Dagur - 05.01.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 5. janúar 1993 Fréttir Starfsfólki Kristnesspítala sagt upp um áramótin: Ljóst í vikulok hve margir verða endurráðnir Um áramótin sagði stjórn Ríkisspítalanna öllu starfsfólki Kristnesspítala í Eyjafjarðar- sveit upp störfum. Eins og fram hefur komið er sam- komulag milli heilbrigðisráðu- neytisins og Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri um að FSA taki við rekstrinum á Kristnesi og fór sú yfirtaka fram um ára- mótin. Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri FSA, segir að í Bflvelta við Moldhauga Aðfaranótt sl. sunnudags valt bifreið út af veginum við Moldhauga norðan Akureyr- ar. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, var fluttur á sjúkra- hús, en reyndist hafa sloppið án teljandi meiðsla. Hann er grun- aður um ölvun við akstur. óþh lok vikunnar verði Ijóst hvern- ig starfseminni í Kristnesi verði háttað og hve margt fólk fái endurráðningu. Stjórnendur FSA voru í Krist- nesi í gær og ræddu þar við starfsfólk. Aðspurður hve margir starfsmenn fái vinnu í Kristnesi eftir að uppstokkun þar verður lokið segir Ingi að það komi í ljós í lok vikunnar. „Við erum að vinna í að koma þessu heim og saman og verðum klárir með það í lok vikunnar og endurráðum þá fólk eins fljótt og hægt er,“ sagði Ingi en þess má geta að í uppsögn starfsfólks Kristnesspítala var boðað að þeir sem ekki fái endurráðningu þar gangi fyrir um störf hjá Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Endurhæfingardeild og öldrun- ardeild verða starfræktar í Krist- nesi en Ingi segir fullljóst að þeir þættir sem muni hverfa verði ýmsar þjónustudeildir sem hægt sé að nýta á FSA, s.s. þvottahús, stjórnun og iðnaðarmannaþjón- usta. JÓH Akureyri: Mikil kirkjusókn um hátíðamar - margir leituðu til presta vegna erfiðleika Mjög góð kirkjusókn var á Akureyri um hátíðarnar. Um 1200 manns sóttu messur í Akureyrarkirkju á aðfanga- dagskvöld og nærri lætur að um þriðjungur íbúa Glerár- prestakalls hafi komið í kirkju um jól og áramót. Þórhallur Höskuldsson, sókn- arprestur við Akureyrarkirkju, sagði að að um 1200 manns hafi komið í messur á aðfangadags- kvöld. Fyrir nokkrum árum hafi sú nýbreytni verið tekin upp að efna til miðnæturmessu þar sem kirkjan hafi ekki lengur rúmað þann fjölda fólks sem komið hafi til aftansöngs. Reynslan sýni að miðnæturmessan sé hrein viðbót við kirkjusókn á aðfangadagskvöld og hafi Akureyrarkirkja verið þéttsetin við tvær guðsþjónustur. Þórhallur sagði að kirkjusókn hafi einnig verið mikil aðra daga um hátíðarnar og einnig á aðventunni en hún sé nú orðin hluti jólahaldsins. Síðasta guðs- þjónustan í tilefni jólanna verði í hjúkrunarheimilinu Seli næst komandi sunnudag. Gunnlaugur Garðarsson, sókn- arprestur í Glerárprestakalli, sagði að kirkjusókn hefði verið mjög góð um hátíðarnar. Ef litið væri á fjölda kirkjugesta léti nærri að þriðji hver íbúi presta- kallsins hefði komið í kirkju þessa daga. Væri það talin mikil kirkjusókn ef miðað væri við þéttbýli en dæmi væru um meiri kirkjusókn í sveitum á þessum tíma. Mikið var um að fólk leitaði til presta vegna fjárhagslegra vand- ræða um þessi jól og kvaðst Þór- hallur Höskuldsson ekki minnast þess að fleiri hefðu verið hjálpar þurfi. Hann sagði að Mæðra- styrksnefnd hefði unnið mjög gott starf og einnig ætti Hjálpræð- isherinn þakkir skildar fyrir sitt starf í þágu þeirra er í erfiðleik- um ættu. ÞI Nýveríð afhenti Þorsteinn M. Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., Hjarta- og æðavemdarféiagi Akureyr- ar og nágrennis 150 þúsund krónur sem er gjöf frá T. Quality Limited í Bretlandi. Á myndinni eru frá vinstrí; Skúli Flosason, Krístín Sigfúsdóttir, Gunnlaugur Jóhannsson, formaður Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar og nágrennis, Þorsteinn M. Baldvinsson, framkvæmdastjórí Samherja hf., Krístján Vilhelmsson og Þorsteinn Vil- helmsson, skipstjórí Baldvins Þorsteinssonar EA 10. Mynd: Robyn T. Quality Limited: Gefiir Hjarta- og æðavemdarfélagi Akureyrar og nágrennis 150 þúsund kr. - sem er andvirði fyrsta fiskkassans sem seldur er frá Baldvini Þorsteinssyni EA Baldvin Þorsteinsson EA 10, nýr togari Samherja hf. á Akureyri, kom fyrir jól úr fyrstu veiðiferðinni. Skip og búnaður reyndist sem best var á kosið. Aflaverðmæti fyrstu veiðiferðarinnar nam 32 millj- ónum króna. Að sögn Þorsteins M. Bald- vinssonar, framkvæmdástjóra Samherja hf., hafði fram- kvæmdastjóri T. Quality Limited í Bretlandi, lýst yfir vilja til að kaupa fyrsta kassann sem seldur yrði frá Baldvin Þorsteinssyni EA og láta andvirðið renna til líknar- eða góðgerðarmála. Hefð er fyrir slíku í Bretlandi þegar nýtt fiskiskip kemur úr sinni fyrstu veiðiferð. „Okkur þótti hugmyndin góð og framkvæmdastjóri T. Quality bauð 150 þúsund í kassann í ljósi þess að viðskipti við Samherja hf. hefðu ætíð gengið snurðulaust. Ákveðið var að upphæðin rynni til Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar og nágrennis. í fram- haldi þessa var ákveðið að Sam- herji hf. færði Minningarsjóði Jónasar Sigurbjörnssonar krónur 150 þúsund. Árn Óðinsson veitti peningunum viðtöku fyrir hönd sjóðsstjórnar sem og 75 þúsund krónurri frá fyrirtækinu Nes hf., sem er útflutningsfyrirtæki á sjáv- arafurðum,“ sagði Þorsteinn M. Baldvinsson. ój Loðnuvertíðin: Hafrannsóknarskipin á leið til rann- sókna fyrir austan og norðan Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson hélt til loðnu- rannsókna austur fyrir land í gær og í dag heldur Árni Frið- riksson austur í sama tilgangi. Leiðangursstjóri á Bjarna verður Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur en Sveinn Sæ- mundsson á Árna. Reynt verð- ur að finna hrygningargöng- una, en loðnan er líklega stödd austur af landinu en gæti verið Slys í flaHaferð við Húsavík Fimm bflar úr Húsavíkurdeild Ferðaklúbbsins 4x4 voru á ferð við Kruppsfjall sunnan Botns- vatns á gamlársdag er fremsti jeppinn hrapaði, rann og valt niður í gil, og er fallið talið um 60 metrar. Ökumaður jeppans meiddist, en þó ekki alvarlega, og var talið að hann fengi að fara heim af sjúkrahúsi í gær. Piltur sem var í bílnum slapp ómeiddur og lagði hann af stað gangandi niður að Botnsvatni, í átt til bæjarins. Hann mætti snjóbíl sem notaður er til sjúkraflutninga og var á leið á slysstað. Mildi er talin hve vel þeir félagar sluppu frá þessari óskemmtilegu lífsreynslu. Lög- regla kallaði Björgunarsveitina Garðar til aðstoðar