Dagur - 05.01.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 05.01.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. janúar 1993 - DAGUR - 9 Enska knattspyrnan Þorleifur Ananíasson FA-bikarinn: Stórlidin mörg í mesta basli - sluppu þó flest fyrir hom - Crystal Palace tapaði þó óvænt FA-bikarkeppnin hófst um helg- ina á Englandi, þ.e. fyrir stóru liðin sem hefja þátttöku í 3. umferð keppninnar. Óvænt úr- slit verða jafnan í keppninni en þó var lítið um þau í leikjum laugardagsins þó að í mörgum leikjanna s.kylli hurð nærri hæl- um. En veðrið á Englandi setti stórt strik í umferðina og vegna frosinna leikvalla varð að fresta mörgum leikjanna. En hér kemur það helsta úr þeim leikjum sem fram fóru á laug- ardaginn. ■ Óvæntust urðu úrslit í leik 2. deildar liðsins Hartlepool, sem aldrei hefur borist mikið á, og Crystal Palace sem hafði sigrað í sex síðustu leikjum sínum í Úr- valsdeildinni. Steve Coppell, stjóri Palace, fékk fyrir leikinn viður- kenningu sem besti stjórinn í des- ember og því hafa úrslitin verið vandræðaleg fyrir hann. Leik- mönnum Hartlepool tókst að verjast þungri sókn Palace í upp- hafi leiks, en þá fékk Geoff Thomas gott færi fyrir liðið. Smám saman náði þó 2. deildar liðið undirtökunum og Lenny Johnrose ógnaði mjög marki Pal- ace, en eina mark leiksins og sigurmark Hartlepool skoraði Andy Saville úr vítaspyrnu sem dæmd var á bakvörð Palace, Rich- ard Shaw, 7 mín. fyrir leikslok. ■ Sheffield Utd. slapp naumlega við tap á heimavelli gegn Burnley þar sem Adrian Heath, fyrrum leikmaður Everton, náði tveggja marka forystu fyrir Burnley. En Glyn Hodges og Paul Beesley jöfnuðu á síðustu mín. fyrir Sheff. Utd. og tryggðu liðinu annað tækifæri. Heath og Adrian Það virðist fara vel á með þeim Peter Bearnsley Everton og Roger Joseph bakverði Wimbledon og þeir geta haldið áfram þar sem frá var horfið er liðin mætast aftur á Goodison Park. Minnstu munaði að Iiverpool missti takið á bikamum Á sunnudaginn voru leiknir tveir Ieikir í FA-bikarnum en fresta varð leik Middlesbrough Úrslit FA-bikarinn 3. umferð Aston ViIIa-BristoI Rovers 1:1 Blackburn-Bournemouth 3:1 Bolton-Liverpool 2:2 Brentford-Grimsby 0:2 Brighton-Portsmouth 1:0 Cambridge-Sheffield Wed. frestað Crewe-Marine frestað Derby-Stockport 2:1 Gillingham-Huddersneld 0:0 Hartlepool-Crystal Palace 1:0 Ipswich-Plymouth frestað Leeds Utd.-Charlton 1:1 Leicester-Bamsley frestað Luton-Bristol City frestað Manchester City-Reading 1:1 Manchester Utd.-Bury frestað Marlow-Tottenham 1:5 Middlesbrough-Chelsea frestað Newcastle-Port Vale 4:0 Northampton-Rotherham frestað Norwich-Coventry frestað Nottingham For.-Southampton 2:1 Notts County-Sunderland frestað Oldham-Tranmere 2:2 Q.P.R.-Swindon raánudag Sheffield Utd.-Burnley 2:2 Southend-MiUwall frestað Swansea-Oxford 1:1 Watford-Wolves 1:4 W.B.A.