Dagur - 06.02.1993, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 6. febrúar 1993
Hvemig skipuleggur þú fjármál þín?:
Tveggja kvölda námskeið VIB
um fjármál einstaklinga
- kjörið tækifæri fynr fjölskyldur
og einstaklinga
Þeir eru ekki margir sem fá stóra vmumginu í lottó-
haDPdrættum eða verða ríkir i einm and
einhvers óvænts sem ber að hondum. l*ott
mu
yegna
hnoiir rnanna standi ef til vill til slíkra ævintýra verð-
ur fólk í langflestum tUfellum að beita
þolinmæði og skipuleggja fjármal sm af værfærn .
Taka eitt og eitt skref í einu til aukinna eina-
vinna sie áfram á þann hátt er nauðsynlegt að hafa
Tóða sýn yfir Sl Qármál. Sýn sem ekki fæst án goðr-
ar skipulagningarog skráningar allra tekna og gjalda
íslandsbanka, sem ber heitið „Fjármálahandbók
VÍB“ í framhaldi af útkomu bókarmnar hefur venð
Tfíí til nSkeiða þar sem fólki er kennt að skipu-
leggiafjármálsúnmei|^paiinaöogi^ndun^na^yn^
gefsurikistur á a» sækja þessi námskeið, þar sem
bau verða haldin á Akureyri um miðjan þennan
mánuð. Námskeiðin verða
finrðu hæð í Skipagötu 14 - husi IslandspanKa. ívu
tveg&Íakvölda námskeiö hafa veriö ákve»i„ og ver»-
„r a^na» dagana 15. og 17. tebrto en httt 16. og 18.
sama mánaðar. Námskeiðm Mjttt k*
kvöld og eru allar nánari
íslandsbanka.
Frá l'ræðslufundi í Reykjavík.
Fjármál heimilisins:
Fimm megin markmið til
lengri og skemmri tíma
Og
20.00 hvert
upplýsingar veittar í
Hver eru þau markmið sem
fólk setur sér með fjármálum
heimilisins? Þau geta verið
margvísleg eftir áhugamálum
viðkomandi einstaklinga. En
þó eru nokkur markmið sem
mörgum hljóta að vera sameig-
inleg og er þeirra getið í
Fjármálahandbók VlB og fjall-
að er um þau á námskeiðun-
um, sem efnt hefur verið til
eftir útkomu bókarinnar.
Fyrsta markmið: Fjárhagslegt
Greiösluáætlanir og heimilisbókhald
- mikilvægt tæki til að ná tökum á eigin prmálum
Margir þekkja að tekjurnar
duga illa fyrir útgjöldum
heimilisins. Lítið eða ekkert
verður eftir þegar heimilis-
reikningarnir hafa verið
greiddir. Jafnvel eru sumir
reikningarnir enn ógreiddir þeg-
ar mánaðarlaunin eru búin.
Við slíkar aðstæður verður
fyrsta hugsunin oft sú að ef
tekjurnar væru aðeins meiri -
þá væri unnt að greiða öll
útgjöldin og jafnvel leggja
eitthvað fyrir að því loknu. En
fyrir mörgum er sparnaðurinn
aðeins draumsýn. Endarnir
nást aldrei almennilega saman
og enginn tekjuauki er í sjón-
máli.
í Fjármálahandbók VÍB er
bent á að útgjöldin skipti mun
meira máli þegar komi að rekstri
heimilanna en hvort tekjur eru
háar eða lágar. Pví sé nauðsyn-
legt að skipuleggja fjármálin og
hafa góða yfirsýn yfir bæði
útgjöld og tekjur til að geta sett
sér markmið um hvað fjölskyldan
vilji eignast eða geta veitt sér.
