Dagur - 05.01.1993, Page 10

Dagur - 05.01.1993, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 5. janúar 1993 Landssamband iðnaðarmanna 60 ára: Auka þarf veg verkspeki í skólakerfinu - segir Páll Skúlason, heimspekingur Landssamband iðnaðarmanna varð 60 ára á síðasta ári. Landssain- bandið er samtök atvinnurekenda í iðnaði og eiga nú 45 félög með um 3400 félagsmenn aðild að því. Á síðasta ári störfuðu um 18 þúsund manns hjá fyrirtækjum innan landssambandsins. Páll Skúlason, heim- spekingur, ritaði grein í tímarit landssambandsins í tilefni þessara tímamóta og fjallaði þar meðal annars um stöðu verkmenntunarinnar í menntakerfi þjóðarinnar. Þar sagði Páll meðal annars að menning sé ofin úr þremur þáttum sem kenna megi við bók, verk og sið. Sam- kvæmt því sé rætt um bókmenningu, verkmenningu og siðmenningu. Löngu sé tímabært að auka veg verksvits og siðvits og bylta skólakerf- inu í því skyni. En til að svo megi verða þurfi að móta bæði verkspeki og siðspeki til jafns við bókspekina, sem hingað til hafi haft óæskileg- an forgang umfram verkmenningu og drottni enn í skólakerfinu. Páll segir að verkmenning okkar hafi verið bundin landbúnaði og sjávar- útvegi þar til þéttbýliskjarnar hafi farið að myndast - þá hafi iðnaður tekið að festa rætur. Síðan varpar Páll þeirri spurningu fram af hverju okkur gangi svo illa að festa almennan iðnað niður sem sjálfstætt vægi á borð við landbúnað og sjávarútveg. Sem dæmi um þann hugsunar- hátt megi nefna þá útbreiddu skoðun að með iðnaði sé verið að rýra gildi sjávarafurða. Með öðrum orðum að hráefnið sé dýrmætara en iðnaðarafurðin - í þessu tilviki fiskréttir. Páll Skúlason bendir á að iðnaðurinn verði að fá ráðrúm tíl að Jiroskast í íslensku efnahagslífi. Bókvitið hafi í raun liðið fyrir það á Islandi að verkmenningu og sið- menningu hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Skólakerfi sem hampi bók- vitinu umfram verksvit og siðvit skili frá sér nemendum er kunni ekki að þroska bókvit sitt heldur misbeiti því og spilli. Tómt mál sé að tala um menningu nema fólk hafi lært að bera virðingu fyrir góðu hand- verki jafnt sem hugverki. ÞI Skapa þarf iðnaðimim starfsskilyrði - segir Torfí Guðmundsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Slippstöðvarinnar-Odda hf. Er íslenskur iðnaður kominn upp að vegg - eru engir möguleikar til áframhaldandi þróunar fyrir hendi - stöndumst við ekki leng- ur erlenda samkeppni - er ástand á íslenskum peningamarkaði með þeim hætti að innlend iðnaðar- framleiðsla á sér takmarkaða möguleika? Þessar spurningar leita á hugann þegar hlutur inn- lendra iðnaðarvara virðist sífellt fara minnkandi á móti auknum innflutningi og er þá nokkuð sama hvar borið er niður. Hvort um er að ræða smávöru eða jafn- vel fiskiskip. Dagur fékk Torfa Guðmundsson, framkvæmda- stjóra Vélsmiðjunnar Odda, til að velta þessum málum fyrir sér í tilefni af 60 ára tímamótum Landssambands iðnaðarmanna. Torfi sagði að hér á landi væri unnt að skapa aðstöðu er myndi gera okkur kleift að þróa ýmiss konar iðnað. Verk- og tækni- þekking væri fyrir hendi og því auðvelt að fást við margvísleg þróunarstörf. íslenskur málmiðn- aður ætti fullt erindi á erlenda markaði. En vandinn væri sá að möguleikarnir til samkeppni af því tagi væru háðir gengi. Ef Islendingar skiptu úr því varnar- gengi, sem þeir búa við, og yfir í sóknargengi myndi íslenskur iðn- aður