Dagur - 05.01.1993, Side 8

Dagur - 05.01.1993, Side 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 5. janúar 1993 Íþróttir Halldór Arinbjarnarson Erlendur A. Óskarsson, Létti, varð íslandsmeistari í tölti unglinga. Jens Gíslason úr Nökkva varð íslandsmeistari í siglingum. Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar: 94 íslandsmeistarar á árinu - 7 Akureyringar fóru á Ólympíuleika Miðvikudaginn 30. desember sl. var úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar. Ann- ars vegar voru veittir fjárstyrk- ir og viðurkenningar til þeirra sem þótt höfðu skara framúr á sviði íþróttamála á nýliðnu ári. Hins vegar var öllum þeim sem náðu Islandsmeistaratitli á árinu veittur sérstakur pening- ur til eignar. Þetta var í 3. skipti sem þessi athöfn fór fram. Fjárhagsstyrk úr Afreks- og styrktarsjóði fengu: Þór og KA 200 þúsund til ungl- ingastarfs og einnig íþróttafélög- in Eik og Akur, 100 þúsund hvort. Þá var þeim Jóni Óðni Óðinssyni og Þresti Guðjónssyni veittar sérstakar viðurkenningar fyrir árangursríkt starf að íþróttamálum í bænum. Jón Óðinn fyrir júdó og Þröstur fyrir störf að skíðamálum oe meðal fatlaðra íþróttamanna. Þá fengu 3 menn sérstaka viðurkenningu fyrir að bjarga manni frá drukkn- un í Sundlaug Akureyrar. Alls urðu 94 einstaklingar, sem keppa fyrir félög á Akureyri, íslandsmeistarar á nýliðnu ári. Þá fóru 2 Akureyringar á Vetrar- ólympíuleikana, 1 á Sumar- ólympíuleika og 4 á ólympíumót- in í Barcelona og Madrid. Ólympíufarar frá Akureyri: Þröstur Guðjónsson, sem tók við viðurkenningu Rögnvaldar Ingþórssonar, Freyr Gauti Sigmundsson, Elvar Thorarensen, Haukur Eiriksson, Rut Sverris- dóttir, Aðalsteinn Friðjónsson og Stefán Thorarensen. Þröstur Guðjónsson og Jón Óðinn Óðinsson fengu báð- ir sérstakar viðurkenningar fyrir öflugt starf að íþrótta- málum. Þorsteinn Þorsteinsson, Sigurður Ólafsson og Jóhann Jónsson voru heiðraðir fyrir einstakt björgunarafrek úr Sundlaug Akureyrar. Rut Sverrisdóttir og Ómar Þ. Árnason, Óðni, urðu íslandsmeistarar í sundi. Skíðaráð státaði af mörgum íslandsmeistaratitlum. Lengst til vinstri eru syst- kinin Brynja Þorsteinsdóttir, Hildur Ösp Þorsteinsdóttir og Vilhelm Þor- steinsson. Þá koma skíðagöngumennirnir Stefán Kristinsson, Gísli Harðar- son, Þóroddur Ingvarsson, Haukur Eiríksson, Kristján Ólafsson og Þröstur Guðjónsson, sem tók við viðurkenningu Rögnvaldar Ingþórssonar. UFA: Karen Gunnarsdóttir, Stella Tinna S. Stefánsdóttir, Sigríður Ása Einarsdóttir og Klara Fanney Stefánsdóttir. Hér má sjá þá sem mættir voru frá júdódeild KA til að taka við sínum viðurkcnningum. Þeir sem náðu íslandsmeist- aratitli á árinu voru: Arnar Hilmarsson, Arnar Sæþórsson, Elmar Dan Sigþórsson, Jóhannes Gunnarsson, Jón K. Sigurðsson, Atli Þórarinsson, Birna Baldursdóttir, Ómar Arnarson, Sigurður Jóhannsson, Sævar Sigursteinsson, Hans Rúnar Snorrason, Baldur Stefánsson, Rúnar Snæland, Jónas Jónasson, Vernharð Þorleifsson og Freyr Gauti Sigmundsson. Anna Ragnarsdóttir og Aðalsteinn Friðjónsson úr Eik kræktu bæði í íslandsmeistaratitla á síðasta ári. Skautafélag Akureyrar varð íslandsmeistari í íshokkí og Jóhannes H. Gísla- son og Jóhanna S. Kristjánsdóttir í listhlaupi. í efri röð frá vinstri eru: Jóhanna S. Kristjánsdóttir, Ágúst Ásgrímsson, Ágúst Ásgrimsson (yngri), Benedikt Sigurgeirsson, Garðar Jónasson, Héðinn Bjömsson, Sveinn Björnsson, Sigurgeir Haraldsson, Birgir Ágústsson og Jóhannes Gíslason. Neðri röð: Heiðar I. Ágústsson, Magnús Finnsson, Haukur Hallgrímsson, Sigurbjörn Þorgeirsson, Sigurgeir Söbeck og Sigurður Sveinn Sigurðsson. Kristján Marinó Falsson, íslands- meistari í kraftlyftingum í +125 kg flokki. Magnús Magnússon lagði bæði heims- og Norðurlandameistara þegar hann varð íslandsmeistari í einmenningi í bridgc. Pétur Broddason, Kristjana ívarsdóttir og Hanna B. Sigurbjörnsdóttir urðu Isl.meistarar í vaxtarrækt. Á myndinni em Kristjana og Sverrir Gestsson, sem tóku við viðurkenningu fyrir hönd Péturs. íslandsmeistarar Akurs vora bræðurnir Stefán og Elvar Thorarensen og einnig Sigurrós Karlsdóttir sem ekki gat verið viðstödd afhendinguna. Fyrsti íslandsmeistaratitill KA í handknattleik kom í hlut 4. flokks félagsins. Liðið skipuðu Bjarni Bjarnason, Friðrik Flosason, Sverrir Björnsson, Bald- ur Sigurðsson, ísleifur Einarsson, Guðmundur Brynjarsson, Ásgeir Gestsson, Guðmundur Sveinsson, Vilhelm Jónsson, Flóki Ólafsson, Óskar Bragason, Halldór Sigfússon, Tómas Jóhannesson, Ragnar Þorgrímsson, Guðmundur Pálsson, Arnar Árnason, Ragnar Ólafsson, Arnar Vilhjálms- son og Jóhann Eyþórsson. Þjálfari var Ámi Stefánsson. Snorri Arnaldsson og Tryggvi Hcimisson koma úr Lyftingafélagi Akureyrar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.