Dagur - 06.10.1992, Side 9
Þriðjudagur 6. október 1992 - DAGUR - 9
ENSKA KNATTSPYRNAN Þorleifur Ananíasson
Kananfuglaveísla á Ewood Park
- reyttir, sviðnir og etnir af gráðugum leikmönnum Blackburn
Alan Shearer no. 9 er aðalmaðurinn í liði nýliða Blackburn sem nú hafa tekið efsta sætið af Norwich.
Úrslit
Úrvalsdeildin
Arsenal-Chelsea 2:1
Blackburn-Norwich 7:1
Coventry-Crystal Palace 2:2
Ipswich-Leeds Utd. 4:2
Liverpool-Sheffield Wed. 1:0
Manchester City-Nottingham For. 2:2
Middlesbrough-Manchester Utd. 1:1
Q.P.R.-Tottenham 4:1
Sheffield Utd.-Southampton 2:0
Wimbledon-Aston Villa 2:3
Oldham-Everton 1:0
1. deild
Brentford-Newcastle 1:2
Bristol Rovers-Notts County 3:3
Cambridge-Derby 1:3
Charlton-Southend 1:1
Grimsby-Peterborough 1:3
Leicestcr-Bamsley 2:1
Luton-Portsmouth 1:4
Oxford-Bimiingham' 0:0
Sunderland-Millwall 2:0
Swindon-Watford 3:1
Tranmere-Bristol City 3:0
Wolves-West Ham 0:0
Úrslit í vikunni:
Úrvalsdeildin
Arsenal-Manchester City 1:0
1. deild
Swindon-Grimsby 1:0
Tranmere-Notts County 3:1
Watford-Sunderland 2:1
Staðan
Úrvalsdeildin
Blackburn 11 7-3-1 25: 8 24
Norwich 117-2-220:19 23
Coventry 116-3-214:10 21
QPR 115-5-117:10 20
Aston Villa 115-4-2 20:1419
Man. Utd. 115-4-212: 819
Arsenal 115-2-414:1217
Ipswich 11 3-7-116:14 16
Middlesbrough 10 4-3-318:1515
Leeds 113-5-319:1814
Oldham 113-5-319:1914
Chelsea 11 3-4-4 14:13 13
Man. City 113-3-513:1312
Everton 113-3-510:1312
Sheíf. Wed. 113-3-512:1612
Liverpool 113-3-514:1812
Sheff. Utd. 113-3-511:1612
Southampton 1124-5 9:14 10
Tottenham 1124-5 9:1910
Crystal Palace 111-6415:14 9
Wimbledon 112-3-614:18 9
Nottingham Forest 101-3-610:21 6
1. deild
Newcastle 9 9-0-0 22: 627
Charlton 10 6-4-0 14: 3 22
Wolves 10 5-5-0 19: 7 20
Tranmere 9 5-3-1 16: 8 18
Swindon 10 5-3-2 20:15 18
Leicester 10 5-3-213:1118
West Ham 9 5-2-2 13: 7 17
Birmingham 9 4-3-2 9:10 15
Millwall 9 3-4-2 13: 8 13
Peterborough 9 4-14 12:1313
Sunderland 9 3-2412:1411
Portsmouth 9 3-2-410:1311
Bristol City 9 3-2413:2111
Watford 10 3-2-5 15:19 11
Oxford United 9 24-3 10:1010
Grimsby 9 2-3412:14 9
Derby 10 2-34 13:13 9
Notts County 102-3-513:21 9
Brentford 9 2-2-510:12 8
Southend 9 2-2-5 8:12 8
Cambridge United 10 2-2-6 6:18 8
Luton 9144 8:16 7
Bristoi Rovers 10 1-3-6 15:24 6
Barnsley 91-2-6 7:11 5
Það urðu miklar sviptingar í
Úrvalsdeildinni um helgina og
segja má að þetta hafi verið
helgi nýliðanna. Liðin þrjú
sem komu upp úr 2. deild í
fyrra hafa öll byrjað mjög vel
og nú situr eitt þeirra, Black-
burn í efsta sætinu eftir glæsi-
legan sigur og hin tvö, Ipswich
og Middlesbrough brugðu fæti
fyrir stórliðin Leeds Utd. og
Manchester Utd. Já knatt-
spyrnan er óútreiknanleg, en
lítum aðeins á leiki helgarinn-
ar.
