Dagur - 06.02.1993, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 6. febrúar 1993
Fréttir
Átaksverkefnið í Skútustaðahreppi:
Stofimn Mývatnssafiis
í undirbúningi
Stol'nfundur Mývatnssafns
verður haldinn 28. feb. nk. en
einn hópanna á vegum Átaks-
verkefnsins í Mývatnssveit hef-
ur unnið að undirbúningi
stofnfundarins. Sex af hópun-
um níu eru enn starfandi, að
sögn Huldu Harðardóttur
starfsmanns átaksins. Hún
sagði að sorglegt væri að hætta
hefði þurft rekstri skólabúð-
anna í Reynihlíð. Rekstur
þeirra hefði gengið mjög vel
fyrir áramótin en fjárveitingar
ekki fengist frá ríkinu til
áframhaldandi starfsemi.
Skólabúðirnar voru verkefni
eins starfshóps átaksverkefnis-
ins.
Skipulagsskrá fyrir Mývatns-
safn hefur verið unnin af starfs-
hópnum og verður hún borin upp
á stofnfundinum. í henni segir
m.a.: „Markmiðum safnsins skal
ná með því að safna, varðveita og
sýna gripi úr mývetnskri náttúru,
muni sem tengjast nýtingu
Mývatns, minjar og heimildir úr
atvinnusögu Mývatnssveitar.“
Hulda sagði að markmið hóps-
ins væri ekki að safna munum
sem fyndust á hverju einasta
byggðasafni á landinu, heldur
munum sem tengdust sérstaklega
sveitinni, t.d. veiðum í Mývatni
og kísilgúrnáminu, fuglalífinu og
jarðfræðinni, gömlum ljósmynd-
um og fleiru tengdu sveitinni.
„Markmiðið er að þetta sé sér-
stakt fyrir sveitina og skarist sem
minnst við hin söfnin í sýslunni.“
Hulda sagði að hópnum hefði
ekki tekist að koma auga á hent-
ugt húsnæði fyrir safnið, þó hefði
aðeins verið horft til nýja skólans
svona til að byrja með en ekkert
væri ákveðið með það. Hún sagð-
ist vona að strax eftir stofnfund
safnsins yrði farið að athuga
hverju ætti að halda til haga og
finna geymslupláss fyrir muni.
Hópurinn hefði ekki markað of
ákveðna stefnu, heldur viljað
leyfa viðtakandi stjórn safnsins
að þróa hugmyndina. IM
Hafnarstjóm Akureyrar hefur samþykkt rúmlega 16% lækkun á raforku til skipa.
Mynd: Robyn
Hafnarstjórn Akureyrar:
Lækkun á raforkuverði til skipa
Hafnarstjórn Akureyrar hefur
samþykkt lækkun á raforku-
verði til skipa um rúm 16%
eða úr kr. 6.25 í kr. 5.20 á
kwst. Nokkur umræða hefur
verið um að skip keyri Ijósa-
vélar sínar við bryggju, frekar
en að kaupa raforku úr Iandi,
þar sem það hefur verið talið
ódýrara.
I skýrslu sem unnin var á veg-
um Iðnaðarráðuneytisins kemur
fram að framleiðsluverð á
Skíðastaðir í HlíðarflaHi:
Dræm aðsókn þrátt
fyrir úrvals aðstæður
- „aðstæður verða sjaldan betri,“
segir forstöðumaður Skíðastaða
Aðstæður til skíðaiðkunar í
Iilíðarfjalli ofan Akureyrar
eru nú eins og best verður á
kosið og segir ívar Sigmunds-
son, forstöðumaður Skíða-
staða, að Ijóst megi vera að
ekki þurfi að óttast vandræði
vegna snjóleysis það sem eftir
lifir vetrar. Aðsókn að skíða-
svæðinu hefur þrátt fyrir
þetta verið dræm og verði jafn
lítil aðsókn á kvöldin eins og
undanfarið þá er til athugunar
að hætta að hafa opið eftir kl.
7 á kvöldin.
„Á miðvikudag var hér t.d. sjö
manna starfslið og um kl. 4 höfðu
aðeins fjórir komið á skíði. Við
höfum selt nálægt 300 árskort.
þannig að ég velti því fyrir mér
hvort fólk ætli sér ekki að nýta
sér kortin og koma á skíði.
Aðstæður verða sjaldan betri en
einmitt núna þannig að þær ættu
ekki að spilla fyrir,“ sagði ívar.
Hann segist ekki kunna ein-
hlíta skýringu á þessari dræmu
aðsókn. Líkast til spili samt síð-
ustu tveir snjóleysisvetur inn í
þetta, sem og veðurfarið að
undanförnu en það hefur verið
mjög óstillt. Pá sé ekki ótrúlegt
að fólk telji sig síður hafa efni á
skíðaiðkuninni en áður enda hafi
sýnt sig að margt fólk kom í Fjall-
ið þegar aðgangur var ókeypis.
JÓH
raforku með díselvél í skipi sé nú
kr. 5.20, eða það sama og sam-
þykkt hefur verið að selja
raforku í landi í Akureyrarhöfn.
Pessi lækkun á raforku í landi er
möguleg vegna samkomulags á
milli Rafveitu Akureyrar og
Akureyrarhafnar.
„Ég vonast til þess að þeir aðil-
ar sem keyrt hafa díselvélar við
bryggju á Ákureyri, sjái sér hag í
því að tengjast í framtíðinni við
landrafmagn. Ég tel það hag-
kvæmara fyrir alla aðila að skip
tengist landrafmagni í höfn. Þar
er allur búnaður fyrir hendi og
um leið spara útgerðirnar keyrslu
á ljósavélum, auk þess sem það
er gjaldeyrissparandi að nota inn-
lenda orku,“ sagði Guðmundur
Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á
Akureyri í samtali við Dag.
í áðurnefndri skýrslu er kynnt
nýtt form á sölu raforku til skipa,
svokölluð víkjandi orka. Þar virð-
ast þó ýmsir annmarkar á enn
sem komið er en Guðmundur
segir að með því fyrirkomulagi
sjái menn möguleika á enn frek-
ari lækkun og vonast til að þessi
ákvörðun hafnarstjórnar sé
aðeins skref til enn frekari lækk-
unar í framtíðinni. -KK
Umhverfismál verða megin-
efiii ráðimautafimdar
- sem hefst í Reykjavík á þriðjudag
Umhverfísmál munu setja svip
á árlegan ráðunautafund Bún-
aðarfélags íslands sem hefst á
þriðjudag. Á fundinum verður
sérstaklega fjallað um um-
hverfísvæna ræktun jarðar og
búfjár, mengun í íslenskum
matvælum, gróður- og jarð-
vegsvernd ásamt nýjum við-
horfum í landgræðslumálum
Akureyrarbær:
Leitað tilboða í maJbikið
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í
fyrradag var ákveðið að leita
tilboða á næstunni í malbiks-
kaup Akureyrarbæjar. Um er
að ræða allt malbik sem bær-
inn notar í ár, sem og það mal-
bik sem bærinn er endursölu-
aðili á.
Samkvæmt upplýsingum frá
tæknideild Akureyrarbæjar má
gera á ráð fyrir að heildarmagn
verði um 2500 tonn á þessu ári,
eða svipað og undangengin ár.
Sigurður J. Sigurðsson, formaður
bæjarráðs, segir að leitað verði
tilboða eins og gert hafi verið síð-
ustu ár enda hafi bærinn góða
reynslu af útboði á þessum þætti
og hafi boðist malbik á hagstæðu
verði. JÓH
auk fjölda annarra mála er
snerta þá þróun er nú þarf að
eiga sér stað í landbúnaði.
I frétt frá Búnaðarfélagi
íslands segir að landbúnaðurinn
sé einn af lykilþáttum í umhverf-
ismálum hverrar þjóðar. Síðan er
þeirri spurningu varpað fram
hvar þessi atvinnugrein standi
með tilliti til umhverfisins og
hvort of miklum tíma hafi verið
varið í beitarmálin á kostnað
annarra umhverfisþátta. Ráðu-
nautafundur er haldinn árlega á
vegum Búnaðarfélagsins og
Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins, RALA. Á þessum ár-
legu fundum hittast ráðunautar í
landbúnaði og vísindamenn í
landbúnaðarrannsóknum og
fjalla um þau mál er efst eru á
baugi í landbúnaði á hverjum
tíma. Að þessu sinni er fundur-
inn einkum helgaður umhverfis-
þáttum landbúnaðarins, velferð
jarðar og dýra og hreinleika land-
búnaðarafurða. PI
Neytendafélag Akureyrar og nágrennis:
Hagsýni í heimilishaldi
mikill áhugi á námskeiðinu
Þrátt fyrir góðar aðstæður til skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli hefur aðsókn verið
frekar dræm.
Akureyringar og nærsveita-
menn virðast hafa mikinn
áhuga á því aö koma heimilis-
bókhaldinu í skikkanlegt horf.
Neytendafélag Akureyrar og
nágrennis boðaöi námskeið
undir stjórn Sólrúnar Hall-
dórsdóttur, rekstrarhagfræð-
ings Neytendasamtakanna, og
er nú vel bókað á tvö námskeið
sem verða í íþróttahöllinni í
dag.
Fyrirhugað var að halda nám-
skeið um síðustu helgi en vegna
veðurs komst Sólrún ekki norður
og námskeiðinu var frestað. Að
sögn Vilhjálms Inga Árnasonar,
formanns Neytendafélags Akur-
eyrar og nágrennis, kom í ljós að
áhugi fyrir námskeiðinu reyndist
svo mikill að ákveðið var að
halda tvö námskeið um hagsýni í
heimilishaldi í íþróttahöllinni á
Akureyri í dag kl. 12 og 15.
Vilhjálmur Ingi sagði að stuðst
væri við ritið Heimilisbókhald
Neytendasamtakanna, sem hefði
líkað mjög vel og hann nefndi
dæmi af konu sem sagðist ekki
geta án þess verið. Leiðbeint
verður um notkun ritsins, sem er
innifalið í námskeiðsgjaldinu, og
auk þess sem farið verður í hefð-
bundnar færslur í heimilisbók-
haldi mun Sólrún skýra út vaxta-
byrði lána og annað sem nauð-
synlegt er að hafa á hreinu í
rekstri heimilis.
Að sögn Vilhjálms Inga var
áðurnefnt rit uppselt hjá NAN og
áhuginn á hagsýni í heimilishaldi
greinilega mikill því fyrirspurnir
hefðu borist frá verkalýðsfélög-
um og sveitarfélögum í nágrenn-
inu. SS