eiga mikla framtíð fyrir sér. Með slíkri gengisbreytingu væri hægt að jafna aðstöðumuninn á milli sjávarútvegsins og annarra framleiðsluatvinnugreina er gætu þá þrifist eðlilega við hliðina á honum. Gengisbreyting og veiðileyfagjald Torfi Guðmundsson lagði áherslu á að gengisbreyting ein og sér myndi ekki nægja til að leysa vanda iðnaðarins og jafna aðstöðu atvinnugreinanna í land- inu. Með lækkuðu gengi krón- unnar myndu aukin verðmæti fást fyrir útflutningsframleiðsl- una - laun myndu án efa hækka en aðföng myndu einnig hækka. Þær breyttu forsendur sem geng- isbreyting myndi skapa mættu ekki þjóna sjávarútveginum ein- um. Því yrði að koma til gjald- taka fyrir veiðileyfi þannig að önnur atvinnustarfsemi á borð við iðnað gæti þróast við hliðina á honum. Veiðileyfagjald sé hins vegar mjög umdeilt á meðal ráðamanna og veki upp spurning- ar í eyrum margra. Torfi kvaðst hins vegar hafa trú á að fleiri Torfi Guðmundsson. myndu skilja rökin fyrir þýðingu veiðileyfagjalds þegar fram líða stundir. Höldum uppi byggð í Noregi og Póllandi „Þegar iðnaðurinn hefur fengið eðlilegar viðskiptaforsendur og er orðinn samkeppnisfær við sambærilega atvinnustarfsemi í öðrum löndum getur hann tekist á við stærri verkefni í atvinnulíf- inu hér heima. Þar má fyrst og fremst nefna viðhald fiskiskipa- flotans. Sannleikurinn er sá að íslendingar hafa að undanförnu haldið uppi heilum byggðum í Noregi og jafnvel borgarhverfum í Póllandi með því að kaupa þessi verkefni þaðan. Ef okkur tækist að verða samkeppnisfærir við þessa aðila og taka verkefnin inn í landið á nýjan leik þá myndi einnig hefjast ýmiskonar þróun- arstarfsemi varðandi nýjungar fyrir fiskiskipaflotann," sagði Torfi Guðmundsson. Of lítið lagt upp úr grunnrannsóknum Torfi sagði að íslendingar legðu of mikla áherslu á stóriðju og byggingu orkuvera. Þar væri um sveiflukennd verkefni að ræða. Álagstoppar mynduðust sem síð- an skildu eftir samdrátt þegar stórum verkum væri lokið. Við- hald fiskiskipaflotanns skapaði á hinn bóginn nokkuð stöðug verk- efni. Þá væri einnig alltof lítið lagt upp úr grunnrannsóknum í iðnaði. Slíkar rannsóknir væru forsendur nýsköpunar og nauð- synlegur undanfari framleiðslu og markaðssóknar. Grunnrann- sóknirnar væru því sá jarðvegur er vera þyrfti til staðar ef veruleg- ar framfarir eigi að verða í iðn- aði. Torfi sagði einnig að nálægð iðnfyrirtækja við markaðinn - til dæmis við sjávarútveginn hér á landi - gerði þeim auðveldara fyrir við að þróa nýjungar. Hann nefndi sem dæmi að víða í Evrópu væru þróunarfyrirtæki er sinntu tæknimálum í sjávarútvegi stað- sett langt frá þeim stöðum er útvegurinn væri stundaður frá. Góð verkkunnátta væri til staðar hér á landi en örar breytingar gerðu það að verkum að iðnaðar- menn þyrftu að tileinka sér nýjar aðferðir - til dæmis við uppbygg- ingu gæðakerfa. Torfi sagði nauðsynlegt að menn átti sig á hvað búi að baki gæðahugtakinu. Það væri ekki einungis fólgið í vörugæðum heldur allri almennri vinnu við framleiðsluna. „Ef réttar aðstæður verða skapaðað hér á landi og stjórn- völd og iðnaðarmenn hafa þróun- ar- og gæðamál að leiðarljósi þá getur iðnaðurinn átt bjarta fram- tíð fyrir sér. En á meðan ekkert er gert - engin skilyrði eru sköp- uð munum við halda áfram að dragast afturúr og nýta aflafé okkar til að styrkja erlendar byggðir,“ sagði Torfi Guðmunds- son. ÞI Samvínna fyrirtækja og