Dagur - 05.01.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 05.01.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. janúar 1993 - DAGUR - 7 Á annan í jólum var haldið mót í innanhússknattspyrnu í nýja íþróttahúsinu á Blöndu- ósi. Hvöt hélt mótið en verð- laun voru gefin af Stíganda. Mótið hefur til þessa verið haldið að Húnavöllum, en með tilkomu hins glæsilega íþrótta- húss á Blönduósi, gerbreyttist öll aðstaða í héraðinu. Allt gekk vel fyrir sig og sigurvegari eftir spennadi keppni var A-lið Hvatar. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit í leik þeirra við Tindastól, sem hafnaði í 2. sæti. í keppni um 3. sæti vann B-lið Hvatar, lið Neista frá Hofsósi. sumarið leggðist vel í mannskap- inn. Talsverður hluti liðsins æfir í Reykjavík undir stjórn Marteins Geirssonar og afgangurinn æfir í Ólafsfirði. Markakóngur KA skiptir um félag: Guimar Már Másson farinn til Ólafsflarðar Ólafsfirðingar hafa fengið góð- an liðsstyrk fyrir baráttuna I 2. deild næsta sumar. Gunnar Már Másson, aðal markaskor- ari KA sl. sumar, hefur nú skipt í herbúðir Leifturs. Gunnar á án efa að fylla skarð Þorláks Árnasonar sem nýver- ið gekk til liðs við Grindvík- inga. Gunnar Már er mikill fengur fyrir Leiftur. Hann var einn besti leikmaður KA í sumar og marka- hæsti maður liðsins með 7 mörk í 17 leikjum. Hann á auk þess að baki 19 1. deildar leiki með Val og 2 landsleiki með landsliði U-16. Af þessu má vera ljóst að Ólafsfirðingar ætla ekki að gefa neitt eftir í harðri baráttu 2. deildar næsta sumar. Kristinn Hreinsson á Ólafsfirði sagði að Gunnar Már mun leika gegn sínum gömlu félögum á næsta ári. Bikarkeppnin í handknattleik: KA og Selfoss leika í kvöld - bæði liðin orðin hungruð í titil I kvöld ræðst hvort það verð- ur KA eða Selfoss sem leikur til úrslita í bikarkeppni HSÍ. Liðin eigast við í KA-húsinu og hefst leikurinn kl. 20.30. Lið KA hefur æft vel yfir jól- in og að sögn Árna Stefánsson- ar, liðsstjóra, eru menn vel stemmdir og staðráðnir í að gera sitt besta. Sama má án efa segja um Selfyssinga. Liðin eru með þeim betri í 1. deildinni. Því má búast við toppleik í kvöld og áhorfendur ættu að fjölmenna. Stórskytturnar Alfreð Gíslason og Sigurður Sveinsson verða í eldlínunni í kvöld og þá kemur í Ijós hvor hefur betur. íþróttaannáll 1992: Fjölbreytt ár hjá hestafólki Hestamenn urðu að vonum sárir þegar þeirra var að engu getið í íþróttaannál Dags sem birtur var fyrir skömmu. Ástæða þess að norðlenkir knapar urðu útundan var ein- faldlega sú að annállinn var byggður á efni af íþróttasíðum Dags frá síðasta ári, en hesta- íþróttir var þar ekki að finna. Sjálfsagt og eðlilegt hefði verið Bautamótið í knattspyrnu: Þórsarar reyndust sterkastir Á sunnudaginn lauk Bauta- mótinu í knattspyrnu. Mótið hefur unnið sér fastan sess meðal knattspyrnumanna og þykir jafnan talsverður við- burður. Það var nú haldið í 7. sinn. Til leiks mættu 15 lið frá sjö félögum, en Völsungar komust ekki sökum ófærðar. Eftir spennandi keppni voru það Þórsarar sem stóðu uppi sem sigurvegarar, en þeir lögðu Mývetninga í úrslitaleik. Mótið þótti takast vel í alla staði og talsverður fjöldi áhorf- enda fylgdist með úrslitaleikjun- um. í 8 liða úrslitum fóru leikar þannig: Leiftur-HSÞ-b a 0:8 KA a-Dalvík a 3:1 2. fl KA-KA b 8:2 Þór a-Dalvík b 5:1 í undanúrsltum vann A-lið HSÞ- b, lið 2. flokks KA 2:1 og í hinum undanúrslitaleiknum áttust við A-lið KA og Þórs. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og framleng- ingu og því þurfti vítaspyrnu- keppni til að lcnýja fram úrslit. Þar tryggði Lárus Sigurðsson Þórsurum sigur með því að verja 2. spyrnu KA-manna. Það voru því tvö lið frá KA sem kepptu um 3. sæti á mótinu. A-liðið vann lið 2. flokks 3:1. í úrslitaleiknum áttust við Þór a og A-lið HSÞ-b. Þórsarar skoruðu 1. markið en Mývetningar náðu að jafna eftir að Lárusi Sigurðs- syni markverði Þórs hafði verið vikið útaf. Skömmu fyrir leikhlé bættu Þórsarar við öðru marki. í síðari hálfleik brustu allar varnir HSÞ og Þór komst í 6:1, áður en Mývetningar minnkuðu muninn í 6:2, sem urðu úrslit leiksins. Sveinn Brynjólfsson formaður knattspyrnudeildar KA, sem hélt mótið, afhenti Þórsurum síðan sigurlaunin í mótslok. að hestamenn hefðu samt sem áður fylgt með í annálnum, en úr því verður ekki bætt sem komið er. Hestaíþróttir eru vissulega íþróttir enda hestamenn innan ÍSÍ. Sem smá sárabót fá hesta- menn hér sinn annál og sem áður er stiklað á stóru og margt sem verður útundan af þeim sökum. Léttir stóð fyrir góðhesta- keppni á Lögmannshlíðarvelli fyrstu helgina í júní. Maður mótsins var valinn Baldvin A. Guðlaugsson, sem vann þrefald- an sigur á mótinu. Hann vann einnig sigur á Hvítasunnukapp- reiðum Fáks í Reykjavík og fjöl- margir sigrar aðrir komu í hans hlut á síðasta sumri. Erlingur Erlingsson og Jar- þrúður Þórarinsdóttir gerðu það gott á íþróttadeildarmóti Hesta- mannafélagsins Léttis á Akur- eyri. Erlingur varð stigahæstur og Jarþrúður vann sigur í ólympískri tvíkeppni. Árvisst hestamót Skagfirðinga fór fram á Vindheimamelum um Verslunarmannahelgina. Svo sem oft áður var Sigurbjörn Bárðarson maður íþróttakeppn- innar. Knapar af Norðurlandi gerðu góða ferð á íslandsmótið í hesta- íþróttum í Reykjavík um miðjan ágúst. Erlingur Á. Óskarsson frá Létti varð íslandsmeistari í tölti í flokki unglinga og fleiri Norð- lendingar unnu til verðlauna. Sjöunda bikarmót Norður- lands fór fram helgina 22.-23. ágúst á nýjum keppnisvelli í Lög- mannshlíð. Til leiks mættu 6 sveitir frá 5 héraðssamböndum. ÍBA varð sigurvegari mótsins og hlaut Dagsbikarinn að launum. íþróttamaður Norðurlands 1992 Nafn íþróttamanns: 1 2. íþróttagrein: Nafn: Sími: Sigurvegarar Bautamótsins. Aftari röð frá vinstri: Ragnar Ragnarsson og Rúnar Antonsson frá knattspyrnudeild Þórs, Örn Viðar Arnarson, Lárus Orri Sigurðsson, Þórir Áskelsson, Hlynur Birgisson, Lárus Sigurðsson og Sigurð- ur Lárusson, þjálfari. Fremri röð: Júlíus Tryggvason, Páll Gíslason, Gísli T. Gunnarsson, Birgir Þ. Karlsson og Sveinbjörn Hákonarson. Heimilisfang: Sendist tii: íþróttamaður Norðurlands 1992 B.t. Dagur, strandgötu 31,600 Akureyri Skilafrestur er til 8. janúar 1993.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.