Af þeim ástæðum er heimilis-
bókhald og gerð greiðsluáætlana
einn mikilvægasti hlutinn af
dagskrá námskeiða VÍB og
einnig af Fjármálahandbókinni. I
bókinni er að finna eyðublöð til
þess að vinna áætlanir og heimil-
isbókhald eftir mánuð fyrir
mánuð. Þá er einnig bent á að
nauðsynlegt sé að gera ákveðinn
samanburð á áætlunum og raun-
verulegum niðurstöðum heimilis-
bókhalds, bæði fyrir hvern mán-
uð og einnig fyrir hvert ár í
heild. í bókinni er að finna eyðu-
blöð vegna þessa samanburðar
og er þá mismunur raunverulegra
tekna og gjalda færður í aftasta
dálk eyðublaðsins. í>ar með kem-
ur fram hvort viðkomandi fjöl-
skyldu hefur borið af markaðri
leið. Ef útgjöld hafa orðið meiri
en gert var ráð fyrir er nauðsyn-
legt að fara vel yfir í hverju þau
liggja svo unnt sé að grípa til
nauðynlegra ráðstafana og finna
leiðir til að minnka útgjöld í sam-
ræmi við áður gerð markmið um
ráðstöfun tekna heimilisins. ÞI
Námskeiðin eiga að auðvelda fólki
að ná betri tökum á fjármálum
- segir Guðjón Steindórsson, útibússtjóri fslandsbanka
öryggi á eftirlaunaárum, lífeyris-
réttindi og eftirlaunasjóður. Þótt
fáir hugsi um eftirlaunamál fram-
an af starfsævi sinni kemur að því
hjá fólki og vegur þetta markmið
sérstaklega þungt í umfjöllun á
námskeiðunum. í Fjármálahand-
bók VÍB er bent á þá viðmiðun
að við skipulagningu fjármála
megi hafa hliðsjón af því að hrein
eign hjóna við upphaf eftirlauna-
tímabils þurfi að vera um 25
milljónir króna þegar þau verð-
mæti sem standa að baki lífeyris-
réttindum eru talin með. í bók-
inni er gert ráð fyrir að lífeyris-
verðmæti geti verið um 10 millj-
ónir króna, aðrar tíu milljónir
séu bundnar í fasteign og um
fimm milljónir bundnar í bifreið
og sparifjármunum.
Annað markmið: Öryggissjóð-
ur til að grípa til við óvæntar
, aðstæður. Bent er á að öryggis-
sjóður sé nauðsynlegur ef óvænt-
ar aðstæður koma upp eða í
nauðir rekur. Nefnt er dæmi um
upphæð á bilinu 100 til 400 þús-
und þar sem sú fjárhæð sé ekki
það há að hún setji fjárhagsáætl-
anir heimilisins úr skorðum og
best sé að ávaxta þessa upphæð á
innlánsreikningi, sem beri góða
vexti en gæta þess að féið sé laust
til ráðstöfunar án mikils kostnað-
ar.
Þriðja markmið: Að eignast
íbúð eða hús því ein af stærstu
fjármálaákvörðunum hverrar
fjölskyldu er ákvörðunin um
byggingu eða kaup á húsnæði. í
Fjármálahandbók VÍB er farið
vandlega yfir á hvern hátt undir-
búa þurfi íbúðarkaup eða skipti.
Meta verði vandlega hversu dýr
fjárfestingin geti orðið, hvað
mikið eigið fé þurfi að vera fyrir
hendi þegar ráðist sé í kaupin,
hvað greiðslubyrði verði mikil,
hversu mikill hlutur eigna verði
bundinn í fasteign, hvað eigin
húsaleiga verði mikil í saman-
burði við minni íbúð og hversu
kostnaðarsamur rekstur hins nýja
húsnæðis muni verða.