þegar hún frétti af slysinu. Þrír menn fóru strax á slysstað á snjósleðum og voru þeir komnir þangað 10-15 mínútum eftir útkall, að sögn Jóns Kjartanssonar, formanns Garðars. Hópur björgunarsveit- armanna var síðan tilbúinn til aðstoðar sem ekki reyndist þörf fyrir. Slæmt skyggni var er slysið átti sér stað, en það var að rofa til þegar björgunarmenn komu á vettvang. Félagar úr ferða- klúbbnum drógu bílinn til byggða og er hann mjög mikið skemmdur. IM Brotist inn hjá Skautafélaginu Aðfaranótt 2. janúar var brot- ist inn í húsnæði Skautafélags Akureyrar á athafnasvæði félagsins á Akureyri. Að sögn lögreglu er þetta inn- brot ekki upplýst. Að því er virð- ist var aðeins stolið sælgæti. Sömu nótt veittust tveir menn að lögreglumönnum í Glerárgötu á Akureyri og fengu að launum að gista fangageymslu. óþh komin suður undir straummót út af Hvalbak. Líklegra er að hún sé suður af Langanesi. Hjálmar Vilhjálmsson segir að hluti göngunnar geti hugsanlega verið staddur norður af landinu og jafnvel norður af Vestfjörðum en líkurnar á því séu hins vegar hverfandi, og er það byggt á niðurstöðum rannsókna frá því í nóvember og eins hvernig loðnu- veiðarnar þróuðust í desember- mánuði sl. Að loknum rannsókn- um fyrir austan verður loðna mæld fyrir Norðurlandi og jafn- vel út af Vestfjörðum ef eitthvað finnst fyrir norðan. Jafnframt því verður togað á þorskslóðum til að kanna hvort þorskurinn er að éta loðnu, og hversu mikið. Fyrirhugað er að leiðangurinn standi út janúarmánuð, en ef vel gengur gætu niðurstöður um stærð hrygningargöngunnar legið fyrir um miðjan janúarmánuð. „Það er eins og loðnan hafi steingleymt hvað hún heitir,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson, „en undanfarin fjögur haust hefur lít- ið sem ekkert af loðnu gengið norður til að éta og því fær hún ekki nóg og þarf því að halda áfram að éta fram á veturinn en eina átan sem hún hefur á land- grunninu og eitthvað kveður að er ljósáta. Hún þarf að hafa mik- ið fyrir því að ná henni vegna þess að ljósátan hefur töluverðan sundkraft og því er loðnan nokk- uð tvístruð. Fái loðnan hins veg- ar nóg í sig sest hún að út í köntunum og bíður í stórum torf- um og því mjög veiðanleg. Að loknum loðnurannsóknum fyrir austan mun Árni Friðriks- son halda til síldarrannsókna en Bjarni Sæmundsson halda norður fyrir land. Loðnubátarnir bíða eftir að veður lægi en munu þá halda til loðnuleitar hér fyrir norðan og síðan austur fyrir land ef ekkert finnst hér. Þórður Jónasson EA- 350 hefur fengið 4500 tonn af loðnu og 1820 tonn af síld, sem keypt var í skiptum fyrir þorsk- kvóta, en loðnukvóti skipsins er nú 11000 tonn. Súlan EA-300 hefur veitt 7000 tonn af loðnu og 2000 tonn af síld, en loðnukvóti skipsins er 13000 tonn. Loðnukvótinn er nú 639.597 tonn og hafa veiðst 212.425 tonn, en vonir standa til að hann aukist um allt að 200 þúsund tonn á vertíðinni. Hæsti löndunarstaður landsins er Siglufjörður með 40.685 tonn, en aðrir löndunar- staðir á Norðurlandi eru Raufar- höfn með 29.878 tonn, Krossanes með 17.667 tonn og Þórshöfn með 15.945 tonn. Nokkurri síld hefur verið landað til vinnslu og bræðslu á Þórshöfn og til bræðslu í Krossanesi. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.