Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 18.08.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 18. ágúst 1992 Fréttir Landsvísitala hluta- bréfa að hækka aftur Miðað við vísitölu hlutabréfa 1. júlí í sumar hafa hlutabréf í sjávarútvegi lækkað mest og þessi lækkun veldur því að landsvísitalan á markaðnum er lægri en hún var 1. júlí. Miðað við að grunnvísitala hlutabréfa hafi verið 100 stig þ. 1. júlí var vísitala í hlutabréfum í sjávar- útvegi fyrir helgi 81,42 en landsvísitala 97,32. Þróun hlutabréfavísitölunnar sem Landsbréf hf. reiknar út hef- ur verið nokkuð kaflaskipt að undanförnu. Um mánaðamótin var landsvísitalan komin niður fyrir 96,00 en hækkaði svo um tíma. Þá kom aftur lækkun og svo hækkun í tæp 97 stig og þann- ig hélst vísitalan þar til á föstudag en þá hækkaði hún upp í 97,32. Astæða hækkunarinnar fyrir helgi var fyrst og fremst viðskipti með hlutabréf í Samskipum hf. að nafnverði 22,3 milljónir króna. Bréfin voru seld á genginu 1,12 eða tæpar 25 milljónir króna að söluverði. Viðskipti á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum námu einungis tæpum 4 milljónum króna í mánuðinum fyrir söluna í Samskipum hf. JÓH Landslag Stöðvar 2 sent út frá Akureyri í nóvember: Föstudagurimi þrettándi - skilafrestur til 20. ágúst Ólafur Árnason framkvæmdastjóri mótsins, Sigursteinn Baldursson og Hannes Garðarsson formaður Ferðamálanefndar. Á innfelldu myndinni leikur Sigursteinn Baldursson listir sínar á fjallahjóli. Landslagið - söngvakeppni Stöðvar tvö verður send beint út frá Sjallanum á Akureyri föstudaginn 13. nóvember. „Við látum það ekki á okkur fá þótt margir hafi sagt að dagsetningin sé algert glap- ræði,“ sagði Sigurður Jakobs- son, útsendingarstjóri Lands- lagsins hjá Stöð tvö, í samtali LottÓ: 6,7 milljóiiir á eina hendi Á laugardaginn var Lottóið á dagskrá sem fyrr. Potturinn var vænn og því eftir nokkru að slægjast. Einn reyndist með allar tölur réttar. í hlut þess heppna, sem er frá Reykjavík, komu tæpar 6,7 milljónir sem telst góð búbót. ój við Dag en frestur til að skila inn lögum rennur út fimmtu- daginn 20. ágúst. „Dómnefnd tekur til starfa í lok vikunnar og mun velja tíu lög fyrir mánaðamótin. f>á verða þau tíu lög útsett af mjög hæfum útsetjurum á okkar vegum og síðan tekin upp í fullkomnu hljóðveri hér fyrir sunnan,“ sagði Sigurður Jakobsson. Þegar útsendingu og upptöku er lokið verða tekin upp mynd- bönd við lögin. „Við ætlum okk- ur u.þ.b. tíu daga í myndatökur fyrir norðan í byrjun október," sagði Sigurður Jakobsson en myndræn tæknivinna norðan- lands er unnin í samvinnu við Samver á Akureyri. Lögin tíu verða síðan sýnd, eitt á kvöldi, á Stöð tvö frá 1.-10. nóvember til kynningar áður en föstudagurinn þrettándi rennur upp; „þetta verður mjög stór dagur,“ sagði Sigurður Jakobs- son að lokum. GT Tröllahátíð ‘92 á Dalvík: Stærsta hjólahátíd sem haldin hefur veriö á íslandi Dagana 28.-30. ágúst nk. verð- ur haldið á Dalvík fyrsta hjól- reiðamót utan Reykjavíkur. Hér er bæði um að ræða Landsmót hjólreiðamanna sem allir geta tekið þátt í sem stigið geta á pedala og hins yegar síðasta keppnin í íslandsmóti fjallahjólreiða- manna en hver keppni er stiga- keppni og ræður heildarstiga- gjöf úrslitum. Keppendum er skipt í þrjá aldurshópa, 13-15 ára, 16-19 ára og 20-39 ára. Þeir hjóla um 40 km leið frá Dalvík sem leið liggur um Ólafsfjarðarmúla til Ólafs- Nýtt leikár að hefjast hjá Leikfélagi Akureyrar: Fyrsta verkefhið söngleikur um prakkarastelpuna Iinu langsokk í gær komu leikhúslistamenn hjá Leikfélagi Akureyrar sam- an að loknu sumarleyfum og hófu samlestur á fyrsta verk- efni leikársins, barnaleikritinu Línu Iangsokk eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þórarins Eldjárn. Leikstjóri er Þráinn Karlsson. Með nýju leikári bætast þrír leikarar í hóp fastráðinna starfsmanna Leikfélags Akureyr- ar, þau Bryndís Petrea Braga- dóttir, Aðalsteinn Bergdal og Sigþór Albert Heimisson. Leik- ararnir taka allir þátt í uppfærslu fyrsta verkefnisins. Bryndís Petrea leikur