■ Efsta liðið í úrvalsdeildinni
Norwich var heldur betur tekið
til bæna af leikmönnum Black-
burn sem sigruðu í leiknum 7:1.
Það skipti engu máli fyrir Black-
burn þó í lið þeirra vantaði Mike
Newell, David May og Tony
Dobson. Roy Wegerle sem lék
nú sinn fyrsta heila leik í vetur
skoraði tvívegis og lagði Alan
Shearer upp bæði mörk hans.
Tim Sherwood sem keyptur var
frá Norwich skoraði einnig gégn
sínum gömlu félögum áður en
Rob Newman lagaði stöðuna fyr-
ir Norwich í 3:1 áður en flautað
var til leikhlés. Shearer bætti síð-
an fjórða marki Blackburn við
stuttu eftir hlé og Gordon |
Cowans því fimmta með skoti úr
aukaspyrnu í stöngina og inn.
Stuart Ripley gerði mark númer
sex eftir sendingu Shearer sem
skoraði sjálfur lokamarkið eftir
sendingu Alan Wright. Alan
Shearer átti sannkallaðan stór-
leik fyrir Blackburn, enda mikils
af honum vænst og má geta þess
að hann hefur meira í laun en all-
ir leikmenn Norwich samanlagt.
Sigur Blackburn hefði hæglega
getað orðið stærri og nú vænta
margir þess að leiðin liggi niður
hjá Norwich, en hins vegar gæti
Blckburn blandað sér af alvöru í
baráttuna um meistaratitilinn í
vor.
■ Leikmenn Leeds Utd. virtust
úti á þekju í leik sínum gegn
Ipswich sem sýndur var í sjón-
varpinu og nýliðarnir sigruðu
verðskuldað 4:2 í fjörugum leik.
Það var sem Leeds Utd. væri að
spila æfingaleik þar sem áhersla
væri lögð á að láta John Lukic
hafa sem mest að gera í markinu,
svo slakur var varnarleikur liðs-
í vikunni voru leiknir síðari
leikirnir í fyrstu umferð
Evrópukeppnanna í knatt-
spyrnu. Af ensku liðunum eru
Liverpool og Sheffield Wed.
örugglega komin í aðra
umferð, en Manchester Utd.
og Cardiff City úr leik. Það er
hins vegar ekki Ijóst hver örlög
Leeds Utd. verða þrátt fyrir
tvo leiki gegn Stuttgart.
Eftir að hafa tapað 3:0 í fyrri
leiknum í Þýskalandi átti Leeds
Utd. frábæran leik í vikunni á
Elland Road og sigraði 4:1 með
mörkum Gary Speed, Gary
McAllister úr víti, Eric Cantona
og Lee Chapman. Samkvæmt
þessum úrslitum var Leeds Utd.
úr leik þar sem þeir fengu á sig
mark á heimavelli, en í ljós kom
að undir lok síðari leiksins er
spennan var að gera út af við
þjálfara Stuttgart skipti hann
inná leikmanni sem ekki mátti
leika með og leikurinn því
kærður.
Leeds Utd. fór fram á að Stutt-
gart yrði vikið úr keppni, en
ins. En eflaust hefur setið þreyta
í liðinu eftir Evrópuleikinn gegn
Stuttgart í vikunni auk þess sem
leikmenn hafa haft hugann við
fundinn mikilvæga hjá Evrópu-
knattspyrnusambandinu þá um
daginn. Ipswich hafði yfir 3:0 í
hálfleik, Chris Kiwomya með
skalla óvaldaður eftir hornspyrnu
skoraði fyrsta markið á 25. mín.
