarmann og varnarleikmann. Þ.L.A. Teddy Sheringham gerði sigurmark Forest gegn Liverpool. Þ.L.A. Nott. Forest lagði Liverpool

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.