Dagur - 06.10.1992, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 6. október 1992
Mannlíf
Myndir:
Ingibjörg
Magnúsdóttir
Dagur í Limdúnum
Norðlendingar sem aðrir lands-
menn munu á næstu vikum
streyma til borga á Bretlands-
eyjum. London er kjörinn
staður fyrir áhugasama mann-
lífsskoðara og myndirnar hér á
síðunni eru teknar er blaða-
maður Dags var þar á ferð á
dögunum. Þessa helgi stóð yfír
karnival í Notting Hill sem
mun vera stærsta og þekktasta
karnival í Evrópu. Þar var
saman komið fólk af fjölda
kynþátta, bæði sem þátttak-
endur og áhorfendur, en meðal
hópanna í skrúðgöngunnivoru
Bahá’íar sem gengu undir yfír-
skrift um að allir kynþættir
væru stjörnur á sama himnin-
um.
Fjöldi fuglategunda þiggur
brauðmola úr pokum þeirra er fá
sér gönguferð í St. James Park.
Þar eru einnig íkornar sem borða
úr lófum þeirra sem gefa þeim og
grafa síðan gjafirnar sem vetrar-
forða með einstaklega skemmti-
legum tilþrifum. Aftan frá séð
minna þeir helst á norðlenskar
húsfreyjur sem eru að stinga slát-
urkeppum í frystikistu. Garður-
inn er rétt við Buckingham höll,
og þangað er upplagt að rölta eft-
ir að ferðamaðurinn hefur fylgst
með lífvarðaskiptunum, en vörð-
ur í rauðum jakka og með bjarn-
arskinnshúfu er nokkurs konar
tákn borgarinnar.
Dýragarðurinn er í horni
Regents Park. Þar er hægt að
kíkja á aðra hliðina á risapönd-
unum og koma síðan daginn eftir
til að athuga hvort þær hafi snúið
sér við. Dýragarðurinn hefur ver-
ið mikið í umræðunni í sumar og
forsvarsmenn hanns hótuðu lok-
un vegna fjársveltis, hótunin
hafði ekki áhrif til aukins fram-
lags frá opinberum aðilum en
almenningur þyrptist í garðinn til
að sýna áhuga sinn og fjársterkir
aðilar hlupu undir bagga. Dag-
stund í dýragarðinum býður upp
á veru á ágætu útivistarsvæði og
jafnframt skepnuskoðuninni er
tilvalið að kíkja á mannlífið.
Dagur í London getur orðið
ágæt perla á minningabandinu.
IM
Já, þeir eru þarna enn.
Hvernig kemur hún ísnum gegnum blæjuna?
Bahá’íar í karnivaii.
Með fugla frá toppi til táar.
Þær koma að austan, vestan, norðan og sunnan - og hittast í Lundúnum
Sex nunnur, appclsína og önd.
Ber er hver að baki og svo framvegis.