Dagur - 05.01.1993, Page 16

Dagur - 05.01.1993, Page 16
II Kodak Express Gæóaframköllun FYRIR ÞA SEM GERA KROFUR k ^Peáfomyndir^ Skipagötu 16 - Sími 23520 Mjöll Matthíasdóttir með fyrsta íslending ársins á fæðingadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri í gær. Mynd: Robyn Fyrsta bam ársíns fæddist á FSA Hólanes hf.: Býðst 500 tonn frá Skagstrendingi hf. - en engin skip til að veiða þau enn sem komið er Blönduós: Innbrot hjá lögreglu Brotist var inn í lögreglustöð- ina á Blönduósi og í Grunn- skóíann aðfaranótt 30. des. sl. Sökudólgarnir, tveir ungir piltar, stálu síðan bfl og óku á honum til Isafjarðar þar sem þeir voru handsamaðir. Að sögn lögreglu á Blönduósi var litlu stolið, um 20 þúsund krónum, á lögreglustöðinni og örfáum krónum í skólanum. Pilt- arnir, sem eru 15 og 17 ára gamlir, stálu einnig myndbands- tæki í skólanum. Því næst stálu þeir Toyota fólksbíl og óku hon- um til ísafjarðar þar sem þeir voru handteknir aðfaranótt gamlársdags. Brotnar voru upp þónokkrar hurðir á húsnæði grunnskólans og einnig brutu piltarnir upp hurð á lögreglustöð- inni. sþ Ekkert um jólavíxla - segir útibússtjóri íslandsbanka á Akureyri Guðjón Steindórsson, útibús- stjóri íslandsbanka hf. á Akur- eyri, segir að á síðari hluta lið- ins árs hafi dregið úr eftirspurn einstaklinga og fyrirtækja eftir lánsfé og fyrir jólin hafi ekkert verið um að einstaklingar tækju svokallaða jólavíxla. „Að undanförnu hefur verið áberandi minna um að einstakl- ingar biðji um lán og greinilegt er að fyrirtækin vinna mjög að því að spara í rekstri," sagði Guðjón. „Áður tóku menn lán til að kaupa sér ýmsa hluti, en úr því hefur dregið. Margir koma á minn fund í þeim erindagjörð- um að stokka upp spilin. 1 flest- um tilfellum þarf fólk að lækka greiðslubyrði af lánum vegna minni vinnu. Ef um er að ræða ágæta viðskiptivini sem hafa stað- ið sig vel, þá lengjum við lánin,“ sagði Guðjón Steindórsson. óþh Fyrsti íslendingur ársins, rúm- lega 17 marka drengur, fæddist um kl. hálf þrjú á nýársnótt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Foreldrar hans eru Mjöll Matttúasdóttir og Þor- grímur Daníelsson til heimilis að Tannastöðum í Hrútafírði. Fyrir áttu þau rúmlega tveggja ára son. Mjöll sagðist í gær hafa farið upp á fæðingadeild rétt upp úr miðnætti og rúmum tveim tímum síðar var fyrsti íslendingur ársins kominn í heiminn. Hún sagðist ekki hafa velt því mikið fyrir sér hvoru megin áramóta barnið myndi fæðast. „Mér var eiginlega alveg sama, ég reyndi að hugsa sem minnst um það. Maður fær litlu um það ráðið,“ sagði Mjöll. óþh Eins og fram hefur komið hafa Skagstrendingur hf., Hólanes hf. og Höfðahreppur leitað leiða til bjargar rekstri frysti- húss Hólaness. Nú rétt fyrir jól var ákveðið að bjóða Hólanesi 500 tonna kvóta af kvóta Skag- strendings. Lárus Ægir Guð- mundsson framkvæmdastjóri Hólaness segir að engin skip séu til að veiða þennan kvóta, en málin séu í athugun. Vinna í frystihúsinu liggur niðri eins og er, en 500 tonna kvóti gæti þýtt nokkurra mánaða vinnu. Óvíst er enn hvernig staðið verður að veiðum þessara 500 tonna af þorskígildiskvóta. „Það tekur tíma. Við reynum að kom- Vinna liggur niðri í Frystihúsi Utgerðarfélags Akureyringa hf. Togarar fyrirtækisins voru ekki að veiðum yfír jól og ára- mót og því er enginn fískur í frystihúsinu. Fiskvinnslufólk- ið, hátt í 200 manns, situr nú á skólabekk og nýtur kennslu á vegum Starfsfræðslunefndar sjávarútvegsins. Togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. eru allir að veiðum að Harðbaki EA og Kaldbaki EA undanskildum. Harðbakur EA kemur heim um miðjan janúar úr slipp í Póllandi og fer þá til veiða, en Kaldbakur EA heldur til sinnar fyrstu veiðiferðar á árinu í dag. ast í samband við báta sem vilja láta tonn á móti tonni,“ sagði Lárus í samtali við blaðið. Með því er átt við að báturinn komi með sinn afla inn hjá Hólanesi og fái í staðinn sama kvóta. Þannig gæti frystihúsið aukið við hráefn- ið. Uppsagnir þeirra 32 sem unnu hjá frystihúsi Hólaness hf. komu til framkvæmda nú um áramót. Vinna liggur niðri þar til veiðar hefjast, en alls óvíst er hvenær það getur orðið. „Við erum alla vega að tala um nokkurra mán- aða vinnu. En það er nú stóra málið að það veiðist hvergi“, sagði Lárus. Hann sagði dauðan tíma framundan, enda janúar og febrúar oft lélegir. sþ Að