Gamla kempan John Wark gerði
síðan tvö mörk í röð, úr auka-
spyrnu á 36. mín. með lúmsku
skoti sem Lukic hafði hönd á og
sfðan skoraði hann úr vítaspyrnu
á 44. mín. eftir mjög klaufalegt
brot David Batty á Paul Goddard
í teignum. Meistararnir voru þó
ekki alveg búnir að vera og Mike
Stockwell aðþrengdur af Lee
Chapman skoraði sjálfsmark á
55. mín. og Gary Speed bætti
öðru við, glæsilegu skalla
marki eftir hornspyrnu 10 mín.
síðar. Jason Dozzell gerði síðan
endanlega út um leikinn fyrir
Ipswich með hörkuskalla á 70.
mín. og Ipswich hefði hæglega
geta aukið muninn undir lokin,
en besti maður Leeds Utd.,
markvörðurinn John Lukic hélt
liðinu á floti.
■ Arsenal sigraði í nágranna-
slagnum gegn Chelsea og náði
forystu snemma leiks með marki
frá Paul Merson. Liðið fékk síð-
an fjölda góðra færa til að auka
muninn t.d. misnotaði Lee Dixon
vítaspyrnu, en Dennis Wise náði
þess í stað að jafna fyrir Chelsea.
Stuttgart fór fram á að úrslitin
stæðu og töldu jafnframt að
Leeds Utd. hefði einnig verið
með ólöglegt lið. Á laugardag var
síðan dæmt í málinu þannig að
liðin yrðu að leika þriðja leikinn.
Leslie Silver formaður Leeds
Utd. var óánægður með dóminn
og taldi að með honum væri gefið
Lee Chapman skallaði inn fjórða
mark Leeds LJtd. gegn Stuttgart
þrátt fyrir stranga gæslu Guido
Buchwald.
Það var síðan 5 mín. fyrir leiks-
lok að Anders Limpar kom inná
hjá Arsenal sem varamaður í
stað Marson og með sinni fyrstu
snertingu lagði hann upp sigur-
mark Arsenal fyrir Ian Wright.
■ Jafnteflið í leik Middlesbrough
og Manchester Utd. var sann-
gjarnt þrátt fyrir að leikmenn
Man. Utd. teldu sig eiga að fá
vítaspyrnu í síðari hálfleik sem
dómarinn sleppti. Markið sem
Utd. skoraði í leiknum kom þó
úr vítaspyrnu eftir að brotið var á
Dennis Irwin á 44. mín. og Steve
Bruce skoraði úr spyrnunni.
Bernie Slaven jafnaði fyrir
Middlesbrough í síðari hálfleik
og þar við sat.
■ Liverpool vann kærkominn
sigur er liðið lagði Sheffield Wed.
að velli með eina marki leiksins.
Er 10 mín. voru til leiksloka
skoraði Don Hutchison sigur-
mark liðsins með misheppnuðu
skoti sem kom Chris Woods
markverði Sheff. Wed. á óvart.
Sigur Liverpool var þó sanngjarn
og liðið fékk mun fleiri tækifæri
en gestirnir, en sjálfstraustið er
ekki það sama og fyrr hjá leik-
mönnum Liverpool og Woods í
marki Sheff. Wed. átti mjög góð-
an leik. Sigurinn er mikill léttir
fyrir liðið, en sjúkralistinn lengd-
ist enn er Paul Stewart varð að
yfirgefa völlinn. Hins vegar er
þess að geta að Hutchison hefði
ekki leikið með ef allir hefðu ver-
ið heilir.
fordæmi þannig að tekið yrði
vægt á öllum brotum á lögum
keppninnar í framtíðinni.
Leeds Utd. íhugar nú að áfrýja
úrskurðinum og hefur til þess
tíma fram á þriðjudag, en þriðji
leikur verður sennilega leikinn í
Rotterdam um næstu helgi og
mun gefa báðum félögum mikið í
aðra hönd fjárhagslega. Stuttgart
fékk einnig fjársekt fyrir að reyna
að bera Leeds Utd. röngum sök-
um fyrir réttinum.
