Dagur - 05.01.1993, Side 3

Dagur - 05.01.1993, Side 3
Þriðjudagur 5. janúar 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Fiskmarkaðirnir á Norðurlandi 1992: Kaupfélag Eyfirðinga: ÞorkeÚ Pálsson fer til Bandaríkjanna Þorkell Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri dótt- urfyrirtækis KEA í Bandaríkj- unum, Icelandic Marketing USA Inc. Þorkell hefur starfað sem mark- aðsstjóri KEA undanfarin ár ásamt því að vinna að uppbygg- ingu hins bandaríska fyrirtækis. Þorkell lét af störfum markaðs- stjóra KEA 31. desember sl. Hann mun hafa aðsetur í Boston MA USA. Icelandic Marketing USA Inc. markaðssetur, selur og dreifir íslensku lindarvatni frá AKVA hf. á Akureyri sem er dótturfyrir- tæki KEA. KEA hefur fjárfest umtalsvert í ofangreindum fyrir- tækjum og áætlað er að starfsemi þeirra og umsvif aukist töluvert í náinni framtíð. (Fréttatilkynning) Kaupfélag Eyfirðinga: Páíl Þór Armann forstöðumaður sölu- og markaðsdeildar Páll Þór Armann hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu- og markaðsdeildar KEA. Páll Þór hefur starfað undanfarin ár sem vöruhússtjóri KEA. Páll Þór er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og rekstrar- hagfræðingur frá Verslunarhá- skólanum í Kaupmannahöfn. Páll Þór er kvæntur Huldu Björnsdóttur, kennara, og eiga þau tvö börn. Starf vöruhússtjóra mun verða auglýst laust til umsóknar á næst- unni. (Fréttatilkynning) Mest selt af þorski en hæsta meðalverð fyrir lúðu Hæsti vinningurinn hækkar, hækkar og hækkar þar til sá heppni hreppir milljónimar Nú er röðin komin að þér að taka ákvörðun og spila með vinninginn íþeim næsta og þannig koll afkolli, þar til frá byrjun ef þú vilt ekki missa af stórkostlegu tækifæri. Því að nú eru þáttaskil. Aldrei áður hefur það gerst í íslensku stórhappdrætti að hæsti vinningurinn gengur örugglega út. Efhann gengur ekki út í einum mánuði leggst hann við hæsta þeir heppnu hreppa milljónimar óskiptar á einn miða. Nú er þitt tækifæri. Tn/ggðii þér möguleika Upplýsingar um uæsta umboðsmaim í síma 91-23130 es Lægsta miðaverð i stórhappdrætti (óbreyttfrá ifyrra) aðeins kr. 500,- ... fyrir lífið sjálft 1.391.570 kg voru seld á fisk- markaði Fiskmiðlunar Norður- lands hf. á Dalvík á síðasta ári. Mest var selt af slægðum þorski, 704.487 kg, og var meðalverð hans kr. 88,82. Næst kemur grálúða, en af Alls 54 einstakl- ingar létust í slysum á síðasta árí henni voru seld 151.894 kg og var meðalverðið kr. 81,06. Hæsta meðalverð fékkst hins vegar fyrir óslægða lúðu, eða kr. 261,21, en af henni var aðeins selt 91 kg, en af slægðri lúðu voru seld 3.666 kg og var meðalverð kr. 233,43 en hæsta einstaka verð var á slægðu lúð- unni, kr. 480,00. Af öðrum tegundum seldust 91.943 kg af slægðum ufsa, með- alverð kr. 44,71; 89.099 kg af slægðri ýsu, meðalverð 98,46; 85.178 kg af slægðum steinbít, meðalverð kr. 49,09; 30.851 kg af óslægðum karfa, meðalverð kr. 26,88 og 25.394 kg af slægðum skarkola, meðalverð kr. 73,01. Af öðrum tegundum seldist minna. Heildarverð þess fisks sem var seldur á fiskmarkaðnum á Dalvík var kr. 108.388.251,- Fiskmarkaðurinn á Skaga- strönd hf. hóf starfsemi í ágúst- mánuði sl. og voru seld á þeim markaði 248.439 kg þá tæpu fimm mánuði sem hann starfaði. Mest var selt af þorski, 85.833 kg, meðalverð kr. 88.76 en heild- arverðmæti þess sem selt var á markaðnum á Skagaströnd voru kr. 18.143.000,- Af öðrum tegundum þar seld- ist 44.993 kg af undirmálsfiski, meðalverð kr. 65,73; 40.335 kg af ýsu, meðalverð kr. 99,33; 39.958 kg af ufsa, meðalverð kr. 37,88; 15.133 kg af steinbít, meðalverð kr. 52,56; 12.753 kg af karfa, meðalverð kr. 33,59 og 4.282 kg af grálúðu, meðalverð kr. 76,29. Af öðrum tegundum seldist minna. GG Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum Slysavarnafélags ís- lands á samantekt banaslysa á árinu 1992, hafa 54 einstakl- ingar látist á árinu, 43 karlar og 11 konur. Þá fórust fjórir útlendingar í sjóslysum hér við land. Árið 1992 fórust 22 einstakl- ingar í sjóslysum eða vegna drukknana en 13 árið 1991. í umferðarslysum fórust 21 en 26 árið 1991. Einn fórst í flugslysi en enginn árið 1991. Á síðasta ári lét- ust 10 einstaklingar vegna ýmiss konar slysa en 15 árið 1991. Flest urðu banaslysin í sept- ember á síðasta ári, eða 10, en 9 banaslys urðu í febrúar og októ- ber. Ekkert banaslys varð í mars eða júní en eitt eða fleiri í öðrum mánuðum ársins. -KK

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.