Dagur - 05.01.1993, Síða 4

Dagur - 05.01.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 5. janúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Stöðugleikinn á fórum Nú hefur hlutfall skatta af tekjum vinnandi einstakl- inga verið hækkað. Persónuafsláttur hefur að sama skapi verið lækkaður. Margar vörutegundir hafa hækkað í verði eða munu hækka á næstunni. Þar á meðal ýmis matvæli og aðrar lífsnauðsynjar. Vextir hækkuðu um áramótin. Kjarasamningar eru lausir. Sífellt fleiri einstaklingar fá uppsagnarbréf og hafa að engu að hverfa öðru en atvinnuleysisbótum. Atvinnu- lífið er í lægð og fátt sem bendir til að upp úr henni verði farið á næstu mánuðum að minnsta kosti. Þetta er sú mynd sem blasir við landsmönnum á nýju ári og ekki verður sagt með sanni að hún sé glæsileg eða gefi fögur fyrirheit. Nei - því miður geng- ur þetta ár í garð með mikilli óvissu í efnahagsmálum. Óvissu sem um margt minnir á þá tíma er voru áður en stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins tókst í upphafi þessa áratugar að skapa ákveðin þáttaskil í stjórn efnahagsmála með þjóðarsátt á vinnumarkaði. Þótt þjóðarsáttin hafi kostað launafólk ýmsar fórnir gaf hún einnig ákveðin fyrirheit. Hún gaf fyrirheit um brotthvarf verðbólgunnar og stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar. Fólk var tilbúið að leggja nokkuð á sig fyr- ir þann árangur. Verðbólga og mikill óstöðugleiki í efnahagslífinu hafði leikið marga grátt og þótt ýmsum hafi tekist að hagnast nokkuð á verðbólgutímanum, áður en verðtrygging sparifjár varð að veruleika, varð sá hagnaður oft á tíðum fenginn á kostnað annarra aðila. Af þeim ástæðum var þjóðarsáttinni tekið fagnandi - bæði af stjómendum fyrirtækja og einnig öllum þorra landsmanna. Ýmsar utanaðkomandi aðstæður hafa hins vegar orðið til þess að sá bati er fylgja átti stöðugleikanum eftir hefur ekki orðið. Má þar fyrst og fremst nefna mikinn samdrátt í sjávarafla, einkum þorskveiðum og einnig að enginn kaupandi hefur fengist að stómm hluta þeirrar raforku, sem þjóðin hefur á undanförnum ámm fjárfest í. Af þessum orsökum er enn nauðsynlegra að standa vörð um þjóðarsáttina og þann árangur er hún hefur þegar náð að skapa. Áframhaldandi þjóðarsátt og þar með ákveðinn stöðugleiki er grundvallaratriði þess að unnt verði að verjast ytri áföllum að því marki sem slíkt er unnt. Stöðugleikinn er einnig grundvöllur þeirrar endurskipulagningar, sem nú verður að fara fram í atvinnulífi þjóðarinnar, eigi íslendingar ekki að dragast langt aftur úr öðmm þjóðum er þeir hafa hing- að til miðað sig við. Nú em kjarasamningar lausir. Vegna aðgerða stjórnvalda að undanfömu telur launþegahreyfingin sig ekki eiga önnur úrræði en að beita hörðu. í stað þess að taka í framréttar hendur þeirra aðila í þjóð- félaginu, er stóðu að þjóðarsáttinni í ársbyrjun 1990, kaus ríkisstjórnin að slá á tilboð um áframhaldandi samstöðu en herða þess í stað að almenningi á flest- um sviðum. Allar líkur em því á að hið nýja ár muni færa okkur átök á vinnumarkaði og í framhaldi þeirra verði víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags að vem- leika. Stöðugleikinn er því á förum og gamla verðbólgu- ófreskjan bíður tilbúin að hefja för um efnahagslífið á nýjan leik með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. ÞI Stöðu þjóðarbúsins út á við teflt í tvísýnu með kjarasamningum um aukinn kaupmátt - segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Pjóðhagsstofnunar Forstjóri