-West llam 0:2 Wimbledon-Everton 0:0 Yeovil-Arsenal 1:3 og Chelsea. Og það var sami barningurinn í þessum leikjum og flestum leikjum daginn áður. ■ Það leit lengi vel ekki vel út fyrir bikarmeistarana frá í fyrra, Liverpool, í leik þeirra gegn 2. deildar liði Bolton. John McGin- ley og Mark Seagraves náðu tveggja marka forystu fyrir Bolt- on áður en fyrri hálfleikur var úti gegn óöruggri vörn Liverpool- liðsins. En gæfan var ekki með Bolton í leiknum er Ronnie Ros- enthal slapp í gegnum vörn þeirra, en skot hans hafnaði í stöng og síðan þvældist boltinn fyrir fætur Mark Winstanley sem setti hann í eigið mark. Það kom síðan í hlut Ian Rush að jafna leikinn fyrir Liverpool undir lok- in og liðin verða því að mætast Ian Rush. aftur og þá á Anfield. ■ Hið mikla bikarlið Notting- ham For. er komið áfram eftir sigur á heimavelli gegn Southamp- ton 2:1. Það virðist ekki skipta máli hver vandræði liðsins eru í deildinni, þegar komið er í bikar- keppni er ekkert lið hættulegra. Matthew Le Tissier náði þó for- ystu fyrir Southampton snemma leiks með skalla en ekki leið á löngu þar til Roy Keane hafði jafnað fyrir Forest með öðru skallamarki. Neil Webb skoraði síðan sigurmark Forest með góðu skoti skömmu fyrir hlé. ■ Þrátt fyrir að fátt sé útkljáð eftir leiki helgarinnar var dregið til 4. umferðar á sunnudags- kvöldið og fór sá dráttur þannig: Nottingham For.-Middlesbrough/Chelsea Manchester U td. /Bury-B righton Leicester/Barnsley-West Ham Cambridge/Sheffield Wed.-Notts Conty/ Sunderland Q.P.R./Swindon-Manchester City/Reading Sheffield Utd./Burnley-Hartlepool Norwich/Coventry-Tottenham Northampton/Rotherham-Newcastle Arsenal-Leeds/Charlton Luton/Bristol City-Derby Oldham/Tranmere-Ipswich/Plymouth Crewe/Marine-Blackburn Swansea/Oxford-Grimsby Aston Villa/Bristol Rovers-Wimbledon/ Everton Gillingham/Huddersfield-Southend/Millwall Wolves-Bolton/Liverpool Leikirnir fara fram helgina 23.-24. janúar. Þ.L.A. Littlejohn hjá Sheff. Utd. voru reknir út af fyrir slagsmál undir lokin. ■ Ekki tókst Aston Villa að sigra Bristol Rovers á heimavelli sínum og mátti raunar þakka fyr- ir jafnteflið. Neil Cox náði for- ystu fyrir Villa í fyrri hálfleik en Marcus Browning jafnaði fyrir Rovers 17 mín. fyrir leikslok. Gavin Kelly, markvörður Rov- ers, varði vítaspyrnu frá Dean Saunders í leiknum. Malcolm Allison, sem lengi stjórnaði Man. City, er nú stjóri hjá Bristol Rovers og hann sagði fyrir leik- inn að hann vorkenndi Ron Atkin- son, stjóra Villa, því að lið sitt myndi vinna. Ekki reiknaði hann þó með aukaleik og sagðist ekki nenna að standa í neinum auka- leikjum. ■ Leeds Utd. varð einnig að sætta sig við 1:1 jafntefli á heima- velli gegn Charlton þar sem Garry Nelson náði forystu fyrir Charl- ton er um 20 mín. voru til leiks- loka. Gary Speed jafnaði þó fyrir Leeds Utd. á sömu mín. með skalla eftir sendingu frá Gordon Strachan. Leeds utd. fékk tvö dauðafæri í lokin sem ekki tókst að nýta og þar sem liðið vinnur ekki leik á útivelli getur það ef- laust farið að pakka saman í þess- ari keppni. ■ Tranmere komst í 2:0 á úti- velli gegn Oldham með mörkum frá John Aldridge (víti) og Pat Nevin, en Ian Olney og Paul Bem- ard jöfnuðu fyrir Oldham. Ald- ridge var síðan rekinn út af hjá Tranmere. ■ Newcastle fór létt með Port Vale og sigraði 4:0 þar sem Gavin Peacock skoraði tvívegis og þeir Robert Lee