sögn Magnúsar Magnús- sonar, útgerðarstjóra ÚA, kemur Árbakur EA til löndunar í lok vikunnar og þá hefst vinna að nýju í frystihúsinu. Árbakur EA var á Vestfjarðamiðum sem flestir togarar ÚA og aflinn var rýr. í gærmorgun voru togarar í vari vegna ofstopaveðurs á mið- unum. ój „Jólin voru nokkuð góð“ - sagði skipstjórinn á Skagílrðingi um jólin á sjó Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Fiskvinnslufólk á skólabekk - Árbakur EA landar í lok vikunnar Brunaútköll og sjúkraflutningar á Norðurlandi 1992: Rafinagnstæki orsakavaldur flestra bruna Á árinu 1992 voru 90 bruna- útköll hjá Slökkviliði Akureyr- ar og þar af 4 utanbæjar. Stærsti bruninn var 5. júní í Hafnarstræti 19. Upptök flestra eldsvoða má rekja til rafmagnstækja en íkveikja kemur þar á eftir. Flest útköll voru í íbúðarhús, en síðan © VEÐRIÐ Eftir töluverðar sviptingar í veðrinu undanfarna daga spáir Veðurstofan hæglætis veðri í dag en jafnframt mun kólna. Á morgun er búist við nokkuð hvassri suðaustanátt og úrkomulausu veðri norðan- lands en á fimmtudag og föstudag snýst vindur til norð- lægrar áttar með éljagangi. vegna rusls, sinu og mosa. Nokkur útköll voru vegna bruna í hlöðum, iðnaðarhús- næði og ökutækjum. Flest útköll voru frá klukkan 21.00 til 24.00 og klukkan 15.00 til 18.00 en engin á tímabilinu 03.00 til 06.00. Sjúkraútköll voru 1087, þar af 165 utanbæjar óg voru 213 af þeim bráðatilfelli. I 33 tilfellum voru eknir fleiri en 100 km í sjúkraflutningum. Á Dalvík voru fá útköll hjá slökkviliðinu á árinu 1992, en stærsti bruninn var er kveikt var í Jóni Geir EA-7 í Dalvíkurhöfn. 42 sjúkraflutningar voru á árinu en þjónustusvæðið er Dalvík, Svarfaðardalur, Árskógsströnd og Hrísey. Á Húsavík voru tvö bruna- útköll, annað vegna sinubruna á Tjörnesi en hitt vegna bruna í íbúðarhúsi að Björgum í Köldu- kinn en eldurinn hafði að mestu verið slökktur er slökkviliðið bar að. 144 sjúkraflutningar voru á árinu, þar af 29 vegna slysa, en þjónustusvæðið er mjög víðfeðmt, þ.e. Suður-Þingeyjarsýsla að Fnjóskadal. Lengsta útkallið var að Grímsstöðum á Fjöllum sem tók 12 tíma, en á sumrin þarf stundum að fara t.d. í Herðu- breiðarlindir og Kverkfjöll. Slökkviliðið á Blönduósi var kallað út 7 sinnum á árinu en stærstu brunarnir voru í Húnabæ í október og Nautabúi í Vatnsdal í desember. Sjúkraflutningar voru 147, þar af 29 slysaútköll, og voru eknir alls 7260 km í þessum ferðum. Lengstu hugsanlegu ferðir vegna sjúkraflutninga eru fremst í Svartárdal og inn á Hveravelli, um 75 km. 8 útköll voru hjá Slökkviliðinu á Sauðárkróki á árinu, og var mest tjón er fjós og hlaða brunnu að Skúfsstöðum í Hjaltadal í september. Sjúkraflutningar voru 102, þar af 20 vegna slysa, 49 innanbæjar, og 24 til Akureyr- ar. 4 útköll voru hjá Slökkviliði Siglufjarðar, en mesta tjónið var er kviknaði í Fiskverkunarhúsi Hauks Jónassonar. Sjúkraflutn- ingar voru 106, en Fljótunum er þjónað frá Siglufirði og þangað var farið 8 sinnum. Á íþrótta- svæðið á Hóli og skíðasvæðið var farið 4 sinnum, tvisvar á Sauðár- krók og fjórum sinnum til Akur- eyrar. Ekkert útkall var á Ólafsfirði á árinu á móti þremur á árinu 1991. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem slökkviliðið er ekki kallað út í heilt ár. 56 sjúkra- flutningar voru á árinu, þar af 3 vegna slysa, og voru allir flutning- arnir til Akureyrar. GG Allir togarar Skagfírðings hf. á Sauðárkróki voru úti um jól og áramót. Skafti SK-3 er á leið til Englands að selja afla sinn, en Hegranes SK-2 og Skagfírðing- ur SK-3 eru á veiðum á Rósa- garði suðaustur af landinu. Júlíus Skúlason skipstjóri á Skagfirðingi sagði veiði lélega og veðrið hafi verið vitlaust frá því fyrir jól, en skipið fór út 9. des- ember. Hann sagði þá eiga að selja í Þýskalandi í byrjun næstu viku og væntanlega koma heim um 15. jan. Jólin voru „nokkuð góð, eins og þau geta verið í skipi“, sagði Július. Skipverjar fengu hamborgar- hrygg og heimalagaðan is í jóla- matinn á aðfangadagskvöld. „Við tókum trollið innfyrir með- an við borðuðum. Við höfðum það huggulegt, fórum í bað og í fínu fötin,“ sagði Júlíus í samtali við blaðið. Skipverjar heyrðu í útvarpi og gátu því hlustað á jóla- messuna. Júlíus kvað hins vegar hafa verið lítið um hátíðarhöld á gamlárskvöld, þeir hefðu unnið eins og venjulega. sþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.