Dagur - 06.02.1993, Síða 3
Laugardagur 6. febrúar 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Skagaprður:
Sjúkrahúsinu færðar giaflr
Nú fyrir jólin gaf Soroptimista-
klúbbur Skagafjarðar töfl og
ýmis konar spil á allar deildir
Sjúkrahúss Skagfírðinga á
Sauðárkróki. Þetta er í annað
sinn sem konurnar í klúbbnum
færa Sjúkrahúsinu gjöf.
Soroptimistaklúbbur Skaga-
fjarðar hefur nú starfað í um
fjögur ár. Klúbburinn er deild í
Soroptimistahreyfingunni, sem
er alþjóðleg kvennahreyfing,
samtök starfsgreindra þjónustu-
klúbba. Er hreyfingin byggð upp
svipað og Rotaryhreyfingin.
I Soroptimistaklúbbi Skaga-
fjarðar eru nú 23 konur víðsvegar
úr sýslunni. Konurnar hittast
yfirleitt einu sinni í mánuði og fá
oft fyrirlesara á fundina. Núver-
andi formaður klúbbsins er Signý
Bjarnadóttir. Árið 1991 gaf
klúbburinn neyðarhnapp til
Heilsugæslustöðvarinnar á Sauð-
árkróki og nú fyrir síðustu jól var
öllum deildum Sjúkrahússins
færð töfl og ýmis spil að gjöf,
sjúklingum til dægradvalar.
Klúbburinn aflar fjár með rekstri
verslunarhorns á Sjúkrahúsinu.
sþ
Slökkviliðið á Akureyri:
Viðurkenningar veittar
Landssamband slökkviliðsmanna stóð fyrir teiknimyndasamkeppni
um brunavarnarátak í fjölmörgum grunnskólum landsins í haust,
fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Á Akureyri tóku nemendur í Oddeyr-
arskóla og Barnaskóla Akureyrar þátt í samkeppninni og hlaut einn
nemandi fyrstu verðlaun og tveir viðurkenningu fyrir góðar myndir.
í vikunni fóru slökkviliðsmenn á Akureyri í heimsókn í skólana og
veittu nemendunum viðurkenningar sínar. Á myndinni eru slökkvi-
liðsmennirnir Jón Knudsen t.v. og Jósep Karlsson og nemendur í
Oddeyrarskóla, t.h. María Hrund Stefánsdóttir, sem hlaut fyrstu
verðlaun og Berglind Rós Einarsdóttir sem fékk viðurkenningu fyr-
ir góða mynd. Á innfelldu myndinni er Anna Kristín Þórhallsdóttir,
nemandi í Barnaskólanum, sem einnig fékk viðurkenningu fyrir
góða mynd. Myndir: Robyn
Giljahverfi á Akureyri:
Byggingarsvæði úthlutað
tíl þriggja aðila með
samtals 139 Mðir
Uhlutun byggingalóöa í Gilja-
hverfí til verktaka er lokið aö
sinni og þeir verktakar sem
sóttu þar um lóðir fengu
úrlausn sinna mála að lokum
en ekki var hægt að verða við
öllum þeim óskum sem settar
voru fram í byrjun. Jón Geir
Agústsson byggingafulltrúi
Akureyrar segir að allir aðilar
hafí fengið þokkalega úrslausn
sinna mála.
Þeir þrír aðilar sem sóttu um
voru Húsnæðisnefndin sem fékk
úthlutað sérstöku svæði sem þeir
hyggjast svo gera sérstakar tillög-
ur um skipulag á, Pan hf. og
Fjölnir hf.
Á svæði Húsnæðisnefndarinn-
ar er gert ráð fyrir 72 íbúðum og
er það í tveggja hæða fjölbýlis-
húsum samkvæmt skipulagi en
hugsanlegt er að nefndin leggi
fram sínar eigin tillögur sem þá
verða skoðaðar sérstaklega af
byggingarnefnd Akureyrarbæjar
og byggingafulltrúa. Pan hf. fær
svæði fyrir 42 íbúðir og er gert
ráð fyrir að þær verði í þriggja
hæða fjölbýlishúsum og Fjölnir
hf. fær alls 25 íbúðir en sam-
kvæmt skipulagi skiptast þær
þannig að 5 íbúðir verða í tveggja
hæða raðhúsum, 8 íbúðir verða í
tveggja hæða fjölbýlishúsi og 12
íbúðir verða í þriggja hæða fjöl-
býlishúsi. Hugsanlegt er að for-
svarsmenn Pans hf. og Fjölnis hf.
muni óska eftir breytingu á þessu
skipulagi. Akureyrarbær mun
fara í að vinna svæðið þegar nær
dregur vori og eiga framkvæmdir
því að geta hafist að öllu forfalla-
lausu á svæðinu í sumar.