Þessi úrskurður sýnir að ensku
liðin sitja ekki við sama borð og
aðrir í þessu Evrópurugli. Ég er
ekki í nokkrum vafa um að ef
Leeds Utd. hefði verið í sporum
Stuttgart þá hefði þeim verið
sparkað hið snarasta úr keppn-
inni. Það er einmitt það sem á að
gera við Stuttgart, en undirlægju-
háttur og hlutdrægni þessara
forkólfa er slíkur að sumum leyf-
ist að brjóta reglur sem settar
eru, en öðrum er refsað harðlega
og vísað úr keppni jafnvel árum
saman eins og gert var við ensku
liðin á sínum tíma. Þ.L.A.
■ Tottenham hafði hins vegar
ekki sama láni að fagna og
Liverpool þrátt fyrir að hafa yfir í
hálfleik gegn Q.P.R. á útivelli
með marki Teddy Sheringham.
Q.P.R. sneri leiknum sér í hag í
síðari hálfleik og Andy Sinton
var arkitektinn að fjórum mörk-
um liðsins á 19 mín. kafla. Ian
Holloway gerði fyrsta markið,
síðan Ray Wilkins með skalla og
að lokum bætti Gary Penrice
tveim við.
■ Aston Villa heldur áfram
mjög athyglisverðri sigurgöngu
sinni sem gæti hæglega enda með
meistaratitli. Nú voru fórnar-
lömbin frá Wimbledon sem þó
höfðu heimavöllinn sér í hag.
Dean Saunders kom Villa í 2:0
með góðum mörkum, en hann
var óstöðvandi fyrir framan mark
andstæðinganna eftir að hann
losnaði frá Liverpool. Paul Miller
lagaði stöðuna fyrir Wimbledon
sem hafði undirtökin langtímum
saman í síðari hálfleik. En þó
kom mark leiksins, Dalian Atkin-
son vann boltann á eigin vallar-
helmingi, lék áfram framhjá
hverjum vamarmanni Wimbledon
á fætur öðrum áður en hann
sendi boltann framhjá Hans
Segers í marki Wimbledon,
glæsilegt mark. Andy Clarke
náði að laga stöðuna fyrir
Wimbledon með marki undir lok
ieiksins, en sigur Villa var í höfn.
■ Coventry varð að sætta sig við
2:2 jafntefli á heimavelli gegn
Crystal Palace eftir að hafa tví-
vegis náð forystu í leiknum með
mörkum Andy Pearce og Kevin
Gallacher. Palace liðið barðist
vel og náði sér í stig með mörk-
um Chris Coleman og Eddie
McGoldrick og voru öll mörkin
skoruð í fyrri hálfleik.
■ Annað 2:2 jafntefli var í
viðureign Manchester City gegn
Nottingham For. þar sem Stuart
Pearce jafnaði fyrir Forest undir
lok leiksins. Rick Holden og
Fitzroy Simpson gerðu mörkin
fyrir City, en auk Pearce skoraði
Ray McKinnon fyrir Forest.
■ Sheffield Utd. sigraði Sout-
hampton 2:0 á heimavelli með
mörkum þeirra Dane Whitehouse
og Adrian Littlejohn.
■ Á sunnudag sigraði Oldham
lið Everton 1:0 og skoraði Richard
Jobson sigurmark Oldham strax
á 8. mín. Margir fyrrum leik-
menn Everton leika með Oldham
og hafa þeir Everton menn
stundum nefnt Oldham varaliðið
sitt. Liverpool menn hafa aldrei
viljað vera minni, seldu því
nokkra menn til Aston Villa til
að geta kallað það sitt varalið, en
nú hafa afkvæmin vaxið foreldr-
unum yfir höfuð og eiga í fullu
tré við þau eins og dæmin sanna.
Þ.L.A.
Evrópumafian söm við sig