útflutningur verkþekkingar - meðal þess sem iðnaðarmenn þurfa að huga að, segir Sigurður Jónsson, byggingafræðingur Eftir miklar framkvæmdir í bygg- ingaiðnaði á undanförnum árum hefur verkefnum fækkað og fyrir- tæki hætt starfsemi eða orðið gjaldþrota. Byggingaiðnaðurinn á Akureyri hefur ekki farið var- hluta af þessari þróun. Verulegur samdráttur hefur orðið á undan- förnum árum og stærra hlutfall af verkefnum er á vegum þess opin- bera en áður. Sigurður Jónsson, bygginga- fræðingur á Akureyri, sagði að átaksverkefni gætu breytt nokkru um atvinnu iðnaðarmanna þegar samdráttur ætti sér stað. Vanda- málið væri hinsvegar að lög um þessi verkefni heimiluðu ekki öðrum en sveitarfélögum að taka við fjármagni til atvinnusköpunar af þessu tagi og því yrðu þau að standa fyrir þeim framkvæmdum sem í væri ráðist. Eðlilegra væri að heimila atvinnufyrirtækjum að taka við fjármunum er ætlaðir væru til átaksverkefna og þeim þannig gert kleift að skapa verk- efni fyrir iðnaðarmenn. Sigurður sagði að vegna þessara ákvæða varðandi átaksverkefnin þyrftu sveitarfélög að búa til verkefni og hefði það meðal annars leitt til þess að Akureyrarbær hefði látið ófaglærða menn starfa við við- hald bygginga - verkefni er skap- að gætu iðnaðarmönnum atvinnu og væru réttilega á þeirra verks- sviði. Fyrirtæki taki upp aukna samvinnu Sigurður Jónsson sagði einnig nauðsynlegt að fyrirtæki í bygg- ingariðnaði tækju upp meiri sam- vinnu sín í milli. Hann sagði að nokkuð væri um lítil fyrirtæki - jafnvel þar sem tveir til þrír menn ynnu saman. Með aukinni samvinnu gætu þessi litlu fyrir- tæki sérhæft sig í ákveðnum verk- efnum er yki framleiðni- og Sigurður Jónsson. afkastagetu þeirra. í stað þess séu þessi fyrirtæki að bítast um ákveðin verk og bjóða niður hvert fyrir öðru. Slík samkeppni væri í röngum farvegi og skilaði engum hagnaði. Verkþekkíng á erlendan markað Er Sigurður var inntur eftir fram- tíðarsýn í ljósi þess að mikið framboð væri á byggingum - bæði atvinnu- og íbúarhúsnæði, sagði hann að hugsanlega ættum við möguleika á að flytja verk- þekkingu á erlendan markað. Hann nefndi sem dæmi að nú ættu danskir byggingamenn möguleika í Þýskalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaiand og einnig í Eystrasaltslöndunum. Einnig væru verkefni til staðar á Flórida í kjölfar náttúruhamfara þar á síðastliðnu sumri. Alríkis- stjórnin hefði staðið fyrir því að tryggingafélög keyptu mikið af skemmdu húsnæði eftir fellibyl og nú væri unnið að mikilli endur- byggingu. Þar gætum við ef til vill átt einhverja möguleika á verk- efnum. Jafna þarf aðstöðu iðnaðarmanna til verkefna eftir landshlutum Þá ræddi Sigurður Jónsson nokk- uð um það misræmi er orðið hefði varðandi réttindi iðnaðar- manna eftir landshlutum. Vegna krafna Reykjavíkurborgar um meistaraskólanám ættu margir iðnaðarmenn af landsbyggðinni ekki möguleika á að starfa í Reykjavík. Þeir hefðu ekki nám frá meistaraskóla - einfaldlega vegna þess að meistaraskólar hafi ekki verið starfræktir á lands- byggðinni og menn því ekki átt kost á að sækja þá. Þarna þyrfti að verða breyting á og eftir að mál Hauks Adolfssonar, pípu- lagningarmeistara frá Akureyri, þar sem honum var meinað að taka að sér verk í Reykjavík, kom upp hafi verið skipuð nefnd til að endurskoða þessi mál þótt enn hafi engin niðurstaða litið dagsins ljós. ÞI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.