Þjóðhagsstofnunar sagði í blaðinu fyrir áramót að í þjóðhagsspá í nóvember hafi verið vanmetnar atvinnuhorfur fyrir nýhafið ár og þess vegna hækki atvinnuleysistölur í nýrri þjóðhagsspá. Hann telur ekki ástæðu til annars en ætla að verðbólga hjaðni fljótlega á ný hérlendis þrátt fyrir aukn- ingu hennar í ársbyrjun en bendir á að eðlilega hafí þættir eins og nýir kjarasamningar mikil áhrif á efnahagsfram- vinduna. í þjóðhagsspá er ekki reiknað með hækkun launa í kjarasamningum sem fram- undan eru. Hægir á fjölgun opinberra starfsmanna Þjónustugreinar virðast verða illa úti í atvinnuleysisþróuninni sem Þórður segir helgast bæði af almennum efnahagssamdrætti og miklum skipulagsbreytingum sem hafi átt sér stað að undan- förnu í þjónustukerfinu, með sparnað að leiðarljósi. „Sparnað- urinn felur auðvitað í sér fækkun fólks. Við getum nefnt greinar eins og lána- og peningakerfið, þar sem hefur orðið töluverð fækkun starfsmanna,“ sagði Þórður. „Hið opinbera hefur hægt á aukningu á ráðningum en reyndar hefur opinberum starfs- mönnum ekki fækkað enn. Hið opinbera hefur því ekki í jafn ríkum mæli og áður tekið við aukningu á vinnuafli hér á landi. Niðurskurður í opinbera kerfinu dregur þannig fyrst og fremst úr fjölgun opinberra starfsmanna en þar verður ekki fækkun." Efnahagslægðin í heiminum og fiskleysið Minnkandi fiskafli hefur gjarnan verið nefndur til sögunnar fyrst þegar talað er um efnahagslægð- ina hér á landi. Önnur ástæða hennar er efnahagslægðin í heim- inum sem varað hefur lengur en reiknað var með. „Hún hefur haldið niðri verði og eftirspurn eftir útflutningsafurðum okkar. Þetta tvennt held ég að sé megin- skýringin að baki efnahagssam- drættinum. Þær upplýsingar sem liggja á borðum manna núna benda til að enn um sinn verði hlé á hagvexti í heiminum, í það minnsta bendir ekkert til snöggra Þórður Friðjónsson. umskipta á næstu mánuðum og misserum. Því má reikna með að árið 1993 verði erfitt eins og líð- andi ár, bæði vegna almenna heimssamdráttarins og þess að afli er tiltölulega lítill og ekki reiknað með aukningu á honum.“ Bjartara þegar horft er fram fyrir næstu misseri - En er ekki samt svo að í tengsl- um við forsetaskipti í Bandaríkj- unum bólar á umræðu um batn- andi tíð og hagvaxtarvon? „Jú, það má í raun segja að þegar horft er fram fyrir næstu misseri þá eru horfur betri, bæði er reiknað með að efnahagslífið í heiminum taki við sér og eins og þú bendir á þá eru komin sterk merki fram um það í Bandaríkj- unum að þarlent efnahagslíf sé að rétta úr kútnum. Á móti kem- ur hins vegar að hluta að horfurn- ar í Evrópu og Japan eru lakari en menn reiknuðu með áður, sem byggist einkum á því að í Þýskalandi er talið að verði sam- dráttur á þessu ári. Sömuleiðis er spáð litlum hagvexti í Japan. Þetta vegur hvort tveggja á móti uppgangi sem menn telja sig sjá í Bandaríkjunum. En spár flestra efnahagsstofnana eru á þá lund að efnahagslífið í heiminum rétti smám saman úr kútnum á árinu og nái 3% hagvaxtarhraða þegar líður á árið og samfara því má gera ráð fyrir að eftirspurn eftir afurðum héðan aukist og verð á sjávarafurðum ætti að styrkjast og, sem ekki er síður mikilvægt, að verð á málmum ætti að styrkjast. Þá gæti farið að hylla undir framkvæmdir við nýtt ál- ver. En það er hlutur sem menn sjá varla fyrir sér á þessu ári held- ur gæti það gerst 1994-1995,“ seg- ir Þórður. Batnandi efnahagur iðnríkjanna styrkir fljótt viðskiptakjör Islendinga - Hve fljótt gæti batnandi efna- hagur í