Dagur - 05.01.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 05.01.1993, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 5. janúar 1993 - DAGUR - 11 H UUar- og skinnaiðnaður setti mikinn svip á íslenska iðnaðarframleiðslu í langan tíma. Nú hefur vægi þessa þáttar minnkað. til þjónustufyrirtækja á borð við banka og tryggingarfélög auk þungaiðnaðarins. Slíkt sé hins vegar ekki á færi einstakra hand- verksfyrirtækja. Því verði náms- leiðir innan viðkomandi iðn- greina að koma til. Aukin menntun og samnýting framleidslu- þátta grundvallaratriði í handverksiðnaði - segir dr. Hans Jobst Pleitner, prófessor í Sviss Á fundi sambandsráðs Alþjóða- sambands iðnaðarmanna haustið 1990 flutti dr. Hans Jobst Pleitner, prófessor við Sviss- nesku rannsóknarstofnunina á sviði smárra og meðalstórra fyrir- tækja í Háskólanum í St. Gaílen, erindi sem hann nefndi handverk til ársins 2000. í fyrirlestrinum reifaði hann ýmsar hugmyndir um þróun iðnaðar á næstu árum. í upphafi máls síns vitnaði hann til orða evrópsks iðnverktaka er kvaðst sér líða sem hann væri staddur í hringekju er snérist sífellt hraðar og stæði ekki alltaf á sama stað, heldur sveiflaðist hún til og frá og þyti áfram eins og fljótandi furðuhlutur án þess að hann vissi í hvaða átt hún stefndi. Hann sagði skiljanlegt að verktaki í iðnaði gæti fengið slíka martröð því aldrei fyrr í veraldar- sögunni hafi orðið svo miklar breytingar í iðnaði á jafn stuttum tíma og á síðustu árum. Dr. Hans Jobst benti á að í ríkjum með háþróaðan markaðs- búskap hefðu rösklega 90% allra fyrirtækja færri en 50 starfsmenn og teldust því lítil fyrirtæki og væru að verulegum hluta hand- verksfyrirtæki. Að undanförnu hefði vegur hinna minni fyrir- tækja farið vaxandi og nú væri talað um flóðbylgju nýstofnaðra fyrirtækja. Þá hafi einnig komið á óvart að hin minni og meðalstóru fyrirtæki hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir gífurlega umbyltingu og hrakfallaspár. Hann sagði að þessi þróun orsakaðist einkum af þremur þáttum. Mun meiri vöxt- ur væri í þjónustugeiranum í þróuðum ríkjum en öðrum atvinnuvegum. Betri afköst væru í litlum handverksfyrirtækjum og því meiri hlutfallslegur hagnaður af rekstri þeirra en stórra fyrir- tækja. Þá væri meiri áhersla Íögð á hinn mannlega þátt í rekstri lítilla fyrirtækja en stórra. Þá ræddi dr. Hans Jobst um. nýjar dyggðir sem sköpuðust af þeim kröfum sem aukin tækni- væðing gerði til starfsmanna. Hann nefndi eiginleika eins og stundvísi, aga, nákvæmni, dugn- að og hlýðni í því sambandi. Ný tækni gerði auknar kröfur á þessu sviði. Fólk yrði að vera reiðubúið til að læra að vinna með öðrum og beita sköpunargáfu og sveigj- anleika. Þessir þættir krefðust endurskoðunar á menntun iðnað- armanna til að kröfur um kunn- áttu á vinnustað komi heim og saman við verkkunnáttu þeirra sem þar starfa. Af þeim sökum verði menntun og símenntun handverks- og iðnaðarmanna lykilatriði hvað snerti framgang handverks í framtíðinni. Dr. Hans Jobst benti á að vax- andi skortur ungs fólks á vinnu- markaðinum leiði til sífellt harðn- andi samkeppni um faglært fólk. Afleiðingin verði aukinn kostn- aður við ráðningu starfsfólks og aukinn launakostnaður. Lausn þess vanda útheimti sköpunar- gáfu og sveigjanleika jafnt af hálfu atvinnurekenda sem starfsmanna þeirra. Handverks- fyrirtækin verði að gera ráð fyrir auknum kostnaði og tíma vegna framhaldsmenntunar til að missa ekki ákjósanlega starfskrafta yfir Dr. Hans Jobst sagði að ef starfsmenn handverksfyrirtækja væru áhugasamir gæfust fyrr en annars tækifæri til að koma fram nýjungum með tilliti til þróunar og framleiðslu nýrra vöruteg- unda, veita nýja þjónustu, leita nýrra markaða og leita allra leiða til að auka gæði vöru og þjón- ustu. Hann benti einnig á að stjórnendur of margra hand- verksfyrirtækja láti hverjum degi nægja sína þjáningu en þannig geti þau ekki komist af þegar til lengri tíma sé litið. Þau verði að gera framtíðaráætlanir og aðeins með því móti muni þeim takast að viðhalda styrkleika sínum og ná að veita hinum kröfuharðari viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir óska og fyrirtækin verði fær um að veita. Hann benti einnig á að góð fyrirtæki hafi möguleika á samvinnu við önnur fyrirtæki til að styrkja stöðu sína og í mörg- um tilvikum verði ekki komist hjá slíkri styrkingu. Dr. Hans Jobst nefndi nokkur dæmi um svið þar sem um aukna samvinnu gæti verið að ræða. Hann nefndi skipulögð skipti á reynslu, sam- eiginleg innkaup, samnýtingu dýrari tækja og samnýtingu fram- leiðslufyrirtækja á byggingum. Þá ræddi Dr. Hans Jobst Pleitner um þær breytingar er væru að eiga sér stað á aldursskiptingu hinna vestrænu þjóða - eldra fólki fjölgaði hlutfallslega vegna lengri lífdaga og fækkandi barns- fæðinga. Af þeim sökum þyrftu sífellt færri vinnufærir einstakl- ingar að sjá fyrir fleira eftirlauna- fólki. ÞI „Bréfið að norðan“ varð upphafið Upphafið að félagsskap iðnað- armanna var stofnun Iðnaðar- mannafélags Reykjavíkur fyrir 125 árum. Markmið þess félags- skapar var að koma upp dugleg- um handiðnaðarmönnum, auka samheldni þeirra og styðja að stofnun gagnlegra og þjóðlegra iðnfyrirtækja. Er íslenskir iðnaðar- menn undirbjuggu stofnun félags- skapar fyrir fimm aldarfjórðung- um, var samstarf og samvinna á sviði iðnaðar lengi búin að vera til staðar í nágrannalöndum okkar. Ástæður þess má eflaust rekja til þeirra þjóðfélags- aðstæðna er hér voru. Islending- ar lifðu í mjög rótgrónu bænda- samfélagi og fóru ekki að huga að nauðsyn þess að efla samvinnu og samstarf á þessu sviði fyrr en þéttbýli tók að myndast og atvinnuhættir að breytast. Með stofnun iðnaðarmanna- félaga var fyrst farið að huga að menntun iðnaðarmanna. Fyrsta iðnmenntunin var í formi sunnu- dagsskóla þar sem kenndar voru ákveðnar undirstöðugreinar almennrar menntunar. Má þar nefna lestur, skrift og reikning. Föstum iðnskóla var fyrst komið á fót árið 1904 þegar Iðnskólinn í Reykjavík var stofnaður og reist hús yfir starfsemi hans. Á sama ári og Iðnskólinn var settur á stofn, árið 1904, voru stofnuð iðnaðarinannafélög á Akureyri og á Sauðárkróki. Þótt samstarf væri ekki mikið á milli iðnaðarmannafélaganna í fyrstu barst Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík bréf frá hinu nýstofn- aða félagi á Sauðárkróki þar sem hvatt var til aukinnar samvinnu og samstarfs iðnfélaga og iðnað- armanna í landinu. Fáar heimild- ir eru til um samstarf iðnaðar- manna á milli einstakra kaup- staða og þéttbýlissvæða fyrr en 1932 að formaður Iðnaðar- mannafélagsins á Akureyri, Sveinbjörn Jónsson, ritaði bréf til félaga sinna í Reykjavík og lagði fram tillögu um hvort ekki væri rétt að auka og efla samvinnu iðnráða og iðnaðarmannafélaga og stofna heildarsamtök til þess að ræða um og gæta helstu hags- muna iðnaðarmanna í landinu. Bréf Sveinbjörns Jónssonar var gjaman nefnt „bréfið að norðan“ og er í raun upphafið að Lands- sambandi iðnaðarmanna. Vel var tekið í þessa málaleit- an sunnan heiða og var fyrsta iðnþingið, sem haldið var hér á landi, sett í Baðstofu Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík á efstu hæð Iðnskólans við Vonar- stræti. Á þessu fyrsta iðnþingi voru mættir fulltrúar frá Iðnráði, Iðnaðarmannafélagi Reykjavík- ur og iðnaðarmannafélögunum í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Siglufirði og Akureyri. Samgöng- ur voru þá með öðrum hætti en nú og hömluðu samstarfi á milli landshluta. Má í því sambandi geta þess að fulltrúar iðnaðar- manna á Akureyri voru tvo daga með bíl á leiðinni til Reykjavík- ur. í lok þessa iðnþings var ákveðið að efna til varanlegs samstarfs iðnfélaganna og var Landssamband iðnaðarmanna stofnað 21. júní 1932. ÞI Tónmenntaskólinn Akureyri Innritun nýrra nemenda og staöfesting eldri nemenda hófst mánudaginn 4. janúar kl. 13.00- 19.00 í Lóni við Hrísalund þar sem allar nánari upplýsingar verða gefnar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánu- daginn 11. janúar. Sími skólans er 24066. Skólastjóri. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli á Sauðárkróki. Um er að ræða einbýlis- eða raðhús á einni hæð, a.m.k. 180 m2 að stærð að meðtalinni bíl- geymslu. Tilboð, ergreini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 14. janúar 1993. Auglýsing ráðuneytisins, dags. 18. desembersl., um sama efni, er hér með afturkölluð. Fjármálaráðuneytið, 30. desember 1992. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINSJgb © Handhafar fríkorta athugið Fríkort vegna læknisþjónustu gefin út 1992 eru fallin úr gildi. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Dregið var í símahappdrætti STYRKT ARFÉLAGS LAMAÐRA OG FATLAÐRA þann 24. desember sl. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur bifreið Ford Explorer XLT.91-35647 2. vinningur bifreið Saab 9000 CS....96-23406 3. vinningu'r bifreið Ford Escort CL1300 ..91-678240 4. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....91-12029 5. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....91-36798 6. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....91-30033 7. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..91-626475 8. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..985-30797 9. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....91-42471 10. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..91-641566 11. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..91-656246 12. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..91-641558 13. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....98-21183 Styrktarfélaglð þakkar landsmönnum veíttan stuðnlng. STYRKTARFÉLAC LAMAÐRA OC FATLAÐRA Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.