Línu langsokk, Aðalsteinn Bergdal Klæng löggu og Sigþór Albert Hæng löggu. Fjórtán leikarar taka þátt í upp- færslunni auk nokkurra barna og unglinga og áætlað er að frum- sýna söngleikinn um prakkara- stelpuna Línu 9. október. Annað verkefni leikársins verður gamanleikurinn „The Foreigner“ eftir Larry Shue í þýðingu Böðvars Guðmundsson- ar. Leikstjóri verður Sunna Borg. „Utlendingurinn" sem er um mann er þjáist af feimni var leikinn 700 sinnum í New York og hefur verið sýndur vfða á undanförnum árum við fádæma aðsókn. Eftir áramótin verður tekist á við óperettuna „Leðurblaðkan" eftir Johan Strauss yngra. Leik- stjóri verður Kolbrún Halldórs- dóttir og hljómsveitarstjóri Roar Kvam. Um 30 manns munu taka þátt í uppfærslunni bæði norðan- menn og sunnlenskir einsöngvar- ar. Leikhússtjóri L.A. er Signý Pálsdóttir. í gær hófst samlestur og kynning á fyrsta verkefni leikársins hjá Leikfélagi Akureyrar. Mynd: Golli fjarðar og þaðan til baka um göngin til Dalvíkur. Vegleg peningaverðlaun verða veitt sem Sparisjóður Svarfdæla gefur. Þessi hjólreiðahátíð hefur hlot- ið nafnið Tröllahátíð ’92 og er þar verið að nýta tröllahugmynd- ina „Dalla“ sem er fjölnota náungi og einnig til að minna á slagorðið: Dalvík, dalurinn, fjöll- in og tröllin sem hins vegar minn- ir á návist Tröllaskaga. Það er Sigursteinn Baldursson, sérfræðingur í fjöllum, göngu, klifri og hjólreiðum sem hefur verið forráðamönnum Dalvíkur- bæjar til halds og traust við undirbúning og framkvæmd þessa hjólreiðamóts en Sigur- steinn var leiðangursstjóri í ferð sem farin var í sumar á hjólum yfir Vatnajökul. Á þessari hjóla- hátíð verður rekinn hjólaskóli í samstarfi við Fjallahjólaklúbb íslands þar sem kenndar verða viðgerðir, hjólatækni og hvernig útbúa á fólk og hjól til ferðalaga. Haldin verður þrautakeppni og fjallahjólaumboðin verða með sýningu sem kalla mætti: „Hjól fyrir alla, konur og karla“. Framkvæmdaaðilar gera sér vonir um að þetta verði árviss viðburður og leitað verður viður- kenningar erlendis á því að stig unnin á mótinu telji með á alþjóðlegum hjólreiðamótum. Á hátíðinni verður einnig dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Farið verður í ratleik, hjólreiðakeppni barna fer fram, þrautakeppni, hjólreiðaferðir og útiveisla en fyrir keppendur verður brun, „bunny -hop“, þrautakeppni og brekkuspyrna. í fjölskylduratleik verða verðlaunin ferð í Land- mannalaugar á hjólum í fylgd æfðra hjólreiðarmanna. Dalvíkurbær styrkir þetta mót með allt að 400 þúsund króna framlagi og Flugleiðir bjóða 50% afslátt á innanlandsfargjöldum en skráning á mótið er í öllum fjalla- hjólaverslunum og hjá Ólafi Árnasyni á Dalvík. GG Fiskmiölun NoröuHands á Dalvík - Fiskverð á markaði vikuna 09.08-15.081992 Tegund Hámarks- Lágmarks- Meöalverö Magn Verðmæti verð verð (kr/kg) (kg) Grálúða 65 60 60,96 271 16.520 Hlýri 33 20 31,50 708 22.305 Karfi 35 20 24,40 771 18.811 Lúða 230 230 230,00 20 4.600 Steinbítur 37 20 27,70 116 3.213 Ufsi 42 20 34,72 1,476 51.242 Undirmál, þ. 53 40 50,65 1,657 83.927 Ýsa 128 95 100,75 3,635 366.214 Þorskur 89 61 75,28 13,867 1,043.958 Samtals 71,52 22.521 1.610.790 Fiskmarkaðurinn á Skagaströnd hf. - Sala vikuna 10.08-14.08 1992 Tegund Hámarks- Lágmarks- Meðalverö Magn Verðmæti verð verð (kr/kg) (kg) Þorskur (sl.) 81 81 81,00 2.568 208.008 Þorskur (und.) 67 67 67,00 3.354 224.718 Ýsa (sl.) 123 113 115,95 12.109 1.404.038 Ufsi (sl.) 35 35 35,00 6.123 214.305 Karfi (ósl.) 30 30 30,00 5.763 172.890 Steinbítur 48 48 48,00 2.268 108.864 Skarkoli 57 57 57,00 267 15.219 Samtals 72,36 32.452 2.348.093 Dagur blrtlr vlkulega töflu yflr flskvcrö hjá Fiskmlölun NorBurlands á Dalvík og nU olnnlg hjá Rsk- markaðlnum á Skagaströmi og grolnlr frá vorölnu sem fékkst I vlkunnl á undan. Þetta er gert í Ijösl jross að hlutverk fiskmarkaBa I vorBmyndun Islonskra sJávarafurBa hefur vaxlb hröBum skrefum og þvl sjálfsagt aB geta losendum blaðslns klelft aB fylgjast moB þróun markaBsvorBs á fiskl hér á NorBurlandl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.