heiminum skilað sér í efnahagsbata hér á landi? „Efnahagurinn hér á landi fylg- ir töluvert fast eftir en þó ekki á ótvíræðan hátt. Sjávarútvegurinn hefur oft þróast öðruvísi en al- þjóðahagsveiflan og það er aug- ljóst að hún hefur ekki áhrif á afla- brögð. Verð á sjávarafurðum hefur fylgst nokkuð að en það hefur lækkað nokkuð síðastliðið ár. Með aukinni eftirspurn má þó fastlega gera ráð fyrir að verð sjávarafurða styrkist á ný þannig að ég held að það sé ekki mikill vafi á að með batnandi efnahag iðnríkjanna þá styrkti það við- skiptakjör íslendinga. Það sem skiptir þá mestu máli fyrir þjóð- arbúskapinn hér, þegar þar að kemur, er að viðunandi jafnvægi verði í þjóðarbúskapnum og stöðugleiki þannig að við getum nýtt okkur sem best þau tækifæri sem gefast.“ Þórður segir góða möguleika á að halda verðbólgu niðri þrátt fyrir að hún muni hækka í árs- byrjun. Kjaramálin séu einn óvissuþátturinn í efnahagsþróun ársins en Þjóðhagsstofnun gefur sér þær forsendur í þjóðahagsspá að laun hækki ekki á árinu. En er það ekki mikil bjartsýni miðað við óróann á vinnumarkaðinum nú? „Þetta er ekki spá um niður- stöðu kjarasamninganna heldur forsenda sem við gefum okkur. Ég held að við séum fremur raun- sæir með tilliti til þess að verði niðurstaða önnur þá er einfald- lega nauðsynlegt að halda niðri þjóðarútgjöldunum og þess vegna er útilokað annað en kaup- máttur lækki töluvert milli áranna 1992-1993. Ef niðurstöð- ur kjarasamninga verða á þá lund að kaupmáttur í heild eykst þá felur það einfaldlega í sér að stöðu þjóðarbúsins út á við er teflt í tvísýnu," segir Þórður Friðjónsson. JÓH Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir: Breytíngar á almaimatryggmgum sem komu tíl framkvæmda 1. janúar 1993 Þann 1. janúar koma til fram- kvæmda eftirfarandi breyting- ar á lögum um aimannatrygg- ingar, sem samþykktar voru á Alþingi 22. desember. s!.: 1. Mæðra og feðralaun lækka. Þau verða nú kr. 1000 á mánuði vegna eins barns (voru kr. 4.732), kr. 5000 vegna tveggja barna (voru kr. 12.398) og kr. 10.800 vegna þriggja barna eða fleiri (voru kr. 21.991). 2. Mæðra- og feðralaun falla niður einu ári eftir að viðtakandi launanna skráir sig í þjóðskrá í óvígða sambúð með öðrum en foreldri barnsins eða barnanna. Var áður tvö ár. 3. Barnalífeyrir og meðlag hækka. Árlegur lífeyrir með einu barni verður kr. 123.600 eða kr. 10.300 á mánuði (var kr. 7.551). 4. Börn og unglingar 15 ára og yngri greiða nú fjórðung kostn- aðar við allar tannlækningar (að undanskildum gullfyllingum, krónu- og brúargerð auk tann- réttinga). Þó skulu þau eiga kost á einni skoðun á ári hjá tann- lækni sér að kostnaðarlausu. Þau greiddu áður 15% kostnaðar (sérákvæði gilti um Reykjavíkur- börn 6-16 ára) og fyrirbyggjandi aðgerðir voru þeim að kostnaðar- lausu. Nánari útfærsla á þessum reglum er væntanleg. 5. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem njóta fullrar tekjutryggingar, greiða fjórðung kostnaðar vegna tannlækninga og gervitanna. Þessi kostnaður var áður endur- greiddur að fullu. Þeir sem njóta skertrar tekjutryggingar greiða tannlæknakostnað að fullu, en greiddu áður helming. Nánari útfærsla á þessum reglum er væntanleg. Aðrar breytingar samkvæmt nýju lagabreytingunni koma væntanlega til framkvæmda á næstunni og verður tilkynnt um þær þegar reglur og reglugerðir þar um hafa verið gefnar út. Höfundur er deildarstjóri upplýsinga- deildar Tryggingastofnunar ríkisins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.