Dagur - 06.10.1992, Síða 1
] I í Skagaflörður: Mikill mannfjöldi við Laufskálarétt - í sól og sumaryl á laugardaginn jöldi manna og hrossa var í hafi mætt er um 750 hross voru góðu skapi og sumir ýttu undir linni frægu stóðrétt að Lauf- dregin sundur í Laufskálarétt það með gangnapelanum góða. kálum í Hjaltadal sl. laugar- nú á laugardag. Sólin skein eins . . . .. . . . lag í blíðskaparveðri. og vera ber og hlýtt var í lofti. fÞefr a !eið mattl heyra skaS' 8 V Þarna mætti fólk á öllum aldri, flr kai? rcttarsong ems og hann Talið er að um 2000 manns bæði heimamenn og aðrir, allir í ®e ur es ur or 1 • SP
Öxarfjörður og Núpasveit:
MeðalfaJlþungí allt að
þremur kílóum minni
Hólasandur:
Vinnuvél í
björtu báli
Stór vinnuvél brann á Hóla-
sandi aöfaranótt sunnudags
og gjöreyðilagðist.
Lögreglunni á Húsavík barst
tilkynning kl. 0.45 um nóttina um
að vinnuvél, grafa, stæði í björtu
báli á Hólasandi. Er lögreglan
kom á staðinn var brunnið svo til
allt sem brunnið gat af vélinni.
Vélin hafði verið flutt á staðinn
fyrr um kvöldið og talið var að
kviknað hefði í henni út frá raf-
magni. Eigandi vélarinnar er
Arnarfell í Skagafirði. IM
Hrísey:
Nýr togari
aflientur
í aprfl nk.
Fjölveiðiskip, sem er í smíðum
í Portúgal fyrir Birgir Sigur-
jónsson útgerðarmann Borgar
hf. í Hrísey, verður afhent eig-
anda 19. apríl í vor samkvæmt
verksamningi en skipið er síð-
an væntanlegt til heimahafnar
um mánaðamótin apríl/maí
1993. Skipið er 150 brúttólestir
að stærð, tæpir 26 metrar að
lengd og 7,9 metrar að breidd
og er sérstaklega útbúið til
saltfiskvinnslu.
Hugmyndir voru uppi um að
það árið 1989 að lengja skipið í
37 metra en það hlaut ekki náð
fyrir augum viðskiptabanka
Borgar hf. eða Fiskveiðasjóðs og
því er skipið smíðað samkvæmt
upphaflegri teikningu. Ásborg
EÁ sem er í eigu Borgar hf. hef-
ur verið auglýst til sölu, en skipið
er með vinnsluleyfi og útbúið
tækjum til salfiskvinnslu. Ásborg
EA verður seld kvótalaus en
skipið er nú á rækjuveiðum og
landar aflanum á Blönduósi til
vinnslu hjá Særúnu hf. Nýja skip-
ið fær kvóta Eyborgar EA en auk
þess á Borg hf. kvóta ísborgar hf.
en samtals er þessi kvóti um 1000
þorskígildi en ekki er ennþá
afráðið hvort allur sá kvóti fer á
nýja skipið. GG
Eyjaijarðarsveit:
Réttindalaus
á biflijóli
Laust eftir hádegið á laugardag
varð árekstur milli létts bifhjóls
(skellinöðru) og bifreiðar á
Eyjafjarðarbraut móts við
Blómaskálann Vín en þar er
hámarkshraði 50 km/klst.
Ökumaður bifhjólsins er aðeins
þrettán ára gamall og því rétt-
indalaus og það sama gilti um
ökutækið hans því það hafði ekki
verið farið með það í lögboðna
skoðun. Drengurinn var fluttur á
sjúkrahús vegna meiðsla á fæti og
mjöðm. GG
Meðaivigt dilka á Kópaskeri er
tæp 14 kg en var 15,3 kg á
sama tíma í fyrra. Dæmi eru
um það að lömb frá bæjum í
Öxarfirði og Núpasveit séu allt
að þrem kg léttari en lömb frá
þessum sömu bæjum voru í
fyrrahaust.
Garðar Eggertsson, fram-
kvæmdastjóri Fjallalambs hf. á
Kópaskeri, segir að lítið eða ekk-
ert af umframkjöti verði til staðar
í haust og að bændur ætli að ala
smálömb í vetur og koma þeir
væntanlega með nýja markaðs-
vöru á næsta ári, páskalömb og
sumarlömb.
Garðar sagði að nokkrir bænd-
ur næðu því ekki að eiga kjöt upp
í fullvirðisréttinn, en næðu því
kannski að eiga 80% af honum.
„Mér kæmi ekki á óvart þó það
yrði 30-40 tonnum minna af kjöti
hér á húsinu hjá okkur milli ára.
Það þýðir minnkandi umsetningu
og bitnar á afkomunni,“ sagði
Garðar í samtali við Dag. Hann
sagði að fastur kostnaður væri sá
sami og lambafjöldi svipaður
þrátt fyrir mikið minna
kjötmagn. Hann sagði að slátur-
kostnaður væri ekki að sama
skapi minni þó lömbin væru létt-
ari. Kjötið flokkast mikið í undir-
flokka, í annan og þriðja flokk,
en lítið af því fer í fituflokka.
Slátrun hefur gengið sam-
kvæmt áætlun, lömbum verður
slátrað út þessa viku og fullorðnu
fé í næstu viku. Áætlað er að
slátrun ljúki 14.-15. október.