og Kevin Sheedy sitt markið hvor eftir markalausan fyrri hálfleik. ■ Gillingham og Huddersfield gerðu markalaust jafntefli í sín- um leik og verða því að leika að nýju. ■ Blackburn sigraði Bourne- mouth 3:1 eftir að Efan Ekoku hafði komið Bournemouth yfir í fyrri hálfleik. í þeim síðari snerist dæmið þó við og Stuart Ripley skoraði tvö fyrir liðið og Mike Newell bætti því þriðja við. ■ West Ham sigraði W.B.A. á útivelli 2:0 í jöfnum leik en vörn W.B.A var ekki nægilega traust. Clive Allen og Mark Robson skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Darren Bradley komst næst því að skora fyrir W.B.A. en skaut í stöng. ■ Þeir voru ekki á skotskónum leikmenn Wimbledon og Everton í markalausum leik sínum. Síð- ustu 10 mín. leiksins voru spenn- andi þar sem Johen Fashanu var allt í öllu hjá Wimbledon. Peter Beardsley átti skot í slá fyrir Everton og dæmt var mark af Wimbledon vegna rangstöðu. ■ Leikmenn Man. City voru ljónheppnir að ná jafntefli á heimavelli gegn Reading sem náði forystu í fyrri hálfleik með marki Scott Taylor. City náði þó að jafna á 73. mín. með einu al- mennilegu sókn sinni í leiknum. Mike Sheron skoraði eftir góðan undirbúning David Brightwell og Gary Flitcroft. ■ Tvö utandeildalið voru í eld- línunni á laugardag og það er jafnan ósk þeirra að fá leik gegn stórliðunum. Yeovil tók á móti Arsenal og stóð sig mjög vel þrátt fyrir 3:1 tap. Þar munaði mestu um stórleik Ian Wright hjá Arsenal sem skoraði öll þrjú mörk liðsins, þar af tvö í fyrri hálfleik. Eina mark Yeovil skor- aði Paul Batty úr vítaspyrnu er 10 mín. voru til leiksloka eftir að Steve Bould hafði brotið á sókn- armanni Yeovil innan teigs. ■ Utandeildaliðið Marlow átti heimaleik gegn Tottenham, en til þess að fá meira í kassann var leikurinn færður á leikvang Tott- enham. Og Tottenham átti ekki í miklum vandræðum og sigraði 5:1. Þeir Vinny Sanways og Nick Barmby skoruðu tvö mörk hvor og Teddy Sheringham eitt. David Lay skoraði eina mark Marlow. ■ Úlfarnir hreinlega átu leik- menn Watford á útivelli eftir að staðan var 1:1 í hálfleik. David Holdsworth kom Úlfunum á bragðið með því að skora sjálfs- mark en Lee Nogan jafnaði fyrir Watford. í síðari hálfleik tryggðu þeir Keith Downing, Andy Mutch og Steve Bull Úlfunum auðveldan sigur. ■ Matthew Edwards tryggði Brighton sigur gegn Portsmouth með eina marki leiksins sem hann skoraði á 30. mín. ■ Grimsby kom á óvart með 2:0 sigri á útivelli gegn Brentford. Það voru þeir Clive Mendonca og Jim Dobbin sem gerðu mörk Grimsby. ■ Derby er komið áfram eftir nauman sigur gegn Stockport þar sem Craig Short kom Derby yfir á 27. mín. leiksins. Brian McCord jafnaði fyrir Stockport á 84. mín. en sjálfsmark David Miller á lokamínútunni tryggði Derby sigurinn. ■ Swansea og Oxford þurfa að mætast að nýju eftir 1:1 jafntefli þar sem Nicky Cusack náði for- ystu fyrir Oxford á 78. mín. en aðeins mínútu síðar jafnaði Colin West fyrir Swansea og þar við sat Þ.L.A. Clive Allen sá gamalkunni markaskorari gerði fyrra mark West Ham í leikn- um gegn W.B.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.