Markmið fjögur: Að minnka
skuldir heimilisins. Bent er á að á
undanförnum árum hafi einstakl-
ingar aukið skuldir sínar hlut-
fallslega meira en hið opinbera
eða atvinnufyrirtæki landsins. Þá
sé umtalsverður hluti þessarar
skuldaaukningar til kominn
vegna húsnæðislána og þar sé
greiðslubyrði vegna skammtíma-
lána oft þung. Því verði meðal
annars að gæta þess vel að
skammtíma- og raðgreiðslulán
verði ekki of mörg á sama tíma
og kostnaði vegna þeirra haldið í
lágmarki.
Markmið fimm: Að vera nægi-
lega vel tryggður fyrir áhættu í
fjármálum er eitt mikilvægasta
markmiðið í fjármálum heimilis-
ins. í Fjármálahandbók VÍB og á
námskeiðunum er sérstaklega
fjallað um þær tryggingar sem
einstaklingar og fjölskyldur geta
keypt. Þar er bent á að ungt fólk,
sem sé að hefja störf og búskap
hafi oft stofnað til mikilla skuld-
bindinga, meðal annars vegna
húsnæðiskaupa og/eða stofnunar
atvinnureksturs. Því sé líftrygg-
ing með því nauðsynlegra þar
sem hún standi á móti skuldum
þannig að óvænt fráfall valdi ekki
óbærilegri röskun á fjármálum
fjölskyldunnar. Þá er bent á að
æskilegt sé að fara vel yfir allar
tryggingar heimilisins með reglu-
bundnum hætti að minnsta kosti
einu sinni á ári til að fylgjast með
því að tryggingafjárhæðir séu í
samræmi við áætlað verðmæti
hins tryggða. Pl
„Mikil aðsókn hefur verið að
þessum námskeiðum fyrir
sunnan og við höfum lagt
mikla áherslu á að fá þau hingað
og geta boðið Akureyringum
og nærsveitamönnum þessa
þjónustu,“ sagði Guðjón
Steindórsson, útibússtjóri
íslandsbanka á Akureyri, í
samtali við Dag. „Á námskeið-
unuin gefst fólki, sem þarf og
vill endurskipuleggja fjármál
sín, tækifæri til að fá upplýs-
ingar um hvernig það geti farið
að. Námskeiðin fela enga
töfralausn í sér því hún er ekki
til en sú þekking og tækni sem
fólki er kynnt getur auðveldað
því að ná betri tökum á eigin
málum.
Guðjón sagði að á námskeið-
Guðjón Stcindórsson.
unum væri sjónum fólks einkum
beint að því á hvern hátt það geti
dregið úr útgjöldum því leiðir til
tekjuauka séu í mörgum tilfellum
ekki fyrir hendi. Þá sé skýrt út
fyrir fólki á hvern hátt það geti
sparað og ávaxtað þá fjármuni er
sparnaðurinn skili. Þótt getu
fólks til sparnaðar séu oft mikil
takmörk sett þá sé grundvöllur
þess að geta dregið úr útgjöldum
sá að fólk fylgist reglulega vel
með öllum tekjum og gjöldum.
Því sé miklum tíma námskeið-
anna varið til þess að kenna fólki
að færa bókhald yfir rekstur
heimilis og lesa út úr því upplýs-
ingar um hvernig eyðslu þess sé
varið. Guðjón sagði tilvalið fyrir
hjón að koma saman á námskeið-
in því það geti auðveldað þeim
að takast sameiginlega á við
fjármálavanda heimilanna og
finna nýjar leiðir til bættra lífs-
skilyrða. ÞI
Úr Fjármála-
handbók VIB
Aö skipuleggja fjármálin vel merkir:
aö hafa góða yfirsýn um fjármálin,
að setja sér markmið í fjármálum, bæði til skemmri og
lengri tíma,
að búa sér til stefnu í fjármálum til langs tínia um að ná
þeini markmiðum,
að ávaxta peninga á skynsamlegan hátt,
að fylgjast vandlega með hvort ávöxtun er í samræmi
við markmið,
að bregðast við ef áætlanir ganga ekki eftir.