Slátururhúsballið verður haldið
10. október.
Lögreglan stöðvaði bifreið við
Einarsstaði í Kræklingahlíð um
sexleytið sl. laugardag, en bif-
reiðin mældist á 160 km hraða.
Aðstæður voru mjög slæmar til
aksturs, niðadimm þoka og
skuggsýnt. Ökumaður var
sviptur ökuleyfi og má búast
við þungum viðurlögum vegna
þessa gáleysislega akstursmáta.
Nokkrir fleiri ökumenn voru
stöðvaðir vegna hraðaksturs.
Bifreið ók út af veginum við
Höfn á Svalbarðsströnd síðdegis á
föstudag og valt. Ökumaður og
farþegi voru fluttir á sjúkrahús til
rannsóknar en bifreiðin flutt
burtu með kranabifreið.
Allmikil ölvun var í miðbæ
Akureyrar aðfaranótt laugardags
og þurfti lögreglan að hafa
Garðar sagði að slátursala
hefði verið talsverð en mætti vera
meiri, þar væri um hagstæð mat-
arinnkaup að ræða. Hann sagði
að fjallskil væru léttari nú þegar
ræst hefði úr veðri eftir langvar-
andi ótíð. IM
afskipti af átökum sem flest má
rekja til ölvunar. Nokkrir fengu
að gista fangageymslur lögregl-
unnar.
Á laugardagskvöldið var til-
kynnt að tvær 10 ára gamlar stúlk-
ur sem fóru í gönguferð upp í
Hlíðarfjall fyrr um daginn hefðu
ekki skilað sér fyrir myrkur, en
ættingjar fundu þær áður en
hjálparsveit mætti á staðinn en
sveitinni hafði verið gert viðvart.
Eggjárn var notað til að
skemma lakk á bifreiðum sem
stóðu við Hjarðarlund og Eyrar-
landsveg. Málið er óupplýst.
Brotist var inn í Samkomuhús-
ið um helgina og brotin upp hurð
á skrifstofu Leikfélags Akureyr-
ar. Einskis er saknað en óupplýst
er hver þar var á ferðinni. GG
Fyrsta beina flugið
frá Dyflinni:
„Verslunin
hjá fólkinu
mjög eðlileg“
- segir yfirtollvörður
Engar vörur voru geröar upp-
tækar hjá farþegum sem komu
í beinu flugi frá Dyflinni til
Akureyrar aðfaranótt sunnu-
dags. Flestir reyndust hafa
haldið sig innan tilskilinna
marka hvað vörukaup varðar
en þeir sem fóru yfir strikið
greiddu iögboðin gjöld af því
sem var umfram heimildir.
Tollgæslan á Akureyri hafði
boðað hertar aðgerðir í sambandi
við beina flugið til Dyflinnar og
Edinborgar og að sögn Sigurðar
Pálssonar, yfirtollvarðar, hefur
þessi viðvörun greinilega skilað
árangri.
„Þetta var nánast allt eins og
það átti að vera og undantekn-
ingartilfellin fá. Það voru nokkrir
sem greiddu af áfengi ef það var
of mikið og ef þeir höfðu keypt
vörur fyrir meira en leyfilegt er. í
það heila var verslunin hjá fólk-
inu mjög eðlileg og ástandið mik-
ið betra en verið hefur. Aðvörun-
in hefur því greinilega skilað
sér,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að allt hefði farið
fram eins og best væri á kosið við
tollskoðun og ekkert gert upp-
tækt hjá fólki. Hann vonaðist til
að þetta myndi áfram ganga
svona vel en framundan eru all-
nokkrar ferðir til áðurnefndra
borga á írlandi og Skotlandi.
„Byrjunin lofar góðu og okkur
sýnist að fólk hafi tekið mark á
þessum aðvörunum og verslar
bara innan skynsamlegra marka
til að eiga ekki á hættu að lenda í
neinu klandri,“ sagði Sigurður.
________________________SS
Treg loðnu-
og sfldveiði
- mest verið landað
á Siglufirði
Sex loðnubátar þeir Albert,
Víkurberg, Bergur, Öm,
Hilmir og Björg Jónsdóttir
lönduðu 2681 tonni hjá Sfldar-
verksmiðjum ríkisins á Siglu-
fírði um sl. helgi og er Siglu-
fjörður nú orðinn hæsta lönd-
unarhöfnin með alls 21323
tonn að meðtöldum afla Sjáv-
arborgar sem landaði 650
tonnum um hádegi á mánudag.
Á laugardag landaði Guð-
mundur Olafur 213 tonnnum í
Krossanesi og í gær kom Þórður
Jónasson með 300 tonn. Nokkrir
bátar hafa fengið slatta en hyggj-
ast bíða og reyna að fá meira í
sig. Veiði hefur verið mjög treg
en veður allgott fram á aðfara-
nótt mánudagsins en þá kaldaði
nokkuð.
Þórshamar landaði 70 tonnum
af síld á Neskaupstað í gær sem
fékkst í Berufjarðarál og einnig
fékk Hólmaborg um 500 tonn á
svipuðum slóðum og Háberg um
200 tonn. Síldin er mjög dreifð
og köstin því yfirleitt smá. GG
Akureyri:
Stöðvaður á 160 km hraða
- allmikil ölvun í miðbæ Akureyrar