Dagur - 26.08.1992, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 26. ágúst 1992
Spurning vikunnar
Heldurðu að sumri sé lokið og
að haustið sé gengið í garð?
Loftur Magnússon:
„Ja, ágústmánuði er að Ijúka og
þá fer að hausta á þessu landi
og ég held að sumrinu sé að
mestu lokið enda finnur maður
það á sér.“
Óli Guðmarsson:
„Ætli það fari ekki að líða að
því. Þegar 1. september er
kominn á dagatalið er komið
haust. Það bregst ekki.“
Leifur Brynjólfsson:
„Ég vona bara það að eitthvað
sé eftir af sumrinu. Það er hins
vegar bara óskhyggja en ekki
byggt á einu eða neinu og ekki
veðrinu í dag sem er fremur
svalt"
Sigrún Aðalgeirsdóttir:
„Já, því það er svo kalt úti
núna. Ég held að það hlýni ekk-
ert að gagni eftir þennan tírna."
Sigurlaug Njálsdóttir:
„Sumarið er búið í bili en það
kemur aftur í nóvember með
hlýindakafla. Það hefur reyndar
gerst áður og þannig verður
það þetta árið,“
Þjóðleg ferðaþjónusta
- og endurbygging gamalla húsa
Hofsós lætur ekki mikið yfir
sér við fyrstu sýn. Þar búa um
250 manns í dæmigerðu
íslensku þorpi. Ef fcrðamaður-
inn skoðar sig betur um og
leggur leið sína niður bratta
brekku niður að fjöruborði þá
getur að líta þyrpingu gamalla
húsa í misgóðu ástandi. Þetta
er gamli kjarninn á Hofsósi,
hjarta bæjarins. Menn töldu
þessi hús til fárra hluta nýtilega
annars en niðurrifs. En það
voru ekki allir á þeirri skoðun.
Valgeir Þorvaldsson bóndi og
trésmiður barðist fyrir endur-
byggingu nokkurra húsa og
hefur fengið menn á sitt band.
Þegar er búið að endurbyggja
tvö merkileg hús og árangur-
inn lætur ekki á sér standa.
Ferðamenn hafa komið í þús-
unda tali í sumar til Hofsóss
sem áður var ekki inni á korti
ferðaskrifstofa. Gömlu húsin
hafa sannað gildi sitt.
Valgeir bóndi á Vatni er róleg-
ur og afslappaður, þrátt fyrir öll
þau járn sem hann hefur í eldin-
um. Á Vatni reka hann og kona
hans Guðrún Þorvaldsdóttir
ferðaþjónustu. Þau eru með fjög-
ur sumarhús í útleigu, auk þess
sem boðið er upp á silungsveiði,
báta- og hestaleigu. Þessi rekstur
mæðir mest á Guðrúnu því
Valgeir hefur í mörgu öðru að
snúast. Reyndar ætlaði hann í
hefðbundinn sauðfjárbúskap í
upphafi. En hann skipti um
skoðun: „Ég hef alltaf haft
skömm á því að vera að fram-
leiða eitthvað sem ekki nýtist.“
Auk ferðaþjónustunnar á
Vatni rekur Valgeir lítið fyrirtæki
á Hofsósi sem heitir Smíðastofan
sf. og er trésmíðafyrirtæki. Hefur
það m.a. sinnt viðgerðum á
húsum. „Ég hef áhuga á öllu sem
að getur nýst okkur til framdrátt-
ar í ferðamannaþjónustunni og
einnig hvernig forfeðurnir lifðu
og þessi hús segja okkur margt
um það. Það fer ekki hjá því að
maður hafi áhuga á byggingarlist
og byggingarstíl þegar maður
starfar við smíðar,“ segir Valgeir
aðspurður um kveikjuna að
áhuga hans á endurbyeaineu
Hofsósshúsanna. Það var löngun
til að rífa Hofsós upp úr ládeyð-
unni. Ferðamenn hafa ekki lagt
leið sína til Hofsóss og að mati
Valgeirs hafa íbúar Hofshrepps
fengið að gjalda þeirrar nei-
kvæðu umræðu sem varð þegar
hreppurinn varð gjaldþrota fyrir
nokkrum árum. Þessi neikvæða
umræða hafi verið ósanngjörn
þar sem álíka illa hafi verið kom-
ið fyrir mörgum öðrum sveitar-
félögum.
Valgeir sneri sér fyrst að gamla
pakkhúsinu. Það er mjög merki-
legt hús, byggt 1777. Ekki leist
mönnum á í fyrstu að ráðast í
viðgerðir en það var þó
samþykkt. Viðgerð hófst í júní á
síðasta ári og lauk í febrúar s.l.
Valgeir hafði yfirumsjón með
endurbyggingunni. Þeir sem sjá
þetta hús nú geta ekki annað en
dáðst að því og andað léttar yfir
því að það hafi sloppið við niður-
rif. Á neðri hæðinni er Byggða-
safn Skagfirðinga með sýningu á
munum tengdum Drangeyjarút-
gerð, þ.e. fugla- og eggjatöku í
Drangey. Á efri hæð (risi) er stór
salur og þar er boðið upp á
kvöldvökur og sýnishorn af
íslenskum mat. Valgeir sér sjálf-
ur um þessa hlið mála, með
dyggri aðstoð heimamanna.
íslenskur matur, s.s. súrmatur,
sviðasulta, bringukollur, magáll,
hangikjöt, hrútspungar, harðfisk-
ur, hákarl og fleira er borið fram
Athafnamaðurinn Valgeir Þorvaldsson á Vatni.
Gamla pakkhúsið, eitt af elstu húsum landsins, byggt 1777.
Allt að 700 flatkökur á dag
- stórbisniss í bakstrinum hjá Diddu á Bakka
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir á
Bakka í Vatnsdal, Didda á
Bakka eins og hún er venju-
lega kölluð, lætur ekki deigan
síga þó skorið sé niður í land-
búnaði. Hún og Jón Bjarnason
maður hennar urðu fyrir því að
fé þeirra var skorið niður
vegna riðu. Alltaf er verið að
hvetja bændafólk til að finna
nýjar búgreinar og Didda not-
ar það sem hún kann; að baka
brauð. Brauðið hennar er
mjög vinsælt og hún hefur vart
undan til að anna eftirspurn.
Það er ekki óalgengt að hús-
mæður til sveita baki og selji,
en Didda bakar sennilega á
stærri mælikvarða en flestar
aðrar og bökunaraðstaðan
hennar hefur stimpil frá heil-
brigðisfulltrúanum.
Blaðamaður Dags leit við á
Bakka um verslunarmannahelg-
ina og átti spjall við Diddu yfir
kaffibolla og hinu og öðru góð-
gæti úr bakstrinum hennar. En
hvernig stóð á því að baksturinn
er orðinn að meiri háttar rekstri?
Að sögn Diddu byrjaði það fyrir
u.þ.b. 5 árum þegar hún fór að
baka flatbrauð til að selja í Kaup-
félaginu á Blönduósi. Deildar-
stjóri Kaupfélagsins hvatti hana
til að baka meira og síðan fór
starfsemin vaxandi. Didda bætti
við kleinum, ástapungum, pört-
um (sem sumir kalla soðið brauð)
og loks rúgbrauði. Hún hefur
aðstöðu í litlu herbergi, en þarf
heldur ekki svo mikið til. Tvær
hellur til að hita á, því ekkert er
bakað í ofni nema rúgbrauðið.
Didda hefur verið að færa út
kvíarnar. Nú bakar hún fyrir
togarana á Skagaströnd og
Blönduósi auk Kaupfélagsins á
Hvammstanga, Blönduósi og í
Varmahlíð. Hún hefur líka selt á
útimarkaðnum á Blönduósi um
helgar. Svo tekur hún pantanir,