Dagur - 05.01.1993, Side 5

Dagur - 05.01.1993, Side 5
Þriðjudagur 5. janúar 1993 - DAGUR - 5 Mannlíf Stór og myndarleg fjölskylda. Sitjandi eru afmælisbarnið og eiginmaðurinn, Þorvaldur Nikulásson. Fyrir aftan þau standa börnin. Frá vinstri: Kristján, Anna Sigríður, Smári, Árni, Margrét, Magnús Már og Helga Gunnur. Séra Þórhallur Höskuldsson fór á kostum í afmælisávarpi. Sextugsaflnæli Kolbrúnar í Lóni Mikið var um dýrðir í sextugs- afmæli Kolbrúnar Kristjáns- dóttur, Byggðavegi 94 á Akur- eyri, 3. október sl. Veislan var haldin í Lóni, húsnæði Karla- kórs Akureyrar-Geysis og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Jakob Jónasson, Unnur Pétursdóttir og Smári Þorvaldsson. Svanur Eiríksson, Guðrún Óskarsdóttir, Ársæll Magnússon, Þorvaldur Jónsson, Rósa Sigurðardóttir, Erla Hólmsteinsdóttir og Daniela Guð- mundsdóttir. Helga Jóhannsdóttir, Elsa Björnsdóttir, Ester Elíasdóttir, Helga Sigfúsdótt- ir, Valgerður Frímann, Þorbjörg Elísdóttir og Snorri Rögnvaldsson. Lesendahornið Þakkir til Kæliverks M. Smári Björnsson hringdi og vildi koma á framfæri kæru þakklæti til starfsmanna Kæli- verks hf. á Akureyri. verksmanna í ísskápsraunum mínum einstaklega góð og vil þakka fyrir mig. Það er sjálfsagt að geta þess sem vel er gert. STÍFT FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ HEFST11. JANÚAR „ísskápurinn minn bilaði um daginn og ég hringdi strax í þá hjá Kæliverki og bað þá að hjálpa mér. í stuttu máli sagt voru þeir mjög kurteisir, liprir og skemmti- legir og vildu allt fyrir mig gera. Ég sagði þeim að ísskápuirnn hefði hætt að ganga og ég vissi ekki hvað væri að honum. Þeir buðust strax til að koma og sækja skápinn og yfirfara hann á verk- stæðinu til að finna bilunina. Tveir menn frá Kæliverki komu að skammri stundu liðinni og sóttu skápinn. Þeir færðu mér hann aftur daginn eftir í full- komnu lagi. Þá sögðu þeir mér að þeir hefðu einungis yfirfarið skápinn en ekki þurft að gera við hann, þar sem hann hefði reynst í fullkomnu lagi hjá þeim. Eflaust hefur skápurinn hrist til í flutn- ingunum og bilunin, sem væntan- lega hefur verið smávægilegt sambandsleysi, lagast af sjálfu sér. Það hefði hins vegar ekki þurft að fylgja sögunni og eflaust var hægt að krefja mig um væna upphæð fyrir „viðgerðina". Það létu þessir öðlingar hins vegar ógert. Mér finnst þjónusta Kæli- Áramótakveðja til rflds- stjómarmnar Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er afar umdeild og það vanda henni ekki allir kveðjurnar þessa dagana. Brynjúlfur Sig- urðsson á Kópaskeri sendir ríkisstjórninni eftirfarandi áramótakveðju, sem syngja má við lagið „Nú árið er liðið...“ Ó, heiðraða ríkisstjórn haf þig á braut með hugsjónabyrðina laka. Þú býður þeim fátæku baráttu og þraut, en bandalags mallar þú viðsjálan graut. Já, kveddu og komd’ ei til baka. En hvers er að minnast ef hverfurðu frá? Jú, hér er af mörgu að taka. Þín Viðeyjarfæðing var görótt og grá og gegndarlaus svik þínum loforðum á. Þín minning sem víti mun vaka. Brynjúlfur Sigurðsson. Pennaviiiir óskast Degi hafa borist tvö bréf frá ungu fólki í Þýskalandi sem leita pennavina á Akureyri. Fyrra bréfið ritar piltur tuttugu og þriggja ára gamall. Hann leitar að stúlku sem pennavini. í bréf- inu segist hann ætla að dvelja á Akureyri sumarlangt árið 1994. Hann tilgreinir áhugamálin; svifflug, sund, mat og ást. Þær stúlkur sem vilja hafa samband geta skrifað á íslensku eða ensku og þá er það nafn og heimilisfang piltsins. Volker Banschbach, Muhlweg 23, 6951 Schefflenz, Germany. Síðara bréfið er frá Till Blum, sem er átján ára og lýkur stúdents- prófi í vor. Blum hefur áhuga á hjólreiðum, skíðaferðum og góðri tónlist. Þar að auki beinist áhuginn að efnafræði og jarð- fræði og þar kemur ísland inn í myndina. Bréfaskriftir geta farið fram á þýsku eða ensku og heim- ilisfangið er: Am Singerberg 5, D-5630 Remscheid, Germany. Eina varanlega leiöin að lækkaðri líkams- þyngd er aukin hreyfing og rétt mataræði. Láttu okkur hjálpa þér að losna við auka- kílóin og halda þeim frá fyrir full og allt. * Fitumæling og vigtun * Ráðgjöf varðandi mataræði * Matarlistar - Spennandi mataruppskriftir * Fyrirlestrar um megrun og mataræði Sigríður Eysteinsdóttir næringarfræðingur + Þjálfun og hreyfing 5 sinnum í viku Verð 9.800 Skráning hefst 5. janúar Hringdu strax Takmarkaður fjöldi Sími 26211

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.