„Pað er fyrst og fremst Gilja-
hverfið sem er til úthlutunar
núna og síðan eru nokkrar ein-
býlishúsalóðir í Síðuhverfi sem
enn hefur ekki verið úthlutað en
nýlega var veitt raðhúsalóð við
Vestursíðu sem væntanlega verð-
ur byggt á í sumar. Engar lóðir
, eru til úthlutunar í Lundahverfi
|og enn lengra er í úthlutun í
Naustahverfinu," segir Jón Geir
Ágústsson. „Einstaklingar eru
svolítið að hugleiða bygginga-
framkvæmdir og það eiga nokkrir
hér samþykktar teikningar og
aðrir hafa fengið úthlutað lóðum
en hafa ekki sent inn teikningar
til samþykktar. Pað hafa orðið
merkjanlegar breytingar í þá
veru að á sl. þremur árum að ein-
staklingar séu í byggingahug-
leiðingum en þar áður var það
nánast ekki orðið neitt því heita
mátti að allar íbúðahúsabygging-
ar væru komnar í félagslega geir-
ann og enn er hann eðlilega
stærstur.“ GG
Hlíðarijall:
KA-mót í skíða-
göngu í dag
KA-mótið í skíðagöngu fer fram
í Hlíðarfjalli í dag kl. 14.00 en
ekki á morgun eins og missagt
var í blaðinu í gær. Keppni hefst
við Gönguhúsið og er keppt í öll-
um flokkum frá 6 ára til sjötugs.
Gengið verður með hefðbund-
inni aðferð.
Fríðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, ásamt Ragnheiði Sigvaldadóttur, héraðsskjalaverði og
Onnu Báru Hjaltadóttur sem situr við tölvu Bókasafns Dalvíkur. Mynd: -þh
Dalvík:
Skólar og söfti tölvuvæðast
- Sparisjóður Svarfdæla hefur gefið á þriðja tug tölva sl. ár
Sparisjóður Svarfdæla hefur
verið iðinn við að tölvuvæða
skólana á Dalvík og Húsa-
bakka undanfarin ár. Á rúmu
ári hefur hann gefíð grunn-
skóladeild Dalvíkurskóla 9
tölvur, sjávarútvegsdeildinni 8
og einn geislaprentara og
Húsabakkaskóli fékk tvær
tölvur á sl. hausti.
Nú er röðin komin að söfnun-
um. Friðrik Friðriksson, spari-
sjóðsstjóri, afhenti Héraðsskjala-
safni Svarfdæla tölvu nú í byrjun
vikunnar. Áður hafði hann
Vöruskiptin við útlönd á síðasta ári:
Vöruskiptajöfiiuðiiriim óhag-
stæður um hálían milljarð
- verðmæti útfluttra sjávarafurða
5% minna en árið áður
í desember sl. voru fluttar út
vörur fyrir 7.6 milljarða kr.
fob. og inn fyrir 10,7 milljarða.
Vöruskiptajöfnuðinn í des-
ember var því óhagstæður um
3,1 milljarð kr. en í desember
1991 var hann óhagstæður um
0,3 milljarða kr.
Allt árið 1992 voru fluttar út
vörur fyrir 87,8 milljarða kr. en
inn fyrir 88,3 milljarða kr. fob.
Vöruskiptajöfnuðurinn á árinu
var því óhagstæður um 0,5 millj-
arða en árið áður var hann óhag-
stæður um 3,3 milljarða á sama
gengi.
Árið 1992 var verðmæti vöru-
útflutnings 4,5% minna á föstu
gengi en á árinu 1991. Sjávar-
afurðir voru um 80% alls útflutn-
ings og var verðmæti þeirra um
5% minna en árið áður. Útflutn-
ingur á áli var 1% minni og
útflutningur kísiljárns 7% minni
á föstu gengi en árið 1991.
Útflutningsverðmæti annarrar
vöru (að frátöldum skipum og
flugvélum) var 4% minna á árinu
1992 en árið áður.
Heildarverðmæti vöruinnflutn-
ings fob árið 1992 var rösklega
7% minna á föstu gengi en á
árinu 1991. Innflutningur sér-
stakrar fjárfestingarvöru (skip,
flugvélar, Landsvirkjun) var nær
hinn sami og árið áður. Verð-
mæti innflutnings til stóriðju var
14% minna en árið áður en verð-
mæti olíuinnflutnings var um 5%
minna en 1991. Þessir innflutn-
ingsliðir eru jafnan breytilegir frá
einu tímabili til annars en séu
þeir frátaldir reynist annar inn-
flutningur (78% af heildinni)
hafa orðið nær 8% minni en á
árinu 1991.
afhent Bókasafni Dalvíkur sams-
konar tölvu ásamt norskum hug-
búnaði af gerðinn Micromarc en
það er sérhannað forrit fyrir
bókasöfn. Allar tölvurnar sem
Sparisjóðurinn hefur gefið eru af
gerðinni Victor.
Að sögn Þórunnar Bergsdótt-
ur, skólastjóra Dalvíkurskóla, er
skólinn nú vel búinn tölvum. Sér-
stök tölvustofa er í skólanum þar
sem eru tíu tölvur af Victor-gerð
ásamt prenturum og tilheyrandi.
Þar er unglingunum kennt á
tölvur, bæði ritinnsla og vélritun.
Auk þess eru tölvur inni í öllum
stofum 1.-7. bekkjar og er byrjað
að kenna börnum á þær strax við
sex ára aldur. í tölvunum eru sér-
stök kennsluforrit, en einnig fá
börnin leiðsögn við ritvinnslu og
byrja snemma að